Þjóðviljinn - 21.08.1987, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 21.08.1987, Qupperneq 4
LEIÐARI Tékkóslóvakía, 21sta ágúst í dag eru nítján ár síðan sovéskur her réðst inn íTékkóslóvakíu til að bæla niðurtilraun sem forystumenn Kommúnistaflokksins þar í landi höfðu byrjað á með virkri þátttöku almennings: að skapa sósíalisma með mennsku yfirbragði eins og það hét. Nýta þá möguleika sem til væru til endurnýjunar, málfrelsis, viðreisnar lýðrétt- inda og almennra framfara. Þessi innrás hafði mikil og víðtæk áhrif. Hún varð þeim sem vildu velkomin röksemd fyrir því að kalda stríðinu væri ekki lokið, svokölluð slökun spennu hrökk í baklás. Hún minnti smá- þjóðarmenn óþyrmilega á að risaveldi er fljótt að grípa til fólsku ef það telur hagsmunum sín- um ógnað með einhverjum hætti. Hún minnti evrópska vinstrimenn á það, hve langt var í land með að umtalsverðar breytingar yrðu á flokks- ræðiskerfum um austanverða álfuna - vegna. þess hve hræddir sovéskir ráðamenn voru við við öll nýmæli. Um leið minnti hún þá sömu vinstrisinna á nauðsyn þess að taka sjálfstæða afstöðu, tengja ekki vonir við byltingararf sem um margt hafði þróast á versta veg. ( Tékkóslóvakíu sjálfri tóku við atvinnuof- sóknir gegn umbótasinnum og þeim sem hugs- uðu „öðruvísi". Mannréttindabrot héldust í hendur við stöðnun í efnahagslífi. Og nú er svo komið að Tékkóslóvakía Húsaks og hans manna er hræddari við breytingar en Sovétríkin sjálf: sú þversögn er upp komin, að tékkneskir andófsmenn vitna um eitt og annað til Gorbat- sjofs til að ögra því varfærna öldungaveldi sem enn situr í Prag. En þrátt fyrir allt hélt sú viðleitni áfram sem hafði af stað farið með vorinu í Prag 1968. í Tékkóslóvakíu varð til merkileg og hugrökk mannréttindahreyfing, kennd við Charta 77. Þar varð og til frjó neðanjarðarmenning sem hefur gefið okkur frábæra höfunda eins og Hável, Kohout, Vaculík og Kundera (sumir eru heima, aðrir í útlegð). Og ytri aðstæður hafa um margt breyst þeim í hag, sem ekki hafa gefið frá sér vonir Pragvorsins. Risaveldin hafa, eins og dæmi sanna úr Mið-Ameríku jafnt sem Afgan- istan, ekki sömu möguleika og áður til að skipa fyrir, til að knýja fram sinn vilja. í Sovétríkjunum sjálfum er af stað farin þróun, sem hlýtur að vera fagnaðarefni. hvejum þeim sem telur að sósíalisminn og lýðræði séu skötuhjú sem ekki geta hvort án annars verið. „Nú er einstakt tækifæri til að gefa sósíalism- anum sína réttu mynd“ segir í ræðu tékkneska leikarans Kopeckýs, sem birt er hér í blaðinu í dag, og vonandi hefur hann á réttu að standa. Hann fer þess á leit við ráðamenn í Prag að þeir geri þjóðinni og sósíalismanum þann sögulega greiða að víkja úr sessi - ekkert er að óttast, segir hann, því „það er ekki til neitt betra né máttugra vopn gegn óvinum en alþýða full af trúnaðartrausti sem finnur á sjálfri sér að sósíal- isminn er í hennar eigin þágu“. Þessi ummæli eru í anda vorsins í Prag, þau eru og í anda þess skilnings sem ríkjandi hefur orðið í hugsunarhætti evrópskra vinstrisinna á seinni árum, skilnings á því að flokkur sem tekur sér alræðisvald er dæmdur til hnignunar og spillingar og dáðleysis, hvernig sem af stað var farið. Islenskir sósíalistar hafa látið sig miklu varða málefni Tékka og Slóvaka eins og sjálf- sagt er og eðlilegt: það er brýnt að þeir fylgist sem best með framvindu mála hjá þeim í nokk- uð tvísýnni stöðu og taki hiklaust undir við þá sem vilja vekja „vorið í Prag“ aftur til sterks lífs í breyttum heimi. áb KUPPT OG SKORIÐ \vetni!VÍurltjölmidlu.._ _ ■ Útvarosstióri furbu lostinn W T***** * ,ið [amt úi fyrir eölih’S »“>rk •tinri' Tel að frpttastofa Sjónvarpshaff . . ^ . hilU'umH'nnsk:. <)n\ \nt<>‘’"nl1 utvorpsstfori- / SvefneyjurlSjónvarpid 1 Hefði breytt fréttinni Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri Sjónvarps: Sá ekki viðtalið áðuren hað fór í loftið. Lögmaður sakbornings íhugar málsókn Svefneyjamálið Barnaverndarmál af ýmsu tagi eru allajafna afskaplega erfið og flókin, ekki síst þau sem varða kynferðislega misnotkun á börn- um. Það hefur verið eins konar þegjandi samkomulag á fjölmiðl- unum um að láta slík mál liggja að mestu milli hluta. Sú afstaða réðst af þeirri viður- kenndu staðreynd, að það eru fyrst og fremst börnin, sem þegar eru í hlutverki þolenda, sem líða fyrir fréttaflutning af þannig mál- um. Menn hafa verið sammála um að umfram allt beri að kosta kapps um að vernda þau og við- kvæmar tilfinningar þeirra. Það er þeim síst til sálarheilla þegar fjölmiðlar bæta því ofan á önnur meiðsl að tíunda þann miska sem þeim var ef til vill gerður, rök- ræða jafnvel þau sjálf, aðstæður og foreldra opinberlega. Frá þessu hefur nú verið brugðið með vafasömum hætti í umfjöllun fjölmiðla um Svefn- eyjamálið svokallaða. Dómharka Ábyrgð fjölmiðla um viðkvæm mál einsog það sem kennt er við Svefneyjar er þeim mun meiri sem auðvelt er að magna upp djúpar tilfinningar í garð hins meinta sektarlambs, fyrirlitningu almennings og jafnveí hatur. Það skiptir svo í rauninni litlu, þó viðkomandi verði ef til vill í fyllingu tímans fundinn sýkn saka fyrir dómstólum. Hin atgangs- harða fjölmiðlun er þá ef til vill búin að dómfella hann í augum almennings, og skaðinn er skeður. Dómi almenningsálitsins verður seint áfrýjað. Þannig er það í tilviki hinna ógæfusömu hjóna sem tengjast Svefneyjamálinu. Umfjöllun DV er í raun og veru búin að rústa þau og þeirra lífi hvað svo sem dóm- stólar kveða síðar upp með. Eymdin seld Fólk, sem er undir miklu sál- rænu álagi heldur vitaskuld ekki óskertri dómgreind og sennilega er erfitt að hugsa sér meiri and- legar þrengingar en vera stöðugt á útsíðum blaða vegna meintra kynferðisafbrota gagnvart börn- um. Menn hugsa ekki rökrétt undir sh'kum kringumstæðum. Þeir taka rangar ákvarðanir, - kannski finnst þeim þeir hafi engu að tapa enda sé veröldin þeim öll andsnúin. Undir slíkum kringumstæðum er það mikill ábyrgðarhluti hjá fjölmiðli að notfæra sér brengl- aða dómgreind fólks. En það verður ekki betur séð, en DV hafi gert einmitt þetta. Eftir að hafa lýst meintum glæpum Svefneyja- hjónanna á útsíðum dögum sam- an býður DV þeim og þjóðinni til veislu: - opnuviðtal í helgarblaði DV með heilsíðumynd á forsíðu af móðurinni með dóttur sína á brjósti. í viðtalinu er svo höfð orð eftir þessu örvinglaða fólki, sem síður en svo bæta stöðu þeirra. Ekki bara það, heldur birtir DV mjög harkaleg ummæli föðurins um stúlkubarn, sem er aðili að mál- inu og um heimilisaðstæður þess. Meira segja börn hjónanna eru dregin inn í málið. Maður verður einungis sorg- mæddur yfir slysi á borð við þetta. Því þetta getur ekki verið annað en slys, - þó þeir kollegar vorir á DV séu sensasjónalistar af góðum skóla og gömlum getur ekki verið að þeir vilji selja ógæfu fólks. Málið var orðið hálfopinbert, sagði Ellert Schram ritstjóri, sér til varnar, búið að hneppa máls- aðila í gæsluvarðhald og setja fram kæru. En hvaða bölvabætur er það særðum barnssálum? Brjáluð dómgreind En DV er DV. Það er stundum gott að hafa það til að fullnægja faríseaþörfinni sem við höfum öll, berja sér dulítið á brjóst og þakka sínum sæla fyrir að vera ekki einsog það. Það fer útaf strikinu einsog við gerum öll ann- að veifið. Það er hins vegar öllu erfiðara að finna gildar afsakanir fyrir framferði ríkissjónvarpsins. Við- talið við foreldri barna, sem mál- inu tengdust var þess eðlis, að skýringar eru giska fjarlægar. „Frétt“ þess um málið var ein- faldlega fyrir neðan allar hellur. Það situr víst síst á okkur hér á Þjóðviljanum nú um stundir að óska eftir stalínískum hreinsun- um. En eftir að hafa horft upp á „blaðamennsku“ af því tagi sem sjónvarpið bauð fólki umrætt kvöld veltir maður fyrir sér, hvort við, áskrifendur að sjónvarpinu, höfum einfaldlega efni á því að hafa fólk í vinnu sem býr til svona efni. Því fréttin var viðkomandi blaðamanni hreinlega til skammar og fréttastjóra sjón- varpsins sömuleiðis. „Ég sá ekki viðtalið," sagði Ingvi Hrafn, „fyrr en í útsendingu“. Til hvers í fjandanum eru þá fréttastjórar ef þeir stjórna ekki fréttum á sínum fjölmiðli?! Það var hins vegar röggsamur útvarpsstjóri, Markús Örn, sem bjargaði því sem bjargað varð af heiðri sjónvarpsins í málinu. Hann lýsti því hreinskilnislega að hann væri furðu lostinn á frétta- flutningi sjónvarpsíns, og kvað fréttastofuna hafa farið langt út fyrir eðlileg mörk í umfjöllun sinni. Þetta er hreinskilnisleg og ábyrg afstaða hjá Markúsi Erni, og maður hefur að minnsta kosti þá tilfinningu á eftir að í framtíð- inni muni hann koma í veg fyrir að dómgreind sjónvarpsins brjál- ist aftur á svipaðan hátt. þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóöinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljóamyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjömsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir, Skrif8tofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglý8lnga8tjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:60kr. Áskrlftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.