Þjóðviljinn - 13.09.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.09.1987, Blaðsíða 11
Erwin Strittmatter Hér veröa kynntir sex af þeim erlendu höfundum sem koma fram á bókmenntahátíðinni í Norræna húsinu, en í laugar- dagsblaði er dagskrá, þess- ara daga, birt í heild Alain Robbe-Grillet, flytur fyrirlestur um „nýju skáldsöguna og ævisöguna", á mánudag kl. 14 og mun síðar lesa upp úr verkum sínum. Hann er franskur, fæddur 1922 og hóf skáldsagnaritun á sjötta áratugnum og var í hópi þeirra franskra höfunda sem ruddu nýju skáldsögunni braut. Þessir höfundar voru andsnúnir hefðbundnu raunsæi og gerðu djarfar tilraunir með frásagnar- hátt og sjónarhorn. „Gáfu sögu- þræðinum á kjaftinn“, einsog skáldið sagði. Ein þekktasa skáldsaga Robbe-Grilles, La ja- lousie, kom út 1957, en meðal annarra þekktra verka hans má nefna Dans le labyrinthe (59) og La Maison de rendevouz (65). Robbe-Grillet hefur einnig skrif- að bækur um bókmenntafræði, svo sem Pour un nouveau roman (63) og kvikmyndahandrit, m.a. að myndinni L’Anneé derniére á Marienbad (61). Mynd hans, La belle captive, verður sýnd á kvik- myndahátíð Listahátíðar hér innan skamms. Robbe-Grilles er Paul Borum talinn einhver þekktasti brautryðjandi nýstefnunnar í evr- ópskri skáldsagnagerð. Fay Weldon er fædd á Englandi árið 1933 en ólst upp á Nýja-Sjálandi. Fram- haldsmenntun sótti hún til St. Andrews háskólans í Skotlandi. Hún vann við auglýsingagerð um skeið áður en hún sneri sér að ritstörfum um miðjan sjöunda áratuginn. Hún er í hópi þek- ktustu rithöfunda breta. í verk- um sínum vekur Weldon hressi- lega máls á hlutskipti og stöðu kvenna og lýsir vandamálum þeirra á grátbroslegan og hnytt- inn hátt. Fyrsta bók, var smá- sagnasafnið, The Fa t Womans’s Joke(67) en í kjölfar þess, fylgdi skáldsagan, Down Amongst the Women, sem vakti mikla athygli á sínum tíma. Hér á landi er Weldon líklega þekktastur fyrir skáldsögurnar Praxis, og Ævi og ástir kvendjöfuls (The life and love of she-devil) sem báðar hafa komið út í íálenskri þýðingu. ís- lensk þýðing hinnar síðarnefndu verður endurútgefin í tilefni af komu Weldon á bók- menntahátíðina. Jafnhliða skáld- sagnagerðinni hefur Weldon fjal- lað um bókmenntir og skrifað Kaari Utrio tvær bækur, tileinkaðar skáld- konunum Rebekku West og Jane Austen. Hún hefur einnig unnið handrit fyrir sjónvarp, þ.ám. eitt upp úr skáldsögu Jane Austen, Ast og hleypidómar og hlaut fyrir það mikið lof gagnrýnanda. Poul Borum er Dani, fæddur 1934. Fyrsta ljóðabók hans, Livslinier, kom út 1962. Síðan hefur hann sent frá sér eina Ijóðabók á ári en alls um fjörutíu bækur af ýmsu tagi. Hann skrifar um bókmenntir og rokktónlist í Ekstrabladet í Kaupmannahöfn og hefur um margra ára skeið verið ritstjóri tímaritsins Hvedekorn. Borum hefur allatíð verið fulltrúi nýrra strauma í dönskum bókmenntum og með verkum sínum og gagnrýni haft milil áhrif á ljóðlist í Danmörku á síðustu tveimur ár- tugum. Johan Bargum er Finni, fæddur 1943. Fyrsta bók hans var smásagnasafnið Svart- John Bargum vitt (65), en meðal skáldagna hans eru, Femte Avent (67), Tre tva ett (68), Finsk rulett (71), Mörkrum (77), Pappas Flicka (82), og Sommarpojken (84). í verkum sínum fæst Bargum við vandamál samtíðarinnar og nálg- ast þau frá ólíkum hliðum. Þemu einsog einmanaleiki, firring og vandamál ýmissa minnihluta- hópa eru honum sérstaklega hug- leikin. Erwin Strittmater er frá Austur-Þýskalandi, fæddur 1912 og einn fremsti fulltrúi sósí- alískrar raunsæisstefnu í austur- þýskum bókmenntum. Faðir hans var smábóndi og bakari og framan af ævi fetaði sonurinn í fótspor hans sem bakari. Stritt- master starfaði lfka sem þjónn, bflstjóri, ritstjóri dagblaðs, var í forsvari fyrir bæjarfélag sitt o.fl. Eftir heimsstyrjöldina sneri hann sér loks alveg að skáldskap. Fyrsta skáldsaga hans, Ochens- enkutscher kom út 1951. Tinko, vakti verulega athygli þremur árum síðar, sagan Ole Bienkop (63), naut mikilla vinsælda og líka Die Blaue Nachtigall oder Der Anfang von Etwas (72) og Selbstermunterungen (81). I tveim síðasttöldu byggir hann að nokkru á atburðum úr eigin ævi, fellir í búning skáldsögu og smíð- ar sterk myndræn skáldverk. Strittmatter sækir efnivið til austurþýsks sveitalífs og fæst við vandamál samyrkjubúskapar þar í landi. Er líka þekktur fyrir leik- húsverk sín en hann hefur verið heiðraður með „Nationalpreis fur Kunst und Literatur" fjórum sinnum. Nýjasta bók hans, Der Laden, sem kom út tveimur bind- um fyrr á þessu ári, er af mörgum talin hans besta bók. Kaari Utrio er Finni, fædd 1942 og hefur meistarapróf í sagnfræði. Hefur skrifað fjölda sögulegra skáld- sagna sem flestar gerast í Finn- landi, á miðöldum þegar landið var talið hluti af Svíþjóð. Auk þess hefur hún skrifað sagnfræði- rit. Utrio fjallar sérstaklega um stöðu kvenna fyrr og nú, ekki síst í skáidsögunni Pirita, dóttir Kar- elíu, (72), en fyrir hana fékk Ut- rio bókmenntaverðlaun sænska ríkisins. Á árunum 1976-1981 sendi hún frá sér sögu í fjórum hlutum um Finnland á miðöldum en þetta verk er á vissan hátt kvennasaga í skáldsöguformi. Árið 1984 sendi hún frá sér stórt sagnfræðirit, Evudætur. Þar rek- ur hún sögu kvenna, fjölskyld- unnar og barna á forsögulegum tíma fram á daga iðnvæðingar- innar. Og hlaut bókmenntaverð- laun finnska alþýðusambandsins. Tveim árum síðar skrifaði hún annað verk í svipuðum dúr, Dæt- ur Kalevala, en þar er í brenni- depli saga finnskra kvenna frá forsögulegum tíma, þar til þær fengu kosningarétt. Kaari Utrio er í forsvari fyrir úthlutunamefnd bókmenntaverðlaun finnska ríkisins, skrifar fasta dálka í dag- blöð, rekur virkan þátt í þjóðfé- lagsumræðu í Finnlandi fyrir fyrir utan að vera mikilvirkur rithöf- undur. Bókmenntahátíðin Höfundatal - sex afþeim höfundum sem koma fram nœstu tvo daga kynntir Keppni í landsliðsflokki haldin á Akureyri Fiórir lililhafdr meðal þótttakenda Keppni í landsliðsflokki á Skákþingi íslands hefst á Ak- ureyri þann 17. september næstkomandi með þátttöku margra sterkustu skákmanna þjóðarinnar. Þettaerannað árið í röð en í fyrra var Grund- arfjörður vettvangur mótsins og þótti takast vel. Akur- eyringar fagna 125 ára af- mæli þessa dagana og halda skákþingið m.a. í tilefni þess. Mótið nú er ekki alveg eins sterkt og skákþingið í fyrra eða árið 1984 en þó verða tveir stór- meistarar og tveir alþjóðlegir meistarar með. Keppendur eru þessir: Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson, Karl Þorsteins, Þröstur Þórhallsson, Dan Hans- son, Sævar Bjarnason, Davlð Ól- afsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Árnason, Áskell Örn Kárason, Ólafur Kristjánsson, Gylfi Þórhallsson, Jón Garðar Viðarsson, Gunnar Freyr Rún- arsson og Arnar Þorsteinsson. Samkvæmt breytingum sem al- þjóða skáksambandið gerði á reglum sínum er nú hægt að ná titiláföngum á meistaramótum hvers aðildarfélags FIDE ef skil- yrðum um þátttakendur og fjölda titilhafaerfullnægt. íslandsmótiö nú gefur hugsanlega möguleika á áföngum á alþjóða meistaratitil en tveir keppendur, þeir Þröstur Þórhallsson og Davíð Ólafsson, hafa báðir náð slíkum áföngum, Davíð á Reykjavíkurmótinu í fyrra en Þröstur á alþjóðlega mótinu í Gausdal og síðar á Lloyds-bank í Lundúnum fyrir nokkrum vikum. Það er margt sem bendir til þess að Þröstur verði næsti titilhafi okkar. Ár- angur hans í Gausdal féll nokkuð í skuggann af frammistöðu Marg- eirs Péturssonar en hann vann þó ýmis góð afrek. Þannig vann hann núverandi Danmerkur- meistara, Erling Mortensen í að- eins 19 leikjum í skák sem fylgir hér: Gausdal 1987: Erling Mortensen Þröstur Þórhallsson Skandinavískur leikur 1. e4 d5 (Skandinayíski leikurinn er vin- sæll meðal ungu skákmannanna. Hannes Hlífar beitir honum iðu- lega m.a. því afbrigði sem hér verður uppá teningnum). 2. exd5 Rf6 3. c4 (Eitt vinsælasta afbrigðið. Aðrir álitlegir möguleikar eru 3. Bb5 + og 3. d4). 3. ... e6l? (Þessi peðsfórn er í hreinum og klárum gambítstfl. Svartur fórnar peði til að hraða liðsskipan sinni. Sé hvítur ekki nægilega vel með á nótunum getur hann lent í hrika- legustu erfiðleikum). 4. dxe6 Bxe6 5. Rf3 Rc6 6. d4 Bb4+ 7. Rc3 Re4 8. Bd2 Rxd2 9. Dxd2 De7 (Kjarninn í hugmynd svarts. Hann hótar 10. ... Bxc4+ og undirbýr jafnframt langa hrók- un). 10. De3? (Hann er dálítið tvístígandi í að- gerðum sínum. Sterklega til greina kemur 10. 0-0-0 0-0-0 11. a3 og hvítur má allvel við una. Athyglisvert er hinsvegar fram- haldið 10. ... Bxc3 11. Dxc3 Rb4 12. Db3! og hvítur stendur betur. Einnig er mögulegt 10. ... 0-0 en svartur hefur ekki miklar bætur fyrir peðið eftir t.d. 11. Bd3). 10. ... 0-0-0 (Hann leggur ekki út í flækjurnar sem koma upp eftir 11. d5. Sá leikur kom þó til álita). 11. 0-0-0 Hhe8 12. d5 (Það er ljóst að svartur hefur ríf- legar bætur fyrir peðið og erfitt að benda á góða leiki úr því sem komið er. Mistök hvíts í 10. leik eru dýrkeypt). 12. ... Bxc3 13. Dxc3 Rb4! 14. De5? (Þessi leikur bætir ekki úr skák. Skárra var 14. Da3 þó ekki sé staðan fögur). 14. ... Rxa2+ 15. Kbl Rb4! (Svartur hefur jafnað liðsmuninn og stendur til vinnings). 16. Be2 Bxd5! (Einfaldast). 17. Dxe7 Hxe7 18. Hhel Be4+ 19. Kcl (Hvítur hlýtur að hafa verið í miklu tímahraki. 19. Kal Rc2+ o.s.frv. er einnig vonlaust). 19. ... Ra2 mát! Um óvepjulegar skákþrautir Það eru margir sem fást við skáldskap á skákborði og verk þeirra frægustu eins og Rússans Trotzky hrein listaverk. Þessir menn eru fæstir hverjir þekktir fyrir afrek sín við skákborðið í hörðum keppnum enda krefst skákdæmagerð mikillar yfirlegu og fágunar. Þó eru undantekn- ingar á þessu t.d. hefur Banda- nkjamaðurinn Paul Benkö náð umtalsverðum árangri á sviði skákdæmagerðar og einnig á skákmótum, tefldi t.d. tvívegis í áskorendakeppni. Mörg þekkt- ustu verk hans byggja á ákveð- inni formfestu, bókstöfum eða myndum og það sækir hann vafa- laust til annars meistara, Banda- rikjamannsins Sam Lloyd sem samdi m.a. þessi tvö dæmi sem hér fylgja. Nr. 1 Hvítur leikur og mátar I 4. leik Nr. 2 Hvítur leikur og mátar í 4. leik Þetta virðist vera sama dæmið. Menn standa allir eins að öðru leyti en því að í dæmi tvö hefur öllum liðsaflanum verið þokað eitt skref til vinstri. Lausnirnar eru fyrir vikið gerólíkar. Þær birt- ast í næsta þætti. Sunnudagur 13. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.