Þjóðviljinn - 25.07.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.07.1987, Blaðsíða 3
Matarskatturinn Bakarar mótmæla Landssamband bakara- meistara: Telur ríkis- stjórnin að brauð sé lúxu- svara? Bakarar hafa mótmælt hinum fyrirhugaða 10 prósent matar- skatti sem ríkisstjórnin ætlar að koma á um næstu mánaðamót, og sérstaklega því, að brauð skuli ekki vera undanskilið einsog kjöt, mjólk, fiskur, ávextir og græn- meti. í ályktun frá Landssambandi bakarameistara er minnt á að á sínum tíma var söluskattur af- numinn af matvöru í tveimur skrefum, fyrst af kjöti, fiski, mjólk, grænmeti, ávöxtum - og brauði. Þegar skattur er nú lagður á að nýju beri væntanlega að skilja það svo að hinar skatt- lögðu vörur „teljist lúxusvörur eða að þær teljist ekki til brýn- ustu nauðsynja á sama hátt og þær sem áfram verða undanþegn- ar söluskatti". Nú sé brauð ekki í þessum flokki. „Hvað hefur breyst? Telur ríkisstjórnin brauð ívera lúxusvöru, eða gleymdi hún brauðinu?" spyrja bakarar. í lok ályktunar sinnar ítrekar sambandið „það sjónarmið sitt að það sé misráðið að skattleggja alla matvöru, sérstaklega þær hollustuvörur er vega hvað þyngst í daglegri neyslu manna, eins og brauð gerir.“ ____________________________FRÉTTIR______________________________________________________ H B Vinnuvélaslys Oryggið skattlagt Skattur ogálagningá annað hundraðprósent. 35% tollur og24% vörugjaldáveltigrindurfyrir dráttarvélar og hlífarfyrir drifsköft og snjókeðjur Alvarleg vinnuvélaslys eru 2-3 á ári til sveita og drifsköftin eru varasöm fyrir aila ef nauðsyn- legar hlífar eru ekki til staðar. Ef bóndinn ætlar sér að kaupa slíka hlíf, þá þarf hann að borga 35% toll og 24% vörugjald af henni. Sama gildir um veltigrind- ur þær sem nú eiga að vera á öllum vinnuvélum til sveita. A- lagning á öryggisbúnaði þessum er á annað hundrað prósent. Ef hins vegar drifskaftið er keypt með áfastri varnarhlff, allt í heilu lagi, þá fellur 35% tollur niður. Verðlag á drifskaftshlífum er mjög misjafnt en er að meðal- tali um 2000 kr. Verð er misjafnt eftir lengd og styrkleika þess drif- skafts sem hlífin skal nojast við. Bóndinn getur oft valið um drif- sköft því þau hafa staðlaða teng- ingu við dráttarvélar, en talsvert mismunandi tengingu þó við þær vinnuvélar sem nota skal. Eftir snjóleysið síðasta vetur eru nagladekkin ekki í náðinni hjá stjórnvöldum og því verður það líka að teljast undarlegt að snjókeðjumar em skattlagðar með sama hætti þ.e. 35% tolli og 24% vörugjaldi. Ekki er úr vegi fyrir borgaryfirvöld að athuga Só öryggishlíf á drifskaft keypt sér er á henni 35% tollur, en hún kostar þó ekki meira en um 2000 krónur. Hlífarlaus betta tímanleea fvrir veturinn. drifsköft hafa valdið slæmum slysum, síðasf nú fyrir nokkrum vikum. Jóhann Sveinsson og Leifur Guðmundsson hjá Þór V GíS sýna hlífina. (Mynd: Ari) Fullvirðisréttur mjólkur r m u kvótakaup Landfriðunarbœndur geta núfengið 15% hœrri greiðslur Framleiðnisjóður mun yfírleitt ekki kaupa eða leigja fullvirðis- rétt í mjólk fyrir næsta verð- lagsár, 1988-1989. Byggist sú ákvörðun á því hversu vel hefur náðst að laga mjólkurframleiðs- luna að innanlandsþörfínni. Á hinn bóginn hefur verið ákveðið að kaupa og leigja áfram fullvirðisrétt í kindakjöti a.m.k. næsta verðlagstímabil. Ástæðan er áframhaldandi samdráttur á sölu. Framleiðnisjóður undirstrikar, að nú gefst þess kostur að selja eða leigja fullvirðisrétt án þess að krafist sé búháttabreytinga á við- komandi býli. Fullgildar ástæður til þess að menn geti selt eða leigt rétt sinn með þessum hætti er m.a. landfriðun, svæðaskipulag og annars konar landnýting, en tíðkast hefur, heilsufar ábúanda, aldur o.fl. Frumbýlingar og þeir, sem eru með minna en 400 ærg- ilda bú (viðmiðunarbú), hafa forgangsrétt til leigu eða sölu á fullvirðisrétti. Þá eiga menn nú fleiri kosta völ um greiðslukjör en áður. Hingað til hafa greiðslur fyrir sölu á fullvirðisrétti dreifst á fjögur ár en unnt er nú að fá alla upphæð- ina greidda á tveimur árum. Eftir sem áður er leiga greidd í 6 ár. Framleiðendur geta enn selt fullvirðisrétt sinn vegna verðlags- ársins 1987-1988. Þar er ærgildi í mjólk greitt með kr. 5.220. Það er hinsvegar metið lægra verð- lagsárið 1988-1089, eða á kr. 4.350.-. Loks er heimilt að greiða allt að 15% hærra verð fyrir fullvirðisrétt vegna landfriðunar- markmiða. —mhg Gjaldskrárbreyting Pósts & síma Landsbyggðarmenn hressir Stöðvarstjórinn á Egilsstöðum: Réttmættfyrir landsbyggðina. Jafnar mismun þéttbýlis og dreifbýlis í símakostnaði. Langlínusamtöl lækka, en staðarsímtöl hœkka. Höfuðborgarbúar nota 60% afsínum skrefum ílanglínusamtöl Mér fínnst gjaldskrárbreyting Pósts & síma skref í rétta átt fyrir okkur landsbyggðarfólkið sem þurfum í flestum tilfellum að borga hærri símakostnað heldur en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Öll samskipti til dæmis fyrirtækja og einstaklinga við fyrirtæki og stjórnsýslustofnanir í Reykjavík fara í gegnum sima og það hefur haft f för með sér að símareikn- ingarnir eru oft á tíðum mjög háir. Þessvegna fínnst mér þessi hækkun staðarsímtala réttmæt á sama tima og langlínusamtöl lækka,“ segir Þórir Reynisson, stöðvarstjóri Pósts & síma á Eg- ilsstöðum. Frá því Póstur & sími tilkynntu etta er dálítið klaufalega orð- að f frétt frá Biskupsstofu að tala um að nafnleynd hvfli á um- sóknunum um þessi þrjú prestak- öll þar sem umsóknarfrestur er útrunninn. Ætlunin var að aug- lýsa ekki umsækjendurna af til- litssemi við þá og söfnuðina sem þeir starfa í. En það er ails ekki verið að pukrast með eitt eða neitt. Allar tiltækar upplýsingar er hægt að fá hjá viðkomandi sóknarnefndum, æski einhver safnaðarmeðlimur þess“, segir Ólafur Skúlason dómprófastur. Átta umsækjendur eru um þrjú prestaköll sem biskup íslands um nýju gjaldskrárbreytinguna sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn þar sem gjöld fyrir póst- og síma- þjónustu hækkuðu að meðaltali um 9,5% hafa ýmsir borgarfuil- trúar í Reykjavík haldið fram að hækkunin sé mun meiri þar en sem nemur meðaltalshækkun- inni. Sérstaklega hefur verið bent á það að höfuðborgarbúar sem sjaldan eða aldrei hringi Ianglínu- samtöl þá hækki símakostnaður þeirra um 35-50% Hilmar Ragnarsson, yfirverk- fræðingur hjá Pósti & síma sagði við Þjóðviljann að væri tekið mið af hlutfallslegri skiptingu símtala samkvæmt mælingu á Múlastöð- inni vikuna 24.-30. 11. 1986 og auglýsti laus til umsóknar nýlega. Þrjár umsóknir bárust um Hóla- brekkuprestakall, fjórir sóttu um Hjallaprestakall, en aðeins ein umsókn um Seyðisfjarðarpresta- kall. Prestar eru núvaldir til emb- ætta samkvæmt nýju lögunum um veitingu prestsembætta. Eftir að umsóknarfrestur er útrunninn sendir biskup þær til viðkomandi sóknarnefnda, ásamt sinni um- sögn. Kjörmenn prestakallsins, sem eru sóknamefndarmenn og varamenn þeirra munu síðan fjalla um umsóknimar en endan- legt val fer fram á fundi kjör- reiknað með 500 sfmtölum á árs- fjórðungi þá sé hækkunin frá fýrra gjaldskrárverði þegar símt- ölin em eingöngu staðarsímtöl um 38,7% En sé miðað við sömu forsendur í símtölum og ein- göngu á langlínu þá lækkar hún um 11,8% En inní þetta dæmi kemur sfðan söluskattur sem hækkar símakostnaðinn sem því nemur. Þess má geta að íbúar á höfuðborgarsvæðinu nota nú um 60% af sínum skrefum í langlínu- símtöl, þannig að lækkunin kem- ur þeim einnig til góða. En hækk- ar að sama skapi símareikninginn fyrir þá sem eingöngu nota símann til staðarsímtala. manna og prófasts. Þá verður embættið veitt af ráðherra eftir tillögum frá kirkjustjórninni. „Samkvæmt þessum nýju lögum hefur söfnuðurinn viku til að mótmæla vali kjörmanna, ef hann er ekki samþykkur vali þeirra á prestinum, en mótmælin eru ekki markverð nema 25% af söfnuðinum skrifi undir skjal þess efnis að hann sé ekki sáttur við val kjörnefndarinnar. Ef 25% safnaðarins lýsa yfir andstöðu sinni með val kjörnefndar verður að velja annan,“ sagði Ólafur Skúlason dómprófastur að lok- um. grh Flugslysið Skyggnið ekki kflómeter Mennirnir fjórir sem létust þegar eins hreyflis flugvél af gerð- inni Piper Cherokee Arrow TF- PRT, í eigu einkaaðila, fórst f grennd við flugvöllinn á Blöndu- ósi í fyrradag voru: Rafn Ragn- arsson, flugmaður, Safamýri 31 Reykjavík, Magnús Ingi Sigurðs- son, viðskiptafræðingur, Jörfa- bakka 30 Reykjavík, Friðrik Dungal, rafvirki, Bæjargili 88 Garðabæ og Gunnar Guðmunds- son, raftæknir, Garði Mosfells- sveit. Þegar flugslysið varð var þoka og skyggni innan við einn kfló- metra. Flug á milli Blönduóss og Reykjavíkur lá niðri mestan hluta dagsins vegna erfiðra flug- skilyrða. Flugmaður vélarinnar hafði ekki blindflugsréttindi. Fjórmenningamir höfðu farið til Ólafsfjarðar síðastliðið miðviku- dagskvöld til að fylgjast með viðureign Fram og Leifturs í bikarkeppninni. Vegna slæms skyggnis flugu þeir til Blönduóss, og höfðu ákveðið að halda ferð- inni áfram til Reykjavíkur sem þeir og gerðu. Þar sem flugvélin kom niður, dreifðist brak úr henni yfir 300 fermetra svæði. Menn frá Loftferðaeftirlitinu og Rannsóknarnefnd flugslysa fóra strax norður og vinna þeir nú að rannsókn á tildrögum þess. grh Nafnleynd presta Klaufalega orðað Dómprófastur: Auglýsum ekki umsœkjendur. Tillitsemi viðþá og söfnuðiþeirra. Átta umsœkjendur um þrjú prestaköll. Veittsamkvœmt nýjum lögum um veitingu prestsembœtta grh Laugardagur 25. júlí 1987«ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.