Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Enn um menningarstefnu Leiklistin er sem betur fer einhver öflugasti I gróöur í íslenskum menningargarði - ekki síst vegna þess að í okkar samfélagi er áhugi á eða afskiptaleysi um leikhús ekki jafn stéttbundið og víða annarsstaðar. Af gengi leiklistar má því margt ráða um menningarástand í landinu yfir- leitt og það heyrist betur til forvígismanna leikhúsa en margra annarra þegar rætt er um íslenska menningarstefnu eða skort á henni. í viðtali sem birtist um helgina við Hallmar Sigurðsson, sem nú er að taka við starfi leikhús- stjóra hjá Leikfélagi Reykjavíkur, er eins og vænta mátti vikið að þeirri menningarstefnu sem fram kemur í fjármálum leiklistar. Hallmar telur, að sú staðreynd að opinber niðurgreiðsla á aðgöngumiðaverði er hér miklu minni en í grannlöndum geri áhættuþáttinn í rekstri leikhúsa alltof stóran - um leið varar hann við því að áhættan sé alveg tekin frá leikhúsinu með of auðveldum fyrirgreiðslum: leikhússtjór- inn nýi biður m.ö.o. um nýtt jafnvægi. Hann minnist og á það, að nú hefur það færst mjög í vöxt að sterk fyrirtæki séu beðin að hlaupa undir bagga þegar tómahljóð heyrist í kassa menn- ingarstofnana. Það sé út af fyrir sig þakkarvert þegar vel er brugðist við slíkri málaleitan, en samt vilji hann ekki að fyrirtæki „taki við þeirri ábyrgð sem stjórnvöld eiga að hafa gagnvart listastofnunum þessa lands. Ég vil ekki eiga rekstrargrundvöll listfyrirtækja landsins undir afkomu atvinnufyrirtækjanna. Menningarstarf- semi er þessu þjóðfélagi miklu meira lífsakkeri en svo að hún eigi að vera háð stundarsveiflum atvinnurekstrar.“ Þetta er vitanlega ekki nema satt og rétt. Sú menningarstefna sem frjálshyggjan boðar og vísar þá á framlög fjársterkra einstaklinga og fyrirtækja ber alltof mikinn keim af happadrætti til að á sé að treysta. Því ekki er aðeins spurt um misgóða afkomu fyrirtækja (hvað þau eigi aflögu) — fyrirtæki, sem hefurt.a.m. haldið áfloti ákveðinni leikstarisemi getur skyndilega komist í hendur manna sem tíma ekki að sjá af grænum eyri til slíkra hluta. Hallmar Sigurðsson segir, að fyrrnefnd þróun gerist vegna þess, að „opinber menningar- stefna er ekki til“ og skorar á stjórnmálamenn í nafni þeirrar sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar sem alltaf stendur yfir, að þeir móti okkur menn- ingarstefnu. Og ekki nema sjálfsagt að taka undir þá kröfu eina ferðina enn. í raun hefur íslensk menningarstefna verið einna helst fólgin í því að afneita menningar- stefnu í nafni frelsisins: við megum ekki, segir þar, skipta okkur af því viðkvæma blómi. Reyndin er svo sú, að stjórnmálamenn setja sér ekki markmið (nema kannski að einn og einn vilji leggja nafn sitt við eitthvað mjög áþreifan- legt eins og tiltekna húsbyggingu til menningar- þarfa). Þeir bregðast barasta við þrýstingi sem að þeim kemur í missterkum bylgjum með þeim afleiðingum að flest er gert til hálfs eða verr og allir eru jafn óánægðir og ófullnægðir. Og í öðru lagi hafa stjórnmálamenn velflestir tilhneigingu til að láta menningarmál sæta afgangi þegar peningar eru merktir til brúks, líklega á þeirri vondu forsendu, að atkvæðamagnið sé annars- staðar. Ekki viljum við samt telja að allir eigi jafna sök. Stundum eru flokkar og foringjar að reyna að taka sig á í þessum efnum, eins og Alþýðu- bandalagið gerði í vor með því að halda ágæta og breiða ráðstefnu um tilvistarvanda menning- ar og með því að setja sér ákveðið markmið að því er varðar fjármál hennar. Og er brýnt að vinstrimenn haldi áfram með virka gagnrýni og hugmyndasmíði um menningarstefnu. Ekki mun vanþörf á, því - eins og segir í viðtalinu sem að ofan var vitnað til: „Það var ekki miklu púðri eytt í þennan málaflokk í málefnasamningi nýju ríkisstjórnarinnar". -ÁB. KLIPPT OG SKORID Kvikmyndaáhugamenn eru held- ur kampakátir þessa dagana, því að nú hafa nokkrir ungir og dug- miklir menn hafist handa við að gefa út íslenskt tímarit um kvik- myndir. Hið nýja tímarit heitir SJÓN- MÁL og er fyrsta tölublaðið ný- komið út, 84 síður á glanspappír og litprentað. Hér hafa áður komið út ýmis rit um kvikmyndir, en yfirleitt hafa þau átt tiltölulega skamma ævi. Með hliðsjón af fenginni reynslu á þessu sviði ættu aðstandendur SJÓNMÁLS þó að geta varast ýmiss konar mistök og byggt upp góðan og öruggan rekstur þessa nýja tímarits sem allir íslenskir áhugamenn um kvikmyndir hljóta svo sannarlega að óska langra lífdaga. Fjölbreytt efni Efni fýrsta tölublaðs SJÓN- MÁLS er mjög fjölbreytt. Þar er meðal annars sagt frá kvikmynd- inni „Platoon” eftir Oliver Stone og skrifað um jafnólíka rekkju- nauta í kvikmyndasögunni sem Kurosava, Kim Basinger, David Lynch, Eddie Murphy og Orson Welles. Þarna eru sagðar kvik- myndafréttir og birtir „videó- dómar”, fjallað um James Bond og velt vöngum yfir stöðu hand- ritahöfunda í kvikmyndum. Af innlendu efni má nefna grein um kvikmyndina Foxtrott, sem Frost-film er að gera um þessar mundir, og svo ágætt við- tal við Karl Júlíusson sem vakti mikla og verðskuldaða athygli fyrir búningagerð í kvikmyndum Hrafns Gunnlaugssonar „Hrafn- inn flýgur” og „Böðullinn og skækjan”. Það sem manni þykir ánægju- legast við íslenskt kvikmynda- tímarit er vitaskuld að það skuli vera skrifað fyrir íslendinga og þess vegna á íslensku þannig að þeir sem ekki geta lesið erlend mál sér að gagni geti nú farið að fylgjast með. Þess vegna þykir manni miður hversu mikið er um enskuslettur í tímaritinu og und- arlegt málfar. Dæmi: „Raunveruleikinn er einfaldlega ekki raunverulegur í kvikmynd - hann verður dull.” .„Dull” í þessu samhengi er vænt- anlega enskt orð sem merkir langdreginn, leiðinlegur. Þetta er úr viðtalinu við Karl Júlíusson. Þar kemur líka fyrir: „Þetta er sko full-size-movie!” sem höfundur viðtalsins hefði átt að ráða við að snara á íslensku. Einnig eru notuð ensku orðin „product”, „process” og „model” með íslenskri stafsetningu sem þó gerir þau vart skiljanlegri: pró- dúkt, prósess og módel. í sama viðtali er einnig látið flakka þetta ámátlega orðalag: „Ég vona að mér beri gæfa til að vinna við kvikmyndir áfram.” Málfar Nú er það svo að íslensk kvik- myndagerð er að nokkru leyti sprottin af þjóðræknislegum hvötum sem andóf við þeim er- lendu menningarstraumum, sem sýknt og heilagt leika um okkur, og virðast stundum vera að því komnir að færa í kaf allt sem heitir Jslenskt mál, íslensk menn- ing og íslenskt þjóðerni. Að sjálf- sögðu byggir íslensk kvikmynda- gerð á fleiri undirstöðum en þjóðrækninni einni, ekki síst þar sem innlend kvikmyndahefð er fátækleg og mestöll verkmenning og menntun er sótt til útlands. Af þeim sökum tala kvikmynda- gerðarmenn sín á milli undarlega djöflaþýsku og sletta alþjóð- legum orðum um hluti sem varða tæknileg atriði í starfi þeirra. En þetta er ekki til fyrirmyndar og blaðamenn sem um kvikmynda- gerð fjalla þurfa ekki að gangast upp í útlenskukotnu málfari. Af elskusemi við lesendur sína og ís- lenska tungu þurfa þeir að nenna að færa til betri vegar ýmislegt sem veltur upp úr viðmælendum þeirra, áður en það verður boð- legt lesmál. Það er ekki af illkvittni gert að þessi dæmi eru tekin um lítt hugs- að málfar í hinu nýja tímariti heldur til þess að benda aðstand- endum SJÓNMÁLS á að því fylgir töluverð ábyrgð að gefa út lesmál um myndmál þannig að allir séu einhverju bættari, les- endur, útgefendur og kvik- myndagerðin enda ætti það að vera auðvelt í framtíðinni að leggja aukna áherslu á betra mál- far. Og séu útlenskuslettur óum- flýjanlegar þá eru hæg heimtökin að merkja þær með gæsalöppum og gera tilraun til þýðingar innan sviga ef ekki vill betur. Fyrir framan eða aftan myndavél? Eins og fyrr segir er efni SJÓN-. MÁLS ákaflega fjölbreytt og af þessu fyrsta tölublaði er erfitt að ráða hvaða farveg þetta rit finnur sér. Það er of snemmt að spá um hvar áherslan lendir: Á tísku- kvikmyndum, á listrænum kvik- myndum, á fólki í fréttum, á gagnrýni og umsögnum, fyrir framan eða aftan myndavélina? Kannski er grundvallarspurn- ingin hvort blaðið lendir fyrir framan eða aftan myndavélina. Nú um stundir er kvikmyndagerð mjög í tísku hér á landi og maður hefur séð í mörgum dagblöðum lærðar útlistanir blaðamanna á því hversu umfangsmikil kvik- myndagerðin sé og hversu margir aðilar vinni að hverri mynd og í hverju störf hvers og eins séu fólgin allt frá því að slá saman klapptré yfir í að hita kaffi handa leikurum. Sjálfsagt hafa þessi skrif eitthvert upplýsingagildi, en stundum vilja þau þó bera keim af þeirri leiðinlegu áráttu fjöl- miðlafólks að fjalla af mestri gleði um annað fjölmiðlafólk. Starf kvikmyndagerðarfólk er að mörgu leyti skemmtilegt og áhugavert fyrir fólk í öðrum starfsgreinum, en áhugaverðast er þó ævinlega að sjá árangur og afrakstur starfsins, sem sé sjálf kvikmyndaverkin. Ekki svo að skilja að umfjöllun um kvik- myndahöfunda sé út í bláinn, því að ef sæmilega tekst til verður hún til að auka og auðvelda skiln- ing á verkum þeirra og varpar jafnvel á þau nýju ljósi. En skrif, jafnvel þótt þau séu sprottin af hrifningu og einlægri aðdáun, um ARRI BL 3 sé 40 kg á þyngd og að umhverfishljóð séu sett inn á hljóðrás eftir á, gera lítið til að auka skilning á kvikmynda- gerðinni og beina athyglinni að hégómlegum aukaatriðum aftan við myndavélina, þegar það sem skiptir máli gerist fyrir framan hana: Hvað er verið að filma? Fyrir hvern? Og hvers vegna? En lífvænlegt kvikmyndarit þarf sjálfsagt að vera hugvits- samleg blanda af hégóma og al- vöru og vonar.di tekst aðstand- endum SJÓNMÁLS að hræra saman bragðgott og hressandi hanastél handa íslenskum kvik- myndaáhugamönnum í framtíð- inni. Og hafa þá væntanlega í huga orð fornkappans James Bond, sem vill hafa sín hanastél „hrærð en ekki hrist”. -Þráinn þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritatjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ólafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmda8tjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlf8tofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: UnnurÁgústsdóttir, OlgaClausen, GuðmundaKrist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, SigríðurKristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelftslu- og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiftsla: Bára Sigurðardóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Ipnhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÖlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, sfmi 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:60kr. Áskrlftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 11. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.