Þjóðviljinn - 13.09.1987, Blaðsíða 20
REYKJkMIKURBORG
£cuiMn Stöcuui
Bókasafnsfræðingar
Hjá skólasafnamiöstöö skólaskrifstofu Reykja-
víkur eru lausar til umsóknar tvær stööur bóka-
safnsfræðinga:
1. Skófasafnafuiltrúi
Skólasafnafulltrúi er forstöðumaður skólasafn-
amiöstöövar. Hann hefur m.a. eftirlit og umsjón
með skólasöfnum í Reykjavík og leiðbeinir skóla-
safnvörðum í starfi.
2. Ðókasafnsfræðingur
Bókasafnsfræðingur annast m.a. flokkun, skrán-
ingu og önnur sérfræðistörf. Hlutastarf kemur til
greina.
Skólasafnamiðstöð skólaskrifstofu Reykjavíkur
er þjónustumiðstöð fyrir skólasöfn grunnskóla
Reykjavíkur, tvo framhaldsskóla og nokkrar sér-
deildir. Hún er til húsa í Miðbæjarskólanum við
Fríkkkjuveg.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá skóla-
safnamiðstöð, í síma 28544 (Auðbjörg) kl. 9.00-
13.00 vkka daga.
Umsóknarfrestur er til 25. september 1987.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
eyðutHöðum sem þar fást.
REYKJKMIKURBORG
Acucmm Sfá<áei
Staða aðstoðargatnamálastjóra er hér með aug-
lýst laus til umsóknar. í starfinu felst einnig að
veita forstöðu hönnunardeild gatnamálastjóra.
Ennfremur er auglýst til umsóknar staða yfir-
verkfræðings rekstrardeildar gatnamálastjóra.
Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 21. sept.
n.k., en stöðurnar verða veittar frá 1. okt. n.k.
Launakjör eru skv. samningum starfsmannafé-
lags Reykjavíkurborgar. Upplýsingar um stöðu-
rnar veitir gatnamálastjóri og aðstoðargatna-
málastjóri.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
eyðublöðum sem þar fást.
Borgarstjórinn í Reykjavík
Hil REYKJÞMIKURBORG HH
l** <**« «*■» iMi
Acuc&asi Stödícsi MP
Starfsfólk óskast á skóladagheimili Austurbæjar-
skóla. Æskilegt er að viðkomandi hafi fóstru-
menntun eða aðra uppeldislega menntun. Upp-
lýsingar gefur skólastjóri í síma 12681.
|f| REYKJKriKURBORG
MP J.CUC44SI Sfödcci
Proskaþjálfa eða annað uppeldislega menntað
starfsfólk vantar til stuðnings börnum með sér-
þarfir á dagh. Hamraborg v/Grænuhlíð og skóla-
dagh. Selásborg, Selásbletti 4.
Upptýsingar gefur Málfríður Lorange, sálfr. á
skrifstofu Dagvista barna sími 27277 og for-
stöðumenn viðkomandi heimila.
Forstöðumann vantar á leiksk. Leikfell vegna
veikinda. Leikfell er 2ja deilda ieikskóli í Æsufelli
4. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar gefur
Sigurlaug Gísladóttir, umsjónarfóstra á skrifstofu
Dagvista barna sími 27277 og heima 656447.
Auglýsið í Þjóðviljanum
Matarhorn Maríu
Þessa viku ætla ég að
halda áfram með haustdálk
og kynna fyrir landsmönnum
líkjöragerð.
Líkjöragerð hefur notið vax-
andi vinsælda undanfarin ár
erlendis og er oftast talin til
matargerðarlistar f rekar en
bruggunar. Þaðgeturverið
skemmtileg tilbreyting að
bjóða gestum upp á heima-
lagaða líkjöra því þeir eru oft-
ast betri en hinir sem keyptir
eru í verslunum. Sérlega þó
þeirsem búnireru til úrfers-
kum ávöxtum.
Appelsínulíkjör
5 meðalstórar appelsínur
5 dl koníak eða brennivín
61/2 dl flórsykur
Þvoið appelsínurnar vel og af-
hýðið með því að skera þunnar
sneiðar af berkinum með kart-
öfluhnífi. Skerið börkinn í mjóar
lengjur.
Blandið sama áfenginu og
sykrinum og hrærið þangað til all-
ur sykurinn er uppleystur.
Látið börkinn í lítraflösku og
hellið í hana áfengis- og sykur-
blöndunni. Lokið flöskunni og
látið líkjörinn standa í um 3 vik-
ur. Hristið flöskuna af og til.
Síið líkjörinn og hellið í flösk-
ur. Geymið hann helst um tíma,
áður en hann er borinn á borð.
KristaltaBr, rauður krækiberjalíkjör, framreiddur í fallega slípuðu antik líkjörs-
setti er innfeldur á þessa mynd, sem annars sýnir appelsínulíkjör.
Kirsuberjalíkjör
1 kg (um 2 lítrar) örlítið súr kirsu-
ber
1 flaska (75 cl) brennivín eða
koníak
Sykurvatn/lítri af síuðu áfengi:
5 dl sykur
11/2 dl vatn
Hreinsið, skolið og takið
steinana úr kirsuberjunum. Mylj-
ið tíu steina og skiptið þeim í tvær
krukkur.
Setjið kirsuberin í og hellið
áfenginu saman við. Hyljið
krukkurnar grisjum og geymið í
hita, helst í sólríkum glugga, í um
3 vikur.
Síið gegnum dúk eða pappírs-
grisju og mælið áfengið.
Sjóðið sykurlöginn og látið
hann kólna. Þynnið áfengið með
sykurleginum. Hellið líkjörnum
á hreinsaðar, litlar flöskur og
setjið í þær korktappa.
Leyfið líkjörnum að þroskast í
nokkra mánuði, áður en hann er
drukkinn.
Rlbsberjalíkjör
1 lítri ribsber
1 lítri (75 cl) brennivín
Sykurlögur/lítri af síuðu áfengi
2 dl vatn
6 dl sykur
Hreinsið og skolið berin. Setj-
ið þau í flösku eða krukku með
Hægt er að sía smáskammta af
brennivíni og líkjör gegnum kaffig-
risju. Ef magnið er mikið, er léttara að
nota grisju úr dúk.
víðum hálsi. Hellið brennivíninu
út í og lokið með korki eða ann-
ars konar loki. Látið standa og
setjast í um 3 vikur. Hristið öðru
hverju.
Síið og mælið brennivínið.
Sjóðið sykurlög og látið kólna.
Blandið sykurlöginn með berja-
víninu og hellið líkjörnum í flösk-
ur. Líkjörinn á að fá að þroskast
um tíma, áður en hann er borinn
fram.
Jarðarberjalíkjör
Jarðarber
sykur
brennivín ' '
Fyllið tandurhreina flösku til
hálfs með ferskum jarðarberjum
og afganginn með sykri. Notið
síu, þá á þetta að vera auðvelt.
Látið bómullarhnoðra í flösku-
hálsinn og setjið flöskuna í sólrík-
an glugga uns sykurinn er bráðn-
aður. Venjulega tekur þetta um 3
vikur. Snúið flöskunni nokkrum
sinnum á þessum tíma.
Hellið áfenginu í og geymið
flöskuna í dimmu í 1 mánuð. Síið
berin frá og hellið líkjörnum á
hreina flösku.
Krœkiberjalíkjör
Krækiberjalíkjör er búinn til
eins og ribsberjalíkjör, en kræki-
ber koma í stað ribsberja.
Tekið upp úr bókinnl „Drykkir við
allra hæfi“. G.M.F.
Félaqsmálaskoli
* ■ ■ /
alþýðu
11.-24. október 1987
Hvað kannt þú fyrir þér í fundarstörfum og framsögn? Hvað
veist þú um verkalýðshreyfinguna, starf hennar og sögu? Áttu
auðvelt með að koma fram á fundum og samkomum? Tekurðu
þátt í félagslífi? Viltu bæta þekkingu þína í hagfræði,
félagsfræði og vinnurétti? Veitt er tilsögn í þessum og öðrum
hagnýtum greinum á I. önn Félagsmálaskóla alþýðu, sem
verður í Ölfusborgum 11 -24. október n.k. Þá eru á dagskránni
menningar-og skemmtikvöld auk heimsókna í stofnanir og
fyrirtæki. Félagsmenn Alþýðusambands /slands eiga rétt á
skólavist. Hámarksfjöldi á önn er 25 þátttakendur. Umsóknir um
skólavist þurfa að berast skrifstofu MFA fyrir 8. október n.k.
Nánarl upplýsingar eru veittar á skrifstofu MFA,
Grensásvegi 16, sími 91-84233.
Þekking, starf og sterkari verka/ýðshreyfing
MFA
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN