Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 2
FERÐABLAÐ Spilumtil vinnings Viðtal við Kjartan Lárusson Sá maður sem er hvað oftast nefndur á nafn þegar ferðamál ber á góma er tví- mælalaust Kjartan Lárus- son formaður Ferðamála- ráðs og forstöðumaður Ferðaskrifstofu ríkisins. Engum þeim sem fylgist með þessum málum dylst að hérna er á ferðinni einn af eldhugunum í íslenskri ferðamannaþjónustu. Alltaf er hann í miðri hringiðunni og á ferðinni að sinna þess- um málum vítt og breitt um landið og einnig erlendis að nema lönd í túrismanum. Við leituðum því til Kjartans og báðum hann um að svara nokkrum spurningum um störf sín og ferðamál almennt í landinu en þau hafa á undanförnum árum verið að taka miklum stakka- skiptum. Byrjaði í bílaþvotti Hve lengi hefur þú starfað að ferðamálum og hvernig leiddist þú út í þessi störf í upphafi? Ætli það sé ekki með mig eins og flesta aðra að það var einhver hending í lífinu að ég var að að- stoða einhvern mann við að þvo drulluga bflaleigubíla 1965 ef ég man rétt. Þessi bflaieiga var í eigu ferðaskrifstofu sem var nú ekki svo óalgengt þá og hét Lönd og Ieiðir. Þetta þróaðist út í það að ég gerðist rútubflstjóri og leiðsögumaður. Ég fór á nám- skeið til að ná réttindum í hvoru tveggja og síðan má segja að eitt hafi leitt af öðru. Getur þú lýst því í stuttu máli hvernig ferðamannaþjónustan hefur breyst á þessu 20 ára tíma- bili? Jú-jú, þegar maður hugsar til baka þá fyllist maður rómantík, að gömlu góðu dagarnir komi aldrei til baka og svo framvegis, þetta þekkja allir. í>að er veru- legur munur, áþreifanlegur mun- ur á ferðaþjónustu hér nú í sam- anburði við það sem hún var þeg- ar ég var að byrja. Ég vil sérstak- lega nefna að öll aðstaða hefur náttúrlega batnað, bæði hvað varðar hótel- og veitingarekstur. Hvað varðar ýmsar aðrar greinar ferðamannþjónustu, t.d. sam- göngur og hvaðeina þá var þetta miklu fábrotnara og í raun ótrú- legt hve ör breytingin hefur orðið á stuttum tíma. Þá var þjálfun starfsfólks í hinum ýmsu þáttum þjónustumálanna miklu minni eða miklu styttra á veg komin. Enn fremur vil ég nefna einn mikilvægan þátt í viðbót sem við erum reyndar ennþá að berjast í, en það er barátta okkar ferða- þjónustumanna fyrir því að fá viðurkenningu almennings á því að ferðamannaþjónusta sé sjálfs- tæð atvinnugrein. Að auka skiln- ing hins íslenska ríkisborgara á því að fjölgun ferðamanna væri sé hinu góða og að hún skapi tekj- ur, umtalsverðar tekjur í í þjóð- arbúið. Þó ekki væri nema af því einu þá sé rétt fyrir okkur að vera jákvæðir gagnvart ferðamönnum sem hingað vilja koma. 30% af sjávarvöruútflutningi Hversu stór atvinnugrein er þetta? Er hægt að lýsa því í ein- földu máli? Ferðaþjónustan sem ein heildar atvinnugrein er að verða einn af helstu atvinnuvegum þjóðarinnar. Þótt við séum langt fyrir aftan sjávarútveg og iðnað erum við komnir langt með að hlaupa uppi bændur. En fjöldi ársstarfa sem hér er lagður til grundvallar, er ekki raunhæf við- miðun, heldur arðsemi og mikil- vægi í heildarafkomu þjóðarbús- ins. Þar má nefna að gjaldeyris- tekjur ferðaþjónustu okkar í heild eru um 30% af heildar sjá- varvöruútflutningi landsmanna. Ný áætlun um ferjusamgöngur Hvar er uppbyggingin helst ferðamálunum í dag? Það sem við vorum að tala um hérna áðan þ.e. hvernig þetta hefði nú verið fyrir tuttugu árum, það er enn að breytast. Það verð- ur alltaf þannig alla tíð að ferða- þjónustan breytist með nýjum kröfum fólks. Hún fær á sig nýjar hliðar því þetta er fyrst og fremst þjónsuta við mannfólkið. Til að standast nýjar kröfur verður ferðaþjónustan alltaf að vera í síf- elldri endurskoðun. Kannski mest áberandi er ann- ars vegar hvað varðar frumþætti í þessari þjónustu sem eru hótel- rekstur, veitingaþjónusta og samgöngur, að þar er núna og er fyrirsjáanleg mikil uppbygging bæði í þéttbýlinu og úti um allt land. Hótelum er að fjölga mikið og fjölbreytni í gistiaðstöðu og veitingastöðum er miklu meiri nú. Samgöngunetið í landinu er sífellt að tengjast betur saman á landi og í lofti. Og síðast en ekki síst liggur nú fyrir nýtt skipulag og áætlun um uppbyggingu ferju- samgangna í landinu sem á eftir að hafa geysileg áhrif á ferða- möguleika hérlendis. íslendingar hafa til skamms tíma verið aftar- lega á merinni með slíkar sam- göngur og mættu þeir þar ýmis- legt læra af frændum okkar í Fær- eyjum. Það er rétt að gera miklu betur í þessum efnum og stytta ferðir fyrir djúpa og langa firði. Fíngerða þjónustan eykst Fyrir utan þessa frumþætti þá má nefna það sem hefur verið mjög áberandi nú á síðustu árum, hvað þjónustunetið er að þéttast mikið. Það eru að koma inn alls konar fíngerðir þjónustuþættir sem enginn hefði látið sig dreyma um fyrir fimm til átta árum. En auknar kröfur og aukin ferða- þjónusta sér til þess að þetta leiðir hvað af öðru. Til þess að nefna nokkur dæmi, þá vil ég nefna þetta klassíska sem við höf- um nú búið við í nokkur ár og jafnvel áratugi en er miklu meiri kraftur í núna, t.d. hestaleigur, alls kyns ferðir með fólk upp á jökla, bátsferðir út á vötn og út fyrir nes og inní víkur. Nú það nýjasta er að fara á flekum og prömmum niður jökulárnar. Ég vil auðvitað leggja áherslu á að þar verði farið varlega. Þó að alltaf sé gaman að prófa eitthvað nýtt og bjóða nýja möguleika fyrir ferðafólk þá verðum við að gæta okkar þarna. Nú, það má kannski nefna líka sem er mjög að aukast og hefur ekki verið mikið af áður en það eru vetrarferðir. Fyrir um það bil tíu árum skipulögðum við hér hjá Ferðaskrifstofu ríkisins slíkar vetrarferðir á gönguskíðum og jafnvel á snjósleðum. Við rákum slíkar ferðir að ég held í 4-5 vetur en höfum ekki verið með neitt slíkt 2-3 ár og aðrir komið þar inn í staðinn. Þetta er alveg dæmigert fyrir nýja þætti í ferðamennsk- unni að oft er erfitt að festa rætur. Framsýni og djörfung Veturinn er langur og strang- ur, það er hið fornkveðna. En ef við lítum á það sem snýr að nú- tímanum og veruleikanum, tækni og vísindum þá hefur veturinn gjörbreyst. Það sem hefur haft mest áhrif nú í seinni tíð er að vetur hafa nú um nokkurra ára skeið verið einmuna mildir. Þetta endurspeglast svo í tölum er- lendra ferðamanna sem koma til landsins í ár, því fjölgun þeirra fyrstu fimm mánuði ársins er áberandi. Það er með ólíkindum hvað aukningin hefur verið mikil og þetta hefur ekki alveg gerst af sjálfu sér. Á undanförnum árum hafa verið að koma upp hér þttir sem geta þjónað þessu fólki að vetri til. Vetraríþróttir eru í vax- andi mæli að kalla á erlenda ferðamenn hingað. íslendingar eru enn fremur miklu meira á ferðinni á veturna en áður og það sést ef til vill best á því að menn eru farnir að keyra upp á hæstu toppa Vatnajökuls í febrúar og mars líkt og niður Laugaveginn. Þetta sýnir hvað hlutirnir breýtast hratt. Ég vil sérstaklega geta þeirrar framsýni og djörfungar sem Jöklarannsóknafélagið sýndi með þ ví að leggj a hitaveitu í sælu- húsið efst á Vatnajökli. Slík framsýni á eftir að draga margt annað á eftir sér í þessum málum. Þetta kannski sannar fyrir fólki það sem ég hef oft verið reyna að segja og reyndar fleiri og margir eru nú orðnir hálfleiðir á. En það er að rétt fyrir 1970 eða fyrir rúm- um 15 árum var það almenn skoðun fólks og flestir voru sannfærðir um, að vötnin undir Vatnajökli væri ekki hægt að brúa. Orfáum árum seinna fannst öllum sjálfsagt að keyra þarna um og þá var þetta gleymt. Hin aldagamla trú um óbrúanlegu vötnin var að engu orðin, hún hafði horfið á einni nóttu Svona miðaldafordómar eru enn í fari okkar íslendinga hvað varðar hálendið. Stór hluti þjóð- arinnar trúir því enn qþ hálendi landsins sé óbyggilegt. Þetta er mesti miskilningur. En við vorum að tala um ferða- mennskuna og þróunina síðustu árin. Þó að margt sé ennþá ógert í okkar ferðaþjónustu þá er þróun- in jákvæð og framfarirnar eru áþreifanlegri en oft áður. Ég held að við séum á réttri leið. Við verðum að halda vöku okkar fyrir allri uppbyggingu ferðaþjónsutu í framtíðinni gagnvart landi okkar og þjóð og ekki hvað síst gang- vart íslenskri náttúru og varð- veitingu hennar. Vor- og haust- ráðstefnur Ef við snúum okkur að ferða- mönnunum sjálfum Kjartan. Samkvæmt nýjustu tölum eru frændur okkar áhugasamari um að heimsækja okkur en áður. Hvernig stendur á því? Já, þetta kemur fram í júní- tölunum yfir erlenda ferðamenn það er rétt. Þetta kemur mér hins vegar ekkert á óvart. Skýringin er sú að í júní eru haldnar hér fleiri norrænar ráðstefnur en áður. Ég man t.d. eftir rúmlega 800 hundr- að manna læknaþingi og þarna komum við að einum mjög mikil- vægum punkti en það er ráðstefnuhaldið Allt tekur þetta nokkurn tíma að byggja upp. Fljótlega upp úr 1970 voru komnar hingað nokk- uð stórar ráðstefnur. Ég man eftir 6-700 manna Baháii- ráðstefnu og 1300 manna lög- fræðingaþingi. Á síðasta áratug höfum við verið með fjölda ráð- stefna en þær duttu flestar yfir okkur um hásumarið og þar með mesta ferðamannatímann. Nú er það hins vegar að gerast að okkur er að takast að færa ráðstefnu- haldið í jaðartímann fram á vorið og aftur á haustið. Þetta er að takast hjá okkur og ég vona að Hreyfill býður saetaferðir til Keflavíkur Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíl. Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Við vekjum þig með hressilegri símhringingu, óskir þú þess. 68 55 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.