Þjóðviljinn - 25.07.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 25.07.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTDR Handbolti Sigur og tap íslenska landsliðið í handknattieik hefur nú leikið þrjá leiki gegn Bandaríkjamönn- um. Árangurinn er nokkuð góð- ur, sigur í tveimur, en tap í ein- um. ísland sigraði í fyrsta leiknum, 26-20, eins og við höfum þegar sagt frá. Þeir töpuðu svo næsta leik, 17-24. Sá leikur var slakur af fslands hálfu. Mikið um rnistök og flestir leikmenn liðsins léku langt undir getu, enda búnir að vera lengi á ferðalagi. Júlíus Jónasson skor- aði flest mörk íslands, 7 og Konr- áð Olavsson 3. Það var svo öllu betri útkoman í leik liðanna í gær. íslendingar náðu þá góðum leik og sigruðu nokkuð örugglega, 19-16. Liðið lék vel og hafði undir- tökin allan leikinn. Júlíus skoraði sem fyrr 7 mörk og Jón Kristjáns- son skoraði 4 mörk og átti mjög góðan leik. íslendingar munu líklega leika 3-4 leiki í viðbót, 2 í Norður- Karolínu og 1-2 í New York. íslenska liðið er að mestu skipað leikmönnum undir 21 árs. Bandaríkjamenn er hinsvegar með eitt sitt sterkasta lið ogekki miklar breytingar síðan þeir léku hér á landi í vetur. Þá áttu íslend- ingar í miklum vandræðum með þá. Að sögn Einars Magnússonar hjá HSÍ, er aðbúnaður til fyrir- myndar, en skipulagningin mætti vera betri. fslenska landsliðið hefur fengið frí einn dag, en þess á milli verið á stanslausum ferða- lögum. Þessir leikir eru mikilvægir því að yngri leikmenn, sem koma til með að taka við í landsliðinu fá dýrmæta reynslu og hafa þeir staðið sig vel í erfiðum leikjum. - Ibe Um helgina Fótbolti og frjálsar Theódór Jóhannsson og Halldór Halldórsson kljást hér um boltann. Þelr skullu saman og hurfu báðir á braut í sjúkrabifreið. Mynd:E.ÓI. 2. deild Baráttan í fyrirmmi Knattspyrna og frjálsar íþrótt- ir eru með því helsta sem er að gerast í íþróttum um helgina. íslandsmeistaramótið í frjáls- um íþróttum hefst í dag kl. 14. Þrátt fyrir að margir af okkar bestu keppendum mæti ekki til leiks má búast við spennandi keppni. Um helgina er heil umferð í 1. deild karla. Annað kvöld leika fBK og Valur í Keflavík, KA og Frjálsar íþróttir Sjö keppa á HM í Róm Stjórn Frjálsiþróttasamabands íslands hefur valið sjö íþróttamenn til að keppa á Heimsmeistaramót- inu í frjálsum íþróttum sem hefst í Róm 29. ágúst. Það eru Einar Vilhjálmsson spjótkasti, Sigurður Einarsson spjótkasti, Vésteinn Hafsteinsson kringlukasti, Helga Halldórsdóttir 100 og 400 metra grindahlaupi, Ragnheiður Ólafsdóttir 3000 metra hlaupi, íris Grönfeldt spjótkasti og Þórdís Gísladóttir hástökki. Þjálfarar þeirra eru Þráinn Haf- steinsson, Stefán Jóhannsson og Erlendur Valdimarsson. Þá fóru fjórir keppendur á ung- lingalandskeppni Norðurlanda í Danmörku. Það eru Frímann Hreinsson sem keppir í 5.000 metra hlaupi, Jón Arnar Magnússon í 100 metra hlaupi, Ólafur Guðmundsson í langstökki og Svanhildur Krist- jónsdóttir í 100 og 200 metra hlaupi. -Ibe Grótta Heimsmet í handbolta! Meistaraflokkur Gróttu í handknattleik mun fara í æflnga- búðir í Þýskalandi, í lok ágúst. Þessi ferð kostar skildinginn og því munu leikmenn Gróttu leika maraþon handknattleik og safna áheitum. Gróttumenn hefa í hyggju að setja heimsmet, en tiltölulega lítið hefur verið gert af því að leika maraþonhandknattleik. Maraþonið hófst í gær og mun standa yfir um helgina. Víðir á Akureyri, Fram og fA á Laugardalsvelli og Völsungur og Þór á Húsavík. 11. umferð lýkur svo á mánudagskvöld með leik FH og KR á Kaplakrika. Allir leikirnir hefjast kl. 20. Þrír leikir eru í 1. deild kvenna á morgun. ÍBK og Þór leika í Keflavík, Valur og Breiðablik á Valsvelli og KA og Stjarnan á Akureyri. Þessir leikir hefjast kl. 14. Þá eru einnig þrír leikir í 2. deild karla í dag. Selfoss og ÍBÍ leika á Selfossi, Einherji og KS á Vopnafirði og ÍBV og Leiftur í Vestmannaeyjum. Tveir leikir voru í gær í 1. deild kvenna. KR vann stórsigur gegn Þór, 6-0 og í A vann ÍBK á útivelli, 2-0. Leikur KR og Þórs var jafn f fyrri hálfleik. Hvorugu liðinu tókst að skapa sér hættuleg færi og í hálfleik var staðan, 0-0. í síðari hálfleik tóku KR- stúlkurnar öll völd á vellinum og skoruðu sex mörk. Kolbrún Jó- hannsdóttir, Arna Steinssen og Helena Ólafsdóttir skoruðu tvö mörk hver. Mörk Kolbrúnar sér- lega glæsileg, bæði með skalla. KR-stúlkurnar áttu mjög góð- an leik í síðari hálfleik og hefði sigurinn getað verið mun stærri. Þórsliðið var slakt og útlitið svart á botni deildarinnar. Skagastúlkurnar unnu sann- gjarnan sigur í Keflvaík, 2-0. Leikurinn var frekar daufur og bæði liðin langt frá sínu besta. Skagastúlkurnar þó mun sterk- ari, þrátt fyrir að vera ekki með sitt besta lið sökum meiðsla. Halldóra Gylfadóttir náði for- Þróttur-ÍR 2-4 (1-2) * * * Það er greinilegt að hver leikur í 2. deild er nánast úrslitaleikur. Það var baráttan sem var i fyrir- rúmi í leik Þróttar og ÍR en ÍR- ingar höfðu betur, þrátt fyrir að vera síst betri aðilinn. ÍR-ingar náðu forystunni strax á 3. mínútu. Einar Ólafsson skoraði með skoti af löngu færi, fallegt mark. Eftir markið sóttu Þróttarar heldur meira, en þrátt fyrir það tókst þeim ekki að skora. Það tókst IR-ingum hins- vegará25. mínútu. Bragi Bjöms- son fékk góða sendingu innfyrir ystunni á 3. mínútu og bætti öðru marki við á 35. inínútu og sigur ÍA sanngjam og öruggur. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Skagastúlkurnar sem eru nú að- eins einu stigi á eftir Val. Þær hafa leikið vel að undanförnu og virðast einna iíklegastar til að standa í Valsstúlkunum á topp- num. -MHM Markahæstir: HeimirKarlsson, (R...............10 TraustiÓmarsson, Víking...........9 HafþórKolbeinsson, KS.............7 Jón Gunnar Bergs, Selfossi........6 Sigfús Kárason, Þrótti............5 SigurðurHallvarðsson, Þrótti......5 Kristján Davíðsson, Einherja......5 BergurÁgústsson, (BV..............5 Staðan f 1. delld kvenna: Valur.............9 7 2 0 24-3 23 (A................9 7 1 1 19-4 22 Stjarnan..........8 5 0 3 11-12 15 KR................9 4 2 3 13-4 14 IBK...............8 2 2 4 5-14 8 KA................9 2 2 5 7-15 8 UBK...............8 1 1 6 5-16 4 Þór...............8 1 0 7 5-22 3 vörn Þróttar og skoraði með lag- legu „bananaskoti“, yfir Guð- mund Erlingsson. Þróttarar minnkuðu svo mun- inn á 30. mínútu. Sigfúsi Kára- syni var hrint í vítateig ÍR-inga og Atli Helgason skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Skömmu síðar fékk Sigfús tvö dauðafæri. Fyrst eftir sendingu frá Ásmundi Vil- helmssyni, en Þorsteinn varði og skömmu síðar skaut hann fram- hjá frá markteigshorni. ÍR-ingar vom nálgæt því að bæta þriðja markinu við á 38. mínútu. Heimir komst einn í gegn, en boltinn fór í Þróttara- hendur og Guðmundur Sigurðs- son dæmdi vítaspyrnu. Heimir var þegar kominn í gegn og nán- ast búinn að skora, en Guðmund- ur stöðvaði leikinn. Heimir tók spyrnuna sjálfur, en Guðmundur varði. Rétt undir leikslok fékk Sigurður Hallvarðsson dauða- færi, en skaut í þverslá. Síðari hálfleikurinn einkennd- ist af mikilli baráttu. Theódór Jó- hannsson og Halldór Halldórs- son skölluðu saman og meiddust báðir. Kristján Svavarsson jafnaði fyrir Þróttara á 48. mínútu. Hann fékk boltann á vítateig og skoraði með föstu skoti í bláhomið. Bragi Björnsson náði foryst- unni að nýju fyrir ÍR-inga á 65. mínútu. Hann fékk góða send- ingu frá Heimi og skoraði aftur með góðu „bananaskoti", í stöngina inn. Þremur mínútum síðar átti sér stað umdeilt atvik. Þróttarar fengu aukaspyrnu og Einar Ól- afsson stillti sér upp fyrir framan boltann. Sigfús Kárason stjakaði við honum svo hann féll. Guð- mundur dómari var ekkert að skafa af því og gaf Sigfúsi rauða spjaldið. Þróttarar gáfust þó ekki upp og áttu ágæt færi m.a. skot í stöng. Sigurfinnur Sigurjónsson bætti svo fjórða markinu við rétt fyrir leikslok. Hann fékk fasta fyrir- gjöf og stýrði boltanum í netið. Bragi Björnsson og Heimir Karlsson áttu góðan leik fyrir fR, báðir mjög sterkir. Þróttarar hefðu með smá heppni átt að fá annað ef ekki öll stigin. Þeim gekk þó ekki vel upp við markið og nýttu ekki færi sín. Atli Helgason og Kristján Svav- arsson áttu góðan leik, auk Sig- fúsar, meðan hans naut við. -Ibe Steðan í 2. delld karla Leiftur.......10 7 1 2 15-7 19 Vfkingur......11 6 1 4 19-17 19 (R ...........11 5 2 4 22-17 17 Þróttur...........11 5 1 5 23-21 16 UBK...............11 5 1 5 12-12 16 Selfoss...........10 4 3 3 19-19 15 Einherji.........10 4 3 3 11-14 15 KS ...........10 4 2 4 18-19 14 |BV ..........10 3 4 3 15-17 13 lBl ..........10 1 0 9 12-23 3 Kvennaknattspyrna Hópurínn valinn íslenska kvennalandsliðið hef- ur haflð æflngar fyrir landsleiki gegn V-Þjóðverjum í Þýskalandi 4. og 6. september. Aðalsteinn Örnólfsson, lands- liðsþjálfari hefur valið eftirtaldar stúlkur til æfinga: Markver&lr: Anna Sigurbjörnsdóttir Stjörnunni Vala Úlfljótsdóttir ÍA Þórdís Sigurðardóttir Þór A&rir lelkmenn: Anna Hóðinsdóttir Selfossi Arna Steinsen KR Ásdís Viðarsdóttir Selfossi Ásta María Reynisdóttir UBK Bryndís Valsdóttir Val BrynjaÁstráðsdóttir Stjörnunni Cora Barker Val Guðný Magnúsdóttir ÍBK Guðrún Sæmundsdóttir Val Halldóra Gylfadóttir ÍA HelenaÓlafsdóttir KR Helga Eiríksdóttir ÍBK Hjördís Úlfarsdóttir KA Hrafnhildur Hreinsdóttir Fram Hrefna Harðardóttir KR Inga Birna Hákonardóttir ÍBK Ingibjörg Jónsdóttir Val IngigerðurJúlíusdóttir Þór Kristrún Heimisdóttir KR Laufey Sigurðardóttir ÍA Magnea Magnúsdóttir Stjörnunni Ragna Lóa Stefánsdóttir Ia Ragnheiður Jónasdóttir Ia Ragnheiður Víkingsdóttir Val Sara Haraldsdóttir UBK Sigurlín Jónsdóttir ÍA Stella Hjaltadóttir KA Svava T ryggvadóttir UBK Vanda Sigurgeirsdóttir (A 1. deild kvenna Sex í síðari háffleik Stórsigur KR eftir markalausan fyrri hálfleik. Öruggt hjá ÍA Laugardagur 25. júlí 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.