Þjóðviljinn - 05.06.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.06.1987, Blaðsíða 5
Frá stjórnarskiptum í Kennarasambandinu. F.v Loftur Magnússon nýkjörinn varaformaður og félagsins. Valgeir Gestsson fráfarandi formaður og Guðmundur Árnason óska þeim heilla. Svanhildur Kaaber nýkjörin formaður, en þau heita því að halda áfram blómlegu starfi innan Mynd Ari Kennaraþingið Kjara- og lífeyrismál á oddinn Svanhildur Kaaber og Loftur Magnússon: Bjartsýn á starfið framundan. í stjórninni er gott fólk og samstaðan er góð Við erum mjög bjartsýn á starf- ið framundan. Við höfum mjög gott fólk með okkur og sam- staðan er góð, sögðu þau Svan- hildur Kaaber nýkjörin formað- ur K.I og Loftur Magnússon ný- kjörinn varaformaður skömmu eftir að þau hlutu kjör á þingi kennara í gær. Þau voru spurð hvaða mál yrðu sett á oddinn á kjörtímabili þeirra sem er 2 ár. „Þetta þing hefur markað ákveðið starf fyrir okkur að vinna og lagt línurnar í þeim málum sem sett verða á oddinn í starfinu framundan. Kjaramálin verða að sjálfsögðu sett á oddinn sem og lífeyrismál opinberra starfs- manna, en lífeyrismálin teljum við núna vera í afar viðsjárverðri stöðu. Núna er að fara af stað, samkvæmt samkomulagi í síðustu kjarasamningum kennara, end- urskoðun á launakerfi kennara, en hún gæti leitt til uppsagnar samninga næsta vetur. Þá verða sameiningarmál K.í og H.f.K. mjög á döfinni á næstunni Svanhildur og Loftur voru á einu máli um það að þingið hefði verið mjög árangursríkt og að þar bæri ekki síst að nefna samþykkt skólastefnunnar sem markaði fyrstu heildstæðu skólastefnu sambandsins. Þá fögnuðu þau nýju jafnréttis- lögum sambandsins sem kveða á um sem jöfnust kynjahlutföll í nefndum, ráðum og stjórnum fé- lagsins, en konur hafa hafa alls staðar verið í minni hluta á þess- um vettvangi, nema í skólamála- ráði. Konur telja um 70% af tæp- lega 3200 félögum sambandsins. Auk Svanhildar og Lofts sitja í nýkjörinni stjórn K.í þau Artúr Morthens, Eiríkur Jónsson, Ingi- bergur Elíasson, Ragnhildur Skjaldardóttir, Rut Guðmunds- Alyktanir Áwtur og einarðar kröfur Kennararálykta m.a. umskatta-, lífeyris- ogkjaramál. ÁvítaSverri Hermannsson harðlega Þegar þinginu lauk var hálfur þingheimur kominn uppá vegg en drátthagir kennarar höfðu notað tímann vel. Hér bætir Ragnhildur Skjaldardóttir einum fulltrúanum til viðbótar á vegginn. Fjölmargar ályktanir voru gerðar á kennaraþinginu. Auk á- lyktananna sem vitnað verður í hér á eftir voru m.a. samþykktar tvær vítur á Sverri Hermannsson, menntamálaráðherra vegna fræðslustjóramálsins á Norður- landi eystra og skólamálaráðs- málsins í Rcykjavík. Þá var þess einnig krafíst að ríkisvaldið stór- auki fjárveitingar til námsgagna- stofnunar. Loks sendu kennarar frá sér harðorða ályktun um skattamál þar sem krafist er rétt- látari skattheimtu. í ályktun kennara um líf- eyrismál mótmæla þeir harðlega tillögu „endurskoðunarnefndar lífeyriskerfis“ að því er lýtur að lífeyrissjóðsrétti opinberra starfsmanna. í greinargerð segir m.a: „K.í hefur verið neitað um aðild að sameiginlegum við- ræðum um lífeyrismál ríkisstarfs- manna, þrátt fyrir margítrekaðar umleitanir. Þannig hefur freklega verið gengið á samningsbundinn og siðferðislegan rétt á fjórða þúsund ríkisstarfsmanna". Og kennarar álykta m.a.: „K.í krefst þess að lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins verði haldið utan við frumvarp til laga um starfsemi lífeyrissjóða, þannig að lögbundin réttindi ríkisstarfs- manna verði ekki skert“. í ályktun um kjaramál er at- hygli vakin á hinni stórfelldu kjaraskerðingu síðastliðinna ára. Atvinnurekendum hafi tekist að stjórna þjóðfélaginu í anda orð- taksins „deildu og drottnaðu". í stað kjarabaráttu hafi fólk neyðst til að leggja á sig óhóflega yfir- vinnu og samtök launafólks hafi ekki borið gæfu til samstarfs. Samstaða félaga opinberra starfs- manna við gerð nýrra samnings- réttarlaga og nýafstaðin kjara- barátta einstakra félaga vísi þó veginn. K.í. leggur áherslu á samstöðu með öðrum samtökum launa- fólks um eftirfarandi kröfur m.a.: Að dagvinnulaun hækki verulega og fylgi þróun verðlags. Að al- menn vinnuvika styttist. Að sett verði neytendalöggjöf sem trygg- ir raunhæft verðlagseftirlit. Þá eru lagðar áherslur á umbætur í húsnæðis-, skatta- og lífeyrismál- um. Föstudagur 5. júní 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5 dóttir, Sigríður Jóhannsdóttir, Andrésson og Valgerður Eiríks- Sigrún Ágústsdóttir, Sigurður I. dóttir. -K.ÓI. Þrælgott þing Guðlaug Teitsdóttir: Fjöldavirkni mikil og konur virkari en oft áður etta var þrælgott þing. Það var samstaða um öll megin málin og fjöldavirknin var meiri en oft áður, sagði Guðlaug Teitsdóttir kennari að loknu kennaraþingi. Guðlaug sagði að konur hafi verið óvenju virkar á þinginu. Það mætti e.t.v. að hluta rekja til þess að eitt megin málið var um- fjöllun um skólastefnudrögin en þau mál hafa konur í sambandinu mikið látið til sín taka. Þá hafi drögin verið unnin af grasrótinni, eða í mörgum litlum hópum um land allt. Loks sagði Guðlaug að það hafi komið sér á óvart hversu Bætt staða Skarphéðinn Einarsson: Hlutur tónlistaskólakennara innan sambandsins hefur vaxið eð þessu þingi höfum við bætt stöðu okkar innan sam- bandsins, en við fengum fulltrúa í stjórn, sagði Skarphéðinn Ein- arsson formaður Félags Tónlitar- skólakennara um þingið. „ Við erum tiltölulega nýgengin í sambandið og höfum ekkert fram til þessa beitt okkur innan þess. Núna fengum við 2 litlar ályktanir í sambandi við útgáfu á námsskrá samþykktar og við vor- um ánægð með það,“ sagði Skarphéðinn. Skarphéðinn sagði ennfremur að hlutur tónlistarkennara innan sambandsins færi stækkandi og menn væru enn að feta sig. Núna eru um 185 tónlistaskólakennar- ar með fulla aðild að samband- Guðlaug: Það var samstaða og ein- hugur um að hrófla ekki við Kjara- deilusjóði. Mynd Ari mikil samstaða og einhugur var um það að hrófla ekki við Kjara- deilusjóði, en 1% af þeim 2.4% sem kennarar greiða í félagsgjöld fara í sjóðinn. -K.Ól. Skarphéðinn: Staða tónlistarskóla- kennara er frábrugðin stöðu annarra kennara. Mynd Ari inu. Þá gat Skarphéðinn þess að staða tónlistarskólakennara væri frábrugðin stöðu annarra kenn- ara að því leyti að Tónlistarskólar eru reknir til jafns af ríki og sveitarfélagi. Fjölmargir tónlista- skólakennarar væru því eingöngu í stéttarfélagi sem bundið væri við sveitarfélagið eingöngu. -K.ÓI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.