Þjóðviljinn - 26.08.1987, Qupperneq 16
KRINGLAN
immmí
Brynja Birgisdóttir til
vinstri og Anna Bryndís
Óskarsdóttir í Happahús-
inu í Kringlunni. Mynd: Ari.
Happahúsiö
Happ
í lagi
Brynja Birgisdóttir:
Erum með Lottó-
miðaog
Happaþrennu.
Verðum með
Getrauniríhaustog
happadrætti H.Í.,
SÍBSog DAS eftir
næstu áramót
„Þessa stundina erum við með
hér í Happahúsinu í Kringlunni
aðeins Lóttó-miða og Happa-
þrennu Happdrættis Há-
skólans og í haust bætast við
getraunir. En strax eftir áramót
um leið og nýtt happdrættisár
byrjar verðum við með Happ-
drætti Háskóla íslands og
SÍBS. Seinna, um leið og
happdrættisárið byrjar hjá
DAS verðum við einnig með
það í umboði eins og hin
happdrættin," sagði Brynja
Birgisdóttir, í Happahúsinu í
Kringlunni.
Að sögn Brynju er aðstaða
Happahússins ein sú minnsta í
öllu húsinu. En það kemur ekki
að sök. Alveg frá byrjun hefur
verið nóg að gera, enda íslend-
ingar iðnir við kolann þegar
happdrætti eru annars vegar.
Starfsmenn Happahússins eru 2
en þrír bætast við sem aukafólk á
mesta álagstímanum.
Aðspurð hvernig henni fyndist
Kringlan, sagði Brynja að þetta
væri alveg stórkostlegt hús. Þá
hefði hún tekið eftir því að vöru-
úrval hefði aukist að mun við
opnun Kringlunnar og betri og
nýtískulegri vörur komið inn,
sem ekki hefðu sést í verslunum
áður.
„Það er ekki spurning að versl-
unareigendur, flestir hafa vandað
sig mjög vel við vöruinnkaup í
tilefni Kringlunnar," sagði
Brynja Birgisdóttir að lokum.
* grh
Höfum opnað tvær nýjar
verslanir í Kringlunni
glæsilegustu verslunarmiðstöð
landsins.
NÝ MATVÖRUVERSLUN - NÝ SÉRVÖRUVERSLUN
Hagkaup kemur enn til móts við neytendur með aukinni þjónustu.
Sex Hagkaupsverslanir eru nú víðsvegar um landið og allsstaðar er
verðið jafn lágt og þjónustan jafn góð.
Nýjungarnar í verslunum okkar í Kringlunni eru margar - nýjungar
sem þú ættir að kynna þér. Hagkaup - þar sem gott úrval, góð þjón-
usta og lágt vöruverð eru einkunnarorð.
Hagkaup Akureyri
Hagkaup Kjörgarði
Hagkaup Njarðvík
HAGKAUP
ÆmMmmw
•••
REYKJAVIK AKUREYRI NJARDVIK
Hagkaup Skeifunni