Þjóðviljinn - 20.08.1987, Síða 6

Þjóðviljinn - 20.08.1987, Síða 6
LANDSBYGGDIN FLÓAMARKADURINN Sóleyjarsaga Ógallað eintak af „Sóleyjarsögu” eftir Elías Maróskast keypt, I. og II. bindi. Hafið samband við Elías Mar í síma 38218 eða 681333. Dagmamma Dagmamma óskast frá 1. okt. fyrir 10 mán. gamla stelpu hálfan dag- inn, eftir hádegi. Bý í Hlíðahverfi. Uppl. í síma 21262. Anna Rósa. Tilsölu stórt barnarimlarúm úr furu ásamt dýnu. Verð kr. 2.500. Er úr Vöru- markaðinum. Upplýsingar í síma 72072. Starfsmann Þjóðviljans vantar litla íbúð. Skilvísum greiðslum og mjög góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 35236. Veiðleyfi Veiðileyfi í Langavatni. Góð að- staða í húsum og traustir bátar. Einnig er hægt að fá aðstöðulaus veiðileyfi. Nánari upplýsingar gefur Halldór Brynjólfsson í síma 93- 7355. Tilsölu blár Saab 99 árg. ’74. Verðhug- mynd kr. 50 þús. Uppl.s. 625963 í kvöld. 2ungirskólapiltar óska eftir 2ja herb. íbúð frá og með 1. sept. Uppl.s. 39844. Tilsölu ýmsir notaðir munir á góðu verði, þ.á m. sv/hv sjónvarp, Philco þvott- avól o.fl. Uppl.s. 611762 föstudag. Vantar 3ja-4ra herb. íbúð fyrir fámenna fjölskyldu, helst á Sel- tjarnarnesi eða í vesturbæ. Erum á götunni. Fyrirframgreiðsla og með- mæli ef óskað er. Sími 61762 föstu- dag. VWbjalla árg. ’73 1303 L til sölu í mjög góðu ásig- komulagi. Uppl.s. 15564 eftir kl. 20 Óska eftir að kaupa notaðan svalavagn, má vera nettur og ódýr. Uppl.s. 15482. Til sölu Citroén GS Club '78 vetrar- og sumardekk, útvarp/ kasetta, skoðaður '87, selst ódýrt. Kenwood hljómflutningstæki, 20“ litsjónvarp. Uppl.s. 24836. Tilsölu Citroén Gs Club '74. Er gangfær en með grænan skoðunarmiða '87 vegna ryðgaðra framhurða. Góð dekk og fleira nýtilegt. Selst ódýrt (tilboð). Uppl.s. 666914 e.h. og á kvöldin. Hjónarúmtilsölu frá IKEA (bæsuð fura), 6-7 ára gamalt með 2 náttborðum og dýn- um. Uppl.s. 20045. Óskaeftirað kaupa notaða frystikistu, ekki mjög stóra. Á sama stað er tvöfaldur ísskápur til sölu. Skipti hugsanleg. Uppls. 71891 eftir kl. 19. Óska eftir að kaupa gamalt píanó Sími 12252. Búslóðtilsölu vegna flutnings. M.a. ísskápur, sófasett, hillur fataskápur, eldhús- borð o.fl. Selst á sanngjörnu verði. Til sýnis og sölu um helgina. Sími 14983. Örugguraðili óskar eftir að taka á leigu hús í nokkur ár í Reykjavík eða nágrenni. Raðhús kæmi til greina. Góð um- gengni og öruggar greiðslur. Tilboð sendist inn á auglýsingadeild Þjóð- viljans merkt „Hús nr. 1” núna næstu daga. Dagmamma í Smáíbúða-, Bústaða- eða Fossvogs- hverfi Okkur bráðvantar áhugasama og góða dagmömmu til að sækja 3ja ára stúlku í leikskólann og annast hana síðari hluta dags. Uppl.s. 34212 eftir kl. 19. Barnakerra Óska eftir að kaupa góða skerm- kerru með svuntu. Þarf að vera í góðu lagi. Bjargey, sími 84793. Heftilsölu saxófón, ágætisgrip á góðu verði. Uppl.s. 75913 eftir kl. 20. Tilsölu Toyota prjónavél. Uppl.s. 31519 eftir kl. 17. Óska eftir að kaupa 2 borð, mega vera gömul Eldhús- eða borðstofuborð úr tré. Sími 17087. Barnastólláreiðhjól óskast keyptur. Sími 28257 seinni partinn. Til leigu Herbergi til leigu fyrir geymslu á húsgögnum eða hreinlegri vöru. Rakalaust, bjart og upphitað. Uppl.s. 681455. Óska eftir herbergi með sérinngangi og baði. Er lítið heima. Sjómaður. Sími 39844. Starf á bókasafni Menntaskólinn viö Sund óskar aö ráða aöstoöar- mann á bókasafn skólans. Um hálft starf er að ræða. Upplýsingar veitir Þórdís P. Þórarinsdóttir bókavöröur í síma 33419. Rektor Þjóöviljinn vill ráöa umboðsmann í Neskaupstað. Vinsamlegast hafið samband við afgreiðslu blaðsins í síma 91-681333. lUðOVIUINN Ferðaþjónusta bænda er einn f fjölmörgum þátttakendum í landbúnaðarsýningunni. Þetta snotra hús sem stendur á hlaðvarpa Reiðhallarinnar er sýningarbás Ferðaþjónustunnar. Það nefnist annars „handverkshús” og er smíðað af Rúnari Hermannssyni. Mynd: Sig. Tímarit Eiðfaxi 10 ára Myndarlegt afmœlisblað Út er komið 7. tbl. Eiðfaxa i ár. Er það jafnframt afmælisblað því Eiðfaxi er nú 10 ára. Af því tilefni lætur ritstjórinn, Hjalti Jón Sveinsson, það vera lokaorð leiðarans að vonandi muni „Eiðfaxi lifa góðu lífi næstu 10 árin, stuðla að áframhaldandi framförum - styðja það sem já- kvætt er, benda á það sem betur mætti fara og mótmæla því sem neikvætt er.” Upphafsmenn að stofnun Eiðfaxa fyrir 10 árum voru eink- umþeir Gísli B. Björnsson, Pétur Behrens og Sigurjón Valdimars- son. Tveir starfsmenn Eiðfaxa áttu með þeim þremenningum rabbfund að Hnausi í Villinga- holtshreppi, en þar var stofn- fundur tfmaritsins haldinn. Ræddu þeir félagar aðdragand- ann að stofnun blaðsins, 10 ára feril þess og framtíðaráform. Er „fundargerð” þessa rabbfundar birt í blaðinu. Sigurjón Valdi- marsson ritar einnig sérstaka grein um „Upphaf Eiðfaxa”, fyrstu skrefin á þeirri braut og ýmis umbrot og „útbrot” sem því voru samfara. Þá er og birt frá- sögn af síðasta aðalfundi Eiðfaxa og ávarp formannsins, Ásgeirs S. Asgeirssonar. I hugleiðingum sínum um kappreiðar síðustu 10 ár kemst Þorgeir Guðlaugsson að þeirri niðurstöðu að árangur hafi batn- að, þátttakendum fækkað og áhugi almennings minnkað. Hjalti Jón Sveinsson á þarna ágætt viðtal við Harald Sveinsson á Hrafnkelsstöðum, formann Hrossaræktarsambands Suður- lands. Er þar á ýmsu gripið, vikið að því sem vel hefur tekist en einnig hinu sem úrskeiðis hefur gengið. En niðurstaða Haralds er sú að hrossaræktin sé á réttri leið og miklar framfarir orðið síðustu árin. Sigurður Haraldsson á Kirkju- bæ ritar um góðhestakeppni und- anfarin 10 ár. Bendir hann þar m.a. á tvennt sem til bóta gæti horft: Gæðingakeppnin fari fram á „opnum stórum velli” en ekki lokuðum hringvelli eins og tíð- kast hefur nú um sinn og að fram- vegis verði tónlist notuð sem ívaf keppninnar því „fátt veit ég hljóma betur saman en ljúfa mús- íktóna og hina voldugu mýkt í hreyfingum gæðingsins.” - Sagt er mjög ítarlega frá síðasta fjórð- ungsmóti Norðlendinga á Mel- gerðismelum. Spjallað er við Leif Þórarins- son, bónda í Keldudal í Skaga- firði, um hrossarækt hans o.fl., en Leifur er meðal kunnustu og fremstu hrossaræktarmanna á landinu. Hjalti Jón Sveinsson rit- ar um flutning á hrossum með flugvélum, Kári Arnórsson um Kirkjubæjarhrossin í 40 ár, Gunnar Gunnarsson um „hesta í draumi” og Sigrún Björgvins- dóttir um hryssuna Perlu. Þá eru og birtar nokkrar vísur eftir þá kunnu hagyrðinga og hestamenn Jóa í Stapa og Jón í Skollagróf. Að venju er svo í ritinu fjöldi mynda. Allt er þetta afmælisblað hið besta úr garði gert. -mhg Fjórðungsþing Norðlendinga Haldið á Dalvík 26. og 27. ágúst - Ræðir tvö meginmál Fjórðungsþing Norðlendinga verður að þessu sinni haldið á Dalvík 26. og 27. ágúst n.k. Að kvöldi hins 27. sitja þingfulltrúar kvöldverðarboð lyá Dalvíkurbæ. Að þinginu loknu, eða 28. ágúst, verður fulltrúum og gestum boð- ið að kynna sér iðnsýningu á veg- um Akureyrarbæjar og jafnframt þátttaka i ráðstefnu um iðnað og atvinnumál á Norðurlandi, sem haldin verður í Hótel KEA sama dag. Meginmál þingsins verða tvö: Þriðja stjórnsýslustigið og breytt verkefna- og fjárhagsskil milli ríkis og sveitarfélaga, ásamt stað- greiðslukerfi skatta. Sigurður Helgason, bæjarfógeti, ræðir um stjórnsýslustigið og Sigurgeir Sig- urðsson, bæjarstjóri um verk- efna- og fjárhagsskilin og stað- greiðslukerfið. Síðan kynnir Áskell Einarsson, framkvæmda- stjóri Sambandsins nefndarálit um skipan héraðsnefnda og byggðasamlaga. Bárður Hall- dórsson, skrifstofustjóri, kynnir Háskólann á Akureyri og Lárus Jónsson, fyrrv. bankastjóri fjár- festingarfélög landshlutanna. Formaður Sambandsins greinir frá starfi fjórðungsstjórnar, sam- starfshóps landshlutasamtak- anna og leggur fram tillögur fjórðungsstjórnar. Fram- kvæmdastjóri flytur skýrslu sína og leggur fram ársreikninga og fjárhagsáætlun. Verulegur hluti af starfi þings- ins mun fara fram í nefndum. Hjá atvinnumálanefnd mun Lárus Jónsson sitja fyrir svörum um fjárfestingarfélög. Hjá menning- armálanefnd Bárður Halldórsson um Háskólann á Akureyri. Hjá fjórðungsmála- og allsherjar- nefnd Hlöðver Þ. Hlöðversson, formaður Samtaka um jafnrétti milli landshluta. Hjá byggða- og strjálbýlisnefnd Egill Bjarnason ráðunautur og verða þar á dag- skrá samdráttaraðgerðir í land- búnaði. Ingi Bjömsson, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, gerir grein fyrir iðn- ráðgjafarstarfseminni. Guð- mundur Sigurðsson, formaður Ferðamálasamtaka Norðurlands ræðir um ferðamálin. Haukur Ágústsson, formaður Menning- arsamtaka Norðlendinga, mun kynna þau. Markús Örn Antons- son útvarpsstjóri, Bjarni Hafþór Helgason, sjónvarpsstjóri og Steindór Steindórsson formaður Hljóðbylgjunnar ræða málefni ljósvakans. Guðmundur Ingi Leifsson fræðslustjóri ræðir mál- efni fræðsluráða og grunnskóla- frumvarpið. Tómas Ingi Olrich mun kynna húsnæðismál Náttúr- ufræðistofnunar Norðurlands. Gert er ráð fyrir að nefndir ljúki störfum fyrir hádegi 27. ág- úst og þinginu Ijúki svo sem með afgreiðslu mála og ákvörðun um næsta þingstað. - mhg 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 20. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.