Þjóðviljinn - 02.10.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.10.1987, Blaðsíða 15
þJÓOVILIINN Tímiim 0 68 13 33 0 68 18 66 0 68 63 00 Blaðburóur er I og borgar sig Hlíðar BLAÐBERAR ÓSKAST í: N«a miðbæ A ustur-Þýskaland 349 boltar - tvö mörk! Austur-Þjóðverjar eru mjög óánægðir með framistöðu félag- sliðanna i Evrópukeppninni. Þrjú lið féliu úr leik, en eitt komst áfram. Þýska blaðið Junge Welt gekk líklega lengst í skrifum sínum um slaka framistöðu landa sinna. Á baksíðu blaðsins var stór eyða og fyrir neðan stóð:„Inní þetta pláss má koma fyrir 349 boltum, en fjórum austur-þýskum liðum tókst aðeins að skora tvö mörk!“ Fyrirsögnin var „Þrjú úr leik: Orð óþörf!“ Dynamo Berlin, Dynamo Dresden og Lokomotiv Leipzig voru öll slegin út og það var að- eins Wismut Aue sem komst áfram, á vafasamri vítaspyrnu gegn Val. -Ibe/Reuter Knattspyrna Ross þjálfar KR-inga Ian Ross, þjálfari íslands- meistara Vals, hefur nú ákveðið að breyta til og næsta ár mun hann þjálfa KR-inga. lan Ross skrifaði undir tveggja ára samning við KR-inga. Ross sagði í samtali við Þjóð- viljann að megin ástæðan fyrir því að hann fór til KR hafi verið sú að hann vildi breyta til. Þá hafi KR verið besti kosturinn, Iið á uppleið, samansett úr góðum leikmönnum sem þó hafa ekki náð nógu vel saman. -Ibe Körfubolti Góð ferð til Skotlands íslenska kvennalandsliðið, U-21 árs, fór nú fyrir skömmu keppnis- ferð til Skotlands og náði þar góð- um árangri. Liðið lék fimm leiki gegn skoskum félagsliðum og sigraði í þeim öllum, flestum með töluverð- um mun. Eftir mótið var valið úrvalslið og voru í því tvær íslenskar stúlkur. Anna María Sveinsdóttir ÍBK og Anna Björk Bjamadóttir ÍS. Anna María var valin besti leikmaður mótsins og var einnig stigahæst. -Ibe Handbolti Handbolta- skóli KR KR-ingar efna til handbolta- skóla í vetur fyrir byrjcndur, stúlkur fæddar 1976 og drengi fædda 1979. Skólinn verður til húsa í í- þróttahúsi Melaskóla, hefst laugardaginn 3. október og stendur til 12. desember. Einnig verður æft í KR-heimilinu. Kennarar verða Ólafur B. Lár- usson, Olga Garðarsdóttir og Lárus Lárusson. Innritun fer fram í KR- heimilinu í dag kl. 18.30-19.30, Fyrsti bikc Mynd/E.ÓI rins í httfn. Hreiðar Hreiðarsson hampar hér sigurlaununum í Reykjanesmótinu í körfknattleik. Körfubolti Yfirixnðir hjá Njarðvík Reykjanesmótið í körfuknatt- leik lauk með leik Njarðvíkinga og Hauka í Firðinum í gærkvöldi þar sem Njarðvíkingar unnu sannfærandi 91-78. Njarðvíkingar komu mjög á- kveðnir til leiks og með mjög góðu spili í fyrri hálfleik má segja að þeir hafi tryggt sér sigur yfír máttlitlum Haukum. Staðan í hálfleik var 45-26. Haukar náðu þó að klóra að- eins í bakkann í síðari hálfleik og minnka muninn, en jafnóðum og þeir minnkuðu hann í 10 stig var eins og Njarðvíkingarnir vökn- uðu og juku aftur við sig og var sigur þeirra aldrei í hættu. Njarðvíkingar voru vel að þessum sigri komnir, unnu alla andstæðingá sína auðveldlega og má búast við þeim í hörkuformi í Úrvalsdeildinni í vetur. ó.St Úrslit leikja í Reykjanesmótinu: Haukar-U.M.F.G 76-72 Í.B.K.-Breiðablik 87-40 U.M.F.G.-U.M.F.N 66-96 Haukar-Breiðablik 82-45 U.M.F.N.-Breiðablik 84-44 Haukar-Í.B.K 61-67 Í.B.K.-U.M.F.N 78-80 U.M.F.G.-Breiðablik 72-62 U.M.F.G.-Í.B.K. 52-81 Haukar-U.M.F.N. 78-91 Lokastaðan: l.Njarðvík 2. Keflavík 3. Haukar 4. Grindavík 5. Breiðablik Atli Hilmarsson verður líklega frá keppni næstu vikur. Mikið áfall fyrir Framara. Mynd.E.ÓI. Handbolti Fellsmúla Bakkahverfi (Breiðholti) Seljahverfi Gjfurieg vonbrigði Atli Hilmarsson frá í 10 vikur? „Þetta er að sjálfsögðu gífur- legt áfall fyrir mig og það virðist ekki ætla af okkur að ganga,“ sagði Atli Hilmarsson stórskytta Framara sem meiddist illa í leik Fram gegn Val. „Það er ekki öruggt að ég sé brotinn, en það bendir allt til þess og ég hef öll einkennin. Það myndi þýða 10 vikna hvfld. Þetta bein er mjög lengi að gróa og slæmt að lenda í þessu í upphafi móts.“ „Við Framarar höfum orðið fyrir miklum áföllum. Hannes Leifsson og Egill Jóhannsson verða ekki með næstu vikur og Jens Einarsson er meiddur. Þá höfum við misst Per Skarup frá því í fyrra og fleiri, þannig að út- litið er ekki mjög bjart.“ „Ég er samt ekki smeykur og er mjög stoltur af strákunum eftir leikinn í gær. Þetta eru mjög góð úrslit. “ „Það sem ég hef séð af mótinu lofar góðu. Mér fínnst Víkingar líklegastir til að sigra og hef einn- ig mikla trú á FH-ingum. Vals- menn finnst mér vanta herslum- uninn. Þá komu ÍR-ingamir á óvart í gær, léku vel og Þórsarar skora 21 mark gegn FH sem er gott. Þessi lið geta vel hirt stig af stærri liðunum. Ég sé fram á skemmtilegt tíma- bil, þó að ég sé ekki hrifinn af þessu langa hléi. Ég vona bara að áhorfendur mæti á leikina og skapi stemmningu," sagði Atli að lokum. -Ibe Ártúnshoit Kópavog (vestur) Kópavog (austur) Smáíbúðahverfi Fossvog Vesturbæ Seltjarnarnes Hafðu samband við okkur þJÓÐVlLIINN Síðumúla 6 0 68 13 33 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.