Þjóðviljinn - 25.07.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.07.1987, Blaðsíða 2
nSPURNINGIITH FRÉTTIR Ræktar þú garðinn þinn? (Spurt í Kópavogi). Magdalena Stefánsdóttir deildarritari. Ég reyni að gera það eftir því sem ég get. Það er alltaf gaman ef maður hefur tíma og veitir ekki af að klæða landið. Tveggja metra breikkun Dagur á Akureyri fœr gúrkuna fyrir athyglisverða forsíðufrétt um útboðsgögn Glerárskólasundlaugar Gúrkan fer í dag til Dags á Ak- ureyri fyrir forsíðuuppslátt sinn í fimmtudagsblaðinu: „Út- boðsgögnin tilbúin“. Þar segir frá því að tilbúin séu hjá húsameistara útboðsgögn vegna sundlaugar við Glerár- skóla. Mun verkið hafa tafist nokkuð, og húsameistari hefur gert nokkrar breytingar frá upp- haflegri gerð. Meðal annars hef- ur hann breikkað sundlaugina um tvo metra. Dagur segir einnig frá því að 70. árgangw Akuré/ri, fimmtudagur 23. júlí 1987 137. tölublað , Sundlaug við Glerárskóla: Utboðsgögn tilbúin - gert verður ráð fyrír aðgengi fyrír fatiaða Nú eru tilbúin kjá húuteHt- ara Akureyrarbiejar, útboðs- gögn vegna byg^Lacar wnd- laugar við Gieránkóla. A*ti- að var aA gngaia yrém iBhiiiii um miðjaa aéðaata mémmö, en vcrkið drÓAt á liaglaa aui. vegna breytinga aem gerðar voru á teikmngum, svo aea ad breikka laaillaMilna og atbaga Framkvamckasjódur islands: Rekskar- hagnaður 7flCmk» aAgeagi fyrir fattaða. „Mcnn ctMa aér roeira en þeir réðu við,“ eins og Ágúst Berg hu.va- aiebtari orðaði það \ viðtali við Dag. Nú er cndanlega ákveðið ad þetta verður innilaug, en það var ekki áztlad upphaflega. Einnig var ákveðið að breikka laugina um tvo metra, þannig að endan- lcg starrð hennar verdur 10 metr- ar á breidd og 16,66 mctrar á lengd. „Sundlaugin er ætluð sem skólasundlaug með aðgang fyrir almenning. og venjulegum aðgang fyrir fatlaða fyrir slíka laug, en ekki sem sór laug fyrir fatlaða." Á stótt utan vid húsið er hugmynd um að hafa tvo heita potta, en ekki hefur verid unnið ennþá í lóðateikningu. Alis verð- næst muni bæjarráö fjalla um þessi gögn, ,„og þá væntanlega í framhaldi af því ákveða hvenær verkið verður boðið út“. Snarpleg fréttamennska. Gúrkan bíður næstu suðurferðar Dagsmanna. Skúmur * Magnl Björnsson rafeindavirki. Að hluta til geri ég það. Garður- inn hjá mér er sameign og allir hjálpast að. Mér hefur reyndar alltaf leiðst garðvinna, en það þarf að gera fleira en gott þykir. Kristín Pétursdóttir tón- menntakennari. Nei, það geri ég ekki og hef enga skoðun á garðrækt. En þetta er fallegt ef maður þarí ekki að hafa fyrir því sjálfur. Sigurður Sigurjónsson prent- ari. Ég er nú lítið fyrir það. Það er reyndar garður heima hjá mér en ég hugsa lítið um hann. Eiður Valgarðsson fulltrúi. Ég bý nú í Hamraborginni og það er nú ekki stór garður þar. En ég myndi gera það ef ég hefði garð, og það er stefnan að eignast garð. Lambakjöt Léttlamb í Víkurskála Sláturfélagið gerir tilraunir með sumarslátruð lömb Sláturfélag Suðurlands hefur í þessum mánuði gert tilraunir með sumarslátrun lamba, og geta gestir á ferð um Suðurland fengið að smakka á góðmetinu í veiting- ahúsinu Víkurskála í Vík i Mýr- dal. Blaðamönnum var í vikunni boðið í Víkurskála á vegum Slát- urfélagsins, Stéttarsambands bænda og fleiri aðila, þar sem á boðstólnum voru sumarslátruð lömb úr högum Jóhannesar Kristjánssonar bónda í Höfða- brekku og formanns Lands- sambands sauðfjárbænda. Það fór ekki framhjá bragðlaukum gesta að hér var um ferskt og safamikið nýmeti að ræða, enda lystilega framreitt af Sigurði Garðarssyni og Steinari Pálmas- yni veitingamönnum í Víkurbæ. Jóhannes bóndi í Höfðabrekku sagði að lömbunum hefði verið smalað af handahófi úr úthaga, og reyndist meðalvigtin um miðj- an júlí vera tæp 11 kg, eða um 3 kflóum minni en meðalfallþungi að hausti. Kjötið í Víkurskála var ófryst og hafði hangið í viku. Léttlambið er fituminna en haustlömbin og því má segja að þau 3 kg. sem lömbin eiga eftir að bæta við sig nýtist ekki nema að hluta til, enda sagði Jóhannes að vitað væri að þau bættu aðallega við sig fitu á haustin. Þetta er í fyrsta skipti sem Slát- urféiagið slátrar lömbum í júlí, en áformað er að halda þessu áfram Sigurður Garðarsson og Steinar Pálmason veitingamenn í Víkurröst með, léttlambið. og reyna þannig að lengja slát- urtímann og auka fjölbreytnina í vöruframboðinu ef markaður reynist fyrir hendi. Tilraunasala á léttlömbum fór fram í Hag- kaupum t Reykjavík í mánuðin- um og urðu viðtökur neytenda betri en búist hafði verið við. Ferskt, fitulítið og ófryst léttlamb kostar um 30% meira en venju- legt lambakjöt út úr verslun. -ólg Kindakjöt Niðurgreiðslur hafa lækkað Voru rúm 30% 1982 - 16-17% nú Á árabilinu 1980-1986 hafa niðurgreiðslur á kindakjöti í fyrsta verðflokki verið hæstar rúm 30% af verði til neytenda en lægstar tæp 10%. A árinu 1980 námu þær fast að 30%. Lækka síðan 1981 niður í rúm 20%. Á árinu 1982 hækka þær í rúm 30% og hafa aldrei komist hærra á þessu tímabili (Niðurgreiðslur á mjólk urðu einnig hæstar þá). Ári síðar 1983, fara þær niður í 20%. Árið 1984 nema þær rúmum 10% af verðinu. Árið 1985 fara þær niður fyrir 10%. Taka þá að hækka á ný ogvoruísept. s.l. ár um 16-17%. Niðurgreiðslur á búvöruverði nefnast víst hagstjórnartæki. Draga má þó í efa hagnað fram- leiðenda jafnt sem neytenda af svo breytilegum niðurgreiðslum. Og úr því að við erum hér að ræða um kindakjöt þá má benda á, að samkvæmt nýja búvöru- samningnum, sem gerður var rétt fyrir síðustu alþingiskosningar, (þær eru bráðar blóðnæturnar), á útflutningur kindakjöts að minnka um 35% frá því sem hann hefur verið að meðaltali s.l. 5 ár. Við lok samningstímabilsins 1992 verða kindakjötsbirgðir í landinu miðaðar við liðlega mánaðar neyslu. - mhg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.