Þjóðviljinn - 13.09.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.09.1987, Blaðsíða 12
I •í; í i' KRATARNIR KOMU MÉR ÚT í PÓUTÍK Spjallað vlð Matthías Bjarnason um lífið og tllveruna, flokkinn og formennina ... Matthías Bjarnason var ein- hvern tíma kallaður síðasti sjálf- stæðismaðurinn. Af gamla skólan- um vel að merkja. Skóla Ólafs Thors og Bjarna Ben. Hann hefur verið málsvari frjálslyndrar um- bótastefnu og jafnan lýst efa- semdum sínum um ágæti frjáls- hyggjunnar. En það hefur líka oft gustað um Matta Bjama: Sem nærri má geta: Hann er búinn að vera á þingi í 24 ár og þar af ráð- herra í átta ár. Það hefur verið venju fremur hljótt um hann í sumar, eða allt frá því að hann „losnaði úr ríkisstjórn- inni”, svo notuð séu hans eigin orð. Matthías sóttist ekki eftir sæti í henni en greiddi samt atkvæði á móti ráðherralista Þorsteins Páls- sonar. Trúr sinni sannfæringu að jafnvægis yrði að gæta milli þéttbý- lis og landsbyggðar í forystusveit flokksins. Sumrinu varði hann með konu sinni, Kristínu Ingimundardóttur, í sumarbústað þeirra í Trostansfirði. „Ég hef ekki tekið mér svona langt frí í mörg herrans ár,” segir hann. „Þetta er búið að vera dásamlegt sumar.” Söng Internationa- linn með Össuri! Við hittumst á skrifstofu hans í skólastræti. Hún er grunsamlega tómleg: Skrifborð og sófi, annað ekki. Rétt eins og hann væri að pakka saman. Sú er þó ekki raun- un, iðnaðarmenn hafa í sumar betrumbætt húsakost þingsins og eru nú að ljúka störfum. Matthías er þess vegna að koma sér fyrir og búa sig undir veturinn. Hann spyr frétta af Alþýðu- bandalaginu. „Það er allt logandi í ófriði þar,” segir hann. „Það er heldur engin furða þegar menn gera ekki annað en skrifa hverja skýrsluna á fætur annarri um það hve ástandið er slæmt. En gera svo ekkert annað. Ætli þeir séu búnir að finna formann?” spyr hann áhyggjufullur. Svo lyftist á honum brúnin. „Þú verður að muna að skila kveðju til Össurar. Við sung- um saman Intemationalinn í Ham- borg í fyrra.” Hann glottir og segir ekki meira um þá ferð. En hvar hófst hin langa ferð Matthíasar um íslensk stjórnmál? „Ég er fæddur og uppalinn á ísa- firði,” segir hann. „Þar voru krat- arnir ákaflega sterkir og stjórnuðu bænum í aldarfjórðung. Yfir- drottnunin var mikil á þeim árum og ég gat ekki sætt mig við það. Framan af var ég hálfgert viðrini í pólitík, en ástandið í bæjarmálun- um knúði mig til afskipta. Ég fór þannig að starfa í Sjálfstæðisfé- lögum fyrir vestan og var kosinn í bæjarstjórn árið 1946 og sat þar all- ar götur til 1970.” Það eru sem sagt kratarnir sem gerðu þig að stjórnmálamanni? Matthías hlær: „Já, ég held að það hafi oft verið logið meira upp á kratana en það! Það var mikil harka í pólitíkinni á þessum árum. Ég reifst oft og mikið við Hannibal og bæjarstjórn- arfundirnir gátu dregist á langinn. Ég man t.d. eftir einum sautján tíma fundi. Það var aldrei neitt gef- ið eftir.” Útgerð og verslun Matthías lauk prófi frá Verslun- arskólanum árið 1939 og fór eftir það að vinna á ísafirði. „Á þessum árum þóttist maður á annað borð heppinn að fá vinnu. Ég gerði það sem til féll; var í vega- gerð, fiskvinnslu og útgerð. 21 árs gamall varð ég svo framkvæmda- stjóri Vestfjarðabátsins, sem síðar hét Djúpbáturinn hf. Þá voru um- svif bátsins mun meiri en nú er, enda var byggð í Sléttuhreppi og Grunnavík og Djúpið án vegasam- bands.” Matthías lét ekki sitja við út- gerðin eina saman; árið 1944 setti hann verslun á laggirnar og rak hana til ársins 1973. Seinni árin var búðin að mestu leyti í umsjá konu hans, enda Matthías þá kominn á þing og hafði í mörg horn að líta. „Það var erilsamt á þessum árum,” segir hann, „og það eina sem ég sé eftir er að geta ekki sinnt heimilinu meira. Við giftum okkur 1944 og eigum tvö börn, Auði og Hinrik. Ég hafði nú satt að segja ekki mikið handa á milli þegar ég hóf verslun. En við gerðum ekki miklar kröfur. Ungt fólk nú um stundir virðist helst vilja fá allt upp í hendurnar strax: íbúð, bíl og inn- bú og svo allt sett á afborganir. Við keyptum aldrei neitt nema við gæt- um staðgreitt það, enda undarleg ónáttúra að sanka að sér hlutum sem maður á ekki fyrir.” Ánœgjulegtað hjðlpa fólki Árið 1963 var Matthías kjörinn á þing í Vestfjarðakjördæmi. Og því sæti hefur hann haldið síðan. „Sumir héldu að ég myndi ein- vörðungu vinna í þágu Isfirðinga þegar ég var kosinn á þing. Ég hef alltaf litið á mig sem fsfirðing og þangað hef ég sterkar taugar. En ég hef alltaf reynt að sinna öllu kjördæminu - sumum vinum mín- um á ísafirði hálfblöskraði að ég skyldi ekkert síður gæta Stranda- manna og Barðstrendinga.” Matt- hías brosir og hugsar sig um: „Ég hef alltaf reynt að gera mitt besta fyrir kjördæmið í heild. Nú í seinni tíð er talað um fyrirgreiðslustjóm- málamenn og það er orðið eins konar skammaryrði. Ég dreg enga dul á að í mínu pólitíska starfi, fyrst í bæjarstjórn og síðan á þingi, reyndi ég að greiða úr vandamálum þeirra sem til mín leituðu. Og lít svo á að það sé hluti af starfi stjórnmálamannsins. En sumir pólitíkusar hafa mikla þörf fyrir að auglýsa allt sem þeir gera fyrir aðra. Ég finn enga hvöt hjá mér til þess að auglýsa mig á þann hátt. Fyrirgreiðsla í þágu einstaklingsins má heldur ekki vera á kostnað sam- félagsins - oft er einungis um að- stoð að ræða í þeim tilvikum sem fólk kann ekki á kerfið og veit ekki hvert það á að snúa sér. Og ég veit satt að segja ekki hvað er ánægju- legra en að geta gert eitthvað fyrir náungann - sérstaklega fyrir þá sem minna mega sín.” Þið Þorvaldur Garðar hafi senni- lega starfað lengstsaman allra þing- manna Sjálfstœðisflokksins. 12 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. september 1987 Hvernig hefur það samstarf gengið? „Samstarf okkar hefur verið mjög gott síðari árin. Þorvaldur var fyrst kosinn 1959 og ég kom svo inn fjórum árum síðar. Fyrir kosning- arnar 1967 urðu átök um listann og hann var varamaður í eitt kjörtíma- bil. En síðan slíðruðum við sverðin og snerum bökum saman. Við sáum náttúrlega að til þess að þjóna hagsmunum kjördæmisins sem best yrðum við að standa sam- an. Samstarf þingmanna kjördæmis- ins hefur líka yfirleitt verið einstak- Iega gott, sama úr hvaða flokkum þeir hafa verið. Það kemur í hlut fyrsta þingmanns Vestfjarða að boða til reglulegra funda og það hef ég annast lengst af.” Ungirmennog gamlir Er ekki talsverður munur sem felst í því að vera þingmaður fyrir landsbyggðarkjördœmi miðað við þá sem koma úr þéttbýlinu? „Jú, mér finnst að þar sé mjög ólíku saman að jafna. Við getum tekið dæmi af hafnarmálum. Hér í Reykjavík er ein höfn sem ríkis- sjóður hefur ekki þurft að leggja fé til árum saman og þingmenn kjör- dæmisins hafa tæpast miklar áhyggjur af. Á Vestfjörðum eru hins vegar hafnir og ferjubryggjur í tugatali og því oft úr vöndu að ráða í hvað veita á fjármunum þegar lítið er til skiptanna. Við þurfum líka að tala við fjölda manns út af þessum eina málaflokki, kannski fjörutíu til fimmtíu manns. Eins er með vegamálin sem vissulega eru víða í miklum ólestri úti á landi. Hér í Reykjavík er þetta mál í höndum borgarstjórnarinnar og þingmenn koma þar hvergi nærri. Samgönumálin hafa að sjálf- sögðu hvílt þyngra á mér en flest- um öðrum þar sem ég fór með þann málaflokk í síðustu ríkisstjórn. Það hringja margir til að biðja um mokstur á einhverjum vegarspotta eða kvarta yfir einni holu! Landsbyggðarþingmenn hljóta að standa saman í þinginu um ákveðin mál og það myndast sam- staða og drengskapur manna í millum þótt úr ólíkum flokkum séu. Vitaskuld er oft deilt harka- lega líka og stundum eru óviður- kvæmileg orð látin falla - ekkert síður af mér en öðrum. Ég tel mig samt eiga góða vini og félaga úr öllum flokkum og orrahríð stjórnmálanna hefur ekki spillt því neitt.” Matthías þegir um stund. „Margir segja að þingmenn sitji allt of lengi,” segir hann svo, „að þeir séu gamlir og það þurfi að endur- nýja sem mest. Ég er nú þeirrar skoðunar að aldurinn segi ekki allt: Þar eru til gamlir menn á fertugs- aldri og svo eru aðrir sem eru ungir fram eftir öllu og breytast eftir því sem þróunin verður í þjóðfélaginu. Á því þingi sem kemur saman í haust verður um það bil þriðjungur þingmanna nýliðar og margir aðrir hafa ekki langa reynslu. Mér fynd- ist ekki undarlegt að sumum þætti nóg um og vildu gjarnan hafa fleiri en einhverja glamrara sem ætla að frelsa heiminn. Auk þess,” segir Matthías sposkur, „fer hlutfall aldraðra sífellt hækkandi í þjóðfé- laginu svo við verðum að hafa full- trúa þeirra á þingi! En sjálfur verð ég náttúrlega ekki tii eilífðar á þingi.” Hvencer ætlarðu að hœtta? „Ég hef hugsað mér að sitja út þetta kjörtímabil - og ekki lengur.” lœrdómsrík róð- herratíð Hvað er þér minnisstæðast frá þinni ráðherratíð? „Það sem ber hæst er útfærsla landhelginnar í 200 mflur árið 1975 og þorskastríðið sem fylgdi í kjölf- arið,” segir Matthías afdráttarlaus. „Ég minnist þess að mér þótti stundum sem við tækjum ekki nógu fast á þessu máli og Geir Hall- grímsson, þáverandi forstætisráð- herra þurfti stundum að róa mig niður. Mörgum fannst hann fara hægt í sakirnar, en eftir á að hyggja held ég að framganga hans undir þessum kringumstæðum hafi verið hárrétt. En það var ekki síður lær- dómsríkt fyrir mig að taka við heilbrigðis- og tryggingamálunum í þeirri ríkisstjóm. Fram að þeim tíma hafði ég einbeitt mér að sjávarútvegs- og efnahagsmálum - sem sagt þessum grjóthörðu mál- um. En í þessu starfi kynntist ég hinni hliðinni á lífinu fyrir alvöru. Það eru svo margir sem eiga bágt. Þeir sem em líkamlega vanheilir og njóta miklu minna öryggis en aðrir. Það hafði mikil áhrif á mig að heimsækja sumar þær stofnanir sem heyrðu undir ráðuneytið og hitta fólk sem ekki er alveg eins og við hin; átti kannski bæði við líkamleg og andleg veikindi að stríða. Og þrátt fyrir það fann mað- ur hvað þetta fólk gat verið lífsglatt og hugrakkt. Þó ég fari ekki lengur með þessi mál er áhuginn sá sami og ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum.” Afformönnum flokksins Þú hefur starfað með öllum for- mönnum Sjálfstæðisflokksins að Jóni Þorlákssyni undanskildum. Hvað finnst þér um þessa menn? „Það sem kemur fyrst upp í hug- ann er hve ólíkir þeir em og hver með sinn stfl. Þegar ég var ungur maður og kynntist Ólafi Thors fyrst var ekki laust við að mér þætti hann stundum full kærulaus. En hann var mikill foringi og gífurlega snjall. Bjarni Benediktsson hafði það orð á sér, með réttu, að vera skap- stór maður, en mér fannst hann mildast mikið þegar hann tók við forystunni. Og það var með ólík- indum hvað hann gat varið miklum tíma í að hafa samband við menn út um allt land. Hann vissi líka alltaf upp á hár hvað var að gerast. Jóhanni Hafstein gafst ekki mik- ill tími enda var hann heilsuveill. Það var í hans tíð sem viðreisnar- stjórnin missti meirihluta sinn og að mörgu leyti voru þetta erfiðir tímar fyrir flokkinn. Jóhann var samt fjölhæfur og gáfaður maður þótt honum ynnist ekki langur tími í embætti. Geir Hallgrímsson er einhver heiðarlegasti stjórnmálamaður sem ég hef kynnst,” heldur Matthí- as áfram með formannatalið, „og hann er drengskaparmaður í hví- vetna. Ég virði hann mikils og okk- ar samstarf var lengstum með ágæt- um.” Og Þorsteinn? „Já, Þorsteinn,” segir Matthías hugsi, „hann hefur náttúrlega átt við mikla erfiðleika að etja. Fyrir það fyrsta kom hann nýr inn í þing- flokkinn og var kjörinn formaður örfáum mánuðum síðar. Það var því ekki nema von að honum gengi stundum illa að fást við gömlu gammana í þingflokknum ... Ert þú ekki einn af þeim? „Jú, ég hlýt að teljast það,” viðurkennir Matthías fúslega og brosir við. Fyrir vestan Því er stundum haldið fram að Sjálfstœðisflokkurinn hafi fjarlægst þær hugsjónir sem voru aðal hans. Að frjálshyggjan sé alls ráðandi. Hvað finnst þér um það? „Það er lítill hópur manna en há- vaðasamur í flokknum sem aðhyll- ist frjálshyggjuna. Ég er ekki hrif- inn af þeim kenningum sem þessir ungu menn eru að reyna að troða upp á fólk. Ég hef starfað í Sjálf- stæðisflokknum síðan ég var ungur maður. af því mér féll stefna hans best. Ég held ekki að flokkurinn hafi vikið frá hugsjónum sínum, en kannski hafa þær ekki verið nógu áberandi síðustu árin.” Að lokum Matthías: Hvað ætlar þú að taka þér fyrir hendur þegar þú hættir í pólitík? Hann hugsar sig vel um. „Það hef ég satt að segja ekki ákveðið. En ég vil helst fá eitthvað að gera, því síst myndi ég kjósa iðjuleysi. Síðan sé ég fram á það að geta eytt meiri tíma fyrir vestan, - til dæmis í sumarbústaðnum okkar. Það er dásamlegt að geta verið úti í náttúr- unni, skoðað fuglalífið og gengið í fjörunni; farið í sund á morgnana í næsta firði við og hlúð að gróðrin- um. Maður verður betri maður á því að vera úti í náttúrunni. Og rjúpurnar eru svo spakar á þessum árstíma, þær koma vapp- andi alveg upp að bænum á varp- tímanum. Nú fer sá tími ársins að nálgast að veiðimenn fara unnvörpum og skjóta þessa skemmtilegu fugla. Það er dapur- Iegt að finna skothylkin eftir þá úti í náttúrunni. { þessum firði hafa arnarhjón hreiður sitt og í mörg ár hefur þeim tekist að koma upp ungum. Það er heilmikið ævintýri að fylgjast með þeim. Eins og ég sagði þér, þá fékk ég nú í sumar lengra frí en um langt árabil og það var kærkomin hvfld. En á meðan ég er á þingi þá ætla ég að vinna sem best ég má að þeim málum sem ég hef áhuga á. Ég hef ekki sagt mitt síðasta orð ennþá Sunnudagur 13. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.