Þjóðviljinn - 25.07.1987, Side 11

Þjóðviljinn - 25.07.1987, Side 11
ÖRFRÉTTIR Líbanski flugræninginn sem rændi DC-10 þotu Afríska flugfélagsins snemma í gær- morgun og neyddi hana til að lenda í Genf var yfirbugaður seinna um daginn af áhöfn vélar- innar. Þá hafði hann skotið einn farþeganna, Frakka, með köldu blóði og varpað líkinu úr vélinni. Þegar hann hafði framið ódæðið fylltust farþegarnir skelfingu, brutu upp öryggisdyr bakatil í vél- inni og flykktust út. Þetta dró at- hygli flugræningjans að sér og þá sættu nokkrir úr áhöfninni færis, réðust á hann og yfirbuguðu. Samtímis ruddust svissneskir ör- yggislögreglumenn inní vélina. Olíuskipin tvö sem nutu bandarískrar her- skipaverndar á siglingu sinni um Persaflóa eru nú komin í heima- höfn í Kuwait nánast alheil. Svo óheppilega vildi til að annað þeirra sigldi á tundurdufl skammt undan heimaströndum en Bandaríkjamenn hyggjast ekki refsa írönum fyrir því þeir geta með engu móti komist að því hvort duflið var persneskt eður ei. Norbert Bluem atvinnumálaráðherra Vestur- Þýskalands var í heimsókn [ Chile fyrir skemmstu. Hann var þar á vegum sambandsstjórnar- innar í Bonn og átti að kanna líkamlegt ástand 14 chileanskra skæruliða sem dæmdir hafa ver- ið til dauða en hafa samkvæmt þarlendum lögum heimild til að sækja um hæli í erlendu ríki. Þeir sóttu um vist í heimalandi Bluems en stjórnin er klofin um það hvort veita eigi þeim viðtöku og hafa hægrihaukar borið því við að mennirnir hafi játað á sig morð. Bluem kvað ótvírætt að fjórtánmenningarnir hefðu verið pyntaðir og því ekkert að marka játningar þeirra. Endanlegrar á- kvörðunar stjórnarinnar í málinu er að vænta á næstunni. Yfir 100 manns hafa látið lífið af völdum gífurlegrar hitabylgju í Grikklandi undanfarna fimm daga. Hitinn hefur mælst yfir 42 gráður á celsí- us og kveða veðurfræðingar ekki verða lát á ósköpunum fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag. Bændur hafa orðið fyrir verulegu tjóni, vatn hefur gengið til þurrðar ( hinni fornfrægu Aþenu og járn- brautalestir hafa ekki geta gengið þar eð teinarnir hafa tekið á sig hina furðulegustu lögun. Leiðtogi samtakanna „Heilagt stríð" lýsti því yfir á fundi í Vestur-Beirút í gær að liðsmenn sínir væru reiðubúnir til að gera sjálfs- morðsárásir á hvaðeina franskt og bandarískt á Persaflóasvæð- inu. Nokkrar þúsundir manna hlýddu á foringjann láta þessi boð út ganga að viðstöddum sít- aklerkum og undirmönnum sem börðu sér á brjóst og hrópuðu fúl- yrði um stjórnirnar í Washington og París. Gyðingar í Vín, höfuðborg Austurríkis, fengu óvæntan glaðning þegar þeir streymdu út úr aðalsam- kunduhúsi sínu í gær. Þar var samankominn fjöldi Austurríkis- manna sem afhenti þeim blóm til marks um samstöðu á erfiðum tímum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að gyðingar hafa sætt aðkasti í Austurríki að und- anförnu í kjölfar ásakana í garð Kurts Waldheims forseta um stríðsglæpi í síðari heimsstyrjöld. _________________ERLENDAR FRÉTTIR_______________ Bandaríkin/Nicaragua Aðstoðgegn aðstoð Frjálslyndir og kaþólskir Bandaríkjamenn œtla að safna 100 miljón um dalafyrir árslok til kaupa á hjálpargögnum handa almenningi í Nicaragua Það er kunnara en frá þurfi að segja að Ronaid Reagan Bandaríkjaforseti hefur einsett sér að kollvarpa stjórn Sandinista í Nicaragua og vHar fátt fyrir sér til að ná því markmiði. Hann og kunningjar hans á borð við Oli- ver North ofursta ieggja nótt við dag við að verða svonefndum Kontraliðum úti um fé og má þá einu gilda hvort það er fengið úr ríkiskassa Bandaríkjanna með samþykki þingsins, framlög vellríkra einstaklinga ellegar blóðpeningar ættaðir frá íran. í fyrra fékk hann 100 miljónir af bandarísku almannafé til að fjár- magna hryðjuverk Kontralið- anna og í ár hyggst hann kreista svipaða upphæð úr sama sjóði. En ekki eru allir landa hans á eitt sáttir um stefnu stjórnarinnar í málefnum Mið-Ameríkuríkisins og sýna það í verki. í Bandaríkj- unum eru starfandi samtök sem nefnast „Leiðin til friðar“. í þeim starfa hlið við hlið áhrifamenn úr kaþólsku kirkjunni, þekkt fólk úr bandarísku menningarlífi og al- þýða manna sem viðbjóð hefur á framferði stjórnar sinnar. Mark- mið samtakanna er að safna fjár- munum til kaupa á margvíslegum hjálpargögnum til handa almenn- Bandarískir sjálfboðaliðar við störf á baðmullarekru í Nicaragua. ingi í Nicaragua og fá sjálfboða- liða til starfa í landinu. Félagar samtakanna eru á- kveðnir í að fá landa sína til að láta fé af hendi rakna og safna Ítalía Sósíalistar dræmir Reiknað varmeðþvíað Giovanni Goria myndi Ijúka stjórnarmyndun ígœr en þá kom babb í bátinn upphæð fyrir árslok sem sé nák- væmlega jafn há og framlag þings og stjórnar til Kontraliðanna eða 100 miljónir dala. Þeir fullyrða að á síðustu tólf mánuðum hafi þeir safnað 50 miljónum og kveðast fullvissir um að ná settu marki. Árið þar á undan söfnuðu þeir um 27 miljónum. En þeir safna fleiru en beinhörðum peningum. Brýn þörf er fyrir allt mögulegt í Nicar- agua og þar koma barnaföt, leikföng og vítamíntöflur að góð- um notum svo eitthvað sé nefnt. Ekki má láta þess ógetið að uppá síðkastið hafa um 6,000 banda- rískir sjálfboðaliðar unnið hin margvíslegustu störf í Nicaragua. Byggt á Newsweek -ks. Pað ætlar ekki að ganga þrautalaust fyrir kristilega dcmókratann Giovanni Goria að klastra saman 47. ríkisstjórn ítal- íu frá stríðslokum. Búist hafði verið við því að hann myndi ganga frá stjórnarmyndun í gær og halda þvínæst á fund Cossigas forseta og tjá honum að stjórnar- kreppunni væri lokið. En öðru nær. Hann varð að fresta lokafundi leiðtoga flokk- anna fimm sem mynduðu stjórn- ina er hrökklaðist frá völdum þann þriðja mars og mál manna er að myndi nýja. Sósíalistar Bettinos Craxis eru honum óþæg- ur ljár í þúfu. Tvennt bögglast fyrir brjóstum sósíalista. Þeir eru óánægðir með afstöðu Gorias og flokksfélaga hans í kjarnorkumálum og vilja ekki að fimm flokka stjórnin verði endurvakin óbreytt. Kristilegir demókratar eru áfram um að ágreiningur um kjarnorkumálin verði leystur í stjórnarmyndunarviðræðum en Craxi og félagar vilja að lands- menn sjálfir móti stefnuna í því máli í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sósíalistar vilja ennfremur ekki að fimmflokkastjórnin sál- uga verði endurvakin heldur verði sjötta flokknum boðið með í dansinn, Róttæka flokknum sem einkum er frægur fyrir einn þingfulltrúa sinn, þokkagyðjuna djörfu Ilonu Staller. En ekki líst kristilegum demókrötum par vel á þá hugmynd né frjálslyndum. Giovanni Goria. Ekki örgrannt um að sósíalistar geri honum gramt f geði. repúblikönum eða jafnaðar- mönnum. Þetta eru semsé megin ásteyt- ingarsteinarnir en sósíalistar eru óánægðir með fleira. Einn framá- manna þeirra, Claudio nokkur Signorile, segir um drög Gorias að málefnasamningi: „Plaggið er gott en það vantar sálina í það. Svona málefnasamn- ingur verður vitaskuld að hafa ör- h'tið „sex appeal“. Stjórnarsátt- máli verður að vera girnilegur." En þrátt fyrir allt og allt eru menn enn vongóðir um að Goria ljúki ætlunarverki sínu í næstu viku og gangi á fund Cossigas forseta á miðvikudag eða fimmtudag. -ks. Utboð Reykjanesbraut, Reykjavík - Hafnarfjörður Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í of- angreint verk. Helstu magntölur: Malbikun 47.400 m2, malaraxlir 34.900 m2, klæðing á axlir 7.200 m2 og veglýsing 7.300 m. Verki skal lokið 15. október 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 28. þm. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 10. ágúst 1987. Vegamálastjóri DJÓÐVIUINN Tiiniiui 68 13 33 68 63 00 Bladburdur er && BESTA TRIMMIÐ '•?*' LAUS HVERFI NÚ ÞEGAR Bakkagerðl Steinager&i Skálagerðl Stekklr Esklhlíð Mjóahlið Hvassaleltl Háaleltlsbraut 68 Akurgerðl Grundargerði Búðargerði Sogavegur 2-70 Sogavegur 101-212 Borgargerðl Rauðagerði Austurgerðl Hafðu samband við okkur Síðumúla 6 0 68 13 33 Bræðratunga Hrauntunga 2-48 Vogatunga Háteigsvegur Langahlfð Flókagata Viðjugerði Seljugerði Hlyngerðl 1 Furugerði Esplgerðl Helðargerðl Hvammsgerðl e Brekkugerði “wf Stóragerðl Laugardagur 25. júlf 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.