Þjóðviljinn - 25.07.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.07.1987, Blaðsíða 10
Uppeldisfræðingar - kennarar og aðrir með menntun á uppeldissviði Tvær stöður uppeldisfulltrúa eru lausar til um- sóknar við Uppeldis- og meðferðarheimilið, Sól- heimum 7. Heimilið er fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst og skilist um- sóknir að Sólheimum 7. Nánari upplýsingar í síma 82686. Deildarstjóri Útboð Óskað er eftir tilboðum í að steypa upp og gera fokhelt búningshús við íþróttahús að Laugum í Dalasýslu. Stærð hússins er 297 m2 og 1340 m3. Útboðsgagna má vitja hjá Verkfræði- og teiknistofunni sf., Kirkjubraut 40, Akranesi, Arki- tektastofunni Borgartúni 17, Reykjavík, og í Laugaskóla, Dalasýslu. Tilboð verða opnuð á tveimur síðasttöldu stöðun- um þriðjudaginn 18. ágúst n.k. kl. 13.20. Bygginganefnd St. Jósefsspítali Landakoti Deildarritari Óskum eftir að ráða deildarritara nú þegar á lyflækningadeild IA. Upplýsingar veittar á skrif- stofu hjúkrunarforstjóra í síma 19600/220 alla virka daga kl. 9-13. Reykjavík 24. júlí 1987 Útboð Félagsstofnun stúdenta auglýsir eftir tilboðum í málun utanhúss á Nýja Garði. Verktími er frá 15. ágúst-15. september. Skila- trygging kr. 2.000. Útboðsgögn eru afhent á verkfræðistofunni Línuhönnun, Ármúla 11, og verða opnuð þar mánudaginn 11. ágúst. Læknastofa Hef opnað stofu í læknastöðinni hf., Álfheimum 74. Tímapantanir í síma 686311 alla virka daga kl. 9-17. Einar Ólafsson Sérgrein: háls-, nef- og eyrnalækningar Atvinna erlendis Hór er upplýsingabókin fyrir þig sem ert að leita að vinnu erlendis til lengri eða skemmri tíma. Hún inniheldur upplýsingar um störf í málm- og olíuiðnaði, við kennslu, garðvinnu, akstur, á hótelum og veitingastöðum, au-pair, fararstjórn, ávaxtatínslu í Frakklandi og Bandaríkjunum, tískusýninga- og Ijósmyndafyrirsætustörf og störf á búgörðum, samyrkjubúum eða skemmtiferðaskipum. Bókinni fylgja umsóknareyðublöð. Þetta er bókin fyrir þá sem hafa hug á að fá sér starf erlendis. Þú færð upplýsingar um loftslag, aðbúnað í húsnæði, vinnutíma o.fl. Þar að auki færðu heimilisföng u.þ.b. 1000 staða og atvinnumiðlana. Bókin kostar aðeins 98.- s.kr. (þóstburðargjald innifalið). 10 daga skilafrestur. Skrifaðu til CENTRALHUS Box 48, 142 00 Stockholm Odretelefon: 08 744 10 50 P.S. VI6 útvegum ekU vtnnul ERLENDAR FRÉTTIR Vidkun Quisling er ennþá fyrirmynd nasista í Noregi. Hór er hann á hátindi ferils síns á skrifstofu sinni f norsku konungshöllinni. Noregur Nýnasismi á uppleið Nú eru 100 ár liðin frá fœðingu Vidkuns Quislings. Mörgum Norð- mönnum er valdaskeið hans í fersku minni og óar við uppgangi nýnasismans Hótanir, skemmdarverk og na.sisti.sk slagorð verða sífellt algengari f Noregi. Flokkur ný- nasista, NF (Nasjonal Folke- parti), stækkar stöðugt. Hingað til hefur fólk trúað að aðeins sé um óskipulagðan hóp að ræða, sem óþarft er að hafa áhyggjur af. En raunveruleikinn kernur betur og betur í ljós. Meðal annars voru Qarvistarsannanir norskra ný- nasista rannsakaðar nákvæmlega í sambandi við morðið á Olof Palme. Það upplýsti Hans Holm- ér, sem stjórnaði rannsókn Palm- emorðsins, er hann heimsótti Noreg fyrir skömmu. Það er hinn stóraukni straumur flóttamanna og innflytjenda sem hefur gert það að verkum að kyn- þáttahatur og nýnasismi hafa magnast og blómstrað upp á síð- kastið. Bara nú á öðrum ársfjórð- ungi þessa árs komu 3650 flótta- menn til Noregs, en það er sex- földun frá sama tímabili í fyrra. Tamilar og íranir eru í miklum meirihluta meðal flóttafólksins. NF áróður Nasjonalt Folkeparti beitir löllum meðulum í baráttu sinni jgegn flóttamönnum og innflytj- endum. Á síðasta skólaári kærðu níu skólar í Osló NF fyrir að dreifa áróðri. í áróðursbækling- unum er forðast að nota orð sem minna á kynþáttahatur, eins og „kynstofn" og „hörundslitur“. Þess í stað er talað um „menning- arárekstra“ og „tjáningarfrelsi“. Mest er samt hamrað á því að bráðum verði Norðmenn í' minnihluta í eigin heimalandi, ef ekkeit verði að gert. Það er rök- stutt með því að fæðingartíðni meöal innflytjenda er tvö- til þreíalt hærri en meðal Norð- manna. Hótanir Nú þykir nær fullvíst að nýnas- istar stóðu að baki sprengjutil- ræðisins við flóttamannaskipið Fridtiof Nansen í vetur. Einnig eru þeir grunaðir um að standa á bak við sprengjutilræði og í- kveikjur við samkundu- og bæna- hús innflytjenda. Algengt er að fólk sem vinnur að málum flóttamanna fái hótan- ir um morð eða aðrar hefndarað- gerðir. í vor gerðist það eftir við- talsþátt í norska útvarpinu, þar sem rætt var við formann sam- taka til aðstoðar flóttafólki, að stjórnandi þáttarins „tók sér frí“ frá störfum og fór til útlanda meðan öldur sem risu í kjölfar þáttarins lægði. Gerð var tilraun til að keyra útvarpsmanninn nið- ur á götu í Osló og hann fékk fjöldann allan af morðhótunum fyrir að hafa „vakið samúð með flóttafólki“ og „andúð á nýnasist- um“. Quisling 100 ára Þann 18. júlí sl. safnaðist fjöldi manns að gröf erkisvikarans Vi- dkun Quisling, en þá voru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Quisling var tekinn af lífi fyrir föðurlands- svik 1945. Meðal þeirra sem vott- uðu honum virðingu sína voru margir fyrrum hermenn frá austurvígstöðvunum. Þeir hafa með sér félagsskap og hittast reglulega og flestir þeirra eru fyrrum meðlimir í NS (Nasjonal Samling) sem var flokkur Quisl- ings. Fólk lagði blóm og kransa á leiði Quislings og meðal áletrana á krönsunum var: „Orð þín lifa í unglingunum". Ekkert varð þó af boðuðum fjöldafundi nýnasista í kirkjugarðinum. Norska sjón- varpið var á staðnum og ekki var laust við að hrollur færi um sjón- varpsáhorfendur er þeir sáu lmann, sem greinilega reyndi að líkjast Hitler, ganga ásamt ung- um syni sínum að leiðinu og eftir að hafa lagt á það blóm heilsa með nasistakveðju. Þessar sjónvarpsmyndir vöktu hneykslun og reiði margra. Mað- ur nokkur gerði sér ferð frá Suður-Noregi til Skien, þar sem Quisling-hjónin liggja grafin, og reyndi að sprengja í loft upp minnismerkið um það. Það tókst þó ekki sem skyldi og skömmu síðar var maðurinn sem var all- ölvaður handtekinn og sektaður. Stríðið er ekki gleymt Fjölmörgum Norðmönnum er hemám Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni ennþá í fersku minni. Margir er þátt tóku í and- spymuhreyfingunni eru ennþá á lífi, svo stríðið er síður en svo gleymt. Besta dæmið um það er kannski atburður er henti ungan Þjóðverja sem var á ferðalagi í Noregi hér á dögunum. Þegar maðurinn var staddur í smábæn- um Flekkefjord í Suður-Noregi, var hann í stuttermabol með mynd af Adolf Hitler á bringunni og áletrun um hemám hans í Evr- ópu. Það varð manninum eigin- lega til happs að lögreglan á staðnum tók af honum Hitlers- treyjuna, því íbúar bæjarins ráð- gerðu að kasta honum í sjóinn. Það að svo margir Norðmenn hafa stríðið í fersku minni er góð vöm gegn nýnasismanum. En margir hafa nú uppgötvað að full þörf er á að vera á varðbergi gagnvart uppgangi hans. Frá Baldri Pálssyni, Noregi. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. júfi 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.