Þjóðviljinn - 25.07.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.07.1987, Blaðsíða 1
Landsvirkjun Rafmagnið rýkur upp Raforkuverð hækkar 9.5% um mánaðamót. Frekari hœkkanir óhjákvœmilegar vegna skattlagningar ríkissjóðs á erlend lán. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar: Óskað viðrœðna við stjórnvöld vegna lántökugjalda á erlend lán Raforkuverð þarf að hækka um 2.4%, til viðbótar við þá 9.5% hækkun sem stjórn Lands- virkjunnar boðar frá og með 1. ágúst, leggist skattur ríkisstjérn- arinnar á erlend lán fyrirtækis- ins. Stjórn Landsvirkjunar hefur óskað eftir viðræðum við fjár- málaráðherra og iðnaðarráð- herra vegna þessa máls og bendir stjórnin á það að aukin skatt- byrði fyritækisins vegna erlendra skulda kalli óhjákvæmilega á auknar raforkuverðshækkanir. -Stjórn Landsvirkjunar afréð á fundi í fyrradag að hækka rafork- uverðið um 9.5% vegna breyttra verðlags- gengisforsendna á ár- inu. Þetta var gert með hliðsjón af mati Þjóðhagsstofnunar, þessa gjaldskrárhækkun þurfi til svo að þeirri greiðsluafkomu verði náð, sem stefnt hefur verið að á árinu, sagði Halldór Jónatansson, for- stjóri Landsvirkjunar. -Verði Landsvirkjun gert að greiða svokallað ábyrgðargjald af erlendum skuldum fyrirtækisins þýðir það að Landsvirkjun verð- ur að greiða um 55 milljónir á ársgrundvelli aukalega, sem kall- aði á2.4% raforkuverðshækkun, sagði Halldór Jónatansson. Ljóst er að Landsvirkjun á eftir að fara út í stórfelldar lántökur vegna framkvæmda við Blöndu- virkjun, eða fjármögnun uppá 4000 milljónir króna. Leggist 3% skattur ríkistjómarinnar ofan á þær lántökur sem með þarf, lætur nærri að Landsvirkjun þurfi að leggja á borð með sér 120 milljónir aukalega vegna skatt- heimtu ríkissjóðs. -Landsvirkjun hefur farið fram á viðræður við fjármálaráð- herra og iðnaðarráðherra fyrir hönd ríkisstjómarinnar, vegna þessa máls. Stjórn fyrirtækisins áh'tur að verði Landsvirkjun ekki undanþegin þessum gjöldum muni það ekki hafa áhrif á lán- tökuáform fyrirtækisins, en hins vegar myndu þau leiða til frekari hækkunar á raforkuverði í landinu, sagði Halldór Jónatans- son. -RK Umferðin Löggublað og bitafiskur Lögreglumenn ætla að standa við Þingvallafleggjarann af Vest- urlandsvegi í dag og dreifa þar til ökumanna nýútkomnum bæk- lingi, „Ferðafélaganum“. Að auki verður ferðafólkinu færður bitafiskur frá Fiskverkun Bóasar Emilssonar með kveðju frá Tannverndarráði, sem segir harðfisk hollan tönnum, og ekki sætindin. Þau böm sem sitja spennt í bíl- unum fá hmmiða sem viðurkenn- ingu, og er hann um leið miði í happdrætti sem dregið verður í í haust. „Ferðafélaginn" er gefinn út af íþróttasambandi lögreglumanna í samvinnu við Umferðarráð. Þar eru þarflegar umferðarapplýs- ingar og ýmislegt efni annað, og áhersla lögð á bamaefnið. Útgáfa hans er orðin árleg og verður bæklingnum dreift af lögreglu um allt land frammyfir ferðahelgina miklu eftir viku. -m Ást Kínverskt-íslenskt brúokaup íslendingur kvœnist kínverskri stúlku. Hjónin vœntanleg upp úr miðjum ágúst að er ekki á hverjum degi sem íslenskir karlmcnn ná sér í kínverskar konur, en á miðviku- daginn var kvæntist Emil Bóas- son landfræðingur á Byggða- stofnun kínverskri konu, Wang Chao að nafni. Þau giftust borg- aralegri giftingu eins og venja er í Kína en þangað fór Emil um mán- aðamótin og eru ungu hjónin væntanieg hingað til Iands þann 26. ágúst. Að sögn Guðrúnar Bóasdótt- ur, systur Emils, kynntust þau fyrst árið 1983 er Chao kom hing- að til lands sem túlkur með kín- verskum fimleikaflokki, en síðan 1984 hefur Emil farið árlega til Kína, en hann hefur ásamt Arn- þóri Helgasyni unnið fyrir Kínversk-íslenska menningarfé- lagið að undirbúningi ferða milli landanna. Guðrún sagði alla í fjölskyld- unni hafa farið ákaflega leynt með þetta vegna þess hve erfitt er fyrir Kínverja að giftast út úr landinu og þau hrædd um að það gæti haft slæmar afleiðingar ef fréttist að þetta stæði til. „Það er óskaplegt pappírsfargan í kring um þetta, Kfnverjarnir þurfa hvers konar vottorð og öll í þrí- riti, m.a að Emil hafi ekki verið kvæntur áður og sé íslenskur ríkisborgari og fleira. En það hafa allir verið hjálplegir og vilj- að allt fyrir þau gera, þetta tekur bara langan tíma. Nú erum við að vona að ekki taki svo iangan tíma fyrir Chao að fá vegabréfsáritun út úr Kína, hún er þegar búin að fá áritun hjá Útlendingaeftirlit- inu um að hún megi koma og dvelja hér. Eins er hún búin að fá uppáskrift hjá foreldram sínum um að þau séu samþykk því að hún giftist útlendingi og flytji burt. Svo vonum við að það gangi snurðulaust fyrir hana að fá vinnu hér, en hún er menntuð til að starfa í utanríkisþjónustu og hef- ur verið í þjálfun til þeirra starfa síðasta árið,“ sagði Guðrún og bætti því við að öll fjölskyldan hlakkaði mikið til þegar ungu hjónin kæmu hingað heim. _jng Hœstiréttur Hallvarður vanhæfur Hæstiréttur staðfesti í gær van- hæfni Hallvarðs Einvarðs- sonar, saksóknara, í Hafskips- málinu. Úrskurður Hæstaréttar er staðfesting á niðurstöðu Saka- dóms Reykjavíkur, sem felldi þann úrskurð fyrir nokkra að Hallvarður Einvarðsson væri vanhæfur til að leiða margþvælt Hafskipsmál, sökum bræðra- banda við Jóhann Einvarðsson, fyrram varaformann bankaráðs Útvegsbankans. Óvíst er um framhald Haf- skipsmálsins eftir þennan úr- skurð Hæstaréttar. -rk Samnorræn símaskrá Eitt dagblað á íslandi Fyrirsjáanlegt er að Alþýðu- blaðið verði áður en langt um líð- ur það íslenska blað sem frændur okkar á Noðurlöndunum eiga eftir að telja til helsta ritaða fjöl- miðils á ísiandi og jafnvel vitna í þegar mikið liggur við. Þannig er, að nýlega kom út samnorræn símaskrá það sem skráð eru öll helstu útflutnings- fyrirtæki og önnur fyrirtæki sem skipta máli í samskiptum Norður- landaþjóðanna. Skráin verður hins vegar að teljast nokkuð gloppótt því undir liðnum útgáf- ufyrirtæki er einungis skráð eitt íslenskt dagblað og það er mál- gagn kratanna. -K.Ól. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.