Þjóðviljinn - 20.06.1987, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 20.06.1987, Qupperneq 2
P.SPURNINGIN. Hvað finnst þér um tillög- ur um óbundinn af- greiðslutíma í verslun- um? Ingólfur Einarsson afgreiðslumaöur Mér finnst að verslunareigendur megi ráða því hvenær þeir hafa opið, en þaö er ekki hægt að skylda starfsfólk til að vinna á hvaða tíma sem er þannig að þetta hlýtur að fara eftir því hvort starfsfólk fæst í slíku kerfi. Þorbjörg Guðjónsdóttir verslunareigandi og afgreiðslumaður Mér finnst alveg sjálfsagt aö leyfa þetta. Svo er það undir hverju fyr- irtæki komið hvort það veldur vaktaálagi. Þór Mýrdal afgreiðslumaður Vinnutími hjá verslunarfólki er allt of langur nú þegar þannig að lengri opnunartími þyrfti að byggjast á vaktaálagi. Guðbjörg Ólafsdóttir afgreiðslumaður Ég er ekki hrifin af þessum til- lögum. Það yrði að koma upp vaktavinnufyrirkomulagi. Sigrún Runólfsdóttir verslunareigandi og afgreiðslumaður Ég er meðmælt þessum hug- myndum. Miðað við eftirspurn viðskiptavina virðist fólk hafa áhuga á þessu. En auðvitað kemur þetta niður á eigendum lí- tilla verslana ef þeir vilja hafa opið lengur. FRETTIR Umferðarhraði Fleiri öldur - færri slys Minnihlutinn íborgarstjórn: Tekið verði meira mið afumferðaröryggi við gerð hverfaskipulags í tengslum við að- alskipulag. Sérstakt átak í uppsetningu hraðahindrana Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Kvennalista fluttu í fyrrakvöld tillögu þess efnis að við gerð hverfaskipulags í tengslum við nýtt aðalskipulag verði sérstaklega hugað að öryggi gangandi vegfarenda í íbúðar- hverfum borgarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir að aksturshraði í íbúðarhverfum verði ekki meiri en 30 km/klst. og að sérstakt átak verði gert í uppsetningu hraða- hindrana eða aldna. Tillögunni var vísað til skipu- lagsnefndar og umferðarnefndar en henni var fremur vel tekið af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins á borgarstjórnarfundinum í fyrra- kvöld. Nú þegar hafa verið settar upp Dagblöðin Tíminn úr takt Könnun á lestri blaða. Mogginn enn út- breiddastur. Pjóðviljinn heldur í horfinu. Dagur útbreiddur fyrir norðan Útbreiðsla Tímans er mun minni nú en árið 1983 en litlar breytingar hafa orðið á lestri ann- arra dagblaða. Þetta er í grófum dráttum helsta niðurstaða könnunar Félagsvísindastofnun- ar á lestri dagblaða, en það var Samband íslenskra auglýsinga- stofa sem lét framkvæma könnu- nina. Spurt var hvort fólk sæi dag- blöðin daglega, oft, sjaldan eða aldrei. Flestir sjá Morgunblaðið en fæstir Alþýðublaðið. Sé litið á þá sem sjá blöðin dag- lega eða oft eru það 75% sem sjá Moggann, 67% DV, 20% Þjóð- viljann, 19% Tímann, 11% Dag og 5% Alþýðublaðið. Árið 1983 sáu um 26% Tímann daglega eða oft og hefur lesend- um hans því fækkað um 7%. Þjóðviljinn stendur í stað, 20% 1983 og sama nú. DVhefur tapað lesendum en 70% lásu DV árið 1983. Mogginn stendur í stað. Útbreiðsla Dags er mjög svæð- isbundin en 79% á Norðurlandi eystra og 33% á Norðurlandi vestra sjá Dag daglega eða oft. -Sáf nær 100 umferðaröldur í Reykja- vík og þykir sumum sjálfsagt nóg um, en þær eru taldar hafa verið mjög árangursríkar við að ná nið- ur ökuhraða. í greinargerð með tillögunni segir til að mynda að síðan öldum var komið fyrir á Reykjavegi hafi meðalhraði á götunni farið úr 60,5 km/klst. í 27,5 km/klst. Niðurstaða mælinga í Jaðarseli er mjög sambærileg. Þá er vitnað til góðrar reynslu af umferðaröldum erlendis. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Sjálfstæðisflokki tók undir til- löguna, en benti á að öldurnar gætu í sumum tilvikum orkað tví- mælis. Vilhjálmur sagði vert að athuga fleiri möguleika til þess að draga úr umferðarhraða, t.d. svonefndar vistgötur. Haraldur Blöndal, formaður umferðarnefndar, sagði hraða- hindranir vissulega leysa ákveð- inn vanda á vissum stöðum, en einnig þyrfti að leita annarra leiða til þess að draga úr aksturs- hraða og umferðarþunga í íbúð- arhverfum. Nefndi Haraldur þar m.a. að beina þyrfti umferð í meira mæli fram hjá þessum hverfum. ~gg Þorsteini velt Þorsteinn Pálsson spennti beltin í gær áður en hann reyndi hvernig er að lenda í bílveltu. Almennar tryg- gingar hafa fengið til landsins bíl með tilheyrandi veltibúnaði og gefst al- menningi næstu daga kostur á að reyna hvernig er að velta heilan hring í fólksbíl njörvað niður í bílbelti. Koma bílsins hingað til lands er liður í sér- stöku kynningarátaki Almennra trygginga, er ber yfirskriftina „Lífið veltur á beltunum." Bíllin verður stað- settur á Lækjartorgi fram til mánu- dagskvölds. Mynd Sig. Fiskeldi Ráðgjöf og þjónusta Guðmundur Valur Stefánsson: Viljum koma í veg fyrir mistök Fiskeldisþjónustan hf. er nýtt fyrirtæki sem stofnað var í_ vikunni. Það er í eigu íslenskra og norskra aðila. Stofnfé fyrirtækis- ins er 1.5 millj. kr. og skiptist á milli Fiskeldisþjónustunnar hf. 60%, Valax hf. 20% og Ingeniör Brentsen 20%. Markmið fyrirtækisins er að veita þjónustu og ráðgjöf varð- andi margs konar eldi í sjó og fersku vatni innanlands sem utan. Markaðssetja á sérhæfðan hugbúnað fyrir seiðaeldi ásamt tölvubúnaði og íslenskan eldis- búnað á erlendum markaði. Að sögn Guðmundar Vals Stefánssonar framkvæmdastjóra hins nýja fyrirtækis vilja þeir stuðla að því að færri mistök verði gerð í uppbyggingu þessar- ar atvinnugreinar og hjálpa mönnum að komast af stað. Ingeniör Brentsen er norskt verkfræðifyrirtæki sem hefur að- setur skammt frá Bergen og starf- ar að ýmsum verkefnum í Evr- ópu. 70% verkefna þess eru á sviði fiskeldis. Norsku aðilarnir munu sjá um tæknilega ráðgjöf en þeir íslensku um eldisráðgjöf. Nýja fyrirtækið hefur þegar boðið í tvö stórverkefni, annað í Noregi og hitt í Saudi-Arabíu. -gsv Hörpuútgáfan Heimildarit um Akranes Hörpuútgáfan á Akranesi sendi í gær frá sér litmyndabók um Akranes og ber hún titilinn Akra- nes - vaxandi bær á Vesturlandi. í bókinni eru um 90 litmyndir frá Akranesi og nágrenni. Friðþjófur Helgason Ijós- myndari tók myndirnar sérstak- lega fyrir þessa bók, sem er sú fyrsta sinnar tegundar um Akra- nes. Gunnlaugur Haraldsson safnvörður skrifaði textann og rekur þar sögu Akraness í stórum dráttum allt frá landnámstíð til okkar daga. -gg Hvað ertu elginlega að dunda við hér í myrkrinu? Mikilvægt verkefni í þágu þjóðarinnar. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.