Þjóðviljinn - 02.10.1987, Blaðsíða 5
____________________VIÐHORP__________________
Fríður sé með yður Vigfús Geirdal
Guðrún Alda Harðardóttir og Steinunn Harðardóttir skrifa:
Ástæða fyrir skrifum undirrit-
aðra eru ummæli Vigfúsar Geir-
dals í Þjóðviljanum þann 30.
september síðastliðinn, um fyrir-
hugaða ráðstefnu „Alþjóðlegra
samtaka friðarhreyfinga" 3. og 4.
Hvað eru
Alþjóðleg
samtök
friðarhreyfinga ?
Alþjóðleg samtök friðarhreyf-
inga „International Liaison For-
um of peace forces" (ILF) voru
stofnuð 1977 af framámönnum úr
ýmsum stjórnmálaflokkum,
verkalýðssamtökum, trúarhóp-
um friðarhreyfingum, ung-
menna- og kvennahreyfingum og
ýmsum öðrum almennum sam-
tökum um allan heim.
Þetta er hreyfing þar sem
samtök skiptast á upplýsingum
um starfsemi hvers annars, til að
vinna að afvopnun og friði, til að
styrkja störf hvers annars með
hliðsjón af sérsviði hvers og eins
til að leita að málefnum sem hægt
er að vinna sameiginlega að.
Það var tekið fram við stofnun
ILF samtakanna að þau yrðu
ekki einhliða samtök. Reyndar
yrðu þau ekki samtök í venju-
legum skilningi þess orðs.
Aðaltilgangur samtakanna er
að koma á samskiptum milli
ólíkra hreyfinga og einstaklinga
sem vinna að friði, afvopnun og
slökun á spennu. Engar stefnu-
yfirlýsingar eru gefnar út sem
slíkar. Alyktanir og skýrslur eru
samdar eftir vilja meirihluta þátt-
takenda.
Starfsemi ILF er öllum opin og
fundir samtakanna hafa haft um-
talsverð áhrif á kynningu á al-
þjóðlegri samvinnu um frið, af-
vopnun og öryggi.
október nk. Þar sem margoft
koma fram rangfærslur í grein
Vigfúsar vilja undirritaðar
leiðrétta þann misskilning hér
með.
Vigfús telur að ráðstefnan hafi
verið ákveðin fyrir alllöngu og
ekkert til hennar sparað. Um það
vilja undirritaðar upplýsa, að
fyrir rúmum mánuði var haft
samband við undirritaðar í sam-
bandi Alþjóðleg samtök friða-
rhreyfinga, „International Liai-
son Forum of peace forces"
(ILF), hefðu í huga að halda
hringborðsumræður í Reykjavík
dagana 3.-4. október næstkom-
andi í tilefni þess að ár er liðið frá
leiðtogafundinum. Yfirskrift um-
ræðnanna yrði „Ári eftir leiðtog-
afundinn í Reykjavík - vonir og
vandamál“. Rætt yrði um hlut-
verk almenningsálitsins út frá
þeirri stöðu, sem afvopnunarvið-
ræður stórveldanna eru núna,
sérstaklega hvað varðar tvöfalda
núll-lausn, hefðbundin vopn og
geimvopn.
Ástæðan fyrir því að haft var
samband við undirritaðar var sú
að þær voru einu fulltrúar ís-
lenskra friðarhreyfinga í hring-
borðsumræðum sem haldnar
voru 13.-16. mars sl. í Vín.
Undirritaðar voru spurðar hvort
íslenskar friðarhreyfingar sæju
sér fært að undirbúa þessar um-
ræður. Samstarfsnefnd íslenskra
friðarhreyfinga var boðuð á fund
og tjáð þetta og var ljóst frá upp-
hafi að ráðstefnan yrði haldin í
nafni Alþjóðlegra samtaka friða-
rhreyfinga (ILF), og nafnalisti fé-
lagsmanna lá frammi í nokkrum
eintökum. Er rangt með farið hjá
Vigfúsi Geirdal að vafist hafi fyrir
fólki hver skyldi halda ráðstefn-
una; einnig er það rangt hjá Vig-
fúsi að upplýsing um ILF hafi ver-
ið treg þar sem nafnalistinn lá
frammi á fundinum og einnig
þýddar upplýsingar um sögu og
hlutverk samtakanna. Einnig var
fundarmönnum bent á að for-
maður samtakanna væri einnig
formaður Heimsfriðarráðs. Og
að ef íslensku friðarhreyfingarn-
ar tækju þetta að sér þá yrðu þær
gestgjafar fundarins (rétt eins og
að Islendingar voru gestgjafar
fulltrúa leiðtogafundarins en á-
kváðu ekki umræðuefnið sem þar
fór fram). En Vigfús Geirdal tel-
ur greinilega að úr því að íslend-
ingar fengu ekki að ákveða allt
um umræðurnar þá kæmu þeir
ekki nálægt skipulagningu henn-
ar. Undirritaðar telja þetta kann-
ski vera mismunandi viðhorf um
samvinnu.
Vigfús segir: „Flestir hinna er-
lendu gesta bera marga titla og
veglega og innlendir gestir eiga
heldur ekki að verða af lakara
taginu, forystumenn í stjórn-
málum, atvinnulífi og verkalýðs-
hreyfingu. Nokkrir fulltrúar
friðarhreyfinga fá síðan að fljóta
með“. Hið rétta er að 18 af 25-30
fulltrúum verða fulltrúar ís-
lenskra friðarhreyfinga og 7-12
verða fulltrúar stjórnmálaflokka
og verkalýðshreyfinga, og telja
undirritaðar friðarhreyfingar
ekki vera af neinu lakara tagi en
aðra í þjóðfélaginu.
Undirbúningshópurinn hefur
fengið þrjá íslenska fulltrúa til að
halda erindi á umræðufundinum
og munu þau ræða út frá íslensku
sjónarhorni. Vigfús segir: „Túlk-
ar munu sjá um að þýða ræður
ráðstefnugesta jafnharðan á ein
þrjú tungumál, ekki þó ís-
lensku“. Það rétta er að túlkað
verður yfir á nokkur tungumál;
einnig verður túlkað af íslensku
yfir á ensku.
Vigfús Geirdal segir: „heim-
sókn Sovésku friðarnefndarinnar
virðist hafa verið fyrirboði meiri
tíðinda". Það skal tekið fram að
þessi friðarnefnd er ekki á nokk-
urn hátt tengd þessum umræðu-
fundi. Enda frétti sovéska friða-
rnefnin ekki að umræðufundur-
inn stæði til fyrr en hún kom hing-
að til lands.
Enn segir Vigfús: „Eins og sjá
má er þetta vel skipulagt og fátt
til sparað að ráðstefnan verði sem
glæsilegust“. Þar sem aðeins
mánaðar fyrirvari var á þessum
fundi þá kom það í ljós að hótelið
Holiday Inn var eina hótelið þar
sem laus voru herbergi á um-
ræddum tíma. Þótti það heldur
dýrt, gert er ráð fyrir að hver og
ein erlend hreyfing sem sendir
fulltrúa á umræðufundinn borgi
hóteldvöl og fargjald fyrir sinn
fulltrúa. En þar sem ekki var um
neitt annað hótel að velja varð úr
að pöntuð voru þar herbergi.
Undirritaðar fagna því að fá
tækifæri til að ræða um friðarmál
á alþjóðlegum vettvangi en
harma það að maður sem Vigfús
Geirdal telji sig (og hvetji aðra)
að vera yfir það hafinn að ræða
um friðarmál við hvern sem er og
að koma skoðunum íslendinga á
framfæri. í þessu máli sem öðrum
ætti hver og einn að láta sína
dómgreind og réttlætiskennd
ráða en ekki áskoranir og yfirlýs-
ingar annarra sem Vigfúsar Geir-
dals í þessu tilfelli.
Guðrún Alda Harðardóttir
Steinunn Harðardóttir
Vigfús Geirdal segir „heimsókn sovésku
friðarnefndarinnar virðist hafa verið
fyrirboði meiri tíðinda“, það skal tekið
fram að þessifriðarnefnd er ekki á nokkurn
hátttengdþessum umrœðufundi. Enda
frétti sovéskafriðarnefndin ekki að
umrœðufundurinn stœði tilfyrr en hún kom
hingað til lands
Islenskir dýravinir og eigendur gæludýra
Flestum dýravinum mun af
fjölmiðlum vera kunnugt um, að
Kattavinafélag íslands, sem
stofnað var 28. febrúar árið 1976,
hefur á undanförnum árum stað-
ið í þeim stórræðum að byggja
hús, sem hlotið hefur nafnið
Dýraspítalinn Kattholt. Pað var
félaginu mikið ánægjuefni þegar
borgaryfirvöld úthlutuðu því
ágæta lóð að Stangarhyl 2 í Ár-
túnsholti, og nú er bygging þessa
húss komin allnokkuð áleiðis.
Bakhús, sem er tvískipt, hefur nú
verið útibyrgt, og neðri hæð
framhúss hefur verið steypt upp.
í bakhúsi verður geymsla fyrir
dýrin, ásamt vinnuaðstöðu til
matargerðar og þrifa, en í fram-
húsi er rými fyrir móttöku dýr-
anna, fyrir dýralækni og lyfja-
geymslu, og til læknisaðgerða á
dýrum. Þá eru einnig í framhúsi
ætlaðar tvær íbúðir, önnur fyrir
gæslufólk, hin e.t.v. fyrir dýra-
lækni.
Upphaflega var hugmyndin sú,
að Kattholt yrði eingöngu ætlað
köttum, bæði til geymslu heimil-
iskatta, ef eigendur færu í sumar-
frí, eða yrðu að leggjast inn á
sjúkrahús, svo og fyrir móttöku
og svæfingu heimilislausra
útigangskatta, sem Kattavinafé-
lagið hefur haft með höndum frá
stofnun þess, enda um nauðsyn-
legt líknarstarf að ræða.
Reynslan hefur sýnt að mjög
brýn nauðsyn er á þessari starf-
semi, en einnig er orðið ljóst, að
slík starfsemi verður ekki rekin í
heimahúsum til frambúðar, eins
og verið hefur undanfarin ár að
mestu leyti hér á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu. Dýraspítalinn í Víði-
dal, sem Mark Watson gaf á sín-
um tíma, hefur þó tekið við
heimilisdýrum til geymslu, en
annar hvergi nærri eftirspurn.
Dýraspítalinn
Kattholt verði
líka fyrir hunda
Vegna þessa er eigendum
gæludýra orðið ljósara en áður
hve mikil nauðsyn er að hraðað
verði sem mest má verða að
koma Dýraspítalanum Kattholt í
notkun. Þá er einnig orðið ljóst,
að engu minni nauðsyn er að
bæta aðstöðuna til geymslu og
meðhöndlunar hunda og annarra
heimilisdýra. Hundaeigendur
hafa minnst á það við Kattavin-
afélagið, hvort ekki væru tök á að
koma upp aðstöðu í Kattholti til
geymslu og aðhlynningar bæði
hunda og katta. Kattavinafélagið
hefur rætt þetta mál við dýra-
iækna, og þeir telja engin vand-
kvæði vera á því að svo mætti
verða, og eru mjög hlynntir þeirri
hugmynd. - Til að hraða sem
mest má verða lokaáfanga við að
fullgera Dýraspítalann Kattholt,
hefur Kattavinafélagið því nú
ákveðið að fara þess á leit við
eigendur gæludýra, jafnt hunda
sem katta, að þeir leggi máli
þessu lið með framlagi enda
munu þeir geta notið síðar
þeirrar aðstöðu sem þeir nú veita
liðsinni.
Það skal tekið fram, að hús-
eignin að Stangarhyl 2, eins og
hún er nú, er skuldlaus eign
Kattavinafélags íslands. Öll fra-
mlög, sem nú myndu berast, yrðu
því óskipt látin renna til frekari
framkvæmda við Dýraspítalann
Kattholt. Þótt ekki yrði öllu að
fullu lokið, þá gerir Kattavinafé-
lagið sér vonir um að taka mætti
Kattholt í notkun að einhverju
leyti þegar á næsta ári.
Ef óskað er frekari upplýsinga
um þetta mál, þá gjörið svo vel að
hringja til eftirfarandi, helst milli
kl. 8 og 10 að kvöldi dags.
Gunnar Pétursson, sími 14594
eða Soffía Sigurjónsdóttir sími
612077.
(Þeim sem vilja leggja framlag
til þessa málefnis, er bent á
áv.reikn. 60018 í Landsbanka ís-
lands, aðalbanka).
Föstudagur 2. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5