Þjóðviljinn - 11.08.1987, Blaðsíða 9
ítalskir kommúnistar á útifundi.
eitt að segja um góðan ásetning
flokksins í hinum ýmsu málefn-
um, en hins vegar muni árangur
aldrei nást nema flokkurinn nái
að skapa vitund og skilning með-
al fjöldans á því nýja ófrelsi sem
nútíma kapítalismi hafi innleitt
og felist í tvístrun einstaklingsvit-
undarinnar og upplausn hinnar
pólitísku heildarsýnar að undir-
lagi fjölþjóðlegrar valdasam-
steypu auðmagnsins.
Tómt mál sé líka að tala um
„þriðju leiðina" er yfirstígi til-
raunir jafnaðarmanna með vel-
ferðarþjóðféiagið án þess að taka
upp alræðisstjórnarfar Austur-
Evrópuríkjanna nema tekið sé
mið af slíkri heildargagnrýni.
Að þessu sögðu lýsti Ingrao því
yfir að hann gæti ekki greitt fram-
söguerindi formannsins atkvæði
sitt og að hann teldi jafnframt alla
viðleitni kommúnistaflokksins til
samstarfs við sósíalista eða aðra
flokka dæmda til að mistakast
nema tekið væri á þessum grund-
vallaratriðum.
leitt til þess að ímynd hans er orð-
in óljósari í augum fjöldans.
Flokkurinn hefur að vísu hvít-
þvegið sig svo af þeirri grímu stal-
ínískrar alræðishyggju, sem ands-
tæðingarnir hafa reynt að sverta
hann meö og nota sem tylliást-
æðu fyrir útilokun flokksins frá
stjórnaraðild, þannig að þessi
gríma er ekki brúkleg lengur fyrir
andstæðingana sem tylliástæða.
En um leið kemur að því að
flokksmenn þurfa að spyrja sjálfa
sig þessarar spurningar: úr því að
ég er ekki Stalín, eins og ands-
tæðingarnir hafa haldið fram,
hver er ég þá?
Óljós sjálfsímynd
Svarið liggur í stefnuskrá
flokksins, segir Natta. Og hann
gerir í löngu rnáli grein fyrir
stefnu flokksins í hinum ýmsu
málum. Oftast er þar farið al-
mennum orðum um hlutina, án
þess að fara út í smáatriði. Margt
er þar fallegt og vel hugsað, en þó
held ég að mörgurn fari eins og
mér, að svarið við fyrrgreindri
spurningu er jafnvel ennþá fjar-
lægara eftir þann lestur. Og það
verður freistandi að taka undir
þau gagnrýnisorð Pietro Ingrao,
hins gamla leiðtoga vinstri-
armsins í flokknum, sem segir að
stefnuskráin sé jafn óljós og raun
ber vitni vegna þess að flokkur-
inn hafi ekki náð að greina þá
breytingu sem orðið hefur á kap-
ítalismanum á síðustu árum. Og
að þessi skortur á greiningu feli í
sér að flokkurinn hafi ekki áttað
sig á hvar skóinn kreppir í þjóðfé-
laginu, hvar átakapunktarnir
liggi í baráttunni fyrir frelsi
ntannsins og möguleikum til þess
að nýta sköpunargáfu sína og
bæta umhverfi sitt.
Þversögn ósigursins
En áður en út í þessa gagnrýni
er farið er rétt að huga að nokkr-
um mikilvægum atriðum í stefnu-
ræðu formannsins.
í fyrsta lagi bendir hann á þá
þversögn að þótt flokkurinn og
hugmyndir hans um „lýðræðis-
legan valkost" hafi ekki fengið
brautargengi hjá kjósendum í
kosningunum í 14. júní sl., þá feli
úrslitin engu að síður í sér að
kommúnistar standa nú nær því
að rjúfa einangrun sína í ítölskum
stjórnmálum en nokkru sinni
fyrr. Fimmflokkastjórnin sé liðin
undir lok sem pólitískt bandalag
er byggi á fyrirframútilokun
kommúnista. Hin nýja stjórn Gi-
ovanni Goria er að vísu mynduð
af sömu fimm flokkum og ríkt
hafa undanfarin 4 ár, en grund-
völlur hennar er ekki pólitískt
bandalag eins og áður, heldur
stjórnarsáttmáli, og bæði sósíal-
istar og kaþólskir ræða nú tiltölu-
lega opinskátt um mögulegt sam-
starf við kommúnista ef upp úr
stjórnarsamstarfinu slitnar.
Kosningarnar fela semsagt í sér
að í stað tveggja meginpóla í ít-
ölskunt stjórnmálum eru pólarnir
nú orðnir þrír, og kommúnistar
eru ekki lengur sú hreina mey að
hún geti ekki leyft sér að stíga í
vænginn við báða mótherjana ef
því er að skipta, þótt sósíalista-
flokkurinn sé nú sem stendur
hinn eftirsótti biðill.
Utanríkismál
I öðru lagi bendir Natta rétti-
lega á að utanríkisstefna flokks-
ins þurfi ekki endilega að koma í
veg fyrir samstarf við aðra
flokka.
Þau meginatriði sem flokkur-
inn leggur áherslu á eru, að þrýst
verði á að árangur náist í afvopn-
unarviðræðunum, einnig að því
marki að ítalir geti losnað við
stýriflaugarnar í Comiso á Sikii-
ey. En svo er að skilja að brott-
flutningur þeirra sé í augum
flokksins samningsatriði við So-
vétmenn. í þessu sambandi eru
þeir andvígir því að staðið verði
fast á að halda í gömlu Pershing-
flaugarnar í V-Þýskalandi.
Deiiurnar fyrir botni Miðjarð-
arhafsins eru ofarlega á blaði, og
þar vill flokkurinn alþjóðlega
ráðstefnu um frið.
Vaxandi ójöfnuður í sam-
skiptum Suðurs og Norðurs er
flokknum áhyggjuefni, og flokk-
urinn vill að Ttalía og Evrópu-
bandalagið taki sjálfstætt frum-
kvæði er miði að nýjum viðskipt-
areglum þessara heimshluta, þar
sem fyrsta verkefnið sé að
leiðrétta þann skuldabagga sem
hái nú öllum framförum í þriðja
heiminum. Flokkurinn vill halda
fast við þau markmið að Evrópu-
bandalagið verði einn og opinn
markaður árið 1992. Hann vill að
Ítalía vinni að því að tryggja sjálf-
stæði Nicaragua og að Sovétríkin
yfirgefi Afghanistan. Flokkurinn
varar við vaxandi hernaðaríhlut-
un Bandaríkjanna eða annarra í
Persaflóa, en vill að þrýst verði á
friðsamlega lausn í anda sam-
þykktar Sameinuðu þjóðanna.
Flokkurinn lýsir sig hlynntan
kjarnorkuvopnalausum svæðum
í Evrópu.
í ræðunni er hvergi minnst á
flotastöðvar Bandaríkjanna á ít-
alíu, né heldur aðildina að
NATO, en það var liður í hinni
auknu „Evrópuhyggju" flokksins
að samþykkja aðildina að NATO
um leið og flokkurinn lagði
áherslu á aukið frumkvæði Ítalíu
og Evrópu innan bandalagsins.
Efnahagsmálin
Hvað varðar efnahagsmálin þá
segir Natta að hin efnahagslega
uppsveifla sem fylgt hafi í kjölfar
Iækkandi markaðsverðs á olíu og
hráefnum sé búin að ná sínu há-
marki og að nú fari að halla
undan fæti. Án þess að eiga bein
svör við því hvernig forðast eigi
endurtekningu þess vítahrings
sem felist í takmörkun peninga-
ÓLAFUR
GÍSLASON
m
magns, vaxtahækkun, fram-
leiðslustöðnun og auknu atvinnu-
leysi, eins og gerðist í síðustu
kreppu, þá bendir hann á að leið
núverandi ríkisstjórnar sé sú
versta mögulega: að láta reika á
reiðanum.
Natta segir að stærsti efnahags-
vandi ítala felist í ójöfnuðinum á
milli norður- og suðurhluta
landsins, og að með sama áfram-
haldi megi búast við að atvinnu-
leysið á S-Ítalíu fari upp í 25% á
meðan það verði um 6% í
norðurhlutanum. Við þessu eigi
að bregðast með auknum fjár-
festingum ríkisins.
í almennum orðum segir Natta
að flokkurinn leiti samstarfs um
lausn efnahagsvandans við öfl
sem standi utan hinnar hefð-
bundnu verkalýðsstéttar. Verka-
lýðsstéttin er ekki miðpunktur
alls, segir hann, en án hennar er
heldur ekki hægt að takast á við
vandamálin og skapa samstöðu
með ungu atvinnuleysingjunum,
tæknistéttunum og mennta-
mönnunum og þeim framkvæmd-
aaðilum sem þurfa bætt umhverfi
til vaxtar.
Engar rósrauðar
hillingar
Mörg önnur þjóðþrifamál eru
reifuð í ræðu formannsins.
Flokkurinn lýsir sig andvígan á-
framhaldandi uppbyggingu
kjarnorkuvera án þess að hafa á
reiðum höndum lausn á orku-
vandamálinu, flokkurinn leggur
áherslu á jafnrétti kynjanna, urn-
hverfismál o.s.frv. Það sem hins
vegar skortir er heildstæð fram-
tíðarsýn, að minnsta kosti ef bor-
ið er saman við þá rósrauðu hill-
ingu hinnar sósíalísku byltingar
sem eitt sinn var kommúnista-
flokkum Evrópu að leiðarljósi.
Gagnrýni
frá vinstri
Eins og gefur að skilja urðu líf-
legar umræður á miðstjórnar-
fundinum um ræðu formannsins.
Nokkuð bar þar á svartsýni.
Urðu meðal annars ýmsir til þess
aö benda á að menningarleg áhrif
flokksins færu þverrandi, jafnvel
svo að lægi við hruni. Aðrir
kvörtuðu undan innri deilum og
vöntun á sjálfsímynd, en ákveðn-
ust gagnrýni á formanninn kom
eins og áöur er getið frá Pietro
Ingrao, hinum gamalgróna leið-
toga vinstri arntsins í flokknum.
Ingrao segir að flokkurinn hafi
ekki áttað sig á þeirri nýju gerð
yfirdrottnunar sem hafi grafið um
sig á alþjóðavettvangi jafnt sem
innanlands og hafi á bak við sig
samsteypu fjármagnseigenda og
iðjuhölda, en hasli sér í æ ríkari
mæli völl á sviði þekkingar, þjón-
ustu, í opinberum stofnunum og
meðal þeirra afla sem séu ráðandi
um mótun tísku og lífsmáta. Ing-
rao segir að þessi nýja yfirdrottn-
un komi ekki bara niður á gæðum
og afköstum framleiðsluferlisins,
heldur snerti hún frelsi mannsins,
möguleika hans til þekkingar og
skapandi starfs, afstöðu hans til
starfsins og umhverfisins, og
þessi nýja yfirdrottnun, segir
hann, hefur haft í för með sér
grundvallarbreytingar á þjóðfé-
laginu.
Ingrao segir að skilningsleysi
flokksins á þessu nýja formi yfir-
drottnunar og firringar hafi vald-
ið því að hann hafi dregið það of
lengi að taka afstöðu til kjarnork-
unnar, að hann hafi vanrækt frið-
arhreyfinguna og að hann hafi
ekki náð að skipuleggja eða bera
uppi fjöldahreyfingu um grund-
vallarréttinn til þekkingarinnar
og um leið fyrir styttingu vinnu-
tímans, en þessi atriði eru, segir
Ingrao, þau grundvallaratriði er
varða valdið og frelsið í okkar
þjóðfélagi. Athyglisvert er að
Ingrao nefnir ekki hina hefð-
bundnu launabaráttu í þessu
sambandi né heldur ágreining um
utanríkismál.
Nýtt ófrelsi
Ingrao segir jafnframt að til
þess að samhæfa þessa baráttu
þurfi flokkurinn að beita sér fyrir
víðtækum stjórnkerfisbreyting-
um. Hann hefur ekki nema gott
Flokksbrot
Pietro Ingrao myndar minni-
hluta í miðstjórn ítalska kom-
múnistaflokksins ásamt með
hinni skeleggu Luciönu Castel-
linu. Annað flokksbrot telst hæg-
ra megin við miðju, og leiðtogar
þess eru þeir Luciano Lama, fyrr-
verandi leiðtogi verkalýðssam-
bandsins CGIL og Giorgío Nap-
oletano, núverandi talsmaður
flokksins í utanríkismálum. Luci-
ano Lama er nú varaforseti efri
deildar ítalska þingsins. Hægri
armurinn hefur lagt enn ríkari
áherslu á samstarfsvilja við sós-
íalista og jafnframt við jafnaðar-
mannaflokkana í Evrópu og Al-
þjóðasamband jafnaðarmanna.
Þótt þannig sé talað um hægri
arm, þá verður ekki sagt að um
djúpstæðan ágreining sé að ræða
á milli hans og flokksformanns-
ins, sem er fulltrúi miðjumanna.
Annað hverfandi flokksbrot er í
kringum gamla bresjnefistann
Cossutta, en hann á ekki lengur
sæti í miðstjórn flokksins. Mið-
stjórnarfundinum lauk því með
því að stefnuræða formannsins
var samþykkt með yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða, um leið og
samþykktar voru nokkrar skipu-
lagsbreytingar í forystu flokksins,
meðal annars með það að mark-
miði að leggja aukna áherslu á
stefnumótun í nánustu framtíð.
Sögulegt hlutverk
Hvað sem segja má um þær
innri deilur sem nú eiga sér stað í
ítalska kommúnistaflokknum, þá
verður því ekki neitað að flokk-
urinn hefur gegnt og gegnir enn
sögulegu hlutverki í evrópskri
vinstri-hreyfingu. Flokkurinn
státar af betri skipulagningu en
flestir sambærilegir flokkar í álf-
unni, og þau skoðanaskipti sem
eiga sér stað innan flokksins hafa
verið og eru blessunarlega laus
við persónuníð og baktjalda-
makk eins og einkennt hefur
marga aðra hliðstæöa flokka ál-
funnar. Þegar flokkurinn beið
þann ósigur í síðustu kosningúm
að fá ekki nema um 26% atkvæða
urðu ýmsir flokksmenn til þess að
benda á fordæmi franskra komm-
únista í varnaðarskyni og tala um
„frönsku hættuna". Áttu þeir þar
við þá uppdráttarsýki franska
kommúnistaflokksins, sem lýst
var í ágætri grein Einars Más
Jónssonar hér í blaðinu í síðustu
viku.
Þótt ýmsar blikur séu á lofti
fyrir ítalska kommúnistaflokkn-
um, þá eru trúlega aðrir vinstri-
flokkar í álfunni sem hafa ríkari
ástæðu til þess að horfast í augu
við þá hættu af meiri alvöru en
ítalskir kommúnistar.
-ólg.
Þriöjudagur 11. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍ0A 13