Þjóðviljinn - 25.07.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.07.1987, Blaðsíða 7
Umsjón Ingunn Ásdísardóttir 1 Kjarvalsstaðir 40 norrænir hönnuðir Yfirlitssýning norrænnar hönnunar opnar á Kjarvalsstöðum í dag. Lunning verðlaunahafar sýna um 300 hluti, borðbúnað, kirkjuklæði, húsgögn og fleira Á Kjarvalsstööum opnar í dag norræn hönnunarsýning og er þaðyfirlitssýning norrænnar hönnunaráárunum 1951 til 1970.40 hönnuðir eiga verk á sýningunni og eru þeir allir úr hópi norrænna hönnuða sem hafa fengið hin eftirsóttu verð- laun sem kennd voru við Fre- derik Lunning, eiganda um- boðsverslunar Georg Jensen íNew York. Lunning verðlaunin hafa stundum verið kölluð Nóbels- verðlaunin í hönnum og á þessum tuttugu árum sem þau voru veitt fengu þau tveir hönnuðir ár hvert, og það er á þessum tíma sem hugtakið Scandinavian De-' sign verður til sem eins konar vörumerki eða gæðastimpill. Álitið er að verðlaunin hafi haft mikla þýðingu á þessu þróunar- og blómaskeiði norrænnar hönn- unar. Lunning verðlaununum út- hlutaði sérstök úthlutunamefnd en í henni áttu sæti menn á borð við Alvar Aalto, Ake H. Huldt, Viggo Sten Möller, Torolf Pryts og fleiri. Dómnefndarmenn áttu það sameiginlegt að vera í farar- broddi í norrænni hönnun, ýmist sem starfandi hönnuðir eða skólamenn, hvort sem var af fé- lagslegum eða viðskiptalegum toga. Að sýningunni á Kjarvalsstöð- um standa sex listiðnaðarsöfn á Norðurlöndum: Hið Danska Listiðnaðarsafn í Kaupmanna- höfn, Listiðnaðarsöfnin í Hels- inki, Oslo og Bergen, Ríkislista- safnið í Stokkhólmi og Röhsska listíðasafnið í Gautaborg. Jarno Peltonen forstjóri List- iðnaðarsafnsins í Helsinki hefur Myndlist Þrjár myndlistar- konur Þrír nýútskrifaðir myndlistar- menn úr Mynd- og handíðaskóla íslands opna sýningu í Hafnar- galleríi við Hafnarstræti í dag og stendur sýningin til 7. ágúst. Ólöf Ingólfsdóttir sýnir eitt stórt olíumálverk og Margrét Magnúsdóttir og Sonja Hkonson sýna skúlptúra úr járni, gleri og tré, unnið af blandaðri tækni og er einn þeirra svo stór að taka þurfti hurðir af hjömm til að koma honum inn í galleríið. í Hafnargalleríi hafa í sumar verið sýningar nýútskrifaðra myndlistarmanna og tilheyrir þessi sýning þeirri röð. Sýningin er opin á verslunartíma virka daga og fyrir hádegi á laugar- dögum. —Ing yfimmsjón með samsetningu sýningarinnar og gekk hann með blaðamanni Pjóðviljans um sal- inn á meðan á uppsetningu henn- ar stóð. Hann sagði það hafa ver- ið ótvíræðan vilja forstöðumanna allra safnanna sex að setja sýn- inguna upp á íslandi vegna þess að ísland hefði ekki verið með í myndinni á þeim tíma þegar Lunning verðlaunin vom veitt, en væri nú á síðustu ámm að koma með sem hönnunarland í síauknum mæli. Scandinavlan Design Um Lunning verðlaunin sagði hann að því miður hefðu þau lagst af eftir dauða sonar Freder- iks Lunning, en þessi verðlauna- veiting hefði aila tíð verið á ábyrgð einkafyrirtækis og opin- berir aðilar á Norðurlöndunum hefðu ekki séð ástæðu til að taka upp þráðinn þegar aðstæður fyrirtækisins leyfðu verðlauna- veitinguna ekki lengur. Peltonen lagði áherslu á gildi þessara verð- launa fyrir norræna hönnun og sagði að án þeirra hefði vöm- merkið Scandinavian Design aldrei orðið jafn þekkt og virt og það er nú. Verðlaunin vom eins konar starfslaun að sögn Peltonen og var meiningin að verðlaunahafar notuðu þau meðal annars til að ferðast og kynnast hönnun og hugmyndum annarra þjóða, í stað þess að einangrast heima hjá sér. „Pað er ákaflega mikilvægt," sagði Peltonen „fyrir hönnuði að hafa yfirsýn og útsýn til annarra þjóða og menningarheima, ekki síst vegna þess að þeir em að hanna hluti sem fólk notar í hinu daglega lífi.“ Jamo Pettonen forstjóri Listiðnaðarsafnsins f Helsinki ásamt syni sfnum sem aðstoðar við uppsetningu sýningarinnar. Þeir standa hér við sýningarbás þar sem tveir hinna norrænu hönnuða sýna verk sfn. (Mynd Ari) Borðbúnaður og skart Á sýningunni eru húsgögn, borðbúnaður, skart, textflverk, listmunir og fleira. „Allir þessir gripir hér,“ sagði Peltonen „eiga það sameiginlegt að vera fallegar hversdagsvömr og hafa listrænt gildi, hvort sem er í iðnhönnun eða útliti. Sýningunni er einnig ætlað að gefa yfirlit yfir þróun hönnunar á þessum ámm og sýna bæði hvem- ig hlutir hafa breyst í útliti í gegn- um árin og eins meðferð efna. Mörg ný efni hafa verið tekin í notkun og önnur fallið úr gildi.“ Hann tekur upp bollapar úr plasti, og útskýrir hvemig plast- inu, þessu efni sem var ofnotað í svo mörg ár og er enn, er hægt að gefa fallegt form þar sem það i sjálft sem efni fær að njóta sín án þess að verið sé að fela að það sé plast. Mikið af fallegum borðbúnaði er á sýningunni, m.a. eftir hönn- uðina Timo Sarpaneva, sem hannað hefur mikið fyrir Rosent- hal, og Kaj Franck en hann vann sérstaklega að því að hanna hluti sem sameinuðu að vera fallegir og taka ekki mikið pláss. Parna em símar sem Antti Nurmesni- emi hefur hannað fyrir Japani, kirkjuklæði eftir Hans Krondahl, húsgögn eftir Yrjö Kukkapuro. Skartgripir þeirra Björns Weckströrh og Börje Rajalin vekja athygli, stór hálskeðja úr gulli frá Lapplandi og hálsmen þar sem blandað er saman silfri og acryl eftir Weckström. Arm- band úr finnsku gulli með um tíu dýrmætum steinum sem allir finnast í Finnlandi eftir Rajalin. Ótrú á íslenskri hönnun Yfir þrjú hundmð hlutir em á sýningunni á Kjarvalsstöðum, hver öðmm glæsilegri. Er dapur- legt að hugsa til þess að fslend- ingar eiga engan grip á sýningu sem þessari en hafa að því er virð- ist slíka ótrú á íslenskri hönnun, að vömr sem hér em hannaðar og Iframleiddar em oft seldar undir erlendum nöfnum. Einar Hákonarson listráðu- nautur Kjarvalsstaða tjáði blaða- manni að lögð hefði verið fram ósk um samnorræn hönnunar- verðlaun hjá Norðurlandaráði, og myndu íslendingar þá vera með í því samstarfi, en hægt gengi hjá ráðinu að íhuga ósk þessa. -ing , ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.