Þjóðviljinn - 22.09.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.09.1987, Blaðsíða 10
___________________HEIMURINN________________ Miðríkið Þingað um meistara Kong þráttfyrir andstöðu harðlínumanna íflokknum Meistari Kong. Fræðimenn þinguðu nýskeð í Kína um 2500 ára gamla speki hans. Heimspekingnum Konfúsíusi, sem hlynntur var samræmi á öllum sviðum, myndi sennilega hafa fallið vel í geð sú ró, sem áberandi var á fyrstu alþjóðaráð- stefnunni sem haldin var nýlega honum til heiðurs í Kína. En hætt er við að deilurnar bak við tjöldin hefðu valdið honum nokkrum vonbrigðum. Hætta var á að þessari tíma- mótaráðstefnu 120 fræðimanna í heimaborg meistara Kong yrði frestað vegna kuldagjósturs frá þeim sem stjórna kínverskum menningarmáium í Peking fyrr í sumar. Hugmyndafræðingar kommúnistaflokksins voru ekki hrifnir af þeirra hugmynd að halda alþjóðlega ráðstefnu til að ræða verk hugsuðar, sem hefur haft gríðarleg áhrif í 2500 ár en verið gagnrýndur harðlega í heimalandi sínu sem ein af meg- instoðum kúgunar lénsskipulags- ins. Mjög var þrýst á prófessor Xin Guanjie, varaformann kín- verska Konfúsíusarfélagsins, til að hann aflýsti ráðstefnunni, en félag hans gekkst fyrir henni í samvinnu við kínverska fræði- menn frá Singapor, sem nú eru að endurvekja hefðbundna mennt- un í anda Konfúsíusar í skólum borgarinnar. „Ekki var álitið tímabært að halda slíka ráð- stefnu", sagði kínverskur frétta- maður, „en þeir sem stóðu fyrir henni vildu ekki láta undan“. Síð- an í júlí hefur verið farið fram á það við frjálslynda menntamenn að þeir segi lausum stöðum sínum eða yfirgefi flokkinn vegna rangra skoðana. En meðan harðlínumenn í flokknum höfðu áhyggjur af því að menn sýndu þessu „tákni léns- tímabilsins“ of mikinn áhuga, kvartaði einn afkomandi Konfús- íusar að menn sýndu heimspek- ingnum ekki nægilega virðingu. Prófessor Kong Linpeng, sem kominn er af Konfúsíusi í 76. lið, sagði að í leik- og danssýningu, sem sett hafði verið á svið fyrir ráðstefnugesti og nefnd „Konfús- íusarrapsódía", hefði verið of lítil heimspeki og of mikil ástamál. „Það er varla hægt að sjá það af sýningunni hvað Konfúsíus var mikill andi“, hafði kínverska fréttastofan eftir honum, „og það voru of mörg ástaratriði milli dóttur meistara Kong og eins af lærisveinum hans“. Umræðurnar á ráðstefnunni fóru fram á mjög svo kurteisan hátt í anda Konfúsíusar, þótt komið hafi í ljós ágreiningur milli sumra erlendu gestanna og kín- verskra kollega þeirra. Margir fræðimenn frá rauða Kína tóku með nokkurri tortryggni áhuga skólamanna frá Singapor á sið- ferðiskenningum heimspekings- ins, sem skrifaði einu sinni: „erf- itt er að tjónka við alþýðufólk og konur“. Fræðimenn frá Singapor héldu því samt fram, að kenna ætti já- kvæðari hliðarnar á boðskap Konfúsíusar, en hins vegar gætu menn sleppt hugmyndum hans um stjórnmál og félagsmál, sem taldar eru mótaðar af stéttaskipt- ingu og einveldi. „Við erum ekki að boða stjórnmálakenningar Konfúsíusar", sagði skólamaður- inn Lau Wai Har frá Singapor í hléi milli fyrirlestra, „einungis góðu hluta siðfræði hans“. En Xu Yuanhe, háskólamaður frá Pek- ing, var á annarri skoðun. „Það er ekki hægt að aðskilja siðfræði- og stjórnmálahugmyndir Konfúsíusar“, sagði hann á ráð- stefnunni. Þótt yfirvöldin í Peking væru að vissu leyti andvíg ráðstefnunni af pólitísicum ástæðum, lögðu þau einnig belssun sína á hana á þann hátt að opinber fulltrúi, Qu Mu, flutti ávarp við setninguna, 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN og sagði einn af fræðimönnunum frá Peking að það hefði verið „mjög diplómatískt." „Jafnvel þeir sem hlynntir eru vestrænum áhrifum að öllu leyti geta ekki losað sig fyllilega við hefðbundna menningu og hug- myndir lands síns“, sagði Qu, og vék þar að „borgarlegum menntamönnum", sem sættu nokkrum árásum fyrr á þessu ári fyrir að reyna að „flytja inn“ vest- rænar stjórnmálahugmyndir óbreyttar með húð og hári. En svo bætti hann við: „Kínverjar geta heldur ekki byggt framtíð sína eingöngu á því að efla hefð- bundna menningu og hugmynd- ir“. Á tímum „menningarbylting- arinnar“ frá 1966 til 1976 stóðu þáverandi yfirvöld Kína fyrir harðri baráttu gegn kenningum meistara Kong, en eftir 1980 hafa yfirvöldin snúið varlega við blað- inu og heiðrað minningu heimspekingsins að nokkru leyti. Gröf hans og hof í Qufu í Shand- ong í Austur-Kína hafa verið endurreist, og einn af afkomend- um hans, Kong Demao, settur í háa stöðu. Stjórnmálamenn í Peking hafa höfðað til þeirra dyggða sem Konfústus boðaði fyrst og fremst, sjálfsaga og fé- lagslegrar ábyrgðar, í baráttunni fyrir því að koma efnahagslífinu í nútímalegra horf. „Kínverskir leiðtogar eru að segja að þeir ætli að byggja efna- hagsþróun á hefðbundnu gildi“, sagði Reginald Little, sem er for- maður samstarfsnefndar Ástralíu og Kína og einn af fáum „vest- rænum" þátttakendum á ráð- stefnunni, sem lauk 8. septemb- er. „Þeir hafa virt fyrir sér árang- ursríka þróun mála í öðrum löndum, þar sem áhrif Konfúsí- usar eru sterk, eins og Japan og Taiwan, og telja því að þessar gömlu kenningar geti verið gagn- legar“. En opinber söguskoðun er stöðugt á þá leið, að hin stranga stéttaskipting í því þjóðfélagi sem Konfúsíus boðaði hafi tafið fyrir þróun Kína um margar aldir. „Markmið slíkrar ráðstefnu er einkum það að efla tengslin við Kínverja erlendis og kannske við Taiwan líka“, sagði blaðamaður' frá Kína. „Kínverjar munu ekki snúast til konfúsíanisma aftur“. (Reuter) Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir ágústmánuö 1987, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. október. Fjármálaráðuneytið, 18. september 1987 Á Tilraunastöð háskólans í meinafræði er laus staða skrifstofustjóra, sem sér um dag- legan rekstur, bókhald og fjármál. Laun sam- kvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skulu sendar forstöðumanni fyrir 15. október 1987. Persaflóastríðið Ágreiningur um óformlegt“ vopnahlé Iranirfallast á að hvíla vopn sín meðan Sameinuðu þjóðirnar látafarafram rannsókn á því hver hafi átt upptökin að stríðinu 3Í Að sögn heimildamanna hjá Sameinuðu þjóðunum hafa íranir fallist á „óformlegt“ vopnahlé í stríðinu við íraka á meðan hlutlaus athugun fer fram á því hvor þjóðanna hafi hafið stríðið. Sú könnun eigi að vera gerð af fulltrúum Sameinuðu þjóðanna. En þeir kveöa íraksstjórn hafa hafnað þessari hugmynd og kraf- ist þess að bundinn yrði þegar í stað endir á stríðið, „formlega" og án skilyrða, einsog kveðið er á um í ályktun Öryggisráðs Sam- einuðu jjjóðanna frá 20. júlí síð- astliðnum. Stjórnir styrjaldarríkjanna gerðu aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Perez de Cuellar, grein fyrir sjónarmiðum sínum er hann var á ferð í íran og frak nýverið. Hann gaf síðan Öryggis- ráðinu skýrslu. Fyrrnefndir heimildamenn segja stjórnvöld í Teheran hafa dregið nokkuð úr andstöðu sinni gegn vopnahléshugmyndum því fyrir skemmstu harðneituðu þeir að ljá máls á friði nema hann sigldi í kjölfar fordæmingar Ör- yggisráðsins á fraksstjórn fyrir að hafa átt upptökin að stríðinu og samþykktar refsiaðgerða gegn þeim. -ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.