Þjóðviljinn - 22.09.1987, Page 1

Þjóðviljinn - 22.09.1987, Page 1
Suðureyri Kúfiskvinnslan að koma „Við stefnum að því að opna kúfiskverksmiðjuna hérna á Suðureyri við Súgandafjörð 25. september og erum þessa dagana að samstilla vélarnar. Pað er reiknað með að hún afkasti 4 tonnum á klukkutíma og að þar vinni 8-10 manns á einni vakt,“ segir Erlingur Auðunsson skip- stjóri við Þjóðviljann Að sögn Erlings hafa tilrauna- veiðar á Villa Magg ÍS gengið vel, en þeim er lokið í bili. Hefur skipið verið að veiða kúfisk í beitu og hefur hann líkað vel. grh Verkamannasambandið Samflotið fyrír bí Austfirðingarsemja sjálfir. Björn Grétar Sveinsson, formaður Jökuls: Sjáum ekki ástæðu til að vera með í heildarsamfloti innan VMSI. Pórir Daníelsson, framkvœmdastjóri VMSÍ: Veikir samningsstöðuna Framkvæmdanefnd Verka- mannasambandsins hafði frumkvæði að því að 24ra manna samninganefnd var sett á laggirn- ar, og það var gott út af fyrir sig. En þegar það lá fyrir samkvæmt túlkun Guðmundar J. Guð- mundssonar, formanns Verka- mannasambandsins, að nefnd- inni væri ekki ætlað að móta kröf- ur, þá sáum við ekki ástæðu til að vera með, sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður verkalýðs- félagsins Jökuls á Höfn í Horna- firði, en Alþýðusamband Austur- lands mun sjálft annast samnings- gerð í komandi kjarasamningum heima í héraði. „Þetta er í framhaldi af því sem áður var búið að samþykkja á Austurlandi," sagði Björn Grét- ar. „Ef ákveðnum skilyrðum í sambandi við fiskvinnslufólkið yrði ekki fullnægt, þá sæjum við ekki ástæðu til að vera með í heildarsamfloti innan VMSf.“ Aðspurður um hvert væri næsta skrefið hjá Alþýðusam- bandi Austurlands sagði Björn Grétar að fundað yrði um næstu helgi og þá farið yfir vettvanginn og mótaðar ítarlegar kröfur. „En það liggur ekki lífið á,“ sagði hann. „Fyrst þarf að klára ýmis smærri mál, svo sem síldar- söltunarsamningana, og svo líður að mánaðamótum og við sjáum til hvað skeður þá.“ „Mér sýnist það hljóta að veikja samningsstöðu Verka- mannasambandsins þegar þetta stór aðili ákveður að vera sér,“ sagði Þórir Daníelsson, fram- kvæmdastjóri VMSÍ. „Hitt er annað mál að félögin hafa sjálf samningsréttinn, og ráða þvf al- veg hvernig þau fara með hann.“ Blaðamaður hafði mörg úti- spjót til að fá umsagnir um þetta mál hjá formanni og varafor- manni VMSÍ, en hafði ekki er- indi sem erfiði. Varaformaður- inn, Karl Steinar, er ekki á landinu þessa dagana, og Guð- mundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasambands- ins, kvaðst ekkert eiga vantalað við Þjóðviljann. HS ir Ragnar Ómarsson og Kjartan Guðnason í útsýnistunnunni á laugardag. í stiganum má sjá vaktmann Hvals hf num kafinn við að skera niður borðann, en Ragnar slapp með skrekkinn þegar vaktmaðurinn skar á líflínuna. Mynd M Hvalfjörður Hvalbátar stöðvaðir Þrír félagar í Hvalavinafélagi íslands fóru um borð í Hval 9 þegar hann var nýlagstur að bryggju í Hvalfirði upp úr hádegi á laugardag. Það voru þeir Ragn- ar Ómarsson og Kjartan Guðna- son sem klifruðu upp í útsýnis- tunnuna og Benedikt Erlingsson, sem hlekkjaði sig fastan við skut- ulbyssuna. Að sögn hvalavina var tilgan- gurinn með þessu að stöðva hval- veiðar eins lengi og unnt væri auk þess að mótmæla því sem þeir kalla siðlausar og löglausar hval- veiðar íslendinga. Stefán Andreasson, starfsmað- ur á skrifstofu Hvals hf., sagði að fyrirtækið hefði ekki beðið neitt tjón af þessum aðgerðum. „Það var bræla hvort eð var og bátur- inn hefði því ekki farið á rniðin." Hvalavinir halda því fram að vaktmaður hafi stofnað lífi Ragn- ars Ómarssonar í hættu með því að skera á líflínu hans. Þessu neit- ar Stefán og segir þetta einsog hverja aðra þvælu frá hvklavin- um. „Þeir hafa skorið sjálfir á spottann til að sýna hann í sjón- varpinu." -Sáf Ragnar Júlíusson, formaður fræðsluráðs og skólastjóri Alftamýrarskóla, hefur farið í tvær kynnisferðir á vegum Menn- ingarstofnunar Bandaríkjanna til höfuðstöðva NATO í Brússel. Hann fór einnig í fyrra en með í för voru þá skólastjórar Folda- skóla, Hagaskóla, Hlíðaskóla og Hvassaleitisskóla. „Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri, lýgur, þegar hún segist ekki hafa vitað af þessari för okkar til Brussel,“ sagði Ragnar Júlíusson við Þjóðviljann í gær. „Ragnar tilkynnti mér að hann og Sigurjón Fjeldsted væru að fara til Brússel, en í hvaða erind- agjörðum þeir voru að fara hafði ég ekki hugmynd um. Ég hélt satt að segja að þeir væru að fara út af OECD-skýrslunni, eða eitthvað í erindum meirihlutans í borgar- stjórn,“ sagði Áslaug. „Ég hafði ekki hugmynd um að með í för væru sex aðrir skólastjórar og að ferðin væri á vegum Menningar- stofnunarinnar til að kanna höf- uðstöðvar NATO. Þessvegna svaraði ég Þjóðviljanum þegar ég var spurð um ferðina, að ég vissi ekkert um erindi þessarar ferðar né hverjir væru í henni. Og það er fyrst núna að ég frétti af því að sex skólastjórar hafi farið í sömu er- indagjörðum í fyrra." Samkvæmt reglugerð ber skólastjórum grunnskóla að senda leyfisbeiðni til viðkomandi j fræðslustjóra. Hefð er fyrir því að fræðslustjóri beri slíka leyfis- beiðni undir fræðsluráð. Slíkt var ekki gert í þessu tilfelli. „Ég sótti um leyfi til mennta- málaráðuneytisins," sagði Ragn- ar og sá ekkert óeðlilegt við það að hafa sniðgengið fræðsluskrif- stofuna. Ragnar sagðist ekki sjá neitt athugavert við það að skóla- stjórum væri boðið að skoða höfuðstöðvar NATO. „Vorið 1984 fór fjöldi skólastjóra í 14 daga ferð til Kína á fullum launum með styrk frá ríki og borg, og var staðið eins að því að sækja um leyfi til þeirrar ferðar og hjá okkur nú.“ En sér Ragnar engan mun á því að skólastjórar fari að skoða skólakerfi í fjarlægu landi og að skoða aðalstöðvar NATO? „Skoðuðu þeir skóla í Kína?“ var svar formanns fræðsluráðs. Aðspurð um það hvort ekki hefði verið fjallað um Kínaferð- ina í fræðsluráði, sagði Áslaug að svo hefði verið og skýrsla var samin um kynnisferðina og send bæði fræðsluráði og ráðuneyti. -Sáf Sjá bls. 3 NATO-ferðin Önnur för Ragnars Ragnar Júlíusson, formaður frœðsluráðs, fór líka íNA TO- ferð ífyrra. Áslaug Brynjólfsdóttir: Ragnar tilkynnti að hann og Sigurjón Fjeldsted vœru aðfara til Brussel, en ekki hvert erindið vœri né að 6 aðrir skólastjórar væru með íför. Ragnar: Áslaug lýgur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.