Þjóðviljinn - 08.07.1987, Síða 4

Þjóðviljinn - 08.07.1987, Síða 4
LEHE>ARI Varadekkiö komið undir! Sú ríkisstjórn sem nú tekur til starfa hefur fengiö í heimanmund mesta góðæri í sögu lýö- veldisins. Aö vísu saxaðist mjög á heimanfylgjuna með- an hún var í vörslu Þorsteins Pálssonar, fjár- málaráðherrans sem verður lengi minnst fyrir að hafa skilað af sér ríkisfjármálunum með nokkurra milljarða halla, þegar hann flutti sig um set úrfjármálaráðuneytinu íforsætisráðuneytið. Óráðsía síðustu ríkisstjórnar breytir þó ekki því, að Þorsteinn Pálsson ásamt ráðuneyti sínu tekur við góðu búi, því veldur gjöfult árferði og hagstæð viðskiptakjör og dugnaður vinnandi fólks. En þrátt fyrir góðærið eru óveðursblikur á lofti. Léttúðugt líferni í ríkisfjármálum getur ekki staðið endalaust, og til marks um iðrun og yfir- bót eru nú hinar svonefndu „fyrstu aðgerðir" í ríkisfjármálum, sem við fyrstu sýn verka á mann eins og neyðarráðstafanir í hallæri. Það er augljóst að þessi ríkisstjórn veit vel hvar hentugast er að grípa niður þegar auka á tekjur ríkissjóðs; almenn neysla verður fyrst fyrir valinu, skattar á matvæli, bíla, tölvur og fleira. Flestar ríkisstjórnir eiga sér hveitibrauðsdaga með þjóðinni og njóta þá velviljaðrar eftirvænt- ingar, en nú þykirflestum sem tilhugalíf þessar- ar stjórnar hafi verið nokkuð langt og ærsla- fengið, þannig að nú sé tími til kominn að hætta öllum galsa og taka við þeirri ábyrgð sem fylgir búsforráðum á stóru heimili. Sá samstarfssamningur sem stjórnin hefur gert með sér og hefur verið birtur, þótt enn sé unnið að því að snurfusa textann, hefur litla athygli vakið og þaðan af síður hrifningu. í þessu plaggi er farið almennum orðum um ýmiss konar málefni, en vandlega er sneitt hjá því að lýsa nákvæmlega leiðum að markmið- um, enda eru markmiðin sjálf þokukennd. Undirtónninn í plagginu er sá, að stjórnin hafi áhuga á því að reyna að standa sig vel á sem flestum sviðum, sem auðvitað er lofsvert en dálítið óljóst, ekki síst eftir margra vikna stjórn- arkreppu sem hefur valdið þjóðinni töluverðum áhyggjum. Forustumenn A.S.f. og B.S.R.B. hafa nú þeg- ar varað við afleiðingum hinna svonefndu „fyrstu aðgerða", og hafa þá sérstaklega átt við 10% söluskatt á matvæli. Eftir Ásmundi Stefánssyni forseta A.S.Í. er haft að þetta auki byrðarnar á þeim sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Kristján Thorlacius for- maður B.S.R.B. tekur í sama streng og segir, að það sé engin spurning, að söluskattur á mat- væli komi verst niður á þeim sem lægst hafa launin. Þessar aðgerðir munu að sjálfsögðu hleypa verðlagi upp, sem aftur kallar á andsvör laun- þegasamtakanna, þótt sýnt sé að flestir verði að þola þessar aðgerðir bótalaust til 1. október n.k. Eitt er það þó sem athygli vekur í málefna- samningi stjórnarinnar, en það er hversu stefn- umál Alþýðuflokksins hafa útvatnast í orða- flaumnum sem var undanfari þessa samnings. Hafi einhverjir ímyndað sér, að í Alþýðu- flokknum væri hugsanlega að finna forustu- og sameiningarafl íslenskra jafnaðarmanna þá tekur . þessi stjórnarþátttaka Alþýðuflokks- manna af öll tvímæli og staðfestir endanlega, að Alþýðuflokkurinn hefur kjörið sér starfsvettvang mitt á milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Það er nú komið fram sem spáð var fyrir síðustu kosningar, að Alþýðuflokkurinn ætlaði sér ekki metnaðarfyllra hlutskipti í íslenskum stjórnmálum en að vera til reiðu sem varadekk, ef það springi á tvíhjóli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Og nú er varadekkið komið undir! - Þráinn KUPPT OG SKORHD Herinn og þögnin Nýsýnd kvikmynd Siguröar Snæbergs Jónssonar í sjónvarp- inu varð ýmsum tilefni margvís- legrar umþenkingar, og eitt af því fyrsta sem klippari furðaði sig á var í rauninni það að tvítugt ríkis- sjónvarp skyldi ekki fyrir löngu hafa hunskast sjálft til að búa til slíka mynd um jafnþungvægt deilumál og jafnmikinn örlaga- vald í lífi sjónvarpseigendanna, - það er að segja þjóðarinnar. Og um leið fannst manni næst- um hugrekki af sjónvarpinu að sýna þessa mynd, enda hefur Morgunblaðið, hinn sjálfskipaði ritskoðari sjónvarpsmanna, verið með hundshaus síðan, sennilega vegna þess að það gat ekki gert neinar athugasemdir við efnistök höfundarins. Meginstefna Morg- unblaðsins og vandamanna þess um herinn á Miðnesheiði hefur nefnilega verið þögnin, og meg- inframlag þess til skoðanaskipta um öryggis- og friðarmál hefur verið að reyna að kæfa alla um- ræðu í slagorðum og níði. Mánaðarbið Það er í samræmi við þessa rit- stjórnarstefnu að grein sem Vig- fús Geirdal skrifar í tilefni Stak- steinagreinar frá 5. júní skuli loksins birtast nú um helgina, 4. júlí, mánuði síðar, - þótt Vigfús sé í grein sinni meðal annars að svara ásökunum nafnlauss Stak- steinahöfundar um „þjóðhættu- legan áróður“ sem gefi vondum kjarnorkuveldum „átyllu" til að hafa í frammi ögranir við íslend- inga. Vigfús rekur í grein sinni rang- færslur í Staksteinum um þau kjarnorkumál sem hér komust efst á baug árið 1980 og 1984-85, þegar hermálasérfræðingurinn William Arkin lagði íslendingum til mikilvægar upplýsingar um leyndarmál í Keflavíkurherstöð- inni. í fyrra skiptið sýndi Arkin frammá að í herstöðinni væru hermenn sem þjálfaðir væru í notkun kjarnorkuvopna og að þar væri fyrir hendi aðstaða til að taka á móti kjarnasprengihleðsl- um. í árslok ‘84 afhenti Arkin síðan forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra skjal undirritað af Ford Bandaríkjaforseta árið 1974, og hafði það að geyma áætl- un sem meðal annars gerði ráð fyrir að hingað yrðu fluttar 48 kjarnorkudjúpsprengjur ef hætt- uástand skapaðist að dómi Pentagon-manna. Sprengjur og sjálfsforræði Vissulega var í þessari áætlun gert ráð fyrir „samráði" við stjórnir íslands og annarra ríkja þegar kæmi að sjálfum sprengju- flutningunum, segir Vigfús, en „meginmálið er: Sameinað her- ráð Bandaríkjahers hefur árum saman gert áætlun sem á hverju ári er undirrituð af prókúruhafa forsetaembættis Bandaríkjanna, þar sem áætlað er að flytja kjarn- orkuvopn til annarra þjóðríkja á hættutímum. Það alvarlegasta í þessu máli er síðan að þessi áætl- un hefur verið gerð algerlega án vitundar yfirvalda þeirra ríkja sem hér um ræðir. Það er skýlaust brot á sjálfsforræði þessara þjóða.“ Vigfús minnir á að í apríl 1985 gaf þáverandi utanríkisráðherra, meðal annars vegna umræðna um skjölin frá Arkin, út yfirlýsingu um að íslendingar vildu ekki kjarnorkuvopn á landi sínu og ekki umferð með þau í lögsögu sinni. Bandaríkjamenn hafa aldrei svarað þeirri yfirlýsingu með öðru en því að ítreka að ekk- ert sé gefið upp um verustað bandarískra kjarnorkuvopna, og jafnframt að Bandankjaher virði Nató-samning um að kjarnorku- vopn séu ekki staðsett í neinu að- ildarlanda án samráðs við ríkis- stjórn landsins. í þessum svörum frá Washington segir hinsvegar ekkert um flutning kjarnorku- vopna og ekkert um viðdvöl með kjarnorkuvopn. Orion-vélarnar Meðal herbúnaðar á Keflavík- urflugvelli eru sveitir Orion- flugvéla, og Vigfús bendir á að þessar flugvélar séu hluti kjarn- orkuvígbúnaðar Bandaríkjahers. Vélarnar eru sérstaklegar búnar til að bera kjarnorkuvopn, og mannskapur í vélunum er sér- þjálfaður til beitingar kjarnorku- vopna. Tæknilega eru Orion-vélarnar þó ekki „staðsettar" á Vellinum. Þær hafa hér einungis „viðdvöl“, með þeim hætti að ein flugsveit tekur við af annarri á hálfs árs fresti. Þannig mundu hugsanleg kjarnorkuvopn um borð ekki stangast á við Nató-samninginn um staðsetningu. „Það er í rauninni aukaatriði,“ segir Vigfús „hvort þessar flu- gvélar flytja með sér kjarnorku- vopn hingað til lands að staðaldri eða ekki. Það skiptir máli að þeim er ætlað að beita kjarnorku- vopnum komi til átaka og það er fráleitt að halda því fram að þær hafi aldrei komið hingað til lands með kjarnorkuvopn." Atómstöðin Stórveldin ráða enn ekki bún- aði til að telja hvort hjá öðru kjarnaoddana sjálfa, og því hafa þau notað um kjarnorkuvopn þá skilgreiningu að þar sé átt við vopnakerfi sem geta beitt kjarn- orkuvopnum. Með þessari skil- greiningu er herstöðin á Kefla- víkurflugvelli atómstöð, hvort sem Orion-vélarnar bera á hverj- um tíma kjarnaodda eða ekki, segir Vigfús. I hugsanlegum átökum risa- veldanna mundu sovéskir herfor- ingjar ekki huga að því lengi hvort vélarnar væru af tilviljun sprengjulausar, þeir mundu ýta á hnappinn til vonar og vara. Orwellskur tvískinnungur Að lokum segir Vigfús: „Sá orwellski tvískinnungur sem einkennt hefur málflutning íslenskra ráðamanna um örygg- ismál okkar íslendinga er hættu- legur lýðræði okkar og sjálfstæði (...). Því miður virðast íslenskir blaðamenn upp til hópa ekki hafa þann faglega metnað að setja sig nægilega vel inn í þessi mál til að veita stjórnmálamönnunum það aðhald sem Iýðræðinu er nauðsynlegt. Það er hættulegt hvernig reynt hefur verið að drepa niður alla vitræna umræðu um dvöl erlends herliðs hér á landi. Vanhæfni þeirra embættis- manna eða ráðgjafa sem töldu forsætisráðherra þjóðarinnar trú um að mannvirkjasjóður NATO væri einskonar vetrarhjálp sem gæti útvegað skagfirskum sveita- mönnum fjármagn til að gera „al- þjóðaflugvöll“ er hættuleg sjálf- stæði okkar. Það er sorglegt að gamla sagan um asnann og gullið virðist eiga einkar vel við þegar varnarmál okkar íslendinga eru annars vegar.“ -m þlOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttaatjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guöjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útiitateiknarar: Sœvar Guðbjörnsson, GarðarSigvaldason. Framkvœmda8tjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Soffía Björgúlfsdóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu-og afgrelðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyr8la, afgrelðsla, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, síml 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðvlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblóö:60kr. Áskrlftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.