Þjóðviljinn - 05.06.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.06.1987, Blaðsíða 11
attins náð“. Á myndinni sjást frá v.: Una Sréta Sigurjónsdóttir, Þóra Kristinsdóttir, ður H. Sigurbjörnsdóttir. Notið aldrei bensín eða spritt til að kveikja upp í grillinu. Grillvökvinn er hæfilega eldfimur svo lítil hætta er á að grillmeistarinn kveiki í sjálfum sér um leið og grillinu. Auk þess er í grill- vökvann notuð vel hreinsuð olía þannig að lítil hætta er á óbragði af matnum frá honum. Sprautið grill- vökvanum á kolin áður en kveikt er upp- aldrei eftir að búið er að kveikja. Meðan beðið er eftir að glóð komi í kolin er ágætt að nota tímann til að „mála“ skrokkinn með kryddleginum bæði að utan og innan. Þegar grillskrokkurinn er valinn veitir ekkert af því að reikna með 600 g á mann. Bæði rýrnar skrokkurinn við grillunina og svo hitt að fólk borðar mikið, enda er þetta gott. Það er alveg nóg að hafa grillaðar kartöflur með smjöri og salat með kjötinu. Guðmundur Stefánsson hemur skrokkinn meðan Stefán smyr á. Þegar kolin eru orðin heit f gegn og grá að utan er kominn tími til að setja matinn yfir. Skrokknum verður að snúa stöðugt til að hann steikist jafnt og brenni ekki, því hver vill snæða brunarústir? Sigurlaug Stefánsdóttir snýr hér af krafti. Grillið á myndinni var heldur stutt þannig að skrokkurinn steiktist mun seinna til endanna. Undir þann leka var sett með því að færa kartöflurnar, sem sjást pakkaðar í álpappír ofan á kolunum, yfir á kolin um miðbikið og bæta á kolin til endanna. nota tímann til að búa til krydd- löginn fyrir kjötið og það fer auðvitað eftir smekk kokksins hvað er sett í hann. Kryddlögur grillmeistara Þjóðviljans er svona: Hálfur lítri salatolía, um 50 cl kínversk soyasósa, pressað- ur safi úr heilum hvítlauk a.m.k. (hvítlaukur og lambakjöt á sam- an eins og H2 og O), h'tið glas af sterku grófkornuðu sinnepi, 1-2 matskeiðar þurrkað rósmarín, 1- 2 matskeiðar salt, 2-3 dl rauðvín. Kryddlögurinn er hrærður saman með þeytara og síðan borinn á skrokkinn bæði að utan sem innan með málningarpensli. Þegar svo búið er að rjóða kryddleginum á skrokkinn er rétt að skella honum yfir glóðirnar og nú verður að standa og snúa næstu 2-3 tímana og þá er hægt að byrja að skera af dýrinu. Verði yíckur að góðu. -«á. Reikna má með 600 grömmum á mann NÚ FER AD HITNA í KOLUNUM Það er tilhlökkunarefni að byrja grillveislurnar aftur. Góður matur, fjör og útivera. Þig vantar kannski hitt og þetta í grillið: kol, vökva, áhöld, bakka eða jafnvel sjálft grillið. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Á næstu Essostöð finnur þú allt sem þarf . . . nema grillmatinn! Grillkol 2,3 kg Grillkol 4,5 kg Grillvökvi 0,51 Grillvökvi 1,01 Grill 225 kr. 434 kr. 75 kr. 120 kr. frá 2076 kr. Grilláhöld og gríllbakkar í úrvali. Olíufélagið hf Hveragerði - Ölfus Staða bókasafnsfræðings við Bókasafniðí Hver- agerði er laus til umsóknar frá 1. júlí 1987 að telja. Upplýsingar í símum 99-4513 og 99-4235. Umsóknarfrestur er til 20. júní n.k. Bókasafnsnefnd IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Tölvubraut Tölvubraut er 3ja ára nám. Námið er jöfnum höndum í hugbúnaði og vélbúnaði. Alm. hluti námsins jafngildir undirbúningsdeild tækniskóla. Að loknu 3ja ára námi á tölvubraut geta nemend- ur lokið tæknistúdentsprófi frá skólanum með því að bæta við sig einu ári. Nú stunda 80 nemendur nám á tölvubraut. 17 nemendur stefna að því að Ijúka námi á brautinni næsta vor. Enn er hægt að bæta við nokkrum nemendum á tölvubraut en nemendafjöldi takmarkast af að- stöðu í skólanum. Innritun fer fram í skólanum og lýkur kl. 6.00 í dag. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Auglýsing frá félagsmálaráðuneytinu Félagsmálaráðherra boðar til ráðstefnu um hönnun og eftirlit með burðarþoli bygginga. Ráð- stefnan verður haldin að Borgartúni 6 fimmtudaginn 18. júní n.k. og hefst kl. 10 árdegis. Þátttaka tilkynnist félagsmálaráðuneytinu fyrir 16. júní. 4. júní 1987 Félagsmálaráðuneytið Föstudagur S. júní 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.