Þjóðviljinn - 02.10.1987, Blaðsíða 4
Atkvæðagreiðslu um
Djúgasvili, öðru nafni Stalín, skildi eftir sig
alræmda minnisvarða víðs vegar um Moskvu í
formi ógnarlegra bygginga, sem brutu allar
hefðir, línur og stíla.
Af þessu arkitektúríska framlagi var Stalín
sjálfur mjög hrifinn. Aðrir voru hins vegar minna
hrifnir. Víst er að þegar framandi gestir halda
inn í höfuðstað hinna sósíalísku sovétlýðvelda
heyrast stundum andköf yfir ósköpunum.
Einsog Stalín er Davíð Oddssyni mjög áfram
um að byggja yfir sig minnisvarða. Til að svala
þessum hégómlega metnaði borgarstjóra er nú
Stalínrenisansinn að hefja innreið sína í Reykja-
vík, í formi ráðhúss sem borgarstjórinn og hans
lið vill setja niður í Tjörnina í Reykjavík.
Munurinn er að vísu sá, að ráðhús Davíðs er
ekki Ijótt á sama hátt og tertubyggingar Jóseps
Stalíns, en á það hins vegar sammerkt með
þeim að brjóta gersamlega upp það umhverfi
sem því skal þröngvað inn í.
Tjörnin og umhverfi hennar þolir ekki að út í
norðurenda hennar sé þvingað stórgerðu ráð-
húsi, og skiptir þá litlu hversu fallegt eða hagan-
legt það hús er. Sá svipmikli dráttur sem Tjörnin
er í ásjónu Reykjavíkur ber einfaldlega ekki
slíka viðbót.
Nú er að vísu tæpast umdeilanlegt, að fyrr
eða síðar mun vaxandi borg af toga Reykjavíkur
reynast hagkvæmt að flytja saman í einn stað
sem mestan hluta af stjórnkerfi sínu. En hitt er
líka staðreynd, að það er ekkert sem knýr á um
að strax verði lagt í svo umfangsmikla og dýra
fjárfestingu, - engin rök sem skýra hinn óskýrða
hraða, sem Davíð Oddsson vill hafa í þessu
máli.
Nema vitaskuld sá barnslegi metnaður sem
borgarstjóri deilir með Jósepi heitnum um
óbrotgjarnan minnisvarða í formi steinsteypu-
virkis þar sem síst skyldi.
Fæstir hafa að líkindum gert sér grein fyrir
hve geysilegt mannvirki hið nýja ráðhús borg-
arstjórans á að vera. Að rúmmetratali nálgast
það sem er ofan jarðar af húsinu að vera jafn
stórt og Hallgrímskirkja öll.
Þar með er sagan ekki fullsögð. Undir húsinu
ætlar borgarstjórnaríhaldið að grafa í jörðu bíl-
ageymslu á þremur hæðum sem á að rúma
flota upp á 330 bíla. Kostnaðurinn við geymsl-
una eina er heldur ekkert smáræði, - nærri
kvartmiljarður!
Með bílageymslunni verður þó fleira grafið en
þrjár hæðir í jörðu niður. Tjarnargatan, friðsæl
vin í miðborgarösinni, verður grafin í sinni nú-
verandi mynd.
í fyrsta iagi er Ijóst, að aðkeyrslan að bílagryfj-
unum verður um Tjarnargötuna. Umferð um
götuna mun margfaldast og svipur hennar við
það eitt gjörbreytast.
í öðru lagi er Ijóst, að í dag er Tjarnargatan
heilsteyptasta og jafnframt ein fallegasta byggð
timburhúsa í Reykjavík. En ráðhús í enda göt-
unnar mun gersamlega bera götumyndina ofur-
liði.
Staðreyndin er einfaldlega sú, að Tjörnin er
höfuðgersemi Reykvíkinga. Með því að þvinga
ráðhús út í hana einsog nú er fyrirhugað mun
svipmót Tjarnarinnar og þar með alls miðbæjar-
ins breytast verulega.
Hér þurfa menn því að fara með gát, en forð-
ast stalínískt flas manna sem eru fyrst og fremst
raðhúsið!
á höttunum eftir svölun hégómlegs metnaðar.
Það er líka vert að leggja á það áherslu, að
bygging ráðhúss, sem að rúmmetrafjölda ofan-
jarðar er næstum jafnstórt Hallgrímskirkju, mun
kosta 750 miljónir króna. Áður en menn leggja í
slíka framkvæmd verða þeir að spyrja sjálfa sig:
Er forsvaranlegt að eyða öllum þessum fjár-
munum í ráðhús, sem einsog sakir standa er
ekki brýn þörf fyrir, meðan svo margt annað
skortir?
- Hundruð aldraðra Reykvíkinga eru á bið-
lista eftir sómasamlegu húsnæði. Eigum við að
kosta 750 miljónum til byggingar ráðhúss áður
en vandi þessara bágstöddu samborgara okkar
er leystur?
- Það er mikill og vaxandi skortur á húsnæði í
borginni. Væri ekki skynsamlegra að verja 750
miljónum til að byggja leiguhúsnæði heldur en
skrautlega skrifstofu undir Davíð og íhaldið?
- Biðlistar eftir plássi á dagvistarheimilum
fara dagvaxandi og nú vantar 23 barnaheimili til
að svara þeirri þörf. Það myndi kosta minna en
ráðhúsvirði að byggja öll 23 barnaheimilin sem
vantar. Hvers konar forgang viljum við?
Áður en lagt er í jafn umdeilanlega fram-
kvæmd og byggingu ráðhúss er því alveg
nauðsynlegt að vilji fólksins í borginni liggi fyrir.
Rétta leiðin til að kanna það felst í tillögu Al-
þýðubandalagsins, sem Kristín Á. Ólafsdóttir
mælti fyrir í borgarstjórn í gærkvöldi:
Láta fara fram almenna atkvæðagreiðslu
meðal borgarbúa um ráðhúsið og fresta
framkvæmdum á meðan!
-ÖS
KUPPT OG SKORIÐ
Skólasamsæri
vinstrimanna
í síðasta Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins er mjög vitnað
til rits sem dr. Arnór Hannibals-
son hefur skrifað og heitir Skóla-
stefna. Morgunblaðið tekur upp
alllanga ívitnun í rit þetta, þar
sem ýmsu því sem ofarlega hefur
verið á baugi í skólamálaumræðu
liðinna ára er lýst sem samsæri
vinstrisinna, tilræði þeirra við
hefðir, fjölskyidulíf og sögu þjóð-
arinnar. Þar er því fram haldið að
„nývinstrisinnar" vilji með áhrif-
um sínum í skólakerfinu skera
sem mest niður áhrif foreldranna
á uppeldi og nám barna. Enda líti
þeir svo á að fjölskyldan sé
„gróðrarstía afturhaldsins, höf-
uðandstæðingur stéttabarátt-
unnar. Það ber því að stefna að
því að útrýma henni“. Arnór er
líka handviss um að vinstrimenn
telji skólakennslu „leiðina til
byltingarinnar". Hann hefur
m.a. skrifað þetta hér:
„Þessi skólakennsla á ekki að
hafa nein tengsl við siði, venjur
og trú þeirrar þjóðar sem skólinn
starfar fyrir. Það er mjög mikil-
vægt fýrir hugsjónina að afnema
alla kennslu um fortíð þjóðarinn-
ar. Börn sem læra sögu, gætu á-
netjast siðum þjóðarinnar. Því
þarf að afnema söguna. í staðinn
á að koma athugun á nútíma-
þjóðfélagi því sem nemandinn
lifir í. Það efni á að matreiða í
anda hinna „gagnrýnu félagsvís-
inda...“
Glæfraleg einföldun
Höfundur Reykjavíkurbréfs er
eitthvað smeykur við þessi stór-
yrði, en hann langar samt ber-
sýnilega að gera þau að sínum.
Hér er ekki svigrúm til að fara
út í flóknar deilur um skólastefnu
á liðinum árum, deilur sem meðal
margs annars hafa snúist um það
hvernig samræma megi kröfur
um miðlun þekkingar og kröfur
um eflingu skilnings og álykt-
unargáfu. Þar eru margskonar
straumar á ferð, og afskaplega
glæfraleg einföldun að sjá í þeim
fyrst og síðast árekstra milli
vinstrimanna og hægrimanna,
hvað þá samsæri fyrrnefndra.
Ekki síst á íslandi, þar sem
vinstrimenn hafa þótt feiknalega
þjóðernissinnaðir og þar eftir
áhugamenn um sögu og bók-
menntir landsmanna - um þá
hluti, sem dr. Arnór segir vinstrið
helst vilja eyðileggja.
Hvaðan berast
straumarnir?
Klippari er sjálfur einn þeirra
sem er tilbúinn til að ánetjast rit-
um um sagnfræði hvenær sem er.
Og hefur haft vantrú á hugmynd-
um ýmissa sálfræðinga og upp-
eldismanna að börn geti ekki
numið sögu að gagni vegna þess
að þau átti sig ekki á því hvað tími
er. Og því sé skárra að reyna að
fjalla um einstaka þætti í sögunni
(maðurinn í stríði, maðurinn í
starfi osfrv.j.En satt best að segja
hélt Klippari að það nöldur sem
saga og aðrar húmanískar greinar
hafa mátt taka við á undanförn-
um árum, eigi fyrst og síðast ræt-
ur að rekja til ofur borgaralegrar
nytsemdarkröfu. Af því tagi sem
Verslunarrráð íslands gæti skrif-
að undir. Til hvers, segja þessir
nytsemdarmenn, þurfum við að
læra um ártöl og kónga og so-
leiðis þegar það kemur ekki að
neinu gagni í atvinnulífinu?
Eigum við ekki heldur að fjölga
tölvunámskeiðum og kenna
krökkunum að gera við bflana
sína? Og kannski er í framhaldi af
þessu vitnað í Amriku, þar sem
valfrelsið er svo mikið og allir fá
að læra það sem þeir vilj a. M. ö. o.
- sneiða hjá öllu því sem erfitt er.
Á viligötum
í sama Morgunblaði var ein-
mitt grein um bandarískt
menntakerfi og það kallað „á
villigötum". Þar er kvartað yfir
því að unglingar sem koma úr
bandarískum skólum viti fjand-
akornið ekki nokkurn skapaðan
hlut, það sé búið að leggja af öll
próf og allar þekkingarkröfur og
allra síst viti þau nokkuð um fort-
íð lands síns. í stað þess sé alltaf
verið að kenna unglingum að
„leysa vandamál". Og nota bene,
ekki eru það útsmognir vinstri-
hundar sem standa fyrir slíku í
Guðs eigin landi. Enda er ekki
látið að því liggja í greininni (sem
er þýdd úr bresku blaði) að ung-
lingarnir séu með þessu búnir
undir byltinguna, eins og ýjað er
að í Reykjavíkurbréfi, heldur sé
þeim kennt á „lausn vandamála"
í þeirri von „ að þeir geti síðar
haslað sér völl í umheiminum".
Með öðrum orðum - komist
áfram í samfélagi þar sem fyrst og
síðast er spurt um aðferðir til að
græða peninga, eins og banda-
ríski rithöfundurinn Kurt Vonn-
egut var að útlista fyrir íslending-
um hér á dögunum. Og allra síst
spurt um stórviðburði í sögu ætt-
jarðar nemendanna eins og borg-
arastyrjöldina (Þrælastríðið),
sem tveir af hverjum þrem
bandarískum sautján ára göml-
um unglingum vita ekki hvenær
háð var.
ÁB
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphóðinsson.
Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, __
Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson "
(íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason,
Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil-
borg Davíðsdóttir, Vngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður MarHalldórsson.
Útlltstelknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason.
Margrót Magnúsdóttir
Framkvæmda8tjórl: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrlfatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglýslngastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
útbrelðslu- og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Afgrelðöla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Siðumúla 6, Reykjavík, sfmi 681333.
Auglýsingar: Sfðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaöaprent hf.
Verð f lausasölu: 55 kr.
Helgarblöð: 65 kr.
Áskrlftarverð á mánuði: 600 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. október 1987