Þjóðviljinn - 25.07.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.07.1987, Blaðsíða 9
Þegar flokkar missa fylgi í kosningum er tilhneiging að bregðast við á tvenns konar hátt. Sumir leggja ofurkapp á að kom- ast í ríkisstjórn. Þeir álíta að ábyrgðarstörfin í Stjórnarráðinu muni færa þeim hylli fólksins á nýjan leik. Aðrir telja sjálfum sér trú um að í stjórnarandstöðu muni hagur flokksins sjálfkrafa rétta við. Óvinsældir ríkisstjórn- arinnar muni flytja fylgið á færi- bandi til þeirra sem áður töpuðu, einkum þegar ráðherrarnir virka þreyttir strax í upphafi. Reynslan sýnir hins vegar að þessar vinnureglur eru hæpin Iíf- trygging í örlagaglímunni um fylgi almennings. Flokkar hafa sest í ríkisstjórn eftir umtalsvert tap - eins og Framsóknarflokkurinn gerði 1974 - og hlotið að launum algert fylgishrun í næstu kosningum þar á eftir. f kosningunum 1978 varð Framsóknarflokkurinn minnsti flokkurinn á Alþingi. Slík örlög ættu að vera sérstakt umhugsun- arefni fyrir þá forystumenn Sjálf- stæðisflokksins sem nú tengja alla sína drauma um endurreisn við forsætisráðherradóm Þor- steins Pálssonar. Þeir gætu íhugað þá staðreynd að í síðustu kosningum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn minna fylgi en Framsóknarflokkurinn hafði allan Viðreisnaráratuginn. í al- þingiskosningunum 1963 og 1967 hlaut Framsóknarflokkurinn rúm 28% atkvæða en nú fékk Sjálf- stæðisflokkurinn aðeins um 27% Hins vegar er Framsóknarsveitin orðin svo vön ósigrunum á und- anförnum árum að Steingrímur Hermannsson er talinn flokks- hetja með 18 prósentin sem flokkurinn fékk í vor og Tíminn túlkar þá niðurstöðu sem sögu- legan „sigur“. Tólvonir Pessar ábendingar um glettur örlaganna við forystuflokka hinnar nýju ríkisstjórnar eru hins vegar engin huggun fyrir Alþýðu- bandalagið. Sagan sýnir nefni- iega einnig að lítið skjól er í hinni kenningunni um að stjórnarand- staða færi flokki sjálfkrafa á ný gull og græna skóga. Við þurfum ekki að fara lengra til baka en til síðasta kjörtímabils til að átta okkur á hættunni sem felst í slíkum tálvonum. Fáir hefðu trúað því haustið 1983 þeg- ar launafólk fór að kynnast í raun hinni rniklu kjaraskerðingu ríkis- stjórnarinnar að í næstu aiþing- iskosningum myndi Alþýðu- bandalagið bíða mesta ósigur í sögu íslenskra sósíaiista. Sú staðreynd ætti að vera okk- ur alvarleg áminning í upphafi nýs kjörtímabils., Endurreisn Al- þýðubandalagsins mun ekki ger- ast af sjálfu sér. Hún verður mikið verk og erfitt. Árangur mun ekki nást nema við séum óhrædd við að draga lærdóma af reynslunni og reiðubúin að fara nýjar leiðir. Vissulega skapar innganga Alþýðuflokksins í gamla valdakerfi Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins hagstæð skilyrði fyrir okkur eigið endurreisnarstarf. En ríkis- stjórnin mun þó ekki færa Al- þýðubandalaginu nýtt tækifæri nema við höfum vit og vilja til að bregðast við breyttum aðstæðum á réttan hátt. Verkefni íslendinga Þessi áhrifatengsl milli ferils ríkisstjórnarinnar og endur- reisnar Alþýðubandalagsins fel- ast einkum í því að stjórnar- sáttmálinn gefur til kynna að stjórnarflokkarnir hafi hvorki vilja né getu til að takast á við ýmis höfuðverkefni sem sífellt verða brýnni í íslensku þjóðfé- lagi. Ef Alþýðubandalaginu tekst hins vegar að vísa veginn út úr þeim margslungna vanda og flokkurinn tekur sjálfum sér tak á svo afgerandi hátt að þjóðin fær á ný trú á hæfileikum hans og fram- tíðarsýn þá gætu skapast óvenju- lega skýrar línur í íslenskum stjórnmálum. Viðfangsefni flokksins á næstu mánuðum er því í senn að útskýra hvernig hann myndi taka á þess- um verkefnum og búa sjálfan sig þannig úr garði að hann hafi getu og tiltrú til að leysa þau af hendi. Á þessari verkefnaskrá íslend- inga eru eftirfarandi þættir brýn- astir: 1. Ný atvinnustefna sem leggur grundvöllinn að sókn tii betri lífskjara. Stóriðjustefnan hefur siglt í strand. Sjávarútvegur og landbúnaður eru í sjálfheldu og sum stærstu iðnfyrirtækin eru komin í þrot. Sá kraftur sem tækninýjungar, hugvit og mikil fjölgun smáfyrirtækja hafa skapað í ýmsum nágranna- löndum hefur enn ekki náð okkar garði. Við erum svifasein að bregðast við hraðfara breyting- um á alþjóðlegum samkeppnis- mörkuðum og látum einokunartilhneigingar stórra söluhringa hindra að kostir eðli- legrar samkeppni á innanlands- markaði komi almenningi til góða. 2. Jöfnun lífskjara, stytting vinnutíma, leiðrétting í þágu hinna lægst launuðu og bættur hagur kvenna á vinnumarkaði eru mikilvægustu verkefnin í launamálum næstu ára. íslend- ingar geta ekki haldið áfram að vera með lengsta vinnutíma í heimi og jafnt og þétt dregist aft- ur úr í almennum lífskjörum. Það er ótrúlegt en satt að hinir atvinnulausu á meginlandi Evr- ópu búa víða við meiri fjárráð og varanlegt öryggi í húsnæðismál- um en hinir lægst launuðu á ís- iandi. 3. Byggðaröskunin er óðum að skapa tvær þjóðir í þessu landi. Gjáin milli höfuðborgarsvæðisins og annarra landshluta í atvinnu- háttum, þjónustu og félagsað- stöðu breikkar ár frá ári. Þessari þróun verður ekki snúið við með því að dæla bara meiri peningum í landsbyggðina í gegnum stjórn- stofnanir í Reykjavík. Það verður að færa íbúum héraðanna raun- verulegt vald í eigin málum og aukinn ráðstöfunarrétt yfir þeim verðmætum sem þar eru sköpuð. Það er ekki „aðstoð að sunnan" sem er lykillinn að hinni nýju byggðastefnu heldur vilji og verk heimamanna sjálfra. 4. Velferðarkerfið verður að halda áfram að eflast og félagsleg þjónusta að vera í samræmi við kröfur nýs tíma. Hér bíða stór verkefni í dagvistarmálum barna. Aðbúnaður aldraðra verður sí- fellt brýnni vegna vaxandi fjölda í þeim aldurshópum og breyttrar afstöðu til gæða lífsins. Við höf- um í þessum efnum verið að drag- ast aftur úr flestum löndum í Vestur-Evrópu. Það sama má reyndar segja um skólakerfið. Þótt flestir viðurkenni að menntunin sé besta fjárfestingin og skýrasta vísbendingin um skilning á þörfum framtíðarinnar hafa úrbætur í menntamálum yf- irleitt verið hornreka. 5. Umhverfisvernd og varð- veisla hinnar fögru náttúru lands- ins eru orðin knýjandi skylda þeirra sem nú byggja ísland. Engu að síður heldur eyðingin áfram. Dæmin um vanrækslu hrúgast upp. ísland er víða að verða eyðimörk. Eiturefni, drasl og úrgangar skapa hættur sem Miðstjórn Alþýðubandalagsins á fundi fyrir skömmu. Flokkurinn hefur mikil sóknarfæri, ef rétt er á málum haldið. Hin nýja ríkisstjórn íslands hefur ekki farið vel af stað, að dómi Ólafs Ragnars Grímssonar. leitt geta til stórtjóns og jafnvel slysa. Þrátt fyrir ótal ábendingar virðast stjórnvöld ekki hafa getu eða vilja til að snúa við af braut eyðileggingarinnar. 6. Þróun þjóðfélagsins kallar á opnara stjórnkerfi, frjálsari að- gang að upplýsingum og aukið lýðræði á flestum sviðum. Fjöld- inn sættir sig enn verr við vald hinna fáu. Fólk vill ráða sér sj álft, vera herrar yfir eigin lífi. Lýð- ræðið er í raun kjarninn í kenn- ingum sósíalista um betra mannlíf: Þjóðfélag þar sem sjálfs- stjórn fólksins kemur í stað ofur- valds fjármagnsins og fámennra valdaklíkna. Þess vegna eiga ís- lenskir sósíalistar að vera í farar- broddi lýðræðisþróunarinnar. Sósíalisminn hefur ætíð hlotið raunbesta brautargengið þegar lýðréttindi og aukið vald fólksins sjálfs hafa tengst efnahagslegum framförum. 7. Islendingar geta orðið áhrif- aríkir í baráttunni fyrir friði og raunverulegri afvopnun. Við erum vopnlaus smáþjóð sem sannað hefur í verki að hægt er að öðlast sjálfstæði í krafti raka og orðræðunnar einnar án þess að beita ofbeldi og blóðsúthell- ingum. Við höfum nýlega verið griðastaður fyrir leiðtoga stór- veldanna í viðleitni þeirra til að leita samkomulags. Við eigum því ekki að leggja vígbúnaðar- öflunum lið með aukinni hernað- araðstöðu í landi okkar og að- stöðu við afvopnunaríillögur á al- þjóðavettvangi. Sómi íslands og orðstír þjóðarinnar yrði meiri með því að hrinda í framkvæmd nýrri utanríkisstefnu sem mótuð væri í samræmi við forsendur al- hliða afvopnunar og alþjóðlegrar friðarbaráttu. 8. Menning íslendinga, bók- menntir og listsköpun hafa veitt okkur þá sérstöðu sem aðrar þjóðirvirða og viðurkenna. Sjálf- stæði okkar og þjóðfrelsi verða ekki tryggð til lengdar með hag- vextinum einum saman. Það er hættumerki að áhersla á menn- ingarmál færist sífellt neðar á skránni yfir hin brýnu verkefni og Iistamenn, skáld og hugsuðir búa við lakari kost en þeir sem lifa á að selja víxla ríkissjóðs í gegnum hin nýju fyrirtæki fjármagns- markaðarins. Ríkisstjórnin veitir engin svör Þrátt fyrir langan texta í sam- vinnusáttmála stjórnarflokkanna eru þar fáar vísbendingar um hvort og þá hvernig ríkisstjómin hyggst glíma við þessi höfuð- vandamál. í raun hefur Alþýðu- flokkurinn tekið að sér að fram- lengja starfshætti og stefnu fyrri ríkisstjórnar án þess að nokkur veruleg breyting verði á verklýs- ingunni. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn stýra áfram öllum atvinnuvegaráðu- neytunum og skipta forsæti stjórnarinnar og utanríkismálum á milli sín. Á þessum sviðum er allt við sama gamla heygarðs- hornið. Á undanförnum árum hefur Alþýðuflokkurinn sagst vilja gera nýsköpun í atvinnulífi og umbyltingu í húsnæðismálum, ábyrga efnahagsstjórn og þátta- skil í málefnum landsbyggðarinn- ar, aukið lýðræði og valddreif- ingu að úrslitaatriðum við mynd- un nýrrar ríkisstjórnar. Hann hefur nú hlaupið frá öllum þess- um kröfum og látið sér nægja að setjast inn í hið forstokkaða vald- akerfi sem íhaldsöflin í Sjálfstæð- isflokknum og Framsóknar- flokknum hafa varðveitt á undan- förnum áratugum. 1 Alþýðuflokkurinn hefur að vísu fengið „íhlutun í meðferð framkvæmdavaldsins“ eins og fyrrvrandi forstjóri Þjóðhags- stofnunar mun hafa orðað það þegar hann var að reyna að sannfæra þingflokkinn um ágæti niðurstöðunnar. En þetta er ekki hinn stóri Alþýðuflokkur Finn- boga Rúts og Hannibals sem nýi formaðurinn hefur í tvö ár séð í draumum sínum. Hér er bara kominn gamli krataflokkurinn þeirra Emils og Guðmundar f. sem ætið varð litlu feginn ef ráð- herrastólarnir voru í boði. Til- raunin um endurnýjunarafl ís- lendkra jafnaðarmanna hefur verið kirfilega læst niður í kontór- hirslum ráðherranna þriggja úr Reykjavík. í ljósi fóstbræðrasögu þeirra Karvels og Jóns Baldvins á Vest- fjörðum er það hins vegar kald- hæðni örlaganna að það skuli vera Karvel einn sem hafði manndóm til að afhjúpa inni- haldsleysi stjórnarsáttmálans og benda á að keisarinn væri ekki í neinum fötum! Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru svo staðráðnir í því að allt verði óbreytt. Jón Helgason og Hall- dór Ásgrímsson hafa hælt sér af því að ekkert nýtt muni gerast í þeirra ráðuneytum. Þeir muni bara halda áfram að gera það sama og í fyrra og hittiðfyrra. Steingrímur mun svo fara í sömu ferðirnar og Matthías Á. Mathie- sen en sá síðarnefndi fetar í fót- spor nafna síns Bjarnasonar í samgönguráðuneytinu. Það eina sem sætir tíðindum er að Birgir ísleifur skyldi hafa vit á því að afneita iðnaðarráðu- neytinu og koma því yfir á Frið- rik. Birgir hefur nefnilega komist að því eftir fjögurra ára puð og heimshornaflakk sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stóriðju- nefndum að óskadraumur hægri aflanna á íslandi um ótal erlend stóriðjuver er búið spil. Kapítal- istarnir út í heimi hafa einfaldlega ekki lengur áhuga. Þeir vita að stóriðjan er orðin vondur busin- ess. Þess vegna skellti Birgir sér bara í menninguna og lét Friðrik sitja eftir sem ráðherra hinna brostnu stóriðjuvona. í stjórnarsáttmálanum er hvergi að finna svör við stóru spurningunum sem snerta kjarn- ann í vandamálum íslendinga á næstu árum. Engin fersk og víð- tæk atvinnustefna. Engin ávísun á kjarajöfnun og félagslegar úrbætur. Ekkert leiðarljós um endurreisn landsbyggðarinnar. Enginn skilningur á brýnni þörf fyrir baráttuna gegn landeyðingu og fyrir alhliða umhverfisvernd. Engin vísbending um nýjar leiðir til að bæta og efla velferðarkerf- ið. Engir áfangar á braut til aukins lýðræðis og valddreifing- ar. Enginn skilningur á nauðsyn afvopnunar og friðarbaráttu. Engin yfirlýsing um forgang ný- rrar menningarsóknar. Hver tekur forystuna? Öll þessi viðfangsefni krefjast hins vegar brýnna úrlausna ef ís- land á ekki að halda áfram að dragast aftur úr helstu nágranna- löndum okkar. Það verður að reisa merki nýrrar sóknar sem hefur að markmiði að gera ísland að fyrirmynd. Aðstæðurnar skapa skilyrði til slíkra þáttaskila. Það er hins vegar spurning um pólitískan vilja, hæfni og tiltrú. Þegar ný ríkisstjóm gengur strax í upphafi burtu frá þessu verkefni þá er ljóst að annað hvort verður afturförin hlutskipti þjóðarinnar eða önnur stjórn- málasamtök búa sig í stakk til að taka við forystunni. Þess vegna beinist kastljósið að þeim flokk- um sem eru í stjórnarandstöðu. Kvennalistanum mistókst að fylgja kosningasigrinum eftir með inngöngu í Stjórnarráðið og samningum um straumhvörf í landsstjórninni. Slitin á viðræð- unum við Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn voru hálf mátt- laus og enn hefur ekki verið gerð ítarleg grein fyrir ólíkum efnis- þáttum og ágreiningi um mis- munandi vinnuaðferðir. Viðræð- unum var einfaldlega slitið, allir stóðu brosandi upp og síðan hef- ur Kvennalistinn haft hægt um sig. Borgaraflokkurinn virðist hafa kosið sér það hlutskipti að vera upptekinn við að skipuleggja sjálfan sig. Og er það að vísu ekki óskynsamlegt hjá nýjum flokki Ólafur Ragnar Grímsson skrifar sem spratt upp í kringum pólit- íska sálarheill eins manns. Al- menningur mun hins vegar bíða álengdar og velta vöngum yfir lífslíkum fyrirbærisins. Borgara- flokkurinn á eftir að afsanna þá vonarkenningu Morgunblaðs- herranna að hann muni hverfa innan tíðar eins og Bandalag jafnaðarmanna og Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna gerðu á sínum tíma. Báðir þessir flokkar voru myndaðir í kringum ákveð- inn foringja og reyndust skamm- vinn fyrirbæri. Borgaraflokkur- inn mun því ekki vera til stórræð- anna í aimennum þjóðmálum á ineðan hann glímir við að afsanna þessa vonarkenningu húsbænd- anna í Aðalstræti og Valhöll. Og þá er Alþýðubandalagið eitt eftir. Ennþá dálítið lamað vegna ósigursins mikla en engu að síður með verulegu Iífsmarki eins og atburðarásin síðustu vik- ur gefur til kynna. í stað þess að gera umræðu um vanda flokksins að launhelgum og læsa greinar- gerðir inn í eldtraustum skjala- skáp eins og Sjálfstæðisflokkur- inn taldi sjálfum sér fyrir bestu þá gerði Alþýðubandalagið þörfina á endurreisn að lýðræðislegu verkefni allra flokksmanna. Skýrslur forystumanna eru opin bók og flokkurinn tilkynnir þjóð- inni að hann hafi ekkert að fela. Vissulega var við því að búast að í fyrstu myndu fjölmiðlar velta sér upp úr einstaka setningum og hressilegu orðfæri en sá dans reyndist þeim skammvinn skemmtun. Það kom nefnilega í Ijós að umræðan í Alþýðubanda- laginu einkenndist af bullandi pólitískum þrótti. Á miðstjórn- arfundinum í júní var viðurkennd þörfin á víðtækri endurskoðun á stefnuáherslum, hugmyndafræði og starfsháttum. Alþýðubandalagið hefur sýnt vilja til að læra af mistökum for- tíðarinnar og verða á raunsannan hátt flokkur framtíðarinnar. Slík breyting yrði að vísu ekki auðveld. Hún kæmi ekki af sjálfu sér eins og einhver pólitískur hókuspókus. Hún yrði að vera ávöxtur markvissrar vinnu og op- innar umræðu. Þá myndi þjóðin á ný öðlast trú á getu flokksins og boðskap. Ástæðan væri einfald- lega sú að hún hefði á lýðræðis- legan hátt fengið að fylgjast með glímu hans við hinar nauðsynlegu breytingar. Hlutverk Alþýðu- bandalagsins Alþýðubandalagið hefur sýnt í verki vilja til að taka sjálft sig því taki sem óhjákvæmilegt er ef flokkurinn á að hljóta brautar- gengi þjóðarinnar til að sinna þeim brýnu verkefnum sem ríkis- stjórnin hörfaði frá og hvorki Kvennalistinn né Borgaraflokk- urinn valda. Á næstu mánuðum verður Alþýðubandalagið að skýra nánar meginþættina í hinu nýia hlutverki. Þeir eru: I fyrsta lagi að móta heilsteypta og ljósa stefnu á þeim átta verk- efnasviðum sem lýst er hér að framan. Þar getur flokkurinn nýtt sér reynslu liðinna ára jafnframt því sem hann dregur lærdóma af mistökunum sem mörkuðu ríkis- stjórnarferilinn 1980-1983 og stjórnarandstöðuna 1983-1987. Nýjar hugmyndir og fordæmi um nýsköpun frá ýmsum heims- hlutum geta einnig orðið gagn- legur leiðarvísir í þessu starfi. Lykillinn felst í því að viðurkenna að kenningar frá gömlum tíma duga skammt í leit að lausnum á vandamálum sem áður voru ó- þekkt og endurspegla nýjar for- sendur í hraðbreytilegum heimi. í öðru lagi að veita brautar- gengi víðtækri nýsköpun í atvinnulífi landsmanna. Hún þarf að taka mið af nýrri tækni og þekkingarbyltingu, gjörbreyttum markaðsaðstæðum erlendis, um- sköpun á efnahagssamvinnunni í veröldinni og kröfum um annað lífsgæðamat. Þetta stóra stökk inn í atvinnulíf næstu aldar þarf að tryggja samkeppnisgetu ís- lendinga í helstu útflutnings- greinum og gera kröfurnar um jafnrétti og sjálfsákvörðunarrétt byggðarlaganna og lýðræðislega þátttöku launafólks í stjórn fram- leiðslunnar að kjarnanum í fram- tíðarþróun atvinnuveganna. í þriðja lagi að skilgreina tengslin við jafnréttisbaráttu samtaka launafólks í samræmi við þann fjölbreytilega og marg- þætta veruleika sem einkennir nú samtakavettvanginn sem löngum hefur verið merktur orðinu verkalýðshreyfing. Sú eintala gefur hins vegar villandi mynd af því sem gerst hefur á undanförn- um 10-20 árum. Nú hefur enginn einn maður, ein stjórn eða ein samtök prókúru á að tala fyrir hönd launafólksins alls. Alþýðu- bandalagið verður þess vegna að temja sér starfshætti sem taka mið af hinum margslungna skip- ulagsveruleika á vettvangi sam- taka launafólks. Þar verða allir að hafa sama rétt til að flytja sitt mál. Margræðið fjöldans verður að koma í stað hins takmarkaða skrifstofuvalds. f fjórða lagi að útskýra hvernig flokkurinn ætlar að efna það fyrirheit sem gefið var í nýlegri samþykkt þingflokks og fram- kvæmdastjórnar að hann verði „í reynd forystuafl íslenskra jafnað- armanna og vinstri hreyfingar." Skýr svör um hugmyndafræðilegt eðli flokksins og kjarnann í hinni sósíalísku lífshugsjón eru óhjá- kvæmilegur þáttur í þeirri við- leitni að öðlast á heiðarlegan hátt tiltrú fólksins. Þjóðfélagsumrótið á okkar tímum og áleitnar spurn- ingar nýrra kynslóða kalla einnig á heilsteypta hugmyndafræðilega afstöðu. í fimmta lagi að bjóða til þessa verks miklum fjölda áhugafólks um framgang félagshyggju og eflingu vinstri hreyfingar sem á undanförnum árum hefur ýmist staðið álengdar eða í tilrauna- skyni stutt þennan flokkk í fyrra og annan í ár. Slíkt pólitískt hringsól þeirra þúsunda sem eru í raun vinstri sinnaðir jafnaðar- rnenn, sósíalistar og jafnréttis- sinnar á evrópskan mælikvarða þjónar eingöngu þeim tilgangi að gefa íhaldsöflunum eftir forræðið á mótun íslenskrar framtíðar. Al- þýðubandalagið verður að sýna á sannferðugan hátt að það sé op- inn og lýðræðislegur vettvangur fyrir þessar þúsundir heimilis- lauss vinstra fólks. Slík sönnun er sérstaklega mikilvæg fyiý hina fjölmennu ungu kynslóð sem nú á næstu árum gerir tilkall til aukinna ítaka í stjóm samfélags- ins. í sjötta lagi taki flokkurinn upp starfshætti sem gefi til kynna að hann hafi ákveðið að vera „prof- essional" stjórnmálaflokkur svo notað sé erlent orð sem einna best lýsir þessari breytingu. Flokkur sem ætlar sér stórt hlut- skipti í mótun framtíðarinnar má ekki vera samansafn mislítilla fjölskylduhópa og kunningja- bandalaga. Hann verður að vera nútímaleg fjöldahreyfing þar sem starfsleg hæfni og lýðræðislegt mat á ólíkum sjónarmiðum eru ríkjandi mælikvarði á framlagi hvers og eins. Tími prófana á því hvar menn kunni að standa í meira og minna ímynduðum klík- um er einfaldlega liðinn. Er þetta hœgt? Það er kannski eðlilegt að sú spurning vakni í hugum margra hvort það sé virkilega hægt að gera Álþýðubandalagið þannig úr garði að þjóðin feli því þá for- ystu í málefnum sínum sem sífellt verður meira aðkallandi. Er mögulegt að vinna úr mesta ósigri í sögu íslenskra sósíalista þá um- sköpun sem dugir til nýrrar sókn- ar? Svarið er hvorki einfalt né sjálfgefið. Það felst í vilja til að læra af reynslunni, skoða veröld- ina að nýju með opnum huga, vera reiðubúinn að gera þær breytingar sem þarf og taka á- hættuna sem felst í því að fara ótroðnar slóðir. Vissulega geymir sagan rnörg dæmi um flokka sem dóu út eða urðu litlir og áhrifalausir vegna þess að þeir voru ekki reiðubúnir að taka sjálfum sér tak og draga á heiðarlegan og lýðræðislegan hátt lærdóma af fyrri mistökum. En það eru líka til fordæmi um árangursríka uppstokkun sem að vísu var í fyrstu sársaukafull fyrir suma en í tímans rás varð upphaf- ið að nýju blómaskeiði. Veröldin hefur á undanförnum misserum fylgst með einni slíkri tilraun í einhverju jámbentasta flokks- kerfi sem þekkist í heiminum. Hún hefur vissulega vakið deilur og átök og orðið ýmsum erfið lex- ía. Engu að síður er nú viður- kennt að tilraun Gorbatsjovs til að umskapa flokkskerfið í So- vétríkjunum sé merkilegasti við- burður síðari ára á sögusviði heimsmálanna. Það er að vísu löngu liðin tíð að áhugafólk um málefni Alþýðu- bandalagsins líti til Sovétríkjanna í leit að umræðudæmum. Á hinn bóginn gæti það orðið ýmsum hvatning til aukinnar áræðni að fyrst Sovétríkin voru reiðubúin að segja skilið við höfuðeinkenni Brezhnévstímans og veita nýjum tilraunum brautargengi, þá ætti Alþýðubandalagið ekki að hika við að gera þær breytingar sem nauðsynlegar eru ef flokkurinn á að gegna mikilvægu hlutverki í framtíðarsögu íslensku þjóðar- innar. Ólafur Ragnar Grímsson 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. júll 1987 • Laugardagur 25. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.