Þjóðviljinn - 13.09.1987, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 13.09.1987, Blaðsíða 18
0 I Ég sit við svarta, ógnvekjandi rit- vélina. Hef ekki hugmynd um hvað skrifa skal. Bíð þess að andinn komi yfir mig, blási mér í brjóst einhverju undursamlega gáfulegu, guðdóm- lega skemmtilegu og jafnframt ein- staklega áhrifaríku, nægilega áhrifa- ríku til að hamfletta rjúpu og færa fag- ra konu úr hverri spjör með því einu að birtast. Ég reyni að ímynda mér eitthvað, sem hugsanlega gæti haft þessi áhrif á fogla og fljóð, en dettur ekkert í hug nema Clint Eastwood á heiðum uppi, með vindilstubbinn í munnvikinu, Coltinn í hægri hendi og hnefa í þeirri vinstri - krepptan vel að merkja, helst utan um hálfspunds- klump af blýi, hnoðaðan saman úr öllum þeim kúlum, sem hann hefur U P p fengið í mjöðm og axlir á ferli sínum. En ég verð víst aldrei eins og Clint Eastwood, jafnvel þó mér takist að skrapa saman eins og einni hnefafylli af dollurum. Og ég andvarpa hátt, svo hátt að ókunnugir gætu haldið að ég væri að vaska upp. Hvítir stafimir öskra á mig, þeir láta mig ekki í friði, þeir eru farnir að dansa um á lykla- borði ritvélarinnar svörtu, til að rugla mig enn frekar í ríminu. Ég verð því að einbeita mór að því að finna stafina á ný, elta þá út um allt, gamla fingra- setningin gildir ekki lengur, þeir hlaupa stjórnlaust fram og til baka, upp og niður, hraðar en auga á festir. Þeir öskra enn á mig, hlæja tryllings- lega, vilja ekki þlkjip - vilja ekki vera krugsd - vilja ekki vera kyrrir... H A Loks færist ró yfir þá, þeir hafa komið sér fyrir á sínum gömlu stöðum og horfa nú beint í augu mér með sakleysið skínandi úr hverju striki og boga, rétt eins og þeir hefðu aldrei hreyfst. Og nú get ég einbeitt mér að skrifunum á ný. Og þó. Eitthvað trufl- ar hugann, vörubílar á stjákli úti við, trésmiðir við vinnu sína, íklæddir samfestingum og kióssum, fuglar á gangi á Laugaveginum og þríhyrnd flugvél í undirdjúpum, allt sameinast þetta í eina breiðfylkingu og rýfur stórt skarð í varnarvegg einbeitingar minnar, skilur eftir sig brunarústir og blóðug andlit, dreifir hrossataði í slóð sína og andar köldu til vors. Ég kem engum vörnum við, dreifist út um allt, hlutar af mér sjást meðal F I kvenna í Kabúl, aðrir meðal maura i Marokkó. Það eina sem er eftir eru fingur mínir, stjómlausir á lyklaborði ritvélarinnar. Þeir reyna árangurs- laust að skrá það sem gerst hefur, en þurrir eyðimerkurvindarnir varna þeim vegar með ótal sandkornum í kippum á öxlinni. Síðan er hver fingur skilinn frá öðrum af sovéskum kúa- bónda á mála hjá vestrænni frétta- stofu, þeir eru síðan sendir hver í sína áttina öðrum til viðvörunar. Vinstri þumalfingur er einn eftir í baráttunni við ritvélina, honum tókst að fela sig áður en bóndinn kom með rakhnífinn. Vinstri þumalfingur skrifar oft svo undarlega hluti... ekki satt?ekki satt- ?satt...? Gúllas — Af tónleikum erlendis Fjöldi fingralipurra og radd- mjúkra einstaklinga og hljóm- sveita er á ferðinni eða verður það bráðlega. Skal þar fyrstan frægan telja tíob Dylan, en hann er nú á flakki með Tom Petty og gerir víðreist. Hann er búinn að spila í Jerúsalem, Tel Aviv og Basel, í kvöld spilar hann í Mo- dena, en síðan liggur leið hans til Mannheim (14.9.) og fleiri staða í Þýskalandi. Til Köben kemur hann þann 21. sept., heldur það- an til Helsinki (23.), Gautaborg- ar (25.) og Stokkhólms (26.9.). Þá fer hann til Ítalíu með við- komu í Stuttgart og Múnchen (29. og 30. sept.). 1. okt spilar hann í Veróna, þann þriðja í Róm og í Mflanó þann fjórða. Kemur við í París og heldur þar tvenna tónleika 7. og 8., eftir það bíður hans Bretland með opinn faðminn; spilerí í Birmingham 10., 11. og 12. október og í Kraftaverkasveitin Nú skal rabba um dulítið sem gerðist í dulitlum bæ í æði stóru landi. Ég segi nú ekki að þetta sé dulítið sem enginn veit, en þó tel ég fullvíst að þeir séu fáir hér- lendis, allt of fáir, sem vita eitthvað af þessu. Hér er um að ræða bandaríska hljómsveit af nokkuð öðru tæi en sú, sem fjall- að var um hér á undan. Miracle Legion nefnist þessi ágæta sveit og er skipuð fjórmenningunum Raymond Neal (gítar), Mark J. Mulcahy (söngur), Steven West (bassi) og Jeff Wiederschall (trommur). Þeir Mulcahy og Neal teljast stofnendur sveitar- innar, Wiederschall og West bættust síðar í hópinn. Reyndar var Joel nokkur Potocsky á bass- anum til að byrja með, spilaði m.a. á fyrstu plötu sveitarinnar; The Backyard, en hann hefur nú vikið fyrir West af einhverjum ástæðum mér ókunnum. Þessi fyrsta plata þeirra er mér því mið- ur einnig með öllu ókunn, ekki svo mikið sem eitt tónbil af henni hefur náð eyrum mínum svo ég viti til. Sú plata var svonefnd EP og innihélt 6 lög. En nú hafa þeir gefið út eina fullorðna, breið- skífuna Surprise Surpríse Sur- prise, og er það Rough Trade sem sér um útgáfuna að þessu sinni (áður voru þeir á mála hjá bandaríska smáfyrirtækinu Incas og breskt fyrirtæki af svipaðri stærðargráðu, Making Waves, sá um dreifinguna í Bretaveldi). Það er skemmst frá því að segja að þetta er með fádæmum lj úft og skemmtilegt band, sérstaklega ef miðað er við bandarískan upp- runa þeirra. Þetta er ekki alveg það sem maður á að venjast frá þeim að westan, enda hefur það sýnt sig að vinsældir þeirra eru sýnu meiri austan hafs en vestan, Gúllas - Gúllas Johnny Rotten og PIL - alveg að koma. London 14., 15., 16. og 17. októ- ber. The Cure fara á flakk í október og byrja í Stokkhólmi þann 23. Það- an liggur leiðin út um alla Evr- ópu, þeir verða á stöðugum þeytingi allt til 9. des., en þá spila þeir í London. Jethro Tull er risin úr dvala, þeir eru að senda frá sér breiðskífu um þessar mundir og ætla að fylgja henni eftir með tónleika- ferðalagi, sem hefst í Edinborg 4. október og endar í London 29. sama mánaðar. Jesus á Mary Chain eru á ferða- lagi núna, og flakka allt fram í miðjan næsta mánuð. Fleiri eru á ferðinni eða munu leggja í hann fljótlega, t.d Cliff Richard, Jennifer Rush, Cock Robin, Five Star, Def Leppard, Immaculate Fools og síðast en ekki síst tílow Monkeys, sem halda tónleika í París í kvöld, Brússel og Utrecht 29. og 30. nóvember og halda síðan áfram röltinu um helstu borgir Vestur- Evrópur til 17. desember. Nánari upplýsingar um dag- setningar og borgir eru fáanlegar hjá þeim er þessi orð párar. Vœntanlegtplastí þessum mónuði Þegar þessi orð birtast lesend- um ættu nokkrar merkisskífur að hafa komið á markaðinn hér- lendis. Það eru til að mynda nýj- ustu afkvæmi westrænu sveinanna í REM, Documents, breiðskífa ástsjúku piltanna í Lo- verboy; On the Wild Side o.fl. í þeirri viku sem nú er um það bil að hefja sinn sprett í eilífðar- boðhlaupinu er enn fleira og skemmtilegra að koma. Búast má við sólóplötu Jaggers: Primitive Cool, nýrri plötu Harðar Torfa- sonar: Hugflæði og þá mun einn- ig vera von á Happy - nýrri skífu frá PIL. Og - eins og fram kom í tónleikahorninu, Jethro Tull er vöknuð til lífsins, plata þeirra, Crest of a Knave, kemur von bráðar í búðir hérlendis sem er- lendis. Jesus & Mary Chain senda frá sér langþráða plötu: Darklands - og - rúsínan í þess- um stóra pylsuenda, ný skífa frá Pink Floyd, maður verður bara að vona að ekki hafi soðið á þeim í vatnsleysinu ... eins og reyndar á við um nokkrar fleiri hljómsveitir af svipuðum toga. Miracle Legion hefur gjarna verið líkt við REM, sér- staklega fyrst eftir að The Backy- ard kom út. Eitthvað hafa þeir breyst síðan, því þótt greina megi sameiginlega forfeður í tónlist þeirra er það fjarri mér að líkja þeim saman. Söng Mulcahys hef- ur verið lýst sem blöndu af Stipe (REM) og Loudon Wainwright III. og er það kannski ekki svo vitlaust í sjálfu sér, en eitthvað er nú meira í blöndunni en þeir tveir, jafnvel nokkrir dropar af Morrisey ef mér skjátlast ekki. Þessi blanda hefur verið vel hrist, alltént rennur hún ljúflega niður. Hljóðfæraleikur er einnig með því besta sem gerist í þessari teg- und tónlistar í dag, allt rennur þetta áfram áreynslulaust, inn um annað og út um hitt og inn aftur ... alltaf inn aftur ... Þetta er einfalt, melódískt, rólegt en jafn- framt kraftmikið í öllum róleg- heitunum. Textarnir eru vel þess virði að hlusta á þá og falla vel að lögunum og útsetningunum, sem gera sitt til að ná fram þeirri sér- stöku stemmningu sem ríkir á þessari plötu. Surpríse Surprise Surprise kom sannarlega á óvart og hefur verið ansi treg við að yfirgefa fóninn síðan hún komst á hann ... Eyrnakonfekt ... The Sugarcubes: Birthday/Cold sweat Þessa galvösku unglingá með sólina í sinninu þekkjum við bet- ur (býst ég við) sem Sykurmol- ana. Eins og alþjóð ætti að vera kunnugt, var lag þeirra; Birthday (Ammæli) valið lag vikunnar í Melody Maker fyrir skemmstu. í vikunni sem leið birtist svo viðtal við þau í sama blaði, og víðar reyndar. Þetta þykir okkur löndum þeirra alveg gasalega spennandi og sniðugt og mikill heiður ogogogog ... Á íslensku hljómar Ammæli alveg yndislega fáránlega, svo fáránlega að það er bara alveg satt, hvert einasta orð. Og þó textinn glati einhverju af töfrum sínum í þýðingunni, hefur hann öðlast nýja töfra í staðinn, sem virðast hafa heillað Tjallann. Því þýðingin er nánast orðrétt, og þó ekki sé um neinar villur að ræða, er hann einhvern veginn ekki alveg eins og Bretar mundu hafa það ... Þessi tilfinn- ing virðist höfða til gagnrýnenda heimsveldisins og er það vel. Lagið er líka með því betra sem komið hefur út hérlendis í háa herrans tíð, og ekki spillir þessi einstaka rödd fyrir. Ekki orð um það meir. Cold sweat heitir næsta smáskífu/tólftommulag The Sug- arcubes. Það er á nokkuð annarri Drungalegur textinn fellur vel inní jafn drungalegt landslag tón- anna. Þessi plata er komin út hér- lendis en stefnt er á útgáfu í Bret- landi síðar í þessum mánuði eða í byrjun þess næsta. Ég vona - og held reyndar - að þetta lag eigi eftir að gera það jafngott og Am- mælið þarna í úttlöndunum, því þó tilþrifin í söngnum séu ekki jafnmikil er þó sami krafturinn og tilfinningin á bak við hann, og svona persónulega og prívat finnst mér Cold sweat einfaldlega betri en Ammæli. Og hana nú. Svo er bara að bíða eftir þeirri stóru ... I dag verður ekkert fjallað um Mlchael Jackson. 1_ I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.