Þjóðviljinn - 25.07.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.07.1987, Blaðsíða 4
.LEBÐARI Vargabælið og svaita klíkan Sjálfstæöisflokkurinn er nú nánast höfuölaus her.i Þar er hver höndin upp á móti annarri. Enginn treystir öðrum og innan þingflokksins vegast klíkur á. Þorsteinn Pálsson hefur ekki einu sinni fulla stjórn á þingflokknum. Og svo flátt er bræðralagið að í röðum þingmanna tala menn nú í hálfum hljóðum um að formaðurinn sé orðinn að byrði, sem verði að létta af flokknum við hentugt tækifæri. Sjálfur er Þorsteinn sinn versti óvinur. Eftir klofn- inginn í apríl er hann svo átakafælinn, að hann lætur þingflokkinn fremur kúga sia til hlýðni en standa upp og láta á styrk si'nn reyna. I stað þess að hann stýri þingmönnunum, stjórna þeir honum. Þessi átakafælni kom með afdrifaríkum hætti fram gagnvart kröfu Matthíasar Á. Mathiesen um sæti í ríkisstjórninni. Þorsteinn hafði þá ákveðið að taka engan úr kjördæmi Reyknesinga inní ríkisstjórnina, og byggði þá ákvörðun á lélegri frammistöðu flokks- ins í kjördæminu, sem nánast hrundi andspænis sókn Borgaraflokksins og Steingríms Hermanns- sonar. Undan flokkslegu sjónarhorni var sú ákvörð- un formannsins fyllilega réttmæt. ffn Matthíasi A. Mathiesen var teflt fram gegrv þessari ákvörðun. Þar var vitaskuld verið að kanna* styrk Þorsteins, sem átti í þessari stöðu um tvo kosti að velja: Setja hnefann í borðið. Standa við sín fyrri orð og ákvarðanir. Með því hefði hann treyst stöðu sína innan flokks og utan, - og ekki síst í þingflokknum. Hinn kosturinn var að láta eftir Matthíasi, væntan- lega með þeim rökum að nóg væri um átök í flokkn- um þó ekki leggðist Mathiesen í víking með gamla liðið að baki sér. En um leið væri sýnt, að formanninn mætti beygja, - og þarmeð væri hann orðinn eins- konar gísl uppivöðslumanna í þingflokki. Þorstein Pálsson brast kjark. Hann tók síðari kostinn. Kurteis ráðherra úr Hafnarfirði sem hefur aldrei gert flugu mein sveigði sjálfan formann Sjálfstæðis- flokksins á einni dagstund. Sigurinn sameinaði gömlu ráðherrana, sem hugsa sér gott til glóðarinnar að beygja dreng aftur. Halldór Blöndal sem eygði ráðherradóm mun hér eftir ósárt þó Þorsteinn verði aftur látinn kyssa vönd- inn. Yngri þingmennirnir þjöppuðu sér að sönnu fast- ar um Þorstein eftir átökin við Mathiesen, - en um leið eru skil milli fylkinga skarpari. Mistökin varðandi Mathiesen urðu því formanni og flokki dýrkeypt. Vald formannsins er þannig skert verulega innan þingflokksins, sem eykur vitaskuld líkur á átökum innan hans. Þau eru raunar þegar byrjuð. Sverrir Hermannsson lætur þannig fyrrverandi ráðherrakné fylgja formannskviði í viðtali við dagblaðið Tímann fyrir skömmu, þar sem Þorsteinn er enn lítillækkað- ur. Hinn fyrrverandi ráðherra setur þar fram þá kenn- ingu, að það hafi verið mistök að setja Þorstein Pálsson í embætti fjármálaráðherra á sínum tíma. Lái honum hver sem vill. Hann segir jafnframt, að unggæðingarfrjálshyggj- unnar hafi sótt að hinum eldri og reyndari mönnum flokksins með stefnu, sem „ekki hentar okkur íslend- ingurn". Með þessu er Sverrir Hermannsson vita- skuld að vega að þeim tveimur mönnum, sem helst hafa innan þingflokksins haldið fram stefnu hinnar rangnefndu frjálshyggju, - þeim Þorsteini Pálssyni og Friðriki Sophussyni. Hann nánast kallar þá stefnu sem þeir hafa rekið óþjóðholla. Hann ásakar líka forystuna um að hafa gert mikil mistök með tímasetningu ákvarðana og fram- kvæmda. Hann kveðst ekki heldur hafa mikla trú á langlífi ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. Og stjórnars- áttmálinn sem formaður Sjálfstæðisflokksins, vara- •formaður og formaður þingflokksins tóku þátt í að smíða fær þá gullvægu einkunn hjá Sverri Herm- annsyni, að hann sé „endileysa". Þannig er þingflokkur Sjálfstæðismanna þverklof- inn í klíkur, sem berjast hver gegn annarri. Enda er hann að sögn Sverris ekkert annað en „vargabæli"! Þetta ástand er hins vegar ekki nýtt innan þing- flokks Sjálfstæðismanna. Það er ekki langt síðan fyrrverandi þingmaður, Ellert B. Schram, lýsti þingf- lokknum þar sem hann starfaði á síðasta kjörtímabili, svofelldum orðum: „Þá réð lögum og lofum í þingflokknum hópur sem gekk undir nafninu svarta klíkan og átti það takmark í pólitíkinni að komast sem næst kjötkötlunum. Þetta lið sórst í bræðralag, gerði síðan bandalag út og suður og sveik síðan alla samninga þegar sakleysin- gjarnir höfðu gengið í gildruna. Gamalt orðtak segir: Eftir höfðinu dansa limirnir. Það verður fróðlegt að sjá dansinn á næstu miss- erum í Sjálfstæðisflokki þeirra Ellerts og Sverris. -ÖS ••>» »*,' * *««|| «*« ****** Ú*-****t, */♦*«« þlÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóófrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rlt8tjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, , Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Beramann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, OlafurGíslason, Ragnar Karisson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davfðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta-og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlltstelknarar: Sœvar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlf8tofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglyoingaatjórl: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Sfmvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, sfmi 681333. Auglýsingar: Sfðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog sotning: Prentsmlðja ÞJóðvlljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:60kr. Askrlftarverð á mánuðl: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. júlf 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.