Þjóðviljinn - 21.08.1987, Side 12

Þjóðviljinn - 21.08.1987, Side 12
Úr dagskrá Sjónvarps á haustmánuðum Ú7VARP - SJÓNVUÍpJ Erlendir myndafíokkar í Sjónvarpi Sovésk þáttaröð, sem gerð er eftir sögu Gogols „Dauðum sálum“ verð- ur á dagskrá Sjónvarps í nóvember. Dagskrá Sjónvarps fer von bráðar í vetrarbúninginn. Að venju verður dagskráin stokkuð upp þegar hausti fer að halla og nýir myndaflokkar koma inn í stað þeirra sem gengið hafa í sumar. Óhætt er að segja að margt feitmetið verði í trogum sjónvarpsáhorfenda í skammdeg- inu. Hinrik Bjarnason, dagskrár- stjóri erlends efnis hjá Sjónvarp- inu, upplýsti að strax uppúr mán- aðamótunum næstu yrðu nýir framhaldsþættir teknir til sýninga í stað þeirra sem rúllað hafa í súmar. Af leikritamyndaflokkum, sem bráðlega hefja göngu sína má nefna franskan þátt, sem gerður er eftir nokkrum smá- sögum franska rithöfundarins Maupassants. Þessi þáttaröð tekur við í dagskránni af Borgar- virki um miðjan september á sunnudögum. Um miðjan nóv- ember, á sunnudagskvöldum, hefjast sýningar á sovéskum myndaflokki, sem gerður er eftir sögu Gogols, Dauðum sálum. Pættirnir hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda víða um vestan- verða Evrópu. Ævintýri góða dátans Sveik í heimsstyrjöldinni fyrri verða á dagskrá á mánudagskvöldum frá og með 7. næsta mánaðar í ein 13 skipti. Léttmeti og hasar Af léttmynda- og spennu- myndaflokkum, sem teknir verða til sýninga á haustmánuðum, má nefna breska myndaflokkinn Feðginin, sem verður á dagskrá frá september og fram í miðjan nóvember. Hinrik Bjarnason, dagskrárstjóri er- lends efnis hjá Sjónvarpinu. Unnendur bandarísks létt- metis fá einnig eitthvað við sitt hæfi, en 9. september hefjast á miðvikudagskvöldum sýningar á Frenso - í sex þáttum sem er skopstæling á svokölluðum sápu- óperum eins og þær gjarnan birt- ast í bandarísku sjónvarpi. Þegar „sápuóperunum" lýkur, tekur við sannkölluð þýsk sápu- ópera - ættarsaga um auð, völd, græðgi og átök. Þáttaröðin nefn- ist Das Erbe der Guldenbergs. Þættirnir eru í miklum metum meðal þýskra sjónvarpsáhorf- enda. Þegar útsendingar Sjónvarps hefjast á fimmtudögum 1. októ- ber, hefjast um leið sýningar tveggja nýrra myndaflokka. Sá fyrri er Eastenders - um „austur- bæinga“ í London, og sá síðari er Robbery Under Arms, - ástral- skur, og fjallar um landnemalíf í Ástralíu. Fyrirmyndarfaðirinn Bill Cos- by kemur aftur á skjáinn 12. sept- Fyrirmyndarfaðirinn Bill Cosby kemur aftur á skjáinn 12. september. Kemur nú til að vera. ember og verður þar eftir alltaf á sínum stað á laugardagskvöldum. Derrick hinn þýðverski leysir torræðar gátur með sjónvarps- áhorfendum allt til nóvember- Ioka, en þá tekur kollegi hans úr þýsku lögreglunni við með þátt- aröðinni Der Fahnder. Geðþekki ítalski lögreglufor- inginn sem atti hér um árið kappi við mafíósa á Sikiley og galt dýru verði fyrir, kemur aftur á skjáinn í októberlok, í þriðju þáttaröð- inni af Kolkrabbanum. Frœðsluefni Spænskukennslan verður á sín- um stað í dagskrá Sjónvarps og veður þráðurinn tekinn upp að nýju 19. september eftir sumar- leyfi. Meðal heimildamynda sem verða á dagskrá á næstunni má nefna fjögurra þátta verk frá BBC um ferðir og landafundi við Miðjarðarhaf á næstu öldum fyrir Kristsburð. Kapphlaupinu um himingeim- inn verða gerð einhver skil í fjög- urra þátta mynd frá Kanans landi. Einstætt náttúrufar Galapag- oseyja verður til umfjöllunar í breskum heimildarþáttum og loks má nefna þrjá þætti frá BBC, sem nefnast Making of a Contin- ent og fjalla um ameríska megin- landið. -rk 6.45 Vefturfregnir. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. Hjördís Finnboga- dóttir og Oðinn Jónsson. Fréttir sagðar kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Frétta- yfirlit kl. 7.30 en áður lesið úr forustu- greinum dagblaðanna. Tilkynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Þórhallur Bragason talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Óþekktarormurlnn hún litla systir“ eftir Dorothy Edwards. Lára Magnús- dóttir les þýðingu sína. (9). 9.20 Morguntrimm. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Frá fyrri tíð. Þáttur i umsjá Finnboga Hermannssonar. (Frá ísafirði). 11.00 Fróttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Sigurður Einarsson. (Þátturinn verður endurtek- inn að loknum fréttum á miðnætti). 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttlr. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.30 Akureyrarbréf. Þriðji þáttur af fjór- um i tilefni af 125 ára afmæli Akur- eyrarkaupstaðar. Umsjón: Valgarður Stefánsson. (Frá Akureyri). 14.00 Miðdegissagan: „( Glólundi" eftir Mörthu Christensen. Sigriður Thorlac- íus les þýðingu sina (5). 14.30 Þjóðleg tónllst. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Lesið úr forustugreinum lands- málablaða. 17.05 Þættir úr verkum eftir Johannes Brahms. a. Fyrsti þáttur úr Sinfóníu nr. 4 í e-moll op. 98. Tékkneska Filharm- oniusveitin ieikur; Dietrich Fischer- Dieskau stjórnar. b. Fyrsti þáttur úr Fiðlukonsert í D-dúrop. 77. Leonid Kog- an leikur með hljómsveitinni „Philharm- onia“ í Lundúnum; Kyril Kondrashin stjórnar. 17.40 Torgið. Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Anna M. Sigurðardóttir. 18.00 Fróttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfráttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endur- tekinn þáttur frá morgni sem Þórhallur Bragason flytur. Náttúruskoðun. Veiðisögur. Jóhanna Á. Steingríms- dóttir í Árnesi segir frá. (Frá Akureyri). 20.00 Tónlist að kvöldi dags. a. Konsert fyrir altsaxófón og strengjasveit eftir Pi- erre MaxDubiois. Eugene Rousseau leikur með strengjasveit undir stjórn Paul Kuentz. b. Þjóðlög frá ýmsum löndum í útsetningu Luciano Berio. Cat- hy Berberian syngur með „Juillard"- sveitinni; Luciano Berio stjórnar. 20.40 Sumarvaka. a. Knæfur Miðfirðing- ur, Jóhannes Sveinsson. Baldur Pálmason les fyrsta hluta frásöguþáttar eftir Magnús F. Jónsson úr bók hans „Skammdegisgestum". b. Eyfirskur vfsnasmiður og húmoristi. Bragi Sig- urjónsson segir frá Gesti Ólafssyni kennara og fer með stökur eftir hann. c. Stjáni blái á Borgarfirði eystra. Sig- urður Óskar Pálsson flytur frumsaminn frásöguþátt. 21.30 Tifandi tónar. Haukur Ágústsson leikur lótta tónlist af 78 snúninga plötum. (Frá Akureyri). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Vfsnakvöid. Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson sér um þáttinn. 23.00 Andvaka. Umsjón: Pálmi Matthías- son. (Frá Akureyri). 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Sigurður Einarsson. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. rIi 00.10 Næturútvarp Útvarpsins. Magnús Einarsson stendur vaktina. 6.00 (bítið - Karl J. Sighvatsson. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur i umsjá Kristínar Bjargar Þorsteinsdóttur og Skúla Helga- 12.20Hádegl8fréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Gunnar Svanbergsson og Hrafnhildur Halldórs- dóttir. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Brodda- son og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfróttir. 19.30 Eftirlæti. Valtýr Ðjörn Valtýsson flytur kveðjur milli hlustenda. 22.05 Snúningur. Umsjón: Vignir Sveins- son. 00.10 Næturvakt Útvarpsins. Óskar Páll Sveinsson stendur vaktina til morguns. - Fréttir kl.: 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. 7.00 Páll Þorsteinsson og morgun- vaktin. Páll kemur okkur réttu megin framúr með tilheyrandi tónlist og lítur yfir blöðin. Fréttir kl. 07.00, 08.00 og 09.00. 9.00 Valdis Gunnarsdóttir á léttum nótum. Sumarpoppið á sínum stað, af- mæliskveðjur og kveðjur til brúðhjóna. Fróttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00 Fróttir. 12.10 Þorsteinn J. Vilhjálmsson á há- degi. Þorsteinn ræðir við fólkið sem ekki er í fréttum og leikur létta hádegistónlist. Fréttir kl. 13.00. 14.00 Ásgeir Tómasson og föstudags- poppið. Ásgeir hitar upp fyrir helgina. Fréttir kl. 14.00, 15.00 og 16.00. 17.00 Salvör Nordal f Reykjavík sfðdeg- is. Leikin tónlist, litið yfir fróttirnar og spjallað við fólkið sem kemur við sögu. Fróttirkl. 17.00. 18.00 Fréttir. 19.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóa- markaðl Bylgjunnar. Flóamarkaður milli kl. 19.03 og 19.30. Tónlist til kl. 22.00. Fréttir kl. 19.00. 22.00 Haraldur Gfslason nátthrafn Bylgj- unnar kemur okkur í helgarstuð með góðri tónlist. 03.00 Næturdagskrá Bylgjunnar-Anna Björk leikur tónlist iyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem snemma fara á fætur. 7.00 Þorgeir Ástvaldsson. Snemma á fætur með Þorgeiri Ástvalds. Laufléttar dægurflugur frá þvf i gamladaga fá að njóta sfn á sumarmorgni. Gestir teknir tali og mál dagsins í dag rædd itarlega. 8.30 Fréttir. 9.00 Gunnlaugur Helgason. Jæja... Helgason mætturll Það er öruggt að góð tónlist er hans aðalsmerki. Gulli fer með gamanmál, gluggar í stjörnufræðin og bregður á leik með hlustendum í hin- um og þessum getleikjum. 9.30 og 12.00 Fréttlr. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Helgl Rúnar Óskarsson. Lagalist- inn erfjölbreytturá þessum bæ. Gamalt og gott leikið af fingrum fram, með hæfi- legri blöndu af nýrri tónlist. Helgi fylgist vel með því sem er að gerast. 13.30 og 15.30 Fréttlr. 16.00 Bjarni Dagur Jónsson. Þessi hressi sveinn fer á kostum með kántrý tónlist og aðra þægilega tónlist, (þegar þið eruð á leiðinni heim). Spjall við hlust- endur er hans fag og verðlaunagetraun er á sfnum stað milli klukkan 5 og 6, síminn er 681900. 17.30 Fréttir. 19.00 Stjörnutfminn. Gullaldartónlisitn ókynnt í einn klukkutíma. „Gömlu“ sjarmarnir á einum stað, uppáhaldið þitt. Rolling Stones, Mindbenders, Se- archers, Tremeloes, Brenda Lee o.fi. 20.00 Árni Magnússon. Árni er kominn í helgarskap og kyndir upp fyrir kvöldið. 22.00 Jón Axel Ólafsson. Og hana nú... kveðjur og óskalög á vlxl. Hafðu kveikt á föstudagskvöldum. 02.00 Stjörnuvaktin. Vaktmaður Stjörn- unnar gerir ykkur lifið létt með tónlist og fróðleiksmolum. Til kl. 08.00. 18.20 Ritmálsfréttir. 18.30 Nllli Hólmgeirsson. 28. þáttur. Sögumaður örn Árnason. Þýðandi Jó- hanna Þráinsdóttir. 18.55 Ævintýrl frá ýmsum löndum. (Storybook International). Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. Sögumaður Edda Þórarinsdóttir. 19.20 Á döflnnl. Umsjón Anna Hinriks- dóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Poppkorn. Umsjón: Guðmundur Bjarni Harðarson og Ragnar Halldórs- son. Samsetning: Þór Eiís Pálsson. 20.00 Fréttlr og veður. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Upp á gátt. Umsjón: Anna Rögnvaldsdóttir. Stjórn upptöku: örn Þórðarson. 21.10 Derrick. Þýskur sakamálamynda- flokkur með Derrick lögregluforingja sem HorstTappert leikur. Þýðandi Vet- urliði Guðnason. 22.10 Kastljós. Þátturum innlend málefni. 22.50 Forsjónin. (Providence). Bresk/ frönsk bíómynd frá 1977. Leikstjóri Alain Resnais. Aðalhlutverk: John Gi- elgud, Dirk Bogarde og Ellen Burstyn. Rithöfundur rifjar upp ævina að ævik- völdi. 00.35 Fréttir frá Fréttastofu Útvarps. 16.45 # Sextán ára. (16 Candles). Bandarísk gamanmynd frá árinu 1985 um unglingsstúlku og versta dag í Iffi hennar, en það er sextándi afmælisdag- urinn hennar. Með aðalhlutverk fara Molly Ringwald, Paul Dooley, Justin ' Henry og Anthony Michael Hall. Leik- stjóri er John Hughes. 18.15 Knattstpyrna - SL mótið. 19.30 Fréttir. 20.00 Sagan af Harvey Moon. (Shine On Harvey Moon). Breskur framhalds- myndaflokkur með Kenneth Cranham, Maggie Steel, Elisabeth Spriggs, Linda Robson og Lee Whitlock í aðalhlutverk- um. 20.50 # Hasarleikur. (Moonlighting). Bandarískur framhaldsmyndaflokkur með Cybill Shepherd og Bruce Willis í aðalhlutverkum. Maddie gefur Agnesi ritara sinum miða í kvöldverðarboð. Agnes hittir draumaprinsinn, en því mið- ur er hann með skuggalega menn á hælum sér. 21.40 # Einn á móti milljón. (Chance in að million). Breskur gamanþáttur með Simon Callow og Brenda Blethyn i aðal- hlutverkum. Penny ætlar að fara að gifta sig en allt gengur á afturfótunum og Tom er sendur til að aflýsa brúðkaupinu. 22.05 # Skilnaður. (Breaking up). Ást- rölsk sjónvarpsmynd frá 1985 með Candy Raymond, Nick Enright og Matt- hew Stevenson í aðalhlutverkum. Mynd þessi fjallar um tvo unga bræður og þau áhrif sem skilnaður foreldra þeirra hefur á Iff þeirra. Leikstjóri er Kathy Mueller. 23.20 # Sendiráð. (Embassy). Banda- rísk spennumynd frá árinu 1985 með Nick Mancuso, Mimi Rogers og Richard Masur í aðalhlutverkum. Yfirmaður bandaríska sendiráðsins í Róm og ást- kona hans komast á slóð hryðjuverka- manna og njósnara. Leikstjóri er Robert Lewis. Myndin er bönnuð börnum. 00.55 # Þei, þei kæra Charlotte. (Hush- ...hush, Sweet Charlotte). Bandarísk hrollvekja frá 1965. Charlotte er fullorð- in kona, sem býr ein á gömlu setri og leikur sá orðrómur á að hún hafi myrt elskhuga sinn. Þegar Charlotte á í vanda, fær hún frænku sina Miriam, til að flytja til sín, en við komu hennar fara hræðilegir hlutir að gerast. Aðalhlut- verk: Bette Davis, Joseph Cotten, Olivia De Havilland. Leikstjóri: Robert Aldrich. Myndin er stranglega bönnuð börnum. 03.05 Dagskrárlok. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.