Þjóðviljinn - 13.09.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.09.1987, Blaðsíða 4
Bill Woodrow: „Freisting siðmenningarinnar" „Hvað hefur það eiginlega að gera með list að leggja brú yfir torg?“ spyrfertugurjárnsmiðurá síðum dagblaðs sem ég keypti, daginn sem ég kom til Kassel. Bætir því svo við, járnsmiðurinn, að hann megi svo sem vera feg- inn öllu tilstandinu kringum sýn- inguna. Þaðskapi vinnu. Mikla vinnu. í heilan mánuð hefur hann verið að smíða og reisa stiga, út- sýnispalla og eína heljarins mikla brú á aðaltorgi Kassel, Königsp- latz. Allteftirforsögu bandaríska listamannsins George T rakas. í leiðsagnarbæklingi sýningar- innar stendur að Trakas ætli að gefa fólki kost á að sjá borgarum- hverfið frá nýju og óvæntu sjón- arhorni. Hann vilji endurskapa torgið sem rondell og umbreyta því um leið í skúlptúr. Listaverk- ið heitir „Union Place“. - Ég ímynda mér að hefði járnsmiður- inn verið spurður hvort þessi skýring segði honum eitthvað, hefði hann yppt sterklegum öxl- um sínum, hrist síðan hausinn. Kassel státar af fjöllum, hlíð- um, dalverpum, ánni Fuldu, feikistórum barokkgarði, höll- um, safnhúsinu Fridericianum og Grímsbræðrum. Á fimm ára fresti breytist þessi friðsæla ætt- byggð járnsmiðsins, í miðju Þýskalandi, í Mekka og Jerúsal- em listheimsins. Fimmhundruð þúsund kúltúristar frá heims- hornunum fjórum leggja þá leið sfna þangað til að sjá mikla sýn- ingu, sem á að gefa yfirsýn yfir það markverðasta í samtímalist- inni. Sýningin heitir Dokumenta og stendur í hundrað daga, frá júníbyrjun fram í september. Hvað er inn? Hvað er út? Hvert stefnir? Á tímum æstra fjölmiðla og gráðugra markaðsafla hrem- ma slíkar spurningar hugann. Til að fá lausn heldur maður til Kass- el. Málverkið Og hvað skyldi vera að gerast? Jú, það var reyndar löngu ljóst. Tryllta málverkið er ekki lengur hæstmóðins heldur ríkir skúlp- túrinn ofar hverri kröfu. Þá voru umhverfisverk áberandi á þessari Dokumentasýningu, sem er sú áttunda í röðinni, og vídeólist og installsjónir og hverskyns hönnun og arkitektúr. Einnig var tilraunaleikhúsi og gjörningum gert hátt undir höfði. Hvað málverkið snertir þá mátti líta á verk eftir þekkta mál- ara einsog Anselm Kiefer, Ger- hard Richter og Juliao Sarmento sem halda áfram að þróa sinn myndheim, sína mýstík, sinn stíl. Koma ekki lengur á óvart. Helst var nýnæmi að bókalist Kiefers. Risastórar bækur hans minna á eyðimerkur; gulbrúnar og skrælnaðar. Það malerí sem kom manni í opna skjöldu voru smásmugulega nákvæm en á einhvern hátt ann- arlega raunsæ verk eftir kanann Mark Tansey og hollendinginn Rob Scholte. Eftir Tansey var rauðbrún mynd sem heitir „Dómur Parísar II“. Hún sýnir franskan „salon“ í gömlum stíl með háum glugga, dyrum og veggspegli. í gipsskreytingu ofan við dyrnar er París að fella dóm sinn. Dómsdagur málaður í loftið Joseph Beuys: Installasjón. og út um gluggann sést grilla í Notre Dame. Frammi fyrir spegl- inum stendur liðsforingi. Og er það kannski tímanna tákn að hann er ekki að spá í Helenu fög- ru heldur sína eigin spegilmynd. Scholte málar hins vegar mynd af barokkborði með gylltum fótum mjög útflúruðum og marmarap- lötu. Á þessu borði stendur innrömmuð pennateikning af konu í flegnum kjól sem fellur fram og tilbiður styttur er tróna á borði ekki ósvipuðu „raunveru- lega“ borðinu á málverkinu. Hver eru tengsl listar og veru- leika? Skyldi vera einhver vottur af skurðgoðsdýrkun í hinni miklu vegsömun listarinnar? virðist þessi mynd Scholtes spyrja. Hún heitir líka „Fetischismus". Krókódíll, stóll, afgangstimbur o.fl. Við skulum koma að kíkja á skúlptúrana. Þar er allt miklu opnara. Efniviðurinn getur verið hvað sem er og milljón mögu- leikar til að móta hann. „Freist- ing siðmenningarinnar" eftir bretann Bill Woodrow verður minnisstæð. Þrjár hörpur úr mál- uðu pjátri. Þær eru með slitna strengi og standa á gylltum fæti. Ofan á miðhörpunni fettist krók- ódíll með kviðinn uppí loft. Skálar á gólfinu allt í kring og teygist einsog eldstunga uppúr hverri þeirra. - Örlögin virðist ætla englendingum stóran hlut í hinum tætingslega en oft rómant- íska nýja skúlptúr. í öðrum sal verður fyrir manni tröllslegur stóll sem tékkneska listakonan Magdalena Jetelova hefur sett saman úr trjádrumbum. Drumb- arnir eru metri að þvermáli og þrjár mannhæðir á lengdina. En allur þessi mikli styrkleiki verður hlálegur því stóllinn er svo ólán- 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. september 1987 legur í laginu að hann virðist geta hrunið eða oltið um hvenær sem er. Þar að auki má nefna skúlptúr sem þjóðverjinn Nikolas Lang hefur unnið úr mó. Hann maraði í hálfu kafi í vatni og var farinn að safna á sig grænni frumgróður- slikju. Annars var aðalsalur Friderici- anum helgaður Joseph heitnum Beuys. Þar gaf að líta eitthvert síðasta verk þessa guðföður vest- urþýskrar framúrstefnulistar með flókahattinn. 6 metra há bronshúðuð gipsstrýta og pallur á hjólum með exi og blómakassi á fæti steyptur bronsi. Á gólfinu umhverfis voru þau 36 frumdýr sem samkvæmt mýtólógíu Beuys munu lifa yfirvofandi heimsendi af. (Sýningargesti ekki innvígð- Hjálmar jLý Sveinsson skrifar um sýndust þetta vera mannak- úkar úr steini.) Önnur minnis- stæð installasjón bar nafnið „am- ore mio“ gerð af Richard Baquié. Baquié hlutar gamlan Playmouth í fjóra parta og lætur vísa í höfu- ðáttirnar fjórar. Síðan flikkar hann uppá partana með póstkortum frá pálmasrönd, ís- ingarvél, járnsköndli og fleiru. Þannig meðhöndlaður hættir Pla- ymouthinn að vera kraftmikið samgöngutæki á vegum úti og brunar nú eftir vegum hugans og kenndanna og kemst hvert sem er. Umhverfisverk sýningarinnar voru á víð og dreif um borgina, en

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.