Þjóðviljinn - 02.10.1987, Blaðsíða 7
Mikael Gorbatsjof:
„Minnkum
hemaðar-
umsvif
í norðri!“
Leiðtogi Sovétríkjanna vill draga úrhernað-
arumsvifum í norðri og auka samvinnu um
nýtingu auðlinda og umhverfisvernd
Herskip á siglingu á Noröur-Atlantshafi. Gorbatsjof vill að umferð þeirra á
alþjóðlegum siglingaleiðum verði takmörkuð.
Sovétleiðtoginn
Mikael Gor-
batsjof vill að fulltrúar Atl-
antshafsbandalagsins og Varsjár-
bandalagsins hefji viðræður um
minni hernaðarumsvif á Noregs-
hafi, Grænlandshafi, Norðursjó
og Eystrasalti.
Leiðtoginn er nú staddur í so-
vésku flotaborginni Murmansk á
Kólaskaga og tilboðið um við-
ræðumar viðraði hann í ræðu sem
sjónvarpað var þaðan um gervöll
Sovétríkin. Hann sagði ákjósan-
legt að fulltrúar beggja blokka
mæltu sér mót í Leníngrað og
reyndu að ná samkomulagi um að
banna umferð herskipa og her-
flugvéla á vissum hlutum alþjóð-
legra siglingarleiða á þessum haf-
svæðum.
„Sovétmenn bjóðast til að eiga
frumkvæði að viðræðum fulltrúa
hemaðarbandalaganna tveggja
um minni hernaðaramsvif, um-
ferð herskipa og herflugvéla, á
Norður-Atlantshafi, Norðursjó
og Eystrasalti til að draga úr
spennu í þessum heimshluta og
efla gagnkvæmt traust ríkja.“
Hann bauð einnig fram aðstoð
Sovétmanna við að nýta náttúm-
auðlindir Norðurheimskauts-
landsins og sagðist vera áfram um
samvinnu norðlægra landa á sviði
umhverfisverndar.
Gorbatsjof sagði að ef þjóðir í
Norður-Evrópu myndu lýsa því
yfir að lönd þeirra væru kjarnork-
uvopnalaust svæði myndu Sovét-
menn virða þá ákvörðun í hví-
vetna. Hann væri jafnframt mjög
áfram um að Norðurpóllinn yrði
„friðarpóll" án allra vígtóla.
Af þeim ríkjum sem tilboð
Gorbatsjof snertir beint eða
óbeint em sex í Atlantshafs-
bandalaginu, það er að segja
Bandaríkin, Vestur-Þýskaiand,
Bretland, Noregur, Danmörk og
ísland. Einnig koma við sögu
þessa hlutlausu ríkin Svíþjóð og
Finnland. Forseti þess síðar-
nefnda, Mauno Koivisto, er
væntanlegur í opinbera heimsókn
til Sovétríkjanna í dag og munu
viðræður hans og sovéskra ráða-
manna án efa snúast að einhverju
leyti um þessar nýju hugmyndir
aðalritarans.
í ræðu sinni minntist Gorbat-
sjof í fyrsta sinn opinberlega á
nýgerðan bráðabirgðasamning
risaveldanna um eyðingu allra
meðaldrægra kjarnflauga sinna.
Hann sagði samninginn færa
mönnum heim sanninn um að
„framundan væm miklir og
merkir áfangar í raunvemlegri af-
vopnun.“
Alkunna er að Gorbatsjof og
Reagan Bandaríkjaforseti munu
undirrita samninginn á sérstök-
um leiðtogafundi sem haldinn
verður fljótlega eftir að utanríkis-
ráðherramir Shultz og Shevar-
dnadze hafa borið saman bækur
sínar í Moskvu í lok þessa mánað-
ar.
Gorbatsjof kvaðst gera sér
vonir um að fundurínn með Re-
agan gæti orðið til fleiri hluta nyt-
samlegur. Ekki væri loku fyrir
það skotið að á honum mætti ná
vemlegum árangri í viðræðum
um fækkun langdrægra kjam-
flauga og geimvopna.
-ks.
Breski Verkamannaflokkurinn
Tvíræð vamarstefna
Hávœrar deilur á landsfundi um einhliða afvopnun og NATO
Það kom berlega í Ijós í gær á
næstsíðasta degi landsfundar
breska Verkamannaflokksins að
félagar eru ekki á eitt sáttir í varn-
armálum.
Eftir mikið japl og jaml og fuð-
ur var samþykkt að halda fast við
stefnu flokksins um varnir án
kjarnvopna en því hafnað að
flokkurinn beitti sér fyrir einhliða
afvopnun hæfist hann til valda í
næstu kosningum.
Eftir harðvítuga mótspyrnu
friðarsinna og vinstrimanna var
þvi ennfremur hafnað að flokkur-
inn gerði úrsögn úr Atlantshafs-
bandalaginu að stefnumáli sínu.
Var það túlkað sem mikill sigur
fyrir formanninn, Neil Kinnock,
sem eindregið hafði lagst gegn
NATÓ úrsögn.
Stjórnmálaskýrendur á Bret-
landi telja að stefna Verkamann-
aflokksins í vamarmálum hafi átt
stóran þátt í því að flokknum
tókst ekki að hnekkja veldi Mar-
grétar Thatchers í síðasta þing-
kjöri. í fyrradag lýsti einn af
þekktari þingmönnum úr vinstri
armi flokksins, Ken Livingstone,
því yfir að ef hvikað yrði frá stefn-
unni um einhliða kjarnvopnaeyð-
ingu myndi allt fara í bál og brand
í flokknum.
Kinnock þótti rugla andstæð-
inga sína í ríminu með því að lýsa
því yfir snemma í gær að ekki yrði
látið af andstöðunni við
kjarnvígvæðingu Breta. Seinna
um daginn ræddi hann síðan við
fréttamenn sjónvarps og var þá
komið annað hljóð í strokkinn.
Nicaragua
Kontraliðum gefnar upp sakir
Margir gagnbyltingarliða gera sér Ijóst að stríðið við stjórnar-
her Nicaragua er vonlaust og snúa heim
Þá kvað hann vel mega brúka
nýju Trident kjamorkukafbát-
ana, sem áætlað er að verði full-
búnir á tíunda áratugnum, sem
skiptimynt í alhliða afvopnunar-
samningum við Sovétmenn.
í deilunum sem sigldu í kjölfar-
ið á fundi flokksfélaga naut Kin-
nock fulltingis Denis Healeys,
fyrrum vamarmálaráðherra
Verkamannaflokksins í ráðu-
neyti James Callaghans, og þing-
mannsins Joans Ruddocks. Lið-
veisla hennar kom mjög á óvart
þar eð hún er fyrrum formaður
baráttusamtaka fyrir útrýmingu
kjarnvopna.
í ályktun landsfundarins um
varnarmál er farið lofsamlegum
orðum um nýgerðan bráðabirgð-
asamning risaveldanna um
eyðingu meðaldrægra kjarn-
flauga og Thatcher húðskömmuð
fyrir að vera dragbítur á þá við-
leitni manna að reyna að binda
endi á vígbúnaðarkapphlaupið.
-ks.
Aður en gengið er inní bæinn El
Cua, steinsnar frá landamær-
um Nicaragua og Honduras, blas-
ir við ferðalangi gríðarstór borði.
Á hann eru letruð skilaboð til
óbreyttra kontraliða: „Þér eru
gefnar upp sakir! Fjölskyldan
biður þfn heima. Leggðu niður
vopn!“
Allar götur frá því árið 1983
hafa stjómvöld í Managua boðið
uppreisnarmönnum að koma
heim án þess að eiga málsókn á
hættu. Árangurinn hefur verið all
nokkur en frá því forsetar fimm
Mið-Ameríkuríkja, þar á meðal
Daníel Ortega í Nicaragua, á-
kváðu að beita sér fyrir friði á
svæðinu hafa sandínistar eflt bar-
áttuna fyrir því að málaliðarnir
taki sönsum og hætti að herja á
landa sína.
Heimildir í varnarmálaráðu-
neyti Nicaragua herma að 4 þús-
und kontraliðar hafi tekið tilboði
stjórnarinnar frá því 1983, þar af
362 menn sem neyddir voru til að
ganga til liðs við gagnbyltingar-
sinna.
Ekki var hægt að fá neinar upp-
lýsingar um hve margir hefðu
snúið heim frá því friðaráætlunin
var samin í ágúst en yfirmaður
Rauða krossins í Nicaragua telur
að þeir hljóti að vera margir því
50 kontraliðar hafi snúið frá villu
síns vegar fyrir tilstilli samtaka
sinna. Og þau hafi aðeins getað
liðsinnt fáum einstaklingum.
Foringjar kontraliðanna full-
yrða að þeir séu 12 þúsund talsins
og hvergi hræddir hjörs í þrá.
Ráðamenn í Managua fullyrða
hinsvegar að þeir hafi máski ein-
hvem tíma verið þetta margir en
hðhlaup og mannfall hafi rofið
stór skörð í raðir þeirra og nú séu
þeir aðeins um 6 þúsund.
Sandínistar fullyrða að kontra-
liðar geri sér æ ljósar að barátta
þeirra sé jafn vonlaus og málstað-
urinn. Þeir búast brátt við því að
sveitir gagnbyltingarmanna
leysist upp af sjálfu sér og menn
haldi heim á leið.
„Það er ekki ólíklegt að gagn-
byltingarmennimir geri sér grein
fyrir því að þeir hafa ekki roð við
öflugum her skipuðum 75 þúsund
mönnum. Þeir halda þá kannski
heim og þá verður friðar-
samkomulagið sjálfkrafa að
vemleika.“ Þannig farast orð
innanríkisráðherra Nicaragua,
Tómási Borge.
Menn hafa velt vöngum yfir því
hvað bíði fyrrum kontraliða í
föðurlandi sem þeir hafa unnið
mikið tjón fyrir tilstilli forseta er-
lends stórveldis. Um það er vitn-
isburður þeirra sjálfra óljúgfróð-
ur.
Þeir segjast hafa mætt sann-
gimi og réttlæti við heimkomuna
og stjómin hafi staðið við öll sín
heit. Raul Rizo var kontraliði í
þrjú ár uns hann söðlaði um þann
23. ágúst síðastliðinn og gaf sig
fram við stjómarhermenn. „Mér
var hvorki refsað né var veist að
mér með fúkyrðum."
-ks.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Los Angeles
Jarðskjálfti
Harður jarðskjálfti skók bygg-
ingar í bandarísku stórborginni
Los Angeles árla í gærmorgun.
Eldar kviknuðu og jarðsprungur
opnuðust vítt og breitt um borg-
ina. Mikill ótti greip um sig og
flykktist fólk út á götur. Skjálft-
inn varð að minnsta kosti þrem
mönnum að fjörtjóni, tugir
manna slösuðust og skýjakljúfar
skemmdust.
Kona nokkur varð undir og lést
er marghæða bifreiðageymsla
Kalífomíuháskóla hmndi. Bygg-
ingarverkamaður féll ofaní djúpa
gjá sem myndaðist við skjálftann
og grófst undir smágrýti. Náms-
maður einn fékk mikinn straum
er rafleiðslur slitnuðu og lést
samstundis. Slökkviliðsmenn
sögðu að 31 maður hefði fengið
hjartaáfall. ^