Þjóðviljinn - 02.10.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.10.1987, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN— Hvernig líst þér á nýja ráðhúsiö við tjörnina? Sigurður Örlygsson, listmálari Líst ekki á þaö. Það á að láta miðbæ- inn sem mest í friði. Ég vil ekki láta hrófla við miðbænum, nema til að gera upp gömul hús. Það er nokkuð heilleg mynd í kringum tjörnina og hún á að fá að halda sér. Ester Högnadóttir, húsmóðir Hræðilega. Alveg hræðilega. Þetta er fyrir neðan allar hellur. Það á að láta miðbæinn í friði. Ruth Bergsteinsdóttir, kaupmaður lila. Ég vil ekki sjá það. Það á frekar að laga kantana og umhverfið eins og það er. Hafa tjörnina eins og hún er. Þetta er alltof stór bygging og alls ekki viðeigandi. Ráðhúsið er alger tíma- skekkja. Ég vil geta notið þessa gamla og vinalega umhverfis eins og það er. Fá að vera á skautum í friði fyrir ráðhúsbyggingunni. Benedikt Guðbjartsson, bankalögfræðingur Það á helst ekki að vera á þeim stað, sem hefur verið ákveðinn. Ég er hrifn- ari af hugmynd Ómars, um að flytja Miðbæjarskólann vestur í bæ og byggja ráðhúsið þar sem hann er núna. Það skemmir umhverfi tjarnar- innar síður. En reyndar er ég ekki Reykvíkingur, þannig að þetta skiptir mig ekki eins miklu máli. Sofffa Karlsdóttir, nemi í Söngskóianum Mér líst alls ekki á það. Það má ekki minnka tjörnina og ráðhúsið eyði- leggur umhverfið við tjörnina, sem er einn af fáum griðastöðum í bænum. FRÉTTIR Grímsey Skjálftamenn norður Almannavarnir efna tilfrœðslufundar í Grímsey ídag. Upplýsinga um skjálftana að undanförnu aflað meðal íbúanna Aðstæður í Grímsey ef til stærri skjálfta kemur eru fremur bágar, en þó er ekkert sem ekki er hægt að leysa með nútímatækni. Á eynni er flugvöilur fyrir smærri vélar, þyrlum er hægt að beita, og jafnvel þótt höfnin laskaðist væri mögulegt að flytja fólk á bátum út í skip, sagði Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almanna- varna, en stofnunin hefur ákveð- ið að efna til fræðslufundar fyrir eyjarskeggja vegna þeirrar jarð- skjálftavirkni sem hefur verið á Grímseyjarsvæðinu að undan- förnu, og verður hann haldinn í dag i samkomuhúsinu. Auk Guðjóns mæta á fundinn jarðeðlisfræðingarnir Páll Ein- arsson og Páll Halldórsson, Örn Egilsson fulltrúi og Gísli Olafs- son, en hann er starfsmaður Al- mannavarna á Norðurlandi. Fluttir verða fyrirlestrar um þá jarðfræði Grímseyjar sem hefur áhrif á jarðskjálftavirkni, og um varnir og viðbrögð gegn jarð- skjálftum. Þá er í ráði að afla upplýsinga meðal íbúanna um hvernig þeir hafi fundið fyrir jarðskjálftunum. Á Grímseyjarsvæðinu hefur verið stöðug jarðskjálftavirkni síðan í septemberbyrjun. Flestir hafa skjálftarnir verið smáir, en þó valdið óþægindum. Sá stærsti fór rétt yfir 4 á Richterskvarða og þá hrundu smáhlutir úr hillum en ekkert laskaðist af stærri hlutum að sögn Guðjóns. Guðjón var spurður um jarð- skjálftaspár, og sagði hann að kapp væri nú lagt á að setja upp tæki víða um land til að sjá fyrir * næstu skjálfta, en miklum erfið- leikum væri bundið að segja fyrir um jarðskjálfta. - Það tekst kannski á einu svæði, en slíkt er erfitt að heimfæra upp á önnur, þar sem aðstæður eru ólíkar. „En það má segja að það sem við erum að gera í dag nýtist næstu kynslóð,“ sagði Guðjón. HS tilefni 20 ára afmælisins afhentu stjórnendur lyfjafyrirtækjanna Pharmaco hf. og Delta hf. Rannsóknastöð Hjartaverndar 200 þús. kr. að gjöf. Á myndinni afhendir Werne Rasmusson stjórnarformaður fyrirtækjanna Nikulási Sigfússyni, yfirlækni Rannsóknastöðvarinnar, gjöfina. Hjartasjúkdómar Sérfræðingar þinga Hjartasérfrœðingarfrá níu löndum samankomnir hér á landi. Ráðstefna á Hótel Loftleiðum2. og3. október. 50% látastaf völdum hjartasjúkdóma hér á landi Itilefni af 20 ára afmæli Rannsóknastöðvar Hjarta- verndar verður efnt til lækna- þings dagana 2. og 3. október næstkomandi og fer þinghaldið fram að Hótel Loftleiðum. Á læknaþinginu verða flutt 22 erindi, sem öll fjalla um hjarta- sjúkdóma og málefni tengd þeim. Hingað til lands hefur verið boð- ið átta mikilsmetnum læknum og vísindamönnum á sviði hjarta- lækninga og koma þeir frá Fær- eyjum, Danmörku, Noregi, Sví- þjóð, Finnlandi, Bandaríkjun- um, Bretlandi ogTékkóslóvakíu. Auk þess munu fjórtán íslend- ingar flytja erindi, þar af 11 lækn- ar. Frá því að Rannsóknastöð Hjartavemdar tók til starfa hafa verið skoðaðir nær 70 þúsund ís- lendingar. Tilgangur starfsins hefur alla tíð verið að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir skæðasta sjúkdóm sem hrjáir mannkynið í dag, sem hjartasjúk- dómar eru. í hóprannsókn Hjartaverndar árið 1968-1970 kom í ljós að 16J karlmenn af hundraði reyndust vera með hækkaðan blóðþrýst- ing. Á undanförnum árum hefur skilningur fólks aukist á fyrirbyg- gjandi aðgerðum sem kemur fram í því að dregið hefur úr há- þrýstingi almennt hér á landi og jafnframt minnka líkurnar á ó- tímabærum dauðdaga af völdum hjartasjúkdóms. En staðreyndin er að mun meira má gera til að sporna við vágestinum sem manna og ótal marga um aldur leggur að velli um 50% lands- fram. gr|, Afmœli Æskan90 ára Afmœlisins minnst með fagnaði í Tónabíói5. okt. Barnablaðið Æskan er 90 ára um þessar mundir. Það hóf farsæla göngu sína þann 5. okt. 1897, undir ritstjórn Sigurðar Jú- líusar Jóhannessonar. Blaðið hef- ur lengst af verið geflð út af Stór- stúku Islands. Æskunni var í öndverðu ætlað það hlutverk að efla „bindindi, gott siðferði, framfarir og menntun unglinga yfir höfuð“. Sú stefna blaðsins er enn óbreytt og hefur enst því til þess langlífis, sem raun ber vitni. Þessa merkisafmælis Æskunn- ar verður minnst með fagnaði í Tónabæ mánudaginn 5. okt. og hefst hann kl. 10.30. mj,g 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.