Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.07.1987, Blaðsíða 8
FERÐABLAÐ Lækjargötu 8. Sími 71562 Siglufirði Pylsur - gos sælgæti - tóbak. 2 billiardborð. Opið frá kl. 13-23.30 alla daga Veitingastofan Lækjargötu 2 Siglufirði Kjúklingabitar - samlokur hamborgarar - pítur kaffi - kókó og heimabakaðar kökur. Allur venjulegur sjoppuvarningur. Veitingastofan er opin alla daga frá kl. 8.30-22.00. Sími 71919 Hótel Örk í Hveragerði er vitni um stórhuga framkvæmdir í ferðaþjónustumál- um. / ferðaþjónustu Bjarni Sigtryggsson: Við höfum dæmi um slíka uppbyggingu í ferðaþjónustu hér á síðustu árum Sú þróun sem er augljós í ferðaþjónustu sem og annarri afþreyingarþjónsutu erlendis og á eflaust engu að síður við hérer það sem kalla mætti: 1 + 1=3, segir Bjarní Sigtryggs- son aðstoðarhótelstjóri Hótel Sögu í grein í nýjasta hefti Bóndans. Með þessu er átt við að þjón- ustuframboð af einhverju tagi njóti góðs af því að vera í ná- grenni við annað boð, sem upp- fylli það að einhverju leyti, jafnvel þótt það kunni að vera í samkeppni. Þetta byggist á því að neytend- ur laðast að þessum stöðum þar sem þeir hafa úr einhverju að velja, helst miklu. Nafngiftin 1 + i = 3 er til komin af því, að samanlagður árangur tveggja staða sem keppa innbyrðis getur á þennan hátt orðið meiri, en ef hvor væri á sínum stað, einangr- aður. Þetta helgast af því að sam- keppnisstaða þessara staða hefur breyst gangvart öðrum tilboðum á markaði. Til nánari skýringar má nefna þá þróun sem hefur orðið í smá- söluverslun, þar sem mest aukning er í stórverslunum eða verlunarsamstæðum, þar sem fleiri en ein verslun er. Þetta er vegna þess að neytandinn vill fá að velja og þá er ráðið að stýra honum inn á þann farveg að hann geti valið, en innan þess ramma, sem við markaðsmenn höfum fyrirfram skapað. Þetta er hið sama og sagt var um Henry heitinn Ford, að hann hefði boð- ið kaupendum upp á T- módelið í hvaða lit sem menn vildu, svo lengi sem það væri svart. Til að flýta fyrir þessari þróun gæti það hugsanlega orðið eðli- legt forgangsverkefni þeirra ferð- amálasamtaka sem nú eru að vaxa úr grasi, að koma á sam- vinnu nálægra aðila um vöruþró- un að það sem kalla má „samkeppnis- samstarf". Slíkt samstarf er eitthvert vanda- samast verkefni sem ráðist er í vegna þess einfaldlega að algengt er að menn skilgreini hugtakið samkeppni alrangt. Menn líta of oft á búðina hinu megin við götu- na sem helsta keppinautinn. Svo er þó ekki alltaf. Tökum sem dæmi Hótel Sel- foss og Hótel Örk. Tvö ný hótel í nálægð hvors annars. Þau keppa um þjónustu og matseðil, jafnvel um gæði herbergja eða önnur einstök atriði, en þau styðja hvort annað að því leyti að þau draga athygli ferðalanga að hé- raðinu og þau bæta hvort við gist- irými annars. Þegar þessi staða kemur upp er þörf á samkeppnis- samstarfi. Það er að segja sam- keppnu varðandi einstaka þætti þjónustunnar, en samstarf um stefnumótun. Á máli herfræðinn- ar væri þetta kallað sameiginleg „strategía" en samkeppni um „taktík“. Félagsheimilið á Selfossi: Þar er rekið Hótel Selfoss sem er líkt og Hótel Örk rekið af stórhug. Þessi tvö stóru hótel með svo stuttri vegalengd á milli skapa grundvöll fyrir ýmsa aðra starfsemi í ferðaþjónustumálum í hóraðinu I kring. Mynd: Rúnar Armann Arthursson. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.