Þjóðviljinn - 13.09.1987, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 13.09.1987, Qupperneq 2
FLOSI \iiku skammtur af hlutfirrðarstiginu í táknferlinu Þegar sumri tekur að halla læðist að mönnum einskonar angurværð, dulítið tregablandin á stundum. Ekki laust við að maður verði soldið væminn þegar haust er í lofti og jarðarblóminn byrjar að fölna, fuglar eru á förum og sólin gengur til náða á skikkanlegum tíma. Ofaná þetta bætist svo að ég fór til læknis um daginn og fékk hjá honum þann úrskurð að líklega mundi ég enda lífið með því að deyja, en þó, sem betur fer, ekki fyrr en yfir lyki. Mér hefur alltaf þótt haustið einstaklega nota- legur tími, alveg frá því að ég var krakki, já og í dag eru það einmitt krakkarnir sem vekja upp í mér svona einsog notalegar kenndir, eitthvað í ætt við það sem í dentíð var kallað ást. Þetta eru einhverskonar umbrot milli bringu- beinsins og þindarinnar og gera með ólýsan- legum hætti vart við sig, þegar ég virði litlu krílin fyrir mér þar sem þau eru að trítla í skólana sína með litlu töskurnar sínar á bakinu, galvösk, hnakkakert og ósmeyk, einsog það sé minnsta mál í heimi að takast á við lífið. Og mér finnst þau einsog óyggjandi sönnun þess að líf sé eftir dauðann. Blessaðir litlu angarnir. Ég var einmitt í svona tregablöndnu angur- væru og væmnu „ámigkomulagi" í fyrradag, að lesa í Mogganum skýrslugerð um ólæsi í heiminum. Þá hringdi dyrabjallan og Grímur frændi var kominn í heimsókn. Það var eitthvað af honum dregið svo ég tók svo til orða: - Hvaða ósköp er eitthvað af þér dregið, Grímur frændi. - Það er útaf stelpunni, svaraði Grímur. - Nonno, hugsaði ég. Ég þorði ekki að segja þetta upphátt, því ég vil ekki fyrir nokkurn mun særa hann Grím frænda minn. Og ég var líka sérlega heppinn að hugsa ekki upphátt þessa stundina, því það næsta sem ég hugsaði var það að ekki væri nema von að stelpan yrði til vandræða, orðin mannbærog lifandi eftirmynd- in hennar mömmu sinnar. Ég gerði í huganum ráð fyrir að stelpan væri bæði svallsöm, léttúðug og líklega komin í stóð- líf í einhverju sambýli austurí bæ. Þetta er nú einusinni í genunum. Upphátt sagði ég: - Hún er nú orðin átján ára, Grímur minn. Þá svaraði Grímur og kom meira en lítið flatt uppá mig: - Það er ekki hún. Það er þessi sex ára. Nú datt mér ekkert í hug, ekki einusinni til að hugsa. En svona til að brúa þögnina sagði ég: - En Grímur minn. Þetta er besti, elskulegasti og skynsamasti krakki sem ég hef nokkurntím- ann kynnst. - Já, það er nú meinið, stundi Grímur. Og svo bætti hann við: - Það er allt uppíloft útaf henni í skólanum. Búið að halda kennarafund útaf henni og óska eftir því að hún fari til sálfræðings, félagsráð- gjafa og atferlisfræðings. í gær vorum við for- eldrarnir svo kölluð fyrir og alvarlega áminnt um að endurskoða allt samneyti okkar við barnið. Hlutfirrðarstigið í rökhugsuninni Hin skipulega niðurröðun, aðgerðirnar (verklegar athalnir og rök- hugsun), og táknferlin geta farið fram á mismunandi hlutfirrðarstigi. Hlutfirrðarstigið eykst í réttu hlutfalli við þroskun greindannnar Hlutfirrðarstigið í skipulegri niðurröðun I hvern einstakan flokkanna: rúm, tíma, eiginleika, magn og orsakir má rada á mismunandi hlutfirrðarstigum Fyrsta hlutfirrðarstigið Einfaldast er að bera saman tvenns konar reynslu með tilliti til stöðu í rúmi, tima, eiginleika, magns eða orsaka. Pvi hærra sem hlutfirrðarstigið er, þeim mun viðara sjónarhorn og meiri yfirsýn öðlumst við. Pað sem við töpum er hlutnándin. Ef við hins vegar aukum hlutnándina skerðum við yfirsýnina. Rökhugsun og hlutfirrðarstig Rökhugsun er háð hinni skipulegu niðurröðun og reynslunni. Hin skipulega niðurröðun er því umfangsmeiri sem hærra hlutfirrðar- stigi er náð. Á lægri hlutfirrðarstigum er rökhugsunin skipuleg en einföld og „staðbundin". Einföld hugrenningatengsl og einfaldar tengslakeðjur leyfa ekki mikinn sveigjanleika í hugsun, en verkleg- ar athafnir eru samt sem áður vel mögulegar. Flokkun hlutnáinnar reynslu leyfir vissan (yfirleitt ómeðvitaðan) sveigjanleika í hugsun. Pað eru hinar almennu rúm-, tíma-, eiginleika-, magn- og orsaka- formgerðir sem myndast á þriðja hlutfirrðarstiginu sem gera með- vitaða rökhugsun mögulega. Hlutfirrðarstigið í táknferlinu Einnig táknferlið þróast á mismunandi hlutfirrðarstigum. A fyrsta stiginu skiljum við alls ekki táknferlið (symbolfunktion). Öll fylgi- áreifi eru merki (signaler), við erum á málvana stigi. En við höfum hæfni til málvana boðskipta og hún er þýðingarmikil fyrir samskipt- in við annað fólk. Á öðfu stiginu skiljum við myndtákn og talmál. En það er fyrsl á þriðja stiginu sem við skiljum ritmálið, sem er hlut- firrðara en talmálið. Táknin, sem eru staðgenglar fyrirbæra, eru alltaf seinna á ferðinni en reynslan af fyrirbærunum sem þau vísa til. EHa verður árangur- inn „páfagaukatal". Pannig verða flokkar eiginleika að myndast áður en unnt er að nefna þá. Eftir að við höfum lokið við að form- gera skynreynslu okkar í huganum er mögulegt að tala um hana. Takmarkanir hugsunarinnar (alveg eíns og takmarkanir málsins) koma til á lægri hlutfirrðarstigum reynslunnar af raunveruleikanum. Á hærri hlutfirrðarstigum er málið nauðsynlegt tæki hugsunarinnar og setur þar eigin takmörk. - Nonnono, hugsaði ég, en þorði ekki að segja það upphátt. Svo herti ég mig upp og sagði eins blátt áfram og mér var frekast unnt: - Og hvað í ósköpunum er um að vera? - Hún er orðin læs, svaraði Grímur. Nú varð aftur þögn. Ég vildi ekki fyrir nokkurn mun segja upphátt neitt af því sem ég var að hugsa, en satt að segja getur manni blöskrað andskotans fávísin í sumu fólki. Að fara að álp- ast til að kenna sex ára barni að lesa heima hjá sér í trássi við kennara, skóla- og fræðsluyfir- völd að ekki sé nú talað um félags-, atferlis- og sálgæsluleiðbeinendur þjóðarinnar. - Vissirðu ekki, sagði ég, að börnum er það stórhættulegt að læra að lesa heima hjá sér. Börn geta borið þess ævarandi merki ef þau lenda í því að læra að lesa hjá leiðbeinanda, að ekki sé nú talað um foreldra. Hvernig í ósköpu- num stendur á því að barnið er orðið læst, án þess að hafa gengið í skóla? - Þetta var bara slys, svaraði Grímur alveg niðurbrotinn. Svo hélt hann áfram og færðist allur í aukana. - Þetta er amma hennar. Alltaf sama and- skotans vesenið, þegar hún er komin í spilið. Stelpan er venjulega hjá henni þegar við hjónin þurfum að gera okkur dagamun, sem kemur nú fyrir nokkuð reglulega. En að mér dytti í hug að kerlingin hún amma hennar tæki uppá þeim andskota að kenna blessuð barninu að lesa. Hún er ekki kennari, hún er ekki leiðbeinandi, ég veit ekki einu sinni hvort hún er gagnfræð- ingur, hvaðþá stúdent. Ég er alveg desperat. Hún ætti að vera á stofnun. - Nú er um nokkuð annað að gera en vona það besta, sagði ég og reyndi að harka af mér, þó ég væri talsvert sleginn. - Ja, barnið verður bara að læra að lesa aftur eftir réttum og viðurkenndum leiðum, svaraði Grímur og rétti mér plagg sem hann hafði náð sér í hjá félagsfræðigeiranum, plagg sem áreið- anlega er full ástæða til að taka nótís af við lestrarkennslu í skólum. Þar stóð, undir yfirskriftinni: HLUTFIRRÐARSTIGIÐ í TÁKNFERLINU Táknin sem eru staðgenglar fyrirbæra, eru alltaf seinna á ferðinni en reynslan af fyrirbærunum sem þau vísa til. Ella verður árangurinn „páfagaukatal“. Þannig verða flokkar eiginleika að myndast áður en unnt er að nefna þá. Eftir að við höfum lokið við að formgera skynreynslu okkar í huganum er mögulegt að tala um hana. Takmarkanir hugsunarinnar (alveg einsog takmarkanir málsins) koma til á lægri hlutfirrðarstigum reynslunnar af raunveruleikanum. Á hærri hlutfirrðarstigum er málið nauðsynlegt tæki hugsunarinnar og setur þar eigin takmörk. - Já, sagði ég. Grímur minn. Það er ekki nóg að læra að lesa og skrifa, maður verður að gera það eftir kúnstarinnar reglum og fyrir alla muni ekki hjá afa og ömmu. 2 SlÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 13. september 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.