Þjóðviljinn - 22.09.1987, Side 9

Þjóðviljinn - 22.09.1987, Side 9
’gssýningin ’87 Sjávarútvegssýningin ’87 Sjávarútvegssýningin ’87 Sr. Karl Matthíasson, sóknarprestur á Stað í Súgandafirði: „Það kemur sér afar vel að hafa skipstjórann í safnaðarstjórninni og ef illa fiskast neðra er alltaf hægt að róa á efri mið." (Mynd: Sig.) tæki sem kemur öllum sem stunda handfæraveiðar að miklum not- um. ” Telurðu sýninguna hafa eitthvert gildi fyrir innlenda fram- leiðendur? „Já, það er engin spurning. Ég held að svona sýning hafi mjög mikið gildi, ekki einungis fyrir framleiðendur, heldur fyrir alla þá sem vinna við sjávarútveg. Hvort sem um er að ræða fólk í landi eða úti á sjó. Hvað okkur varðar sem búum úti á landi er svona sýning algjör hvalreki af margs konar fróðleik og upplýs- ingum um hagnýta hluti sem við getum notfært okkur í lífsbarátt- unni.” Ein samviskupurning, Karl. Ertu fiskinn? „Það er nú það. Sjálfir segja strákarnir sem með mér hafa ver- ið til sjós að ég sé nú betri en enginn. En svona okkar á milli þá hef ég tromp á hendi ef illa fiskast á neðri miðum. Þá er alltaf hægt að róa og fiska á þeim efri. Nú svo spillir það ekki fyrir að skipstjór- inn á Sigurvon IS er í safnaðar- stjórn, ef mig rekur í nauðir með skipsrúm,” sagði Karl Matthías- son sóknarprestur á Stað í Súg- andafirði. grh Smiðjumar leiðandi í nýjungum „Það er nú erfitt fyrir mig að segja til um það hvað sé mar- kverðast á sjávarútvegssýning- unni. Fyrir mína parta hef ég mestan áhuga á öliu því sem við- kemur þjónustu við togara, báta og fískimjölsverksmiðjur, enda er það í beinu sambandi við mitt starf sem vélsmiður,” sagði Ágúst Símonarson sem vinnur hjá Vélsmiðjunni hf. á Akranesi. Það var múgur og margmenni í Laugardalshöllinni um helgina þegar blaðamaður Þjóðviljans átti þar leið um til að forvitnast um það nýjasta í tækni og vísind- um í sjávarútveginum. Við náð- um að króa Ágúst af skamma stund til að heyra álit hans á sýn- ingunni og samanburð við sýn- inguna sem haldin var hér fyrir þremur árum. „Allur samanburður við fyrri sýninguna er henni í óhag. Þessi sýning ber af og þetta er allt ann- að líf nú en þá. Bæði er að sýning- arsvæðið nú er miklu stærra og fjölbreyttara úrval sem sýnt er.” Er eitthvað hérna sem kemur þér á óvart? „Já og nei. Það er voðalega erf- itt að gera upp á milli þess sem hér er sýnt. í sannleika sagt er það allt mjög merkilegt, ef út í það er farið. En það sem kemur mér einna mest á óvart er hvað hér er mikið af útlendingum. Bæði þeir sem eru að auglýsa vörur frá sínum framleiðendum en ekki síður þeir útlendingar sem hér eru til að bjóða okkar fiskimönnum gull og græna skóga ef þeir sigla með aflann út til þeirra og selja hann þar. Hér eru fulltrúar frá mörgum borgum á meginlandinu og Bretlandi sem vilja fá sem mestan fisk til sín af Ágúst Símonarson vélsmiður: „Þessi sýning ber at miðað við þá fyrri sem haldin var fyrir þremur árum. Hér er allt miklu stærra, hvert sem litið er og mikið úrval af alls kyns vörum." (Mynd: Sig.). Islandsmiðum. Þessi ásókn í fiskinn okkar kemur mér einna mest á óvart.” Hvað með tilgang sýningarinn- ar? Heldurðu að hún sé mikil lyftistöng fyrir innlendan iðnað til frekari útflutnings? „Já, tvímælalaust. Og það vek- ur athygli hvað innlendar vélsmiðjur eru framarlega í þró- uninni og á margan hátt leiðandi í nýjungum á vélum og tækjum fyrir sjávarútveginn. Ég er ekki í neinum vafa um það að sýningin vekur athygli umheimsins á fram- leiðsluvörum okkar fyrirtækja og kemur iðnaðinum ákaflega vel í samkeppni hans við erlenda framleiðendur , það er ekki vafi á því,” sagði Ágúst Símonarson vélsmiður frá Akranesi. grh Þrlðjudagur 22. september 1987 ÞJÓÐVILJINN — S(ÐA 13 Heiðurslaun Brunabóta- félags Íslands1988 í tilefni af 65 ára afmæli Brunabótafélags íslands, 1. janúar 1982, stofnaði stjórn fé- lagsins til stöðugildis hjá félaginu til þess að gefa einstaklingum kost á að sinna sérstök- um verkefnum til hags og heilla fyrir íslenskt samfélag hvort sem er á sviði lista, vísinda, menningar, íþróttaeðaatvinnulífs. Nefnast starfslaun þess, sem ráðinn er: Heiðurslaun Brunabótafélags íslands Stjórn B.í. veitir heiðurslaun þessi sam- kvæmt sérstökum reglum og eftir umsóknum. Reglurnarfástáaðalskrifstofu B.(. að Laugavegi 103 í Reykjavík. Þeir, sem óska að koma til greina við ráðningu í stöðuna á árinu 1988 (að hluta eða allt árið) þurfta að skila umsóknum til stjórnar félagsins fyrir 10. október 1987. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Samtök um kvennaathvarf auglýsa eftir áhugasömum konum til sjálfboða- starfa með hópi sem berst gegn nauðgunum. Verkefni þessa hóps eru m.a.: Að veita konum sem hefur verið nauðgað stuðning og ráðgjöf. Að koma á fót sjálfshjálparhópi fyrir konur sem hefur verið nauðgað. Að halda námskeið í sjálfsvörn fyrir konur. Að fræða fólk um afbrotið nauðgun og þolendur þess og auka þannig skilning á alvöru þessa afbrots. Samtökin halda fræðslunámskeið fyrir þær konur sem vilja starfa með hópnum. Vinsamlegast hringið í síma 23720 milli kl. 10 og 12 virka daga. Samtök um kvennaathvarf Vantar pössun 5 ára strák vantar pössun. Er nýflutturfrá Noregi. Þarf að vera með íslenskum jafnöldrum. Á heima í Hlíðunum. Þolir illa reyk og ketti. Sími 10991.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.