Þjóðviljinn - 28.07.1987, Page 9
FERÐABLAÐ
Hættulegustu vegir 1986
Vegagerð ríkisins:
Ávegum næst
þéttbýli með
bundnuslitlagi
verðaflest
umferðarslys.
1046 slys skráð af
lögreglu á
þjóðvegum
landsinsásíðasta
ári
Hafnarfjarðarvegurinn er
hættulegasti þjóðvegur lands-
ins. Á þessum eina vegi urðu
134 slys eða um 13% allra
slysa og óhappa sem gerð var
skýrsla um árið 1986.40% allra
slysa á þjóðvegum landsins
verður er bíl er ekið útaf vegi
og 56% meiðsla verða við útaf-
akstur.
Komin er út skýrsla frá Vega-
gerðinni um umferðarslys 1986. í
skýrslunni er getið um öll þau
umferðarslys sem gerðar voru
lögregluskýrslur um. Alls bárust
upplýsingar um 1046 slys. í um
22% tilfella urðu meiðsl á fólki og
þar af hlaust af dauði í 10 skipti.
Hættulegustu vegir á landinu
eru Hafnarfjarðarvegar, Reykja-
nesbraut, Krísuvíkurvegur,
Ólafsvíkurvegur, Snæfellsne-
svegur og Norðfjarðarvegur. All-
ir þessir vegir eru með hærri
slysatíðni en landsmeðaltal síð-
ustu 5 árin.
Langflest slysin verða þar sem
yfirborð vegarins er fast, þurrt og
slétt. Á vegum með bundnu slit-
lagi verða því flest slysin enda
umferð þar meiri og hraðari en á
malarvegum.
Þegar skoðað er eðli umferð-
arslysanna á þjóðvegum landsins
kemur í ljós að 40% þeirra eru
vegna útafaksturs, 19% vegna
aftanákeyrslu og í 18% tilfella er
ekið inn í hlið bifreiðar. Meira en
helmingur allra slysa með
meiðslum verður í útafakstri.
Sérstaka athygli vekur hversu
mikill fjöldi allra slysa er útaf-
akstur. Gera má ráð fyrir að
verulegur fjöldi slíkra óhappa sé
ekki tilkynntur lögreglu og því
ekki meðtalinn. Slysum vegna
útafaksturs fjölgar mest á milli
ára.
Flest slysin verða í dagsbirtu
eða 62%, í myrkri 22% og í
rökkri verða 9% slysanna. Ef
slysin eru flokkuð eftir veðurfari
kemur í ljós að flest slys eru í
skýjuðu veðri eða 48%, í sól
22%, í rigningu 10%, í þoku 2%
og í snjókomu um 5% allra slysa.
Að lokum má týna til eftirfar-
andi 10 vegarkafla sem sýna ein-
na versta útkomu varðandi um-
ferðarslys á árin 1986: Suður-
landsvegur - frá Þrúðuvangi til
Þykkvabæjarvegar; Búlandsveg-
ur - frá Suðurlandsvegi til Bú-
lands; Ásvegur - frá Þykkvabæ-
jarvegi að Húnakoti; Vesturl-
andsvegur - frá Höfðabakka til
Úlfarsárvegar; Reykjanesbraut -
frá Sjávargötu að Hafnargötu;
Hafnarfjarðarvegur - frá Kópa-
vogslæk að Reykjanesbraut;
Haukadalsvegur - frá Vestfjarð-
arvegi að Smyrlahól og Norð-
austurvegur - frá Raufarhöfn til
Sveinungsvíkur.
-GíS
næst þegar þú ferðast innanlands
Tíminn er takmörkuð auðlind. Flugið sparar
tíma og þar með peninga.
Flugleiðir og samstarfsaðilar í lofti og á láði
tengja yfir 40 þéttbýliskjarna innbyrðis
og við Reykjavík.
Með þaulskipulagðri og nákvæmri áætlun
leggjum við okkur fram um að farþegum okkar
nýtist tíminn vel.
Þannig tekur ferð landshorna á milli
aðeins stutta stund efþú hugsar hátt.
FLUOLEIDIR
Snæfellsnes
Meira bundið
slitlag
Innan skamms verður komið bundið slitlag á 20 km
samfelldan kafla frá Hítará að Núpá
Þeir fjölmörgu ferðalangar fólkiþyrniríaugum,enþótthægt
sem leggja leið sína vestur á
Snæfellsnes verða þar varir
við vegavinnumenn, sem nú
eru í óða önn að leggja bundið
slitlag á all langa vegarkafla á
sunnanverðu Snæfelisnesi,
þrátt fyrir verulegar skerðing-
ar á fjárveitingum til nýfram-
kvæmda hjá Vegagerðinni.
Vondir vegir á Snæfellsnesi
hafa verið mörgu ferðaglöðu
gangi er smám saman verið að
lengja þá kafla sem lagðir eru
bundnu slitlagi. Þannig má gera
ráð fyrir að innan skamms verði
komið bundið slitlag á 20 km
langan kafla frá Hítará að Núpá.
Astand vega á Snæfellsnesi er
nokkuð gott um þessar mundir,
enda þótt þar séu sem fyrr veg-
arkaflar sem bæði eru blikkbelj-
um og knöpum þeirra til ama.