Þjóðviljinn - 13.09.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.09.1987, Blaðsíða 3
 n - -f v<-/ ,q iV-x \ J * -' \]4 - /:.' . ;-r,~T ».v,..;>4.„/; ............-»*-u j .. ^t+r- ^Ji'Ui - Tófuvinafélagið býður í Útvegsbankann! - Verður fjármálarefupum slegið við? Þjóðviljinn hefur hlerað hjá ár- eiðanlegum heimildamanni að enn megi vænta tilboðs í Útvegsbankann og næstatil- boð muni berastfrá Hinu (s- lenzkaTófuvinafélagi. Heim- ildamaðurinn, sem þekkirvel til innviða H.Í.T., upplýsti að safnað hafi verið loforðum í hlutabréfakaup meðal félags- manna H.Í.T. og annarra, auk þess sem forráðamenn fé- lagsins teldu fullvíst að nægi- legt lánsfé fengist tl banka- kaupanna, einkum frá Út- vegsbankanum sjálfum, Bún- aðarbankanum og hinum ýmsu fyrirgreiðslusjóðum bændasamtakanna. Auk þessa teldu þeir að treysta mætti afar hagstæðum samn- ingum við fjármálaráðherra, sem árum saman hefðu sýnt Tófuvinafélaginu einstaka velvild og skilning, og þau hjónreyndarbæði. Heimildamaðurinn taldi jafn- framt að frá þessum aðilum kæmi brátt tilboð, sem skyti öllum keppinautum ref fyrir rass og ó- gerlegt væri að hafna. Nefndi hann töluna 1100-1200 milljónir sem lágmarksboð og væri það álit forráðamanna H.I.T. að slíkt verð væri spottprís fyrir þjóðar- eign sem væri líklega 10 sinnum meira virði. Hins vegar ætti Tófu- vinafélagið það fyllilega skilið að fá ódýran bita frá yfirvöldum lýð- veldisins að launum fyrir hið merkilega menningarhlutverk sem félagið hefði gegnt í þágu al- þjóðar um 10 ára skeið. Aðspurður um hvort forráða- menn félagsins hefðu átt við- ræður við ráðherra viðskipta- og fjármála taldi hann að svo væri ekki, en hann efaðist ekki um að slíkir viðræðufundir væru ráð- gerðir síðar í vikunni. Heimildamaðurinn taldi hins vegar engar líkur á að forsvars- menn H.I.T. tækju í mál að eiga félag um kaupin við SÍS-liðið, K.R.-liðið né aðra áhugamenn um Útvegsbankahræið. Óli slæst við Ásgeir Landsfundur Borgara- flokksins brestur á innan tíðar og helstu tíðindi af þeim vett- vangi eru átök um varafor- mann. Af væntanlegum kand- ídötum, sem greint var frá í þessum dálkum fyrir viku hef- ur nú Benedikt Bogason dregið sig úr keppninni. Um alvarlegt framboð af hans hálfu var ekki að ræða heldur voru ýmsir vinir hans og stuðningsmenn þess fýsandi að hann yrði varaformaður. Stuðningur við hann grundað- ist á þeirri skoðun margra innan flokksins að forðast bæri að byggja upp of mikið þingmannaveldi í flokknum. Landsbyggðin hefur haft uppi raddir um að fá fulltrúa sinn og um skeið leit út fyrir að Júlíus Sólnes yrði frambjóðandi þeirra. Júlíus þykir hins vegar nógu áhrifamikill fyrir í flokkn- um, og nú virðist sem lands- byggðin kunni fremur að snúa sér að Óla Þ. Guðbjartssyni þingmanni Sunnlendinga. Ásgeir Hannes Eiríksson hefur hins vegar styrkt sig í kapphlaupinu cg hefur víða stuðning, meðal annars á landsbyggðinni. Hann nýtur þess einnig að vera ekki þing- maður, því að margra sögn mun kosningin um varafor- manninn öðrum þræði verða kosning á milli sjónarmiða miðstýringarsinna eða þeirra sem vilja dreifa valdinu. En einsog menn muna voru þeir félagar Albert Guðmunds- son og Ásgeir með munninn fullan af valddreifingu í kosningabaráttunni. ■ Tékkar á eftir gætu þeir hafa haldið að ég ætlaði að laumast eitthvað í kvótann hjá þeim.“B Sedov Víkingar eiga nú góða mögu- ieika á að komast upp í 1. deild, en þó eru ekki allir sem vilja það. Mörg félög eru á eftir Júrí Sedov, en ef að Víkingar fara upp í 1. deild verður Se- dov áfram og samkvæmt samningnum má hann ekki rifta honum. En ef Víkingar ná ekki upp í 1. deild þá má Se- dov fara hvert sem hann vill og þegar eru nokkur félög komin með tékkaheftið á loft. ■ Borgir og strendur Skúli Alexandersson fisk- vinnslumaður á Hellissandi er nýkominn heim úr þriggja vikna sumarfríi í Evrópu, og var um daginn að segja fé- lögum sínum ferðasöguna. Hann hafði flogið til Lúxem- borgar og síðan ekið inní Frans og yfir til Þýskalands, heimsótt þar meðal annars fæðingarstað Karls gamla Marx í Trier, skoðað Svart- askóg og iðnaðinn í Rínardal. „Mér þótti betra að halda mig inní landi og forðast strönd- sagði Halldór Ásgrímsson hvala- málaráðherra varð fertugur í vikunni og var mikið við haft einsog blaðalesarar hafa tekið eftir. Margir urðu hissa á aldri Halldórs og fannst hann furðu ungur miðað við að- stæður. (tilefni af því var rifjuð upp nýleg saga sem gekk í Framsóknarflokknum. Þar komst á kreik að Halldór væri kominn á spítala, og trúðu menn því illa um ungan mann og hraustan, en því var nú haldið fram samt, og ástæða sjúkrahússverunnar var mjög alvarleg: það hafði tekið sig upp gamalt bros...B Amma þín hvað?! Fegurðardrottningin hefur líklega sofið mjög fast þegar hú valdi húsgögnin í „drauma- íbúðina". Það var a.m.k. svo að hún virðist ekki muna eftir húsgögnunum. Einn af þeim sem áttu hluti í íbúðina kom til hennar við opnunina og spurði hvernig henni litist á þennan tiltekna hlut. Hún hváði og hafði aldrei heyrt um þennan hlut, hvað þá að hann ætti að vera í íbúðinni. ■ Vondur sjúkdómur ina" sagöi Skúli, „annars Sunnudagur 13. september 1987 .ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 VELSMIÐJA ■PÉTUBS AUÐUNSSONAR Óseyrarbraut 3 - 220 Hafnarfirði Símar 51288-50788 Járniðnaðarmenn, aðstoðarmenn og lærlingar óskast til starfa sem fyrst. Fjölbreytt og krefjandi verkefni. Mikil vinna og góð laun. Mötuneyti á staðnum. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 51288 og 50788 og á staðnum. BSAB Á vegum byggingarsamvinnufélagsins Aðalbóls eru lausar íbúðir í 12. og 13. byggingaflokki. Um er að ræða raðhús við Hverafold í Reykjavík og íbúðir í litlum fjölbýlishúsum í Suðurhlíðum Kópa- vogs. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins að Lágmúla 7, mánudaga og miðvikudaga kl. 13.00- 16.00 og fimmtudaga kl. 16.00-18.00 og í síma 33699. Að öðru jöfnu hafa félagsmenn forgang. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA VESTURLAND Þroskaþjálfar athugið Laus er til umsóknar staða þroskaþjálfa við Sam- býlið á Akranesi. Vaktavinna. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknir berist fyrir 25. sept. n.k. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 93- 12869 milli kl. 8 og 12. Sambýlið Akranesi Vesturgötu 102 Akranesi Daglegt áætlunar- og leiguflug Farpantanir Akureyri 22000 Leiguflug 27900 fluqfélaq Útboð %'//m Vatnsfjörður 1988 ■ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í endurbyggingu ~ Vestfjarðavegar í Vatnsfirði. Fylling og fláafleygar 16.600 m3, bergskeringar 4.670 m3 og neðra burðarlag 10.900 m3. Verki skal lokið 15. júlí 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á isa- firði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 14. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 28. september 1987. Vegamálastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.