Þjóðviljinn - 28.07.1987, Side 19
FERÐABLAÐ
Mývatnssveit
Stöðugt unnið
að endurbótum
Flestir ganga vel um þótt innanum sé einn og einn svartur sauður.
Gosdósirnar hvimleiðar
Einn af eftirsóttustu ferða-
mannastöðum á íslandi er Mý-
vatnssveit og hefur svo verið
um langan aldur. Það er engin
tilviljun. Sveitin býr yfir sér-
kennilegri og stórbrotinni feg-
urð. Fer naumast hjá því að
hún hrífi flesta þá, sem sækja
hana heim. Og það er heldur
engin tilviljun að einmitt þar
orti Sigurður skáld á Arnar-
vatni þjóðsöng íslenskra
byggða, „Blessuð sértu
sveitin mín“.
Þegar aflað er frétta í ferðablað
verður ekki gengið fram hjá Mý-
vatnssveit. Því höfðum við sam-
band við landvörð þar og fyrir
svörum varð Æsa Hrólfsdóttir.
Hún er hagvön á þessum slóðum.
Þetta er þriðja sumarið sem hún
er landvörður þarna í sveitinni.
Æsa Hrólfsdóttir var fyrst að
því spurð hvort margt hefði verið
um manninn í Mývatnssveit í
sumar.
- Það hefur nú kannski ekki
verið eins mikið um ferðamenn
nú og við áttum von á en það
blekkir okkur e.t.v. að sumarið
kom svo snemma. Ferðamenn
áttuðu sig hinsvegar ekki á því,
sem ekki var nú von, og því byrj-
uðu þeir að láta sjá sig á svipuð-
um tíma og venjulega. Góðviðrið
varð nefnilega á undan gestun-
um. Ég hef nú ekki við höndina
nákvæma tölu yfir ferðamenn hér
það sem af er sumrinu en hygg þó
að hún sé svipuð því sem hún var
um þetta leyti í fyrra. En þá var
fjölgunin hinsvegar mjög mikil
frá árinu áður. Athygli vekur að
íslendingar eru óvenju stór hluti
af ferðamannahópnum í sumar.
- Gestirnir standa auðvitað
misjafnlega lengi við?
- Já, það er töluverður munur á
því. Sumir dvelja hér nokkurn
tíma, misjafnlega lengi þó að
sjálfsögðu, og búa þá í gistihús-
unum, hjólhýsum, tjöldum eða
hjá ferðaþjónustu bænda, en aðr-
ir bruna bara hér í gegn.
Eru það þá einkum útlendingar
sem fara hér um í rútubflum?
- Á þessu er allur gangur.
Tjaldstæði eru við Reykjahlíð,
Skútustaði og Eldá. Stöðugt er
unnið að umbótum á tjaldstæð-
unum. Hreinlætisaðstaða er
bætt, komið upp sturtum, þvotta-
húsi, þurrkhjalli. Við erum að
þekja ný landsvæði og stækka
þannig flatirnar, leiðum heitt
vatn á stæðin o.s.frv. Þannig er
aðstaðan alltaf að batna þótt ým-
islegt megi og þurfi enn að bæta.
Hér á það við sem annarsstaðar
að lengi getur gott batnað.
- Hvaða staði sækist fólk helst
eftir að skoða?
- Það eru einkum staðir eins og
Dimmuborgir, Stóragjá, Leir-
hnjúkur, Skútustaðagígar,
Námaskarð o.fl.
- Og hvað er svo að segja um
umgengni ferðafóiksins. Hnignar
henni, stendur hún í stað eða fer
hún batnandi?
- Ætli megi ekki segja að hún
sé dálítið misjöfn. Þú mátt koma
því að, að við séum mjög óánægð
með dósagosið. Sumum er gjarnt
að henda dósunum frá sér þar
sem þeir eru staddir. Við land-
verðir förum um sveitina á hverju
kvöldi til að tína saman og fjar-
lægja allskyns rusl. En hins er líka
skylt að geta að allur fjöldinn
gengur vel um þó að svartir
sauðir séu svona innan um.
- Hvernig er það með þessa
staði, sem fyrir mestum, - ja,
hvað skal segja - „átroðningi“
verða, láta þau ekki á sjá?
- Jú, sumir þeirra gera það nú,
eins og t.d. Dimmuborgir. Þar
eru slóðir komnar út um allt. Nú
er búið að merkja þarna ákveðn-
ar gönguleiðir og er það til mikil-
la bóta. Yfirleitt má segja að
flestir láti orðið sæmilega að
taumi. En um þetta þarf auðvitað
alltaf að vera á verði.
- Og hvernig hefur svo viðmót
veðursins verið í vor og sumar?
- Veðrið var ágætt í maí og
fyrstu dagana í júní. Síðan
breyttist það til hins verra, og
hefur ekki verið nógu hagstætt að
undanförnu. Þó er ekki hægt að
segja að það hafi verið kalt en
nokkuð úrfellasamt. -mhg
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
býður ferðafólk velkomið í þjónustustöðvar sínar
á fegurstu áningarstöðum landsins
PjOHUStWTlÍðstÖðÍHCL l Skaftafelli: Verslun - Yeitingar - Bensín, olíur o.fl.
Fagurholsmyri: Alhliða verslun - Bensín, olíur o.fl.
Nesjum: Alhliða verslun - Bensín, olíur o.fl.
Verið velkomin í Austur-Skaftafellssýslu
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
Höfn - Skaftafelli - Fagurhólsmýri - Nesjum