Þjóðviljinn - 05.06.1987, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTIR
Körfubolti
Sovétmenn byrja vel
Þrátt fyrir það að Kareem Abdul-Jabbar sé kominn á efri ár, þá er hann enn
einn af betri leikmönnum Lakersliðsins. Hann lék vel gegn Boston.
Körfubolti
Lakers sigraði
Hafði algera yfirburði gegn vængbrotnu
liði Boston
íþróttir
í kvöld eru þrír leikir í 2.deild
karla og einn í l.deild kvenna.
Á Siglufirði leika KS og Vík-
ingur, á Laugardalsvelli, IR og
ÍBV og á Kópavogsvelli Breiða-
blik og Selfoss.
í l.deild kvenna leika ÍA og
Breiðablik á Akranesi.
Allir leikirnir hefjast kl. 20.
-lbe
Sviss
Xamax
meistarar
Neuchatel Xamax tryggði sér í
fyrrakvöld sigur í l.deildinni í
Sviss með því að gera jafntefli
gegn Lausanne, 1-1.
Petta er í fyrsta sinn sem Xam-
ax sigrar í l.deildinni, en liðið
hefur haft forystu lengst af á
þessu keppnistímabili.
Xamax hefur 46 stig og á einn
leik eftir, en Grasshoppers sem
er í 2.sæti er með 41 stig og á tvo
leiki eftir.
-lbe
Og
þetta
líka...
Everton
er nú á keppnisferðalagi og nú fyrir
skömmu léku þeir gegn landsliði Ast-
ralíu. Leikurinn var æsispennandi og
eftir venjulegan leiktíma var staðan
1-1. Adrian Heath skoraði mark
Everton. Ástralíumenn tryggðu sér
svo sigur í vítaspyrnukeppni, 4-1.
Tveir leikir
voru í undankeppni Olympíuleikanna
í fyrrakvöld. Ungverjaland sigraði
Svíþjóð, 2-1. Plotar skoraði þæði
mörk Ungverja eftir að Johansson
hafði náð forystunni fyrir Svía. Þá sig-
raði Júgóslavía, Austurríki, 1-0. Það
var Tuce sem skoraðí sigurmarkið.
Guðlaugur
Kristjánsson sigraði í golfmóti Kiwan-
ismanna sem haldið var nú fyrir
skömmu. það er svosem ekki ný til-
finning fyrir Guðlaug því hann hefur
sigrað undanfarin þrjú ár. Reynir
Guðmundsson sigraði í keppni með
forgjöf. Það var Setberg sem fékk
mætingarbikarinn, en þeir voru fjöl-
mennastir Kiwanismanna á þessu
móti.
Englendingar
munu ekki fá neina miða til að selja á
leik þeirra gegn Vestur-Þjóðverjum í
Dusseldorf í september. Þetta gera
Englendingar að sjálfsögðu til að
halda ólátabelgjum sínum frá
leiknum, en þeir hafa á sér mjög
slæmt orð. Þó munu breskir hermenn
í V-þýskalandi fá nokkur þúsund
miða.
Sovétmenn byrjuðu mjög vel á
Evrópumeistaramótinu í körfu-
knattleik sem fram fer á Grikk-
landi um þessar mundir. Þeir
sigruðu í gær aðalkeppninauta
sína Júgóslavíu, 100-93.
Sovétmenn leika í A-riðlinum
og var fyrirfram búist við því að
Júgóslavar myndu veita þeim
harða keppni. en Sovétmenn
réðu lögum og lofum og sigruðu
af öryggi. Þeir sigruðu þegar
keppnin var haldin fyrir tveimur
Real Madrid sigraði Atletico
Madrid í gær í fyrri leik liðanna í
undanúrslitum spænsku bikar-
keppninnar, 3-2.
Hugo Sanchez var sem fyrr að-
alstjarna Real og skoraði tvö
mörk. Real náði reyndar þriggja
marka forskoti, en í lokinn sótti
Atletico stíft og hafði tvö mörk
uppúr krafsinu. Það voru þeir
Napoli, með Diego Maradona í
fararbroddi, átti ekki í miklum
erfiðleikum með að koma sér í
úrslit í ítölsku bikarkeppninni.
Þeir sigruðu Gagliari 4-0.
Napoli vinnur því samanlagt 5-
1, en fyrri leiknum lauk með j afn-
tefli.
Botnliðið Atalanta, sem nú er
reyndar fallið í 2. deild tekur þátt í
Evrópukeppni bikarhafa næsta
Það gekk ekki vel hjá Norður-
landaþjóðunum í Evrópukeppn-
inni. Island, Svíþjóð, Noregur og
Danmörk léku á heimavelli, en
aðeins Svíum tókst að sigra.
Svíar unnu góðan sigur gegn
Ítalíu á Stokkhólmi, 1-0 og kom-
ust þarmeð í efsta sæti í 2. riðli.
Það var Peter Larsson sem
skoraði mark Svíþjóðar á
25.mínútu. Tíu mínútum áður
höfðu ítalir fengið vítaspyrnu,
Jan Mölby skoraði mark Dana
gegn Tékkum
árum í Stuttgart.
Spánverjar unnu stærsta sigur
dagsins, gegn Frökkum. Munur-
inn 41 stig, 111-70.
Grikkir unnu einnig stóran
sigur gegn Rúmeníu, 109-77.
Þessar þjóðir leika í A-riðlinum.
í B-riðlinum sigraði ísrael
Tékkóslóvakíu, 99-83 og kom
það mjög á óvart. Pólverjar sigr-
uðu Hollendinga, 91-84 og ítalir
unnu Vestur-Þýskaland 84-78.
-Ibe
Ramos og Marina sem skoruðu
mörk Atletico.
Þetta var aðeins fyrri leikurinn
og róðurinn verður því þungur
hjá Real í síðari leiknum. Þeir
fengu á sig tvö mörk sem án efa
eiga eftir að vega þungt.
í hinum undanúrslitaleiknum
gerðu Real Socidead og Athletic
Bilbao markalaust jafntefli. -Ibe
keppnistímabil. Þeir tryggðu sér
sæti í úrslitaleik bikarkeppninnar
með því að gera markalaust jafn-
tefli gegn Cremonese. Atalanta
sigraði í fyrri leiknum 2-0.
Þar sem Napoli hefur sigrað í
deildinni fer það lið sem leikur
gegn þeim í bikarkeppnini í Evr-
ópukeppni bikarhafa og það kom
í hlut Atalanta sem hefur þó
gengið mjög illa í vetur. -Ibe
eftir að Thomas Ravelli, mark-
vörður Svía, hafði brugðið Ro-
berto Tricella.
En Ravelli varði vítaspyrnuna í
stöng og Svíar sluppu með
skrekkinn. Skömmu síðar áttu ít-
alir skot í þverslá sænska marks-
ins, en ekki tókst þeim að skora.
Svíar eru því efstir í riðlinum
með 9 stig og ítalir í 2. sæti með 8
stig. Þessi lið eru þau einu sem
geta gert sér vonir um sigur í riðl-
inum.
Danir gerðu jafntelfi gegn
Tékkum, 1-1 í Kaupmannahöfn.
Það var Jan Mölby sem skoraði
mark Dana á lö.mínútu. Þeir
fengu fjölda dauðafæra, en tókst
ekki að nýta þau. Preben Elkjær
átti m.a. skot í þverslá fyrir opnu
marki.
Það var svo á 48.mínútu að
Tékkar jöfnuðu með marki frá
Ivan Hasek.
Danir eru efstir í riðlinum með
6 stig eftir fjóra leiki, Tékkar í
2.sæti með 5 stig eftir 4 leiki og
Wales í 3,sæti með 4 stig eftir 3
leiki.
Þá léku Norðmenn gegn Sovét-
mönnum í Oslo og töpuðu 0-1.
Það var Alexander Zavarov
sem skoraði sigurmark Sovét-
manna á ló.mínútu, en þeir voru
samt langt frá því að vera
sannfærandi.
Líkt og í leikjum Dana og Svía
áttu heimamenn skot í þverslá,
það var Jörn Andersen sem átti
það á síðustu mínútu leiksins.
-Ibe
Það fór eins og flestir spáðu,
Lakers sigruðu Boston Celtics í
fyrsta úrslitaleik liðanna í NBA-
Deildinni í körfubolta, 126-113.
Lakers hafði algera yfirburði í
leiknum. Þeir náðu strax góðu
forskoti og héldu því allan tím-
ann. Boston-liðið sem stefnir að
því að vinna annað árið í röð átti
aldrei möguleika. Mestur varð
munurinn 23 stig og vængbrotið
Boston liðið náði þó aðeins að
klóra í bakkann undir lokin.
James Worthy var í miklu stuði
og skoraði 33 stig, en Larry Bird
skoraði mest fyrir Boston, 32
stig.
Það munar að sjálfsögðu miklu
að leikmenn Boston eru þreyttir.
Þeir þurftu að leika 7 erfiða leiki
gegn Detroit á meðan Lakers
sigraði Seattle örugglega í fjórum
leikjum. Þá bætir ekki úr skák að
Kevin McHale og Robert Parish
hafa ekki náð sér af meiðslum
sínum, en þeir eru tveir af sterk-
ustu leikmönnum Boston.
Næsti leikur liðanna verður
einnig í Los Angeles, en síðan
verða leiknir tveir leikir í Boston.
Það lið sigrar sem fyrr vinnur
fjóra leiki. Það gæti því svo farið
að Lakers þyrfti ekki að sigra
Boston á útivelli, heldur látið sér
nægja fjóra heimasigra og því spá
margir. -Ibe/Reuter
Föstudagur 5. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
AlþÍngi
ISLENDINGA
SKRIFSTOFA ALÞINGIS
óskar aö ráða starfsmann í fullt starf til að
vinna við efnisgreiningu Alþingistíðinda.
Umsækjendur skulu hafa lokið (eða vera að
Ijúka) háskólanámi. Æskilegt er að umsækj-
endur hafi menntun í bókasafns- og upplýs-
ingafræði og hafi (Dekkingu á lyklunaraðferð-
um. Kunnátta í tölvuvinnslu eða áhugi á
henni er nauðsynlegur. - Framtíðarstarf.
Umsóknarfrestur er til 20. júní.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
Alþingis.
Skrifstofustjóri
Spánn
Sigur hjá Real
Ítalía
Auðvelt hjá Napoli
Evrópukeppni
Slæmt hjá
Norðuiiöndunum
Aðeins Svíar sigruðu í sínum leik