Þjóðviljinn - 05.06.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.06.1987, Blaðsíða 8
HEIMURINN Grœningjar í Vestur-Þýskalandi Tréhausar deila við Trójuhesta Grœningjar hafa verið ígóðri sókn enframtíð hreyfingar þeirra er ógnað afdjúpstœðum ágreiningi og valdabaráttu milli hreintrúarmanna og raunsœismanna Forystuþríeykið róttæka sem kosið var á landsfundi Græningja í Duisburg . Jutta Ditfurth, Christian Schmidt og Regina Michalik. Eftir að hreinlífismenn þeir sem hafna pólitískum máiamiðl- unum náðu undirtökunum á þingi Græningja í Duisburg hafa mjög harðnað átök milli þeirra og þeirra „raunsæismanna“ sem eru reiðubúnir tii að víkja frá hinum ítrustu kröfum. Um leið er að myndast einskonar miðja í flokknum sem reynir að sætta andstæðurnar. Tilvistarkreppa Græningjar í Vestur- Pýskalandi eiga nú í tilvistar- kreppu af því tagi, sem oft áður hefur sótt heim flokka og hreyf- ingar, sem risið hafa í nafni rót- tækrar kröfugerðar um öðruvísi samfélag, öðruvísi pólitík, öðru- vísi samtök en þau sem fyrir eru. Hægt og bítandi hafa myndast í flokknum (sem þó ekki vill vera flokkur í venjulegri merkingu) tveir armar. Annarsvegar fara „fundamentalistar“ sem hér hafa verið kallaðir hreinlífismenn, hinsvegar „realos“ eða raunsæis- menn. Hinir fyrrnefndu óttast ekkert meir en að ánetjast kerf- inu eins og það heitir, ef að Græningjar gangi til samstarfs við t.a.m. bersynduga sósíaldem- ókrata. Raunsæismenn vilja svo nokkuð til þess vinna að Græn- ingjar geti fengið fram eitthvað af sínum stefnumálum. Baráttan milli þessara arma um stefnu- mótun og svo það vald, þau þing- sæti og nefndaskipan, sem Græn- ingjar vildu gjarna telja sig hafna yfir að deila um, verður svo - einkum þegar illa gengur - svo hörð, að menn fara að lemja sína menn af meiri hörku en andstæð- inga í öðrum flokkum. Stór orð Jutta Ditfurth, sem kosin var talsmaður eða formaður Græn- ingja á þinginu í Duisburg, segir að raunsæismenn beiti andstæð- inga sína í hreyfingunni haturs- áróðri og stefni að því að kljúfa flokkinn. Skoðanabróðir hennar, Thomas Ebermann, segir að raunsæismenn gangi erinda krata í baráttunni gegn Græningjum, þeir séu þar einskonar Trójuhest- ar. Raunsæismenn kalla svo hina hreinlífu „tréhausa" sem vilji, eins og Joschka Fischer, um tíma ráðherra í samsteypustjórn með krötum í Hessen, breyta hreyfingunni í „róttækan sér- trúarsöfnuð". Ekki nema von að mörgum stuðningsmönnum og tals- mönnum hreyfingarinnar finnist meira en nóg sagt. Antje Vollmer, sem á sæti á sambands- þinginu í Bonn, segir sem svo, að fengi hún stundarkorn umboð frá almættinu, þá mundi hún skipa öllum að segja af sér. Ágreiningsmalin Eftir þingið í Duisburg hafa Græningjar deilt hart um framtíð og starfshætti hreyfingar sinnar á sjö fylkisþingum og raunsæis- menn hafa haldið sérstakan fund í Frankfurt til að ræða leiðir til að styrkja sinn arm í flokknum. Það sem helst skilur armana að er þetta hér: Hreinlífismenn vilja leggja kjarnorkuver í landinu niður þeg- ar í stað. Raunsæismenn eru til- búnir til að semja um að Vestur- Þýskaland verði óháð þeim ork- ugjafa í áföngum. Hinir róttæku eru reiðbúnir til að beita ofbeldi gegn ríkinu og táknum þess, raunsæismenn vilja heldur fara leið „þegnlegrar óhlýðni". Hreinlífismenn heimta að Vestur-Þýskaland segi sig úr Nató umsvifalaust. Raunsæis- menn mundu í fyrstu lotu láta sér nægja umtalsverðan áfanga í af- vopnunarmálum. Hinir róttæku hafna stjórnars- amstarfi við sósíaldemókrata, sem fýrr segir, en raunsæismenn stefna beinlínis að slíku sam- starfi, bæði í borgarstjórnum, stjórnum einstakra „landa" og ríkisstjórn ef svo bæri undir. Þar til upp úr sauð Þrír atburðir hafa orðið til þess að upp úr sauð. Fyrst slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi við krata í Hessen (en þar var Joschka Fisc- her umhverfismálaráðherra). Þessu næst kaus sá meirihluti Ert það þú Otto (Schily), segir Joschka Fischer á þessari skopmynd, sem hefur æst hana Juttu Ditfurth svona upp? hreintrúarmanna sem til staðar var í Duisburg eingöngu þá menn til forystu sem setja sér fyrst og fremst það markmið „að eyði- leggja krataflokkinn" eins og einn af foringjum hinna raun- sæju, Otto Schily, segir. Raun- sæismenn töldu svo að stund hefndarinnar væri upp runnin þegar listi Græningja í Hamborg beið verulegan ósigur í nýaf- stöðnum kosningum. Þar höfðu Græningjar fyrir nokrum mánuð- um fengið um tíu prósent at- kvæða en misstu nú meira en þrjú aftur, ekki síst vegna þeirrar kröfuhörku hreinlífismanna sem þar ráða ferðinni, sem gerði sam- stjórn með krötum ómöguiega. Ekki bætti það úr skák hvemig Græningjar í Hamborg tóku ó- sigrinum: þeim datt ekki í hug að taka eigin framgöngu til gagnrýninnar endurskoðunar heldur hreyttu ónotum út úr sér um heimskuna í háttvirtum kjós- endum. Hver erum við? Sem fyrr segir hafa þeir sem óttast að deilur þessar tvístri hreyfingu Græningja byrjað að þreifa fyrir sér um „þriðju leiðina" sem gæti sameinað ýmis- legt úr kröfuhröku hinna skírlífu og svo viðurkenningu á því, að það verði að starfa með krötum til að koma í veg fyrir hægri- meirihluta þegar það er hægt. Slíkt tækifæri gæti til dæmis boð- ist í Bremen en þar verður kosið í september - þar gæti samstarf við krata komið í veg fyrir meirhluta kristilegra og frjálslyndra. En leiðin til málamiðlunar er löng og ströng. Meðal annars vegna þess, að sundrungin í flokknum minnir á þá staðreynd að hreyfing Græningja er til orðin úr margskonar efni - þar fara náttúruvinir, friðarsinnar og svo fyrrverandi liðsmenn ýmiskonar smáflokka og sveita sem á tímum vinstrisveiflu í Evrópu bjuggu sig af kappi undir Byltinguna Sjálfa. Andóf gegn mengun, kjarnorku, vígbúnaðarkapphlaupi og for- ræðishyggju hefur sameinað þetta lið, en um leið og Græning- jar hafa fengið það fylgi sem dug- ir til áhrifa kemur í ljós að ekki er samstaða um það hvernig nýta megi möguleikana. Við trúum því ekki lengur, segir umhverf- isverndarmaðurinn Thomas Schmidt, að við séum öðruvísi en allir hinir. Kannski erum við bar- asta ögn leiðinlegri í umgengni hver við annan en þeir... -áb bygggði á Spiegel 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. júnl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.