Þjóðviljinn - 02.10.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.10.1987, Blaðsíða 10
HEIMURINN Tilkynning f rá fram- leiðnisjóði landbúnaðar- ins Meö vísan til c-liöar 12. gr. búvörusamnings landbúnaðarráðherra og Stéttarsambands bænda dags. 21. 9. 1986 tilkynnist hér meö, aö Framleiðnisjóður landbúnaðarins mun nú í haust gefa kost á samningum um fækkun sauðfjár, þannig að framleiðendur sauðfjárafurða geti að- lagað bústofnseign sína fullvirðisrétti. Greiddar verða kr. 1500.00 fyrir hverja fullorðna kind, sem fargað verður skv. slíkum fækkunarsamningi, gegn skuldbindingu um að ekki verði fjölgað á ný næstu 5 árin. Að jafnaði verður ekki gerður samningur um minni fækkun en 15 kindur. Fækk- un miðast við framtalinn bústofn skv. forðagæsl- uskýrslum 1986. Ennfremur gefst framleiðend- um, sem engan fullvirðisrétt hafa, kostur á fækk- unarsamningi, gegn skuldbindingu um að þeir geri ekki kröfur um aðild að búvörusamningi Stéttarsambands bænda og landbúnaðarráð- herra. Umsóknarfresturertil 25. okt. n.k. Upplýs- ingar veita ráðunautur búnaðarsambandanna og Framleiðnisjóður landbúnaðarins í síma 91- 25444. Vakin er athygli á, að ekki verður boðið upp á slíka fækkunarsamninga sem hér um ræðir síðar á ofangreindu tímabili. Framleiðnisjóður landbúnaðarins Vita- og hafna- málaskrifstofan óskar að ráða skrifstofumann, starfssvið: vélritun og bókhald. Hlutastarf kemur til greina. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 9. okt. Vita- og hafnamála- skrifstofan Seljavegi 32. Sími 27733. F.h. Innkaupanefndar sjúkrahúsa óskum vér eftir tilboðum í sótt- hreinsunarumbúðir. Útboðsgögn eru seld á skrifstofu vorri á kr. 300.- per sett. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00 f.h. þriðjudaginn 20. okt. n.k. í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Þjóðviljann vantar dugmikið sölufólk til starfa. Vinnutími er á kvöldin og um helgar. Góð launfyrirduglegtfólk. Haf- ið samband við Hörð í síma 681333. þJÓÐVIUINN Og samt græðir hlutafélagið BT 2,3 miljarða punda á ári.... Bretland íhaldsins Fyrir þrem árum seldi íhalds- stjórn Margaretar Thatcher einkaaðilum símakerfið breska. Siðan þá hefur símaþjónusta orð- ið mun dýrari í landinu en hún var - og þjónustan hefur versnað. Símahlutafélagið er að verða ein mest hataða stofnun landsins. Lítil dæmisaga: Fyrir þrem árum var athafnamaður nokkur í London, Michail Silverman, einn af ráðgjöfum Margaret Thatcher forsætisráðherra. Eins og aðrir einkaframtaksmenn lagði hann það til, að breska ríkissímafyrir- tækið BT (British Telecom) yrði gert að einkafyrirtæki. Sala hlutabréfa í hinu nýja fyrirtæki aflaði fjögurra miljarða punda í ríkiskassann (með öðrum orðum - það var þó ekki hafður sá ís- lenski siður á sölu ríkisfyrirtækis, að gefa það fyrir slikk). Og mark- aðshyggjumenn brostu bjartsýnu brosi: nú þóttust þeir vissir um að „skriffinnskubákn“ eins og BT yrði að geysihagkvæmu og vel reknu einkafyrirtæki. Ó, hvað eg gjörði illa En Silverman átti eftir að iðr- ast sinna gjörða. í janúar leið kom rutl á símakerfið í göfugu hverfi í miðri London, Blooms- bury, og sú bilun hefur kostað þennan ráðglaða bisnessmann um 120 þúsundir punda til þessa. Viðskiptamenn heima fyrir og er- lendis hafa reynt án árangurs að ná sambandi við sinn mann - og þeir hafa þá í vaxandi mæii snúið sér til keppinauta hans. Ástandið hefur enn ekki batn- að. Á átta mánuðum hefur BT ekki tekist að leysa tæknileg vandamál símaþjónustu við Blo- omsbury. Varfæmum mönnum telst svo til að fyrirtæki í hjarta Lundúna hafi skaðast um svosem tíu miljónir punda á öllu saman. Silverman tók sig svo til, skipu- lagði mótmælahreyfingu sam- borgaranna gegn hinu einka- rekna símafyrirtæki. Ef ég ver mig ekki gegn þessum ósköpum, þá blæðir mér út rétt eins og öðr- um, segir hann í blaðaviðtali Viðskiptavinirnir tapa Mikil og vaxandi óánægja ríkir með hlutafélagið BT í Bretlandi. Meira að segja hægrisinnað viku- rit eins og Spectator segir að BT sé mest hataða stofnun landsins og bauð upp á verðlaun fyrir skelfilegustu hrollvekjuna sem menn gætu sagt af viðskiptum sínum við símann háeff. í raun réttri beinist gagnrýnin gegn frú Thatcher sjálfri. Hægri- stjórn í Frakklandi hefur selt einkaaðilum nokkur fyrirtæki, banka og iðjuver, sem vinstri- menn höfðu áður tekið úr einka- eign og þjóðnýtt. En Margaret Thatcher gengur miklu lengra - hún selur líka ríkisfyrirtæki sem löng hefð er fyrir að fari ein með tiltekna þjónustu. Pau umskipti eru áhættulítil fyrir hluthafana og arðbær í betra lagi. En viðskipta- vinirnir hafa litla ástæðu til að fagna. Nýleg skoðanakönnun greinir frá því, að 60% Breta telji að símaþjónustan hafi versnað að mun á þeim þrem árum sem liðin eru frá því að hún var lögð undir einkarekstur. Það hlálega er að það eru einkum bisnessmenn sem kvarta undan vesælli þjónusta og dýrri - og einatt röngum reikn- ingum í þokkabót. Telecom hef- ur viðurkennt að hafa sent Eng- landsbanka of háa reikninga upp á 250 þúsund pund. Það hefur og komið á daginn við athugun að innanlandssímtöl eru í Bretlandi einhver hin dýr- ustu sem þekkjast. Aftur á móti eru samtöl við útlönd tiltölulega ódýr. Svifaseinir þursar Gæði þjónustunnar hafa, eins og fyrr var fram tekið, ekki batn- að þótt verðlagning á henni hafi rokið upp. Þvert á móti. Það geta liðið níu mánuðir frá því að sótt er um nýjan síma þar til síma- menn frá BT koma og tengja hann. Viðgerðarþjónustan er líka fyrir neðan allar hellur. Enda þótt fyrirtækið auglýsi að það geri við bilanir innan tveggja sólar- hringa geta margir dagar liðið áður en viðgerðarmaður lætur sjá sig - og þetta er tilfinnanlegt í landi þar sem hver sími þagnar að meðaltali einu sinni á tveggja ára fresti. British Telecom sýnir heldur ekki þann almenna viðbragðsflýti sem einkafyrirtæki telja sig hafa umfram ríkisfyrirtæki. Þegar notkun síma margfaldaðist í kjarna Lundúna í fyrra eftir að kauphallarviðskipti voru flutt í tölvur, tók símanetið að hrynja saman. Og þá mistókst að sam- tengja spánnýjar skiptistöðvar við þær eldri - nýja kerfið sendi símtöl jafnt og þétt inn á gamla kerfið og sprengdi það. Leitað hefur verið ýmissa út- skýringa á þessum símavand- ræðum Breta. Sumir segja, að þess hafi ekki verið gætt að skipta um alla forstjóra BT um leið og fyrirtækið varð hlutafélag. í ann- an stað hafi mistekist að koma upp einhverju símafyrirtæki við hliðina á BT sem gæti veitt því samkeppni. Helsti keppinautur- inn, Mercury Communications, hefur sérhæft sig í að þjóna stór- fyrirtækjum í London - m.a. reynt að komast í það að fleyta rjómann ofan af þeim kjafthætti sem iðkaður er í síma. En sem fyrr segir: hluthafarnir í BT tapa ekki. Búist er við því að það græði í ár 2,3 miljarða punda - enda búast Silverman og fleiri slíkir við því að símareikningar þeirra hækki um 20 prósent í ár. En nú gætu menn spurt sem svo: Úr því það eina sem gerist við að setja símaþjónustuna bresku í einkaeign er það, að símaþjónustan verður dýrari og lakari; væru þessir 2,3 miljarðar sem hlutafélagið fær í gróða ekki betur komnir í sameiginlegan sjóð? Ekki mundi af veita í því mikla atvinnuleysislandi.... Áb byggði á Spicgel. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.