Þjóðviljinn - 25.07.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.07.1987, Blaðsíða 6
Rf« REYKJKIÍKURBORG £cuc&z% Stödtci 1. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast til starfa við: Barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Starfið er sjálfstætt. Það felst m.a. í heimilisvitjunum, móttöku á stöðinni og námskeiðahaldi. Um er að ræða bæði afleysingar og starf til frambúðar, einnig fullt starf og hluta- starf. Heilsugæslu í skólum. Um er að ræða skóla víðs vegar um bæ- inn, bæði fullt starf og hlutastarf. Starfið er mjög sjálfstætt. Það felst m.a. í heilbrigðiseftirliti, ráðgjöf og fræðslu, en hjúkrunarfræðingur getur mótað það nokkuð sjálfur. Hægt er að semja um ráðningu aðeins yfir skólaárið. 2. Deildarmeinatæknir óskast til starfa við rannsóknarstofu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Þetta er lítil rannsóknar- stofa, staðsett miðsvæðis í stöðinni. Hún þjónar öllum deildum stöðvarinnar svo og Heilsugæslustöð Miðbæjar. Meinatæknirinn starfar í nánum tengslum við starfsfólk þessara deilda, en er að öðru leyti eigin húsbóndi. Ákjósanlegt er að tveir starfsmenn skipti starfinu með sér. 3. Tannfræðingar óskast til starfa við skólatannlækningar. Starfið felst í fræðslu og e.t.v. kliniskri meðferð, eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsinar gefur hjúkrunarforstjóri og yfirmenn viðkomandi deilda í síma 22400. REYKJÍNÍKURBORG JlcUMCVl Stödtvi Viltu gefandi vinnu! Við, starfsfólkið á Laufásborg, viljum fá hressar og góðar manneskjur til að vinna með okkur á dagheimilinu Laufásborg frá og með 4. ágúst 1987. Okkur vantar: - yfirfóstru - fóstrur - starfsfólk í 100%, 75% og 50% vinnu - matráðskonu - starfsmann til aðstoðar í eldhúsi í 50% vinnu f.h. Laufásborg er stórt og fallégt steinhús sem stendur við Laufásveg í gamla miðbænum. Sigrún forstöðumaður gefur upplýsingar í síma 14796 (líka á kvöldin). Við hlökkum til að sjá þig! Patríarkaumdæmið í Moskvu hefur birt dagskrá hátíðahalda f tilefni af 1000 ára afmælis stofn- unar safnaðarins, sem var stofn- aður 988 á stjórnarárum Vladim- írs prins. Hátíðahöldin hefjast með guðsþjónustu í dómkirkju patríarkaumdæmisins i Moskvu 5. júnf 1988. Dagana 6. til 9. júní verður haldinn almennur fundur kirkju- ráðs Rússnesku rétttrúnaðarkir- kjunnar í St. Trinití-Sergieva Lavra í Zagorsk í grennd við Moskvu. Aðal ræðurnar í tilefni hátíðarinnar flytja Filaret erkibi- skup í Kíev og Galich fulltrúi patríarkans í Úkraínu. Ráðið mun samþykkja ný lög með tilliti til breyttra tíma og ósamræmis milli hinna gömlu laga og yfir- stjórnar kirkjunnar. Nýir dýr- lingar verða kynntir - Dmitrí Donskoski prins, Andrej Rublev helgimyndamálari og Amvrosí munkur. Þá verða samþykktar nýjar reglur fyrir kirkjuna, nefndar eftir Andrési, hinum fyrsta postula, Olgu prinsessu og Daniel prins. Þann 10. júní verður fyrsta op- Helgimynd af tveimur dýrlingum klaustursins í Solovki í Norður-Evrópuhluta Rússlands. Rússneska réttftmnaðarkirkjan fyllir 1000 ár inbera guðsþjónustan haldin í kirkju endurreisnarinnar í klaustri St. Daníels. Tveimur dögum síðar verður þakkarguðs- þjónusta í St. Trinití dómkirkj- unni. Hátíðaguðsþjónustur verða einnig í Kíev, Leníngrad og Vladimír, og þar koma fram full- trúar kirkjuráðanna og erlendir gestir, einnig verða hátíðaguðs- þjónustur í öllum rússneskum rétttrúnaðarkirkjum og einnig í rétttrúnaðarkirkjum erlendis. Þrjár alþjóðaráðstefnur verða tileinkaðar þessum mikilvægu tímamótum kirkjunnar. Fulltrú- ar frá mörgum kristnum kirkju- deildum hafa hist í Kíev og Mos- kvu, og þeir munu koma saman aftur í Moskvu í desember nk. í tilefni af afmælinu verður gef- in út hátíðaútgáfa af biblíunni, fimm binda saga Rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar og mikið af öðrum trúarlegum bókmenntum. Þá hefur verið gerð minningar- orða í tilefni afmælisins. Pímen patríarki af Moskvu og yfirmaður kirkjunnar í Rússlandi hið heilaga kirkjuþing Rétttrún- aðarkirkjunnar hefur gefið út boðskap þar sem lögð er áhersla á mikilvægi kirkjunnar og lýst þeirri leið sem hún hefur gengið í gegnum árin og söguna. Fyrir 1000 árum hóf hin forna kirkja Rússlands að byggja upp starf sitt á kristnum grundvelli, segir í boðskapnum. Kirkjan lét sig ver- aldleg mál einnig miklu varða, hún lagði gjörva hönd á að sætta stéttir þjóðfélagsins og verja föðurlandið. Býzönsk trú og býz- önsk menning setti mjög mark sitt á alla starfsemi hinnar Rússnesku rétttrúnaðarkirkju. Á fyrstu árum kristninnar urðu hin- ir fornu Rússar brátt meðal upp- lýstustu þjóða heims og áunnu sér mikla virðingu meðal þjóð- anna. Áköf föðurlandsást hefur alltaf sett svipmót sitt á Rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna, segir í boð- skapnum. Nú á 70 ára afmæli Októberbyltingarinnar, fyllast hjörtu allra trúaðra í landinu djúpri ánægju vegna þeirra miklu og skapandi framfara sem orðið hafa í landinu, og hvernig hagur þjóðarinnar allrar hefur batnað. Við metum mikils einingu og væntingar allrar þjóðarinnar, bæði trúaðra og trúleysingja og hvar sem þeir standa í trúar- brögðum, segir í boðskapnum. Borgaraleg og trúarleg skylda okkar kallar á okkur öll, og sér- hvert, til að taka öflugan þátt í þróun þjóðfélagsins. Við erum öll innblásin þeim anda að efla og styrkja siðferðilegar undirstöður þjóðfélagsins, hvers einstaklings, fjölskyldunnar og samfélagsins alls, og að stuðla að eðlilegum samskiptaháttum á alþjóðavett- vangi, segir í boðskapnum. Þá er verulegur hluti boðskap- arins tileinkaður friðarstarfi Rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unnar, þátttöku hennar í alþjóð- aráðstefnum og hringborðsráð- stefnum trúaðra, vísindamanna og almennings, þar sem heitið er á allt velviljað fólk um að taka saman höndum til verndar hinni heilögu gjöf lífsins og bjarga heiminum frá kjarnorkuvá. Þannig hefur Rétttrúnaðarkirkj- an lagt fram sinn skerf til „heims án kjarnorkuvopna, heims án of- beldis, til björgunar mannkynsins“, en ráðstefna um það var haldin í Moskvu 14.-16. febrúar sl. Igor Trojanovskí, APN Heydalsárskólinn Missögn leiðrétt í fróðlegu og skemmtilegu viðtali við Jóhönnu Guðlaugsdóttur í Þjóðviljanum 19.7. kemur fram sú missögn að Heydalsárskólinn í Strandasýslu hafl verið brenndur af ótta við berklasýkingu sem frá" honum stafaði. Skólinn var ekki brenndur, en að vísu mun sú hugmynd hafa komið upp vegna þess að sumir nemendur og kennarar skólans veiktust af berklum, og margir trúðu því að smithætta gæti stafað af húsum. Þessi alvarlegu veikindi voru mikið áfall fyrir þessa merku skólastofnun sem komið var á laggirnar 1896. En skólinn var sótthreinsaður undir eftirliti landlæknis, og kennsla hélt áfram til ársins 1950. Húsið var ennfremur notað til samkomuhalds og félagslífs til ársins 1957 er félagsheimilið Sæ- vangur kom til sögunnar. Eftir það stóð skólahúsið autt til ársins 1964 er það var selt til niðurrifs. Torfl Guðbrandsson 6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINNi Laugardagur 25. júlf 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.