Þjóðviljinn - 05.06.1987, Blaðsíða 14
MINNING
Gísli Sighvatsson
kennari
Fœddur 21. október 1950 - Dáinn 27. maí 1987
Okkur langar með þessum fá-
tæklegu orðum að minnast vinar
okkar Gísla Sighvatssonar.
Það var engin tilviljun hversu
vinmargur maður Gísli var. Það
vakti aðdáun allra sem til þekktu
hversu mikinn tíma hann hafði
alla tíð til að rækta vináttu sína
við alla hina fjölmörgu sem hann
hafði kynnst á lífsleiðinni. Allir
sem kynntust honum sóttust eftir
vináttu hans, hvort sem þeir voru
eldri eða yngri. Það var svo margt
í fari hans sem laðaði fólk að,
hann var óvenju lundgóður,
hjartahlýr og auk þess gæddur
þeim sjaldgæfa eiginleika að geta
alltaf skemmt fólki án þess að
særa nokkurn mann. Við sem
þessar línur skrifum þekktum
Gísla sameiginlega meðan hann
var við kennslu úti í Eyjum um
fimm ára skeið, sum lengur,
önnur skemur.
Þegar Gísli fór til Reykjavíkur
til að ljúka kennaranámi var okk-
ur að sönnu eftirsjá að honum en
við glöddumst einnig innilega er
hann kynnti okkur fyrir Ólöfu
Helgu Þór og syni hennar Gunn-
ari Sveini. Ólöfu var strax tekið í
okkar hópi sem einni af okkur
enda öllum ljóst að ekki hallaðist
á um mannkosti með þeim, henni
og Gísla.
í samskiptum sínum við Gunn-
ar Svein nutu mannkostir Gísla
sín hvað best. Á stuttum tíma
vann hann hug og hjarta unga
drengsins og skapaðist með þeim
svo náið samband og innilegt að
ekki gerist betur með föður og
syni.
Vinátta Gísla og Ólafar Helgu
varð að innilegri ást sem þau
innsigluðu hinn 23. maí s.l. með
brúðkaupi sínu.
Brúðkaupsveislan var haldin á
heimili þeirra að Birkihvammi 13
í Kópavogi, húsi sem þau höfðu
keypt og voru nýflutt inn í.
Lífið brosti og framtíðin blasti
við.
Rúmum þremur sólarhringum
síðar var skyndilega ekkert líf,
engin framtíð.
Hann Gísli var dáinn. Við vor-
um orðlaus en hugsuðum þeim
mun meira.
Hvers vegna? Slíkri spurningu
er auðvitað aldrei hægt að svara,
en það er jafnerfitt að verjast því
að hún leiti á hugann.
En við eigum eftir minninguna
um góðan dreng sem á lífsleið
sinni veitti okkur óteljandi
ánægjustundir.
Von okkar er að björt minn-
ingin verði dökkri sorginni yfir-
sterkari.
Við vottum Ólöfu Helgu,
Gunnari Sveini, foreldrum Gísla
og tengdaforeldrum svo og öðr-
um aðstandendum innilega sam-
úð.
Halia, Baldvin, Katrín, Einar,
Gerður, Björn, Guðmunda,
Guðmundur og Ólöf Magrét
Á stilltum og björtum
haustdegi fyrir rúmlega tuttugu
árum, mættust glaðværir hópar
ungmenna í Menntaskólanum á
Laugavatni til að hefja þar nám.
Stærstu hóparnir komu úr Árnes-
og Rangárvallasýslum, af Suður-
nesjum og utan úr Vestmanna-
eyjum. f hópi Eyjamanna var
glaðlegur piltur ljós yfirlitum
með bros í augum. Gísli Sighvats-
son hét hann og varð fljótlega
mikill vinur okkar allra.
Nú á fögrum vordegi í blóma
lífsins er þessi ljúfi vinur okkar
skyndilega horfinn á braut, svo
snögglega og óvænt. Það er til
einskis að spyrja sjálfan sig hvers
vegna, við slíkri spurningu fæst
aldrei svar. Ef ég lít hinsvegar til
baka yfir þessi tuttugu ár, sem
liðin eru frá því að ég kynntist
Gísla er ég forsjóninni þakklátur
fyrir að hafa verið svo lánsamur
að leiðir okkar lágu oft og mikið
saman. Ég ætla ekki að rekja það
í einstökum atriðum, en minning-
arnar um vin minn Gísla eru ein-
göngu góðar. Gísli var eins og
segulstál á fólk, hann hafði sérs-
takt lag á því að laða að sér vini
hvar sem hann var. Hann hélt
þessari vináttu líka við á sinn lát-
lausa og þægilega hátt. Ég minn-
ist þess ekki að hafa nokkurn
tíma heyrt Gísla hallmæla öðru
fólki, en þau voru mörg síðkvöld-
in er við sátum og hlustuðum á
Gísla segja okkur frá vinum sín-
um í Þýskalandi, Finnlandi og
síðar í Kanada, þar sem hann
stundaði nám fyrir stuttu síðan.
Á samstarfsárum okkar Gísla,
þegar hann kenndi við Gagnf-
ræðaskólann í Vestmannaeyjum,
fékk ég enn frekari staðfestingu á
því hversu auðvelt hann átti með
að umgangast annað fólk, hann
var auðvelt að skilja án þess að
margt væri sagt. Unga fólkið lað-
aðist að honum eins og aðrir, það
sáum við best þegar hann
kynntist sinni yndislegu konu
Ólöfu Helgu Þór og syni hennar
Gunnari Sveini fyrir fáum árum,
reyndar alltof fáum. Gunnar
Sveinn og Gísli urðu fljótt miklir
vinir og félagar þannig að missir
drengsins er mikill, ef til vill meiri
en nokkurs annars. Ólöf og Gísli
kynntust í Kennaraháskólanum
þar sem þau voru við nám og ég
held að Ólöfu hafi brugðið dálítið
þegar hún áttaði sig á hversu stór
og samheldinn vinahópur stóð að
baki Gísla. Hún fann þó fljótt að í
þann hóp var hún meira en vel-
komin og ég vona að okkur takist
að viðhalda þeirri vináttu jafn á-
reynslulaust og Gísla tókst. En
orð eru bara orð og við skulum
láta verkin tala, því læt ég hér
staðar numið.
Sighvati og Ellý, Ólöfu Helgu-
og Gunnari Sveini sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur, svo
og kveðjur frá vinum hans úr
menntasicóla og utan úr
Vestmannaeyjum.
Ólafur Hreinn Sigurjónsson
Menn segjast oft muna löngu
liðna atburði eins og hefðu þeir
gerst í gær. Oftast nær eru slíkir
atburir - líkt og minningar berns-
kuáranna - tengdir fögru veðri og
skemmtilegheitum. Einhverra
hluta vegna virðist mannskepnan
þeim eiginleikum gædd að þurrka
fremur út úr minni sínu leiðinlega
atburði. Ef til vill er það vegna
þess að magn þeirra minninga,
sem við getum varðveitt, er tak-
markað.
Það er því með ólíkindum,
hvað einn áratugur getur virst
langt tímabil, ef horft er til baka,
- hvað þá ef þeir eru tveir. Þetta
verður okkur ljóst nú, er við
göngum í sjóð minninganna, og
rifjum upp kynnin af vini okkar
Gísla Sighvatssyni, sem við
kveðjum nú í dag. Flestar minn-
ingar okkar frá síðasta einum til
tveim áratugum eru tengdar
Gísla á einhvern hátt. Og þegar
gluggað er í myndasöfnin og
skoðaðar augnabliksmyndir af
Gísla, þá leynir sér aldrei kímnin
og glettnin í svip þessa góða vin-
ar.
Þótt við þykjumst hafa mikils
misst, þá metum við það meira að
hafa fengið að njóta svo ríkulega
kynna af Gísla á stuttum æviferli
hans, sem kransæðastífla batt
endi á, án þess að hafa nokkru
sinni gert boð á undan sér.
Þegar við kvöddumst fyrir tæp-
um hálfum mánuði í brúð-
kaupsveislu þeirra Ólafar Helgu
og Gísla, sem þann hinn sama
dag höfðu gengið í hjónaband,
var okkur efst í huga tilhlökkun
til sameiginlegrar Eyjaferðar,
sem farin skyldi nú um hvítasunn-
una.
Gísli er nú farinn í miklu lengri
ferð og að því kemur að við fylgj-
um honum eftir. Sé það rétt, að
menn hafi með breytni sinni í
jarðnesku lífi áhrif á tilveru sína í
öðrum heimi, erum við þess
fullviss, að Gísli byrjar þar ekki
með tvær hendur tómar. Svo oft
og svo mikið hefur hann lagt inn á
reikning þar.
Vinum okkar, þeim Ólöfu
Helgu og Gunnari Sveini, svo og
foreldrum Gísla, systkinum og
öðrum ástvinum vottum við inni-
legustu samúð okkar og vonum
að þakklætið fyrir að hafa fengið
að njóta samvista við Gfsla verði
treganum yfirsterkari.
Ingis og Kata,
Sólveig og Yngvi
Það er erfitt að skilja að hann
Gíslivinur okkar er látinn. Hann,
sem fyrir fáum dögum stóð alheill
á meðal okkar með hamingju í
augum við hlið eiginkonu sinnar
og sonar.
Kynni okkar af Gísla hófust
fyrir tæpum þremur árum, er
hann og Ólöf komu til náms að
Manitoba-háskóla í Winnipeg,
en með í för var að sjálfsögðu
sonurinn Gunnar Sveinn, sem
Gísli hafði gengið í föðurstað. í
Winnipeg var fyrir fámennur
hópur íslenskra námsmanna og
fjölskyldur þeirra, sem ásamt
síðari tíma vesturförum myndaði
ágætan kjarna íslendinga. Þrátt
fyrir mannmergð og litadýrð stór-
borgarinnar, þá stóð fólk þetta
þétt saman og veitti hvað öðru í
leik og starfi. Það vottaði jafnan
fyrir nokkrum trega í hópnum
þegar einstaka menn tóku upp á
því á vorin að ljúka prófum og
hverfa aftur til íslands. Við viss-
um að hópurinn yrði aldrei sam-
ur. Það var hins vegar nokkur
sárabót ef spurðist að von væri á
nýju fólki af íslandi undir haust-
ið. Við það voru bundnar miklar
vonir. Þau Gísli, Ólöf og Gunnar
Sveinn brugðust svo sannarlega
ekki vonum manna.
Fyrstu vikurnar var nokkur
frumbýlingsbragur á heimili
Gísla og Ólafar í Winnipeg, endá
fátt þar um húsmuni og búsáhöld
sem nauðsynleg þykja hverju
heimili. En ekki kom að að sök
því þau höfðu haft með sér
ómælda gestrisni og hiýtt viðmót,
sem laðaði okkur hin að þeim.
Brátt fékk unga heimilið á sig
þekkan svip með blóm í horni,
bækur í hillu, mynd á vegg og mat
í búri. Inn um dyr Gísia og
Ólafar, sem öllum stóðu opnar
átti margur eftir að ganga um og
14 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 5. júní 1987
dvelja hjá þeim í góðu yfirlæti.
Þar þraut sjaldnast umræðuefnin
og tæmdist seint kaffikannan.
Gísla kynntumst við ekki á ein-
um degi. Hann var ekki maður
hávaðans og hreykti sér aldrei
hátt. Allt hans fas einkenndist af
hæversku og kurteisi. Kynnin af
Gísla leiddu skjótt í ljós að hann
var búinn mannkostum og gædd-
ur góðum gáfum. Hann var ein-
stakur heimilisfaðir, sem lagði sig
allan fram og bar stöðugt um-
hyggju fyrir konu sinni og syni.
Fóstursonurinn Gunnar Sveinn
átti mikinn föður og félaga þar
sem Gísli var. í Winnipeg eignuð-
ust annarra börn líka hlutdeild í
Gísla, en þau kunnu vel að meta
natni hans og sannan áhuga, sem
hann sýndi þeirra sýsli. Við sem
slitið höfðum barnsskónum fund-
um í Gísla sérlega hjálpsaman og
góðan dreng, sem ætíð var gott að
veranærri. Hannhafði víða farið,
margt lesið og kunni frá mörgu
skemmtilegu að segja. Hann átti
gott með að sjá broslegu hliðarn-
ar á tilverunni og draga þær fram.
Tveggja ára samvera með Gísla í
Winnipeg skilur eftir sig ljúfar
minningar, sem með okkur munu
lifa.
Elsku Ólöf og Gunnar Sveinn,
megi sólin verma og lýsa leið ykk-
ar.
Blessuð sé minning Gísla Sig-
hvatssonar
Vinir frá Winnipeg
Síðsumars árið 1973 komum við,
óvenju fjölmennur hópur íslenskra
námsmanna, til Freiburgar í
Vestur-Þýskalandi. Menn veltu því
þá fyrir sér hvers vegna einmitt
þessi staður hefði orðið fyrir val-
inu. Kannski var það hagstæð lega
hans á Iandakortinu sem réði úrslit-
um. Við vissum að þar mætti vænta
þeirrar veðurblíðu og náttúrufeg-
urðar sem létti yfirbragð
mannlífsins. Langflest höfðu í far-
teskinu óljósar hugmyndir um nýj-
an hfsstíl á næsta leiti. Og Freiburg
sveik engan.
Við komum frá ýmsum stöðum á
landinu, að sunnan, vestan og
norðan, bjartsýn og forvitin. Einn
okkar var Gísli Sighvatsson sem
orðið hafði stúdent frá Laugar-
vatni. Eins og oft verður um þá sem
útlegðina velja urðu samskiptin
mikil og því nánari sem lengra leið.
Nánust urðu þó tengsl okkar í fjöl-
skyldusambýhnu í Adierstrasse 13.
Þar kynntumst við Gísla best.
Það er langt um liðið og hópurinn
dreifður í ýmsar áttir. Og nú þegar
vinur okkar Gísli er horfinn svo
skyndilega gerum við okkur smám
saman grein fyrir því sem við höf-
um misst. Við munum aldrei fram-
ar hittast öll og söknuður okkar er
sár. Gísh var óaðskiljanlegur hluti
þesa mikilvæga kafla í lífí okkar
allra. Þessi hægláti og hugijúfi vin-
ur okkar lifir í minningunni eins
lengi og við lifum sjálf. Allt það
góða sem í honum bjó og okkur
þótti vænst um er á vissan hátt orð-
ið arfleifð okkar. Við metum mikils
það sem okkur var gefið.
Þegar við bárum saman bækur
okkar í sumarhitanum 1973 hafði
Gísli með sér litla ljóðabók eftir vin
sinn frá Laugarvatni, Rúnar Hafdal
Halldórsson. Það er okkur minnis-
stætt hversu fólgin honum var
minning þessa skálds sem dó í
blóma lífsins og hann kenndi okkur
að meta þessi æskuljóð sem enn í
dag bera einhverja þá töfra sem
ganga hjarta nær. Okkur finnst við
hæfi að enda þessi minningarorð
um vin okkar með því ljóði sem
hann hafði miklar mætur á og á sér-
stakan hátt túlkar þennan tíma sem
núna virðist endanlega liðinn.
Mín harpan er brotin
og brostnir strengir þeir
er áður hljómum fyllti
fósturlandsins þeyr.
Mín Ijóðin eru þrotin
og þöglir hljómar þeir
sem ófust mínu hjarta
en hrynja aldrei meir.
Mín harpa er brotin
og brostnir strengir þeir.
Um rústir laufið fýkur
og felur allt er deyr.
Við sendum ástvinum Gísla okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Vlnlr frá
Frelburgarárunum
Ungur
ætíð meir
Hníga tár
í óminnissœ.
Heimtar hvað sitt:
Gleði, sorg, vonarþrá.
Hver skilur lífsins dom?
Ungur lifir og deyr,
ungur ætíð meir.
Prumgnýr! Glampi! Tóm.
Eittlíf? .
Hismi? Örlagahjóm?
Hníga tár
í óminnissæ.
Heimtar hvað sitt.
í kuli höfði drúpa
döggvot blóm.
r.a.