Þjóðviljinn - 28.07.1987, Side 18
FERÐABLAÐ
Farfuglar
Byggt á bjartsýni og
ódrepandi áhuga
Farfuglar byggðu
Farfuglaheimiliðvið
Sundlaugaveg að
miklu leyti í
sjálfboðavinnu.
Hefurveriðnánast
fulltaf ungum
erlendumfarfuglum
fráopnun
Porsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri Farfuglaheimilisins: Farfuglar eru stöðugt á ferðinni, það er engin leið að stoppa þá. Mynd Ari.
Þetta hús byggðist að hálfu
á bjartsýni og ódrepandi
áhuga félagsmanna. Mér telst
til að félagsmenn hafi unnið
um 15,000 ólaunaðar vinnu-
stundir meðan á byggingu
hússins stóð, enda hefði þetta
aldrei gengið öðruvísi, segir
Þorsteinn Magnússon farfugl
og framkvæmdastjóri Far-
fuglaheimiiisins nýja við
Sundlaugaveg í samtali við
Þjóðviljann.
Farfuglaheimilið við Sund-
laugaveg er eitt tæplega tuttugu
slíkra gistiheimila sem rekin eru
um land allt, þar sem farfuglum
og öðrum ferðalöngum býðst
ódýr gisting.
Farfugladeild Reykjavíkur,
sem er aðili að Bandalagi ís-
lenskra farfugla, réðst í byggingu
heimilisins við Sundlaugaveg árið
1981. Vigdís Finnbogadóttir tók
fyrstu skóflustunguna í septemb-
er það ár, en starfsemin hófst í
húsinu í fyrrasumar.
Fullt frá opnun
„Við höfum rekið farfugla-
heimili við Laufásveg síðan árið
1960, en það var fyrir löngu orðið
allt of lítið. Við getum tekið á
móti 90 gestum í rúm í nýja hús-
inu og það má segja að það hafi
verið nánast fullt frá því við opn-
uðum í vor.
Mest er þarna um að ræða unga
erlenda farfugla, en íslendingar
hafa ekki notfært sér þessi heimili
hér í Reykjavík svo nokkru nemi.
Bretar, Þjóðverjar, Bandaríkja-
menn og Frakkar hafa verið mest
áberandi meðal gestanna, en
Norðurlandabúar hafa verið að
koma í síauknum mæli og hafa
aldrei verið fleiri en einmitt nú í
ár, hvernig sem á því stendur.
Júnímánuður hefur yfirleitt verið
þeirra mánuður, en nú er ekkert
lát á straumnum.
Félagar í Bandalagi íslenskra
farfugia eru um það bil 2000 úti
um land allt og heimilið hér við
Sundlaugaveg er meðal tæplega
20 annarra á lslandi. Það er talið
að farfuglaheimili á Norðurlönd-
unum öllum séu 500-600, en 5-6
þúsund í heiminum öilum.
íslenskir farfuglar eru aðilar að
Alþjóða farfuglahreyfingunni,
International Youth Hostel Fe-
deration, en aðilar að hreyfing-
unni eru frá tæplega 60 löndum
um heim allan. Alþjóðlegt sam-
starf félaganna er talsvert mikið
og við vinnum til að mynda eftir
samræmdum reglum I.Y.H.F.
um rekstur farfuglaheimila."
Upphafið í MR
„Hugmyndin að stofnun far-
fuglahreyfingarinnar fæddist hjá
þýskum barnakennara. Hann
fann fyrir því eitt sinn þegar hann
fór með börnin í náttúru-
skoðunarferð, að það var ekki
völ á ódýrri og hentugri gistingu
fyrir hópinn. Upp frá því fór hann
að leiða hugann að því sem nú er
orðið að fjölmennum alþjóða-
samtökum.
Hér á íslandi stofnuðu farfugl-
ar með sér samtök árið 1939. Það
voru aðailega nemendur og
kennarar í MR sem höfðu for-
göngu um það, en síðar breiddist
þetta út til annarra skóla og
víðar.
Farfuglar eru ferðaglatt fólk
sem vill ferðast ódýrt og starf
okkar felst aðallega í alls kyns
ferðalögum, bæði innan lands og
utan. Auk þess er unnið ýmislegt
félagsstarf á veturna.
Vinnan við nýja farfugla-
heimilið kom að vísu svolítið nið-
ur á ferðalögum félaganna sem
að þessu unnu, en við erum að ná
okkur á strik að nýju.
Farfuglar eru alltaf meira og
minna á ferðinni, það er engin
leið að stoppa þá. Þetta er fólk
sem vill skoða sig um í heiminum,
en sólarlandaferðir eru ekki stór
hluti af þessum ferðalögum,"
sagði Þorsteinn, sem sjálfur hefur
gert víðreist um ævina, enda hef-
ur hann verið farfugl í 36 ár.
-«g
• Staöur
FERÐA-
FÓLK
Staðarskáli Hrútafirði
Ákjósanlegur áfangi hvort sem þér eruö á leiö
norður eöa aö norðan. Ef þér eruð á leiö aö sunnan
á Strandir þá athugiö aö viö erum 4 km frá vega-
mótum Noröurlandsvegar og Strandavegar viö
Hrútafjarðará.
★ Tjaldstæði
★ Bensínafgreiðsla
★ Gisting
★ Fjölbreyttar veitingar
Ferðamannaverslun
<&> y, ESSO og SHELL þjónusta
Það stansa flestir i Staðarskála
Opið alla daga frá 8 til 23,30
/ptMwm
Hrútafirói Sími 95-1150
Veitingar
og
ferðamannaverslun
opið alla daga frá kl. 9.00—23.30
VÖRUHÚS KÁ
MIÐSTÖÐ VIÐSKIPTANNA Á SUÐURLANDI OPIÐ: MÁNUD.- FIMMTUD. 09-17.30 FÖSTUD. 09-19 LAUGARD. 09-12