Þjóðviljinn - 13.09.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.09.1987, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTIIl Eigi er mœrin dauð heldur sefur hún Margt fróðlegt hefur komið fram í umræðu um Útvegsbanka- málið. Ekki síst það, að menn eru minntir á það, að þjóðfélagið er ekki kærleiksheimili þar sem allir una glaðir við sitt sem vongóðir hluthafar eins og sama fjöl- skylduhlutafélagsins. Ættaveldi íhaldsins, segja menn, SÍS auðhringurinn. Láta ófriðlega og bíta í skjaldarrendur. Milli Morg- unblaðsins og Tímans fara hnútur sem um sumt minna á heiftina milli íhalds og Framsóknar á velmektardögum Jónasar frá Hriflu. Pússað yfir allt Ritstjóri Tímans fjallar einmitt um þessa hluti í Tímabréfi fyrir nokkru. Hann rifjar það upp að menn hafi lengi vanist umræðu í þá veru að „félagsleg og stéttar- leg hagsmunaátök séu lítil í ís- lensku þjóðfélagi og leitast við að hylja slík átök með einhvers kon- ar pólitískri fínpússningu." Hann segir að fólki hafi verið ætlað að trúa því „að pólitík og allt sem henni tengist felist aðallega í myndasýningum af formönnum flokkanna og einhverju sjón- varpsmasi í kringum þær.“ Hér er komið bæði inn á goð- sögnina um stéttleysið íslenska - og svo þá iliu meðferð sjónvarps á stjórnmálamönnum sem á endanum snýr öllu upp í það hvernig Svavar eða Jón Baldvin „koma fyrir“ en kemur í veg fyrir það að menn heyri hvað þeir eða Þorsteinn eða Steingrímur eru í rauninni að segja. Allt saman tekst þetta svo í hendur við hjátrú á sérfræðingum, sem heldur að pólitík snúist ekki um neitt - mál sem upp koma í þjóðfélaginu séu best leyst án þess að stjórnmála- menn komi nálægt þeim. Tíma- bréfið segir: Trúin á tœknikratana „Hjá mörgum hefur draumur- inn um þjóðfélagið jafnvel snúist um það, að gera forsendur þess svo vélrænar að því mætti stjórna eins og verksmiðju af sérmennt- uðum tæknikrötum enda sé mannfélagið síst flóknara og ekki fremur vandmeðfarið en vel Mörgum hœttir til að trúa því að allir séu á sama báti í samfélaginu, stétta- andstœður horfnar og pólitíkin óþörf leiðindi hönnuð vélasamstæða. Þessa trú á tæknina og sérfræðina hafa margir mætir menn tekið og af- neita gjarnan félagslegum and- stæðum í gömlum skilningi þess orðs, láta eins og þjóðfélagsleg átök séu ekki til eða líta á mis- munandi hugmyndir um skipt- ingu auðsins eða skilning manna á því hvað sé jöfnuður og mannréttindi - þ.e.a.s. hvað sé pólitík - á það er litið eins og hugaróra sérvitringa" Allt er þetta satt og rétt og afar skylt mörgu sem þusað hefur ver- ið hér í okkar blaði Þjóðviljanum í áranna rás. Tæknitrúin og þá trúin á tækni- kratana á sér forsendur m.a. í þörf manna fyrir eitthvað sem þeir halda að þeir geti treyst. Þeg- ar þeir hlusta á stjórnmálamenn fá þeir yfir sig mjög ólíka túlkun á tilteknum málum og er kannski boðið upp á nokkrar lausnir - og á okkar þægindatímum finnst mönnum það ansans vesin að reyna að pæla í þessu, fylgjast með, bera saman málflutning, reyna á dómgreindina. Miklu þægilegra að finna einhvern sem hefur bréf upp á það að hann VITI hvað klukkan slær. Og kasta sínum efasemdum á bak við hann. Hér við bætist svo sú hæpna kænska margra stjórnmála- manna að fela sig á bak við sér- fræðinga og álit þeirra þegar taka þarf erfiðar ákvarðanir (sem hljóta að móðga einhverja, líka í eigin flokki). Niðurlœging stjórnmálanna Og allt vinnur þetta að því að draga úr vitund manna um hagsmunaárkestra og mismun- andi viðhorf, allt niðurlægir þetta pólitíkina, dregur á hana svefn- húfu. Um þetta eru ótal dæmi, gömul og ný. Þegar unnið var að því að gera samninga við Alusu- isse um álver og orkusölu, voru ótal sérfræðingar dregnir fram til að vitna um það, að nú væri hver síðastur að koma vatnsorku í verð - og m.a. þess vegna urðu samningarnir eins og þeir urðu. (Þeir kommar sem vöruðu við vélabrögðum auðhringa voru í þessu máli stimplaðir úreltir og afturhaldssamir - allt þar til fregnir bárust af „hækkun í hafi“ og fleiri viðskiptabrellum ál- hringsins). Við höfum séð æ harðari viðleitni til þess, einkum hjá atvinnurekendum, að skjóta viðræðum um kaup og kjör sem mest til hagfræðinga - til þess náttúlega að fá „fræðilegan“ um- búnað um þá hentugu og vitan- lega rammpólitísku staðhæfingu að fyrirtækin þoli ekki kauphækkun. Pólitíkin - það eru hinir Það er í anda þessarar þróunar að íslenskir sendiherrar hafa skokkað fram á ritvöllinn að und- anförnu með langar greinar um hermál og Nató. Þeir hafa undir yfirskyni sérþekkingar á utan- ríkismálum og hermálum haldið fram gagnrýni á hugmyndir um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd, neitað því að ekki væri allt með felldu í Natóveldi og kallað stefnu helsta flokks vinstrimanna í vígbúnaðarmálum “aulast- efnu“. Allt eru þetta vitanlega hápólitískar staðhæfingar - en embættismenn eins og sendiherr- arnir eru skálka í því skjólinu, að menn taki innlegg þeirra rétt eins og hvern annan hlutlægan, vís- indalegan sannleika. Ekki bara vegna þess að þeir kjósa sér oftast sérfræðilegt tungutak - heldur og vegna þess, áð sú þróun sem nú er um fjallað leiðir til þess að fólki fer að finnast að ríkjandi viðhorf séu alis EKKI pólitísk. Þetta er sá angi málsins sem er einna hættulegastur. Færri en skyldi hafa tekið eftir því, að eng- inn græðir meir en hægriföflin og þá Sjálfstæðisflokkurinn á því, að ríkjandi viðhorf (Sjálfstæðis- flokkurinn er nær alltaf í stjórn og á þar að auki Moggann að og DV) sýnast eins og ópólitísk. Það er svikamylla sem margir mættu öfunda íslenska íhaldið af, að ótrúlegur fjöldi saklausra kjós- enda telur að Sjálfstæðisflokkur- inn sé einskonar samnefnari fyrir allan skrattan sem hrærist í þjóðfélaginu og þá ópólitískur. Pólitíkin er svo eins og hvert ann- að helvíti - og helvíti, það eru hinir. Allaballar, Framsóknar- menn og svoleiðis fólk. Er breytinga von? Sem fyrr segir: Útvegsbanka- málið hefur aðeins hreyft við þessari hjátrú á tæknikrata og vantrú á pólitík. í því máli hafa menn svosem reynt að skjóta sér á bak við sérfræðinga - tií dæmis lögfræðinga. En þá eru menn líka minntir á þann einfalda sannleik að hvorki hagfræði né lögfræði bjóða upp á stærðfræðilega rétta formúlu sem sussar á ágreinings- mál og hagsmunaárekstra í þjóðfélaginu. Náttúrlega pönt- uðu vonbiðlar hlutabréfanna í Útvegsbankanum lögfræðileg álit - og hver og einn fékk út úr iög- fræðinni það sem hann þurfti. Eins og vænta mátti. Það væri gaman ef Útvegs- bankamálið yrði til að grafa svo um munaði undan hinni „pólit- ísku fínpússningu" sem áðan var á minnst. Þó mundi fleira þurfa að koma til ef að líkum lætur. Meðan góðæri hefur hleypt þenslu í einkaneyslu mjög stórs hluta þjóðarinnar, meðan það er ráðandi viðhorf meðal ungu kyn- slóðarinnar að „ég redda mér“ og andskotinn hirði þann aftasta, er þess varla að vænta að sú marg- rægða mær, pólitíkin, fái roða í kinnar. En hitt vitum við líka, að eigi er mærin dauð, heldur sefur hún í mollulegri sálarkompu þjóðarinnar. Varla mun sá svefn endast í heila öld, eða hvað hald- ið þið? ÁRNI BERGMANN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.