Þjóðviljinn - 05.06.1987, Blaðsíða 12
2 K91
[«**?£**'
1 , ieg9'0 „ n gi''"°V
I «**?£&
VrrÆgsr#-
mo,e>1^ aoöV
l^oT^ %.
% Vorúö' .vsioiVf'Y
irsiSÆ
■ nelio upp,,n rwi'°9 1
■ nnno9u'p 0t rT"fc®l
1 °9 ve,'v^"a' ' 9°
1 «5» e'vood>ö P'1 "
uoV
, Cl '3""^o^'öS'^ö \5\0p'
i^o^ó'o- eöo W
VGnU
\n/öM
Sk ^or0'
ie\öSa
Fljótvírk
- góð-
íslensk!
Garðgrill
Varanlegt
múrsteinsgrill
Má nota allt árið.
Allra harðasta grillfólk getur
auðveldlega komið sér upp grilli
og auðvitað er best að drífa það
af, ef fólk er hvort eð er að byggja
eða breyta. Það er ekkert endi-
lega bundið við sumarið að grilla
úti. Ef veður er sæmilega kyrrt og
úrkomulaust breytir það hins
vegar litlu hvort er 20 gráða frost
eða 20 gráðu hiti.
Þegar múra skal upp grill verð-
ur að gæta þess að undirlagið sé
traust svo ekki sé hætta á missigi
eða vandræðum af völdum frosta
eða vatnagangs eða annarra nátt-
úruhamfara. Hægt er að steypa
grillið upp og fóðra að innan með
eldföstum múrsteini eða hlaða
allt grillið upp af múrsteini sem
auðvitað er fínast og auðveldast.
Hafi fólk einu sinni bragðað
lambalæri sem reyksteikt hefur
verið með einiberjalyngi, og er
haldið góðri grill- og matreiðslu-
dellu, þá er ekki vitlaust að hinir
sömu hugleiði að koma sér upp
föstu grilli, að múra þá upp sam-
byggt grill og reykofn Við látum
fylgja hér til gamans lauslega
teikningu af slíku mannvirki.
Fiskur
Grillaður fiskur
er frábær
Fisk má grilla bæði með því að
setja hann beint á ristina á grill-
inu eða pakka honum í álpappír.
Látið gljáhúð álpappírsins snúa
að fiskinum.
Kryddið fiskinn eftir smekk og
opnið álþynnuna nokkrum mín-
útum áður en fiskurinn er
Silungur í álpappír
Silungurinn er slægður og
hreinsaður og smurður með
smjöri eða olíu, sítróna er kreist
yfir og síðan stráð yfir salti og
pipar og öðru kryddi, t.d. timian,
fennikel eða estragon, helst
fersku, og þvi næst pakkað inn a
álpappír og sett yfir glóðina og
látið vera í svona 15 mínútur. Að
þeim tíma liðnum skal opna ál-
þynnuna svo silungurinn nái að fá
keim af glóðunum.
Laxasneiðar
Búið til kryddlög með því að
blanda í 1 dl matarolíu safa úr
einni sítrónu, einni teskeið rós-
marín, slatta af salti og grófum
pipar. Hristið þetta vel saman og
látið standa í a.m.k. 2 tíma.
Sneiðið laxinn niður og komið
sneiðunum fyrir í samlokurist,
smyrjið þær með kryddblönd-
unni og glóðið í 5-6 mínútur. Á
sama hátt má auðvitað með-
höndla allan fisk, en lúða og grál-
úða eru einstaklega ljúffengar,
matreiddar á þennan hátt.
Teinamatur
Allur teinamatur er einstak-
lega góður og íslenska fjalla- veg-
alambið er sérlega gott til slíks.
Það espar líka bragðlaukana fal-
lega samansettur grillaður teina-
matur. Það má líka nota kjöt af
læri eða framparti, en úrbeinið
lærið eða frampartinn áður og
takið allar sinar og kirtla úr.
Skerið síðan kjötið í teninga sem
eru svona 2-3 sm á kant og leggið
þá í kryddlög. Þegar þeir hafa
legið þar hæfilegan tíma, allt upp
í nokkra daga, þá þræðið þá upp á
teinana og á milli þeirra má setja
papriku í öllum fáanlegum litum,
tómata, lauk, sítrónusneiðar,
appelsínusneiðar, sveskjur eða
hvað það sem ykkur dettur í hug.
Kryddlögur
Kryddlög má búa til úr matar-
olíu á svipaðan hátt og lýst er þar
sem sagt er frá heilgrilluninni, en
auk olíu má nota jógúrt eða súr-
mjólk og blanda hana olíu og alls
kyns kryddi, rauð- eða hvítvíni,
tómat-, soya- eða Worchester-
sósu eða öllu þessu og fleiru sam-
an, allt eftir því hve hugarflug
viðkomandi hefur. Góða
skemmtun og verði ykkur að
goöu.
sá
VIÐ GRILLUM
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. júní 1987
Smágrillin
Kveikið rétt upp
Ágætis aðferð við að koma
glóð í grillkolin í smágrillinu er að
búa til nokkurs konar skorstein
úr niðursuðudós. Há dós er
heppilegust til þessara nota og
hún er opnuð í báða enda og
nokkur göt sett á hana nálægt
öðrum endanum og þau látin
snúa niður. Þá er dósin sett í grill-
botninn og ofan í hana troðið dá-
litlu af pappír og sprekum og þar
ofan á kolunum. Síðan er kveikt í
pappírnum og sprekunum undir
kolunum gegn um götin sem gerð
voru á dósina. Þegar eldur er
kominn í kolin eftir svona 20 mín-
útur þá er dósin fjarlægð og
glóandi kolunum dreift um kol-
apönnuna. En varið ykkur, dósin
er brennandi heit.
Útigrill
Opin og lokuð grill
Helstu tegundir venjulegra úti-
grilla eru annars vegar opin og
hins vegar lokuð grill. Opnu
grillin eru lang algengust og fást í
mjög fjölbreyttu úrvali, bæði af
mörgum stærðum og varanleika.
Algengust eru grill úr þunnu mót-
uðu stáli, sem eiginlega er ekki
annað en skál fyrir glóðarkolin og
ofan á henni er síðan rist sem
stundum er hægt að koma fyrir í
mismunandi hæð frá kolunum og
stilla þannig hitann. Hálfa leiðina
kringum jaðar kolaskálarinnar er
síðan stálplata sem veitir skjól og
á enda plötunnar eru grópir þar
sem grillteininum er komið fyrir
sé hann notaður. Opin glóðar-
tæki henta best þegar grillaður er
matur sem ekki þarf langan tíma,
t.d. fiskur, kjúklingabitar, kótil-
ettur eða bara pylsur.
Lokuðu grillin hafa flest ein-
hvers konar lok sem byrgir inni
hitann og endurkastar honum
þannig að kjötið brúnast nokkuð
jafnt að ofan sem neðan. Það er
nokkur hætta á að maturinn
brenni í þessum grillum, en á
vandaðri gerðum þeirra eru
trekkspjöld sem hægt er að
stjórna loftstraumi undir kolin og
þar með hversu hratt þau brenna
og hitinn er mikill. í lokuðu grill-
unum er auðvitað hægt að
reyksteikja matinn og það er
hægt að fá mjög sérkennilegt og
gott bragð af honum t.d. með því
að setja lyng, laufblöð eða krydd-
jurtir ofan á kolin áður en steikin
er sett inn.
Mörgum finnst leiðinlegt, þeg-
ar steikt er á teini, þegar fitan úr
kjötinu lekur niður á glóðina og
kviknar í henni. Sum grill, eink-
um dýrari pottgrill, eru þannig
gerð að hægt er að koma kolun-
um fyrir lóðrétt bak við rist þann-
ig að engin glóð er undir steikar-
teininum og fitan lekur bara ofan
í bakka, en í stærri grillum er
auðvitað hægt að hafa kolin út til
hliðanna í kolapönnunni og
koma fyrir mjóum álbakka undir
teininum sem tekur við feitinni
frá steikinni.
steiktur svo hann nái að taka í sig
glóðarkeiminn. Þar sem fiskur er
yfirleitt laus í sér er gott að koma
honum fyrir í samlokurist. Þann-
ig er minni hætta á að missa hann
sundur og niður í glóðina þaðan
sem hann ætti vart afturkvæmt.
Nokkrar grill-
fiskuppskriftir
Fást í matvöruverslunum
og hjá Essó.