Þjóðviljinn - 13.09.1987, Blaðsíða 14
Bakkaborg
við Blöndubakka
Fóstrur og fólk með aðra uppeldismenntun eða
reynslu af uppeldisstörfum óskast til starfa sem
fyrst. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
71240.
Atvinna erlendis
Hér er upplýsingabókin fyrir þig sem ert að leita að vinnu
erlendis til lengri eða skemmri tíma.
Hún inniheldur upplýsingar um störf í málm- og olíuiðnaði,
við kennslu, garðvinnu, akstur, á hótelum og veitingastöð-
um, au-pair, fararstjórn, ávaxtatínslu í Frakklandi og Banda-
ríkjunum, tískusýninga- og Ijósmyndafyrirsætustörf og störf
á búgörðum, samyrkjubúum eða skemmtiferðaskipum.
Bókinni fylgja umsóknareyðublöð. Þetta er bókin fyrir þá
sem hafa hug á að fá sér starf erlendis. Þú færð upplýsingar
um loftslag, aðbúnað í húsnæði, vinnutíma o.fl. Þar að auki
færðu heimilisföng u.þ.b. 1000 staða og atvinnumiðlana.
Bókin kostar aðeins 98,- s.kr. (póstburðargjald innifalið). 10
daga skilafrestur. Skrifaðu til
CENTRALHUS
Box 48, 142 00 Stockholm
Sími: 08 744 10 50
P.S. Við útvegum ekki vinnu!
Læknisbústaður
á Hvolsvelli
Tilboö óskast í aö reisa læknisbústaö á Hvols-
velli. Húsiö er einnar hæöar og um 225 m2.
Skila skal byggingunni frágenginni utanhúss en
ófrágenginni að innan. Húsið sé fokhelt 1. mars
1988 og verkum lokið 1. júlí 1988.
Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Borg-
artúni 7, Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatrygg-
ingu.
Tilboö verða opnuö á sama staö fimmtudaginn
24. sept. 1987 kl. 11.00.
INNKAÍ4PASTOFNUN RÍKISINS
Borgartúni 7, simi-26844
Skóladagheimilið
Völvukot
Vantar fóstrur og/eða starfsfólk meö sambæri-
lega menntun ásamt ófaglærðu fólki. í boöi eru
heilsdags- og hlutastörf. Þetta er kjöriö tækifæri
fyrir ykkur að takast á viö nýtt og skemmtilegt
verkefni í notalegu umhverfi. Völvukot tók til
starfa sumariö 1979 og í dag eru börnin 16. Kom-
iö eöa hringið í síma 77270 og fáið nánari upplýs-
'n9ar Starfsfólk
Hafnarfjarðarbær
Áhaldahús
Verkamenn óskast í almenna útivinnu og á loft-
pressur.
Mötuneyti á staðnum.
Hagstæöur vinnutími.
Upplýsingar í síma 53444.
Yfirverkstjóri
Fóstrur - starfsfólk
Langar þig aö vinna spennandi og uppbyggilega
vinnu meö góöu fólki?
Hafðu þá samband við forstöðumann á dag-
heimilinu Valhöll, Suðurgötu 39 í síma 19619.
Isabel Allende: ég er blaðamaður og verð það alltaf. Það var tilviljun að ég gerðist rithöfundur. Eiginlega var ég að skrifa
bréf....
Ég hefi alls ekkert
ímyndunarafl
Úr viðtali við Isabel Allende, sem er ein af gestum Bókmenntahátíðar.
Ég lét mig aldrei dreyma
um að verða rithöfundur. Til
allrar hamingju á eg snarrugl-
aða fjölskyldu svo að ég þurfti
aldrei að skálda neitt sjálf,
þótt ég hafi gaman af að ýkja.
Ég hefi aldrei spunnið neitt
uppsjálf...
Svo mælir Isabel Allende, rit-
höfundur frá Chile, höfundur
hinnar heimskunnu skáldsögu
„Hús andanna" sem senn kemur
út í íslenskri þýðingu Thors Vil-
hjálmssonar. Og ein af gestum
þeirrar bókmenntahátíðar sem er
að hefjast í Reykjavík.
Isabel Allende er frænka Sal-
vadors Allende forseta Chile og
sósíalistaforingja sem myrtur var
í valdaráni hersins árið 1973.
Tveim árum síðar fór hún í útlegð
og hafði þá m.a. kynnst hópum
andófsmanna sem unnu að því að
hjálpa þeim á flótta sem sættu
pólitískum ofsóknum. Hún hefur
í útlegðinni skrifað margt um
herforingjaeinræðið í Chile, kúg-
unina, pyntingarnar, en frægust
er hún fyrir skáldsögur sínar, Hús
andanna og Ást og myrkur.
f viðtali við Isabel Allende sem
tekið var í Danmörku fyrir
nokkrum mánuðum segir hún
m.a. á þessa leið:
Að skrifa í
Rómönsku Ameríku
Þið í Evrópu eru komnir á það
stig að rithöfundur getur læst sig
inni og skrifað skáldsögu um
hvað hann dreymdi á
fimmtudaginn var. En í Róm-
önsku Ameríku berjumst við
fyrir sjálfri tilveru okkar. Við
höfum ekki tíma til naflaskoðun-
ar.
Það er líka í tísku hér í Evrópu
að ykkur finnst að við skrifum um
svo fáheyrða hluti. Þið haldið að
við séum að skrifa ævintýri en
ekki um veruleikann. Sjálf reyni
ég alltaf að lýsa persónum sem
ekki eru sjaldséðir fuglar, vegna
þess að ég trúi því að ofdýrkun á
því sj aldgæfa eyðileggi t j áskiptin.
Klara er
amma mín
En þú hefur nú sjálf skapað af-
skaplega sérstætt fólk eins og
Klöru í Hús andanna, sem getur
spilað á píanó án þess að lyfta
lokinu, fengið borð til að svífa um
og þar fram eftir götum, segir
blaðamaður
Hún Klara er alls ekki sjald-
gæfur fugl, hún er amma mín.
Amma var gædd þessum ..sál-
rænu hæfileikum, sem eru ekki
neiit sérstætt rómanskt-amrískt
fyrirbæri, þetta þekkist um allan
heim.
Þú skrifar semsagt í anda
hreins og beins raunsæis? Ég
ýki kannski dálítið. Ég hefi af-
skaplega gaman af því að ýkja. Ef
maður segir frá hlutum nákvæm-
lega eins og þeir gerðust þá verð-
ur allt svo leiðinlegt.
Ég skrifaði
afa mínum bréf
Hvernig stóð á því að þú gerð-
ist rithöfundur?
Það var af söknuði. Ég hefi
alltaf verið blaðamaður og það er
ég enn. En árið 1981 dó afi minn -
fyrirmyndin að ættarhöfðingjan-
um Esteban Trueba í „Hús anda-
nna“. Hann var mjög sérstæður
persónuleiki sem mér þótti mjög
vænt um. Ég var tengd honum
sterkum böndum enda ólst ég
upp í húsi hans. Okkur kom ekki
saman um neitt en við elskuðum
hvort annað. Og þegar hann var
að deyja og ég var í Venesúelu og
komst ekki til Chile, þá byrjaði
ég að skrifa bréf til hans til að
segja honum að hann gæti dáið í
friði vegna þess að ég mundi allt -
minningar hans mundu ekki týn-
ast.
Smám saman söfnuðust 500
síður upp á skrifborðinu mínu og
maðurinn minn sagði: Mér finnst
ekki þetta líkjast neinu bréfi
lengur. Kannski er þetta skáld-
saga!
Þá skrifaði ég allt upp aftur og
raðaði efninu upp á nýtt og
reyndi að fá þetta gefið út, en
ekkert forlag vildi taka við þessu
handriti. Að lokum sendi ég það
til Spánar, og þar kom bókin út.
Þetta var allt saman tilviljun. Mig
hafði aldrei dreymt um að verða
rithöfundur.
En „Hús andanna" er saga
þinnar fjölskyldu?
Já, sem betur fer á ég kolrugl-
aða fjölskyldu svo að ég þurfti
ekki að spinna upp neitt sjálf. Ég
finn aldrei neitt upp sjálf. Þegar
ég bý til persónur reyni ég að
finna fyrirmynd til að hlaða utan
á, vegna þess að ég er sjálf full af
fordómum. Ég er hrædd við að
festa fordóma mína á blað og
lenda þar með í klisju í staðinn
fyrir að skapa lifandi persónu.
Af nógu er að taka
Isabel nefnir til dæmis Gustavo
Morante í „Hús andanna". Hefði
hún smíðað þann hermann upp á
eigin spýtur hefði hann orðið
skelfilegur því hún hatar herinn.
En hún kynntist einum af heiðar-
legum liðsforingjum í Chile,
hann er hermaður út í gegn og
karlrembusvín, en hann vildi
ekki taka þátt í grimmdarverkum
og hlaut kárínur fyrir. Og þennan
mann notaði hún sem fyrirmynd
að Gustavo Morante því „mann-
eskjur eru svo margt“,eins og
hún kemst að orði
En, segir hún, ég hefði aldrei
getað búið hann til sjálf. Ég varð
að stela honum. Fólk segir oft: þú
hefur svo mikið ímyndunarafl,
það er alveg dæmalaust. En það
hefi ég alls ekki.
Hinar hvítu
og hreinu
Hvers vegna eru allar helstu
konurnar í „Hús andanna"
kenndar við hvíta litinn? Clara,
Blanca og Alba. öll sækja þessi
nöfn merkingu sína í hvítt.
Vegna þess að mig langaði til
að skapa hreinleikatákn. Ekki í
þeirri merkingu sem vanalega er
notuð. Ég á við það að „hreirí* er
sú manneskja sem getur horft á
heiminn með augum barnsins,
með vissu sakleysi, án þess að
gefa sér neitt fyrirfram. Opnum
augum. Og allar konur í minni
fjölskyldu eru gæddar þessum
eiginleikum. Þess vegna var það
ómögulegt bæði fyrir karlana í
bókinni og samfélagið að setja
þeim skorður. Sál þeirra er frjáls.
Þetta vildi ég sýna á táknrænan
hátt.
áb þýddi og
endursagði.
14 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. september 1987