Þjóðviljinn - 02.10.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.10.1987, Blaðsíða 9
HEIMURINN Bandaríkin Tapa demókratar 88? í vorgekk demókrötum allt í haginn ogsigurlíkur þeirra í nœstuforseta- kosningum voru taldar verulegar ef ekki yfirgnæfandi. Síðan hefursigið á ógæfuhlið og hremmingar Josephs Biden gefur repúblikönum byr undirbáða. En enn eru þrettán langir mánuðir frammað kosningum Demókratinn Joseph Biden, öldungadeildarþingmaður frá Deiaware, hélt blaðamanna- fund um miðja síðustu viku, og sagði þar að hann væri hættur að sækjast eftir tilnefningu til forset- aframboðs fyrir demókrata við forsetakosningarnar í nóvember á næsta ári. „Eg er reiður,“ sagði Biden, ,,-útí sjálfan mig fyrir að hafa komið mér í þessa stöðu.“ Biden dró framboð sitt til baka einmitt á þeim tíma sem skipu- leggjendur hans höfðu vænst verulegrar sóknar í baráttunni. Biden var í sviðsljósinu sem oddviti þeirrar þingnefndar sem í beinni sjónvarpsútsendingu hef- ur verið að yfirheyra lögspeking- inn Bork, þann sem Reagan vill fá í hinn volduga Hæstarétt. Láti nefndin og öldungadeildin að þeim vilja forsetans er talið að íhaldsmenn nái þar meirihluta sem þessvegna gæti staðið framá næstu öld, og hafa yfirheyrslurn- ar því vakið feikilega athygli ve- stra: kjörið tækifæri fyrir fram- bjóðandann Biden að stimpla nafn sitt og andlit inní þjóðarsá- lina. En í stað þess að gylla Joseph Biden hefur sviðsljósið smækkað hann svo að ekki einungis er for- setatignin úr sögunni heldur er Sovét Nýtt geimmet Enginn jarðarbúa hefur dvalið lengur úti í geimnum samfleytt en sovéski geimfarinn Júrí Roman- enko. Gærdagurinn var sá 238. í röð. Romanenko hélt þann sjötta febrúar útí geim og síðan hefur hann dvalið í geimstöðinni Mir. Fyrra met áttu landar hans og kollegar, Leonid Kizim, Vladim- ir Solovyof og Oleg Atkof, en þeir höfðu 237 daga viðdvöl utan gufuhvolfs árið 1984. Að sögn sovésku fréttastof- unnar Tass er þetta þriðja geim- ferð Romanenkos og hefur hann nú alls dvalið í 341 dag í geimnum. Yfirmaður methafans á jörðu niðri, Viktor Blagof, sagði í gær að Romanenko og fé- lagi hans, Alexander Alexand- rof, væru nokkuð farnir að lýjast og því hefði verið ákveðið að fækka daglegum vinnustundum þeirra úr sex og hálfri á dag í fimm og hálfa. Alexandrof þessi gekk til liðs við Romanenko í júlímánuði síð- astliðnum. Fram að þeim tíma hafði Alexander Laveikin dvalið með honum efra en hann varð að halda heim fyrr en gert hafði ver- ið ráð fyrir þar eð hjarta hans sýndi ótvíræð veikleikamerki. Romanenko fór í sína fyrstu geimferð árið 1977 og var þá fjarri móður jörð í 96 daga. Árið 1980 hleypti hann heimdraganum á ný í fylgd Kúbumanns. - ks. alvarlega efast um endurkjör hans sem þingmanns. Biden varð uppvís að því að hafa stolið heilum ræðubútum frá Neil Kin- nock hinum breskaog fr'á hálf- goðinu Robert Kennedy, þaó voru rifjaðar upp svindlsögur af honum úr lögfræðináminu, og náðarstungan var veitt þing- manninum þegar sýnt var í sjón- varpi myndband þarsem fram- bjóðandinn hælist um af gáfum sínum og segist hafa lokið lagap- rófi með láði í efri hluta síns hóps; auðsannanleg staðreynd er að Jósef varð númer 76 af 85 próf- tökum í sínum árgangi. Næsti! Fyrir aðra en frambjóðandann Biden og stuðningsmenn hans væri þessi uppákoma lítið mál: einn hrasar í pólitíkinni og annar kemur í hans stað einsog gengur. Þeim mun heldur sem Biden var engan veginn fremstur í fylkingu hinna „sjö dverga" sem sóttust eftir framboði, og stuðnings- menn hans virðast nú ætla að skiptast nokkuð jafnt á þá sex sem eftir standa, fara þó einkum á Dukakis, Gephardt og Jesse Jackson. En hremmingar Bidens eru ekki stök bára í framboðsmálum demókrata, og þessa dagana aukast efasemdir fréttaskýrenda og spámanna vestra um mögu- leika demókrata til að ná undir sig Hvíta húsinu á næsta ári. Brotthvarf Bidens úr fram- bjóðendaslagnum kemur uppá meðan Bandaríkjamönnum er enn í fersku minni að Gary Hart, líklegasti frambjóðandinn, varð frá að hverfa eftir að hafa logið til um kvennamál sín, og nú spyrja menn: hver er næstur? Kannski Michael Dukakis, - síðustu frétt- ir herma að upplýsingar til blaða um ávirðingar Bidens hafi komið frá kosningastjóra hans, og jafnvel á þessum slóðum þykir ekki fallegt að vega að andstæð- ingunum úr launsátri. Demókratar eiga í vanda með frambjóðendurna. Tveir þeirra liggja í valnum, og enginn hinna sex nýtur verulegrar hylli nema hinn róttæki svarti prestur Jack- son. En vandi þeirra er þó ekki síður sprottinn af ekki- frambjóðendunum einsog Kanar kalla þá, hinir þekktu og öflugu forystumenn demókrata sem ekki ségjast vera í framboði. í þeim hópi eru til dæmis Edward Kennedy, Mario Cuomo borgar- stjóri í New York, Samuel Nunn öldungardeildarmaður frá Ge- orgíu og talsmaður flokksins í hermálum; hér má eftilvill lfka nefna Iacocca kraftaverkamann í bílaiðnaði sem einusinni var títt- nefndur til framboðs í fullri al- vöru. Haltir ganga Og f síðustu viku setti kosning- abaráttuna í flokknum enn niður við þá yfirlýsingu Patriciu Schro- eder, fulltrúadeildarmanns frá Colorado, að hún treysti sér ekki í framboð. Framboð hennar hefði lífgað mjög uppá og virkjað til leiksins stóran hóp kvenna, - sem hefðu hugsanlega haldið áfram slagnum að Patriciu útsleg- inni. Þessi vandræði demókrata verða sérlega áberandi nú þegar teikn eru á lofti um að stjórn Re- agans í hvíta húsinu sé að rétta við eftir írans-kontra-áfallið. Menn höfðu talið að Reagan væri þarmeð orðinn „lömuð önd“ (lame duck), - hugtak sem notað er í Amríku um valdsmenn á síð- asta kjörtímabili - en því kynnu afvopnunarsamningar við Sovét að breyta með afgerandi hætti. Að öllu samanlögðu þykir skýrendum og spámönnum lík- legra miklu nú en áður að repú- blikani muni setjast við skrif- borðið í Sporöskjustofunni þegar Reagan stendur upp í ársbyrjun 89. Sennilega annaðhvort varaf- orsetinn Bush eða stjórnmálaref- urinn Robert Dole, sem eiga mestu fylgi að fagna þeim megin. Aðrir yfirlýstir eru hægrimaður- inn Jack Kemp, sjónvarpsprest- urinn Pat Robertsson, helsti full- trúa siðvædda meirihlutans, hinn lítt þekkti en „vel“ ættaði Patrick DuPont, og Alexander Haig, fyrrverandi utanríkisráðherra og Nató-hershöfðingi. Hressist Eyjólfur? t>ó er auðvitað allsekki úti öll nótt fyrir demókrata. í fyrsta lagi er enn ár og mánuður í kjördag og það er langur tími, jafnvel fyrir vestan. Einn frambjóðend- anna sex kynni að byggja sig upp sem vænlegan kost í fyrstu próf- kjörunum í New Hampshire og Iowa eftir áramót og enn kynnu hinir þekktari demókratar á borð George Bush. Næsti Bandaríkjaforseti eftir allt saman? Jesse Jackson. Ef til vill er gengi demókrata undir því komið hversu honum tekst til við að safna liði í lágstéttum og j minnihlutahópum. stjórnmál þannig fram að hver gildur pólitíkus myndar eiginlega stjórnmmálaflokk í sjálfu sér, og repúblikanar og demókratar eru þá aðeins lauslegir merkimiðar á misvel heppnuð bandalög þess- ara einsmannsflokka. Á hitt er svo að líta að nú um stundir er mikill munur á afstöðu til einstakra málefna milli fylk- inganna tveggja, þarsem allir frambjóðendur demókrata taka annan pól í hæðina en allir fram- bjóðendur demókrata. Meðal annars vegna þess að grasrótar- samtök ýmis halla sér að dem- ókrötum, þar á tilraun til verka- lýðshreyfingar heima, og þar fá hljómgrunn ýmsar hugmyndir vinstramegin úr tilverunni. Skoðanamunur kemur til dæmis skýrt fram í afstöðu til „stjörnustríðs“-áætlunar Reag- ans, til stuðnings við kontraliða í Mið-Ameríku, til (að mestu) aukinna fjárveitinga til hersins. I innanríkismálum má einnig telja víst að demókrataforseti mundi reyna að lappa eitthvað uppá heiibrigðis- og velferðarkerfi og sinna betur umhverfismálum og réttindabaráttu ýmissa hópa sem undir högg eiga að sækja, til dæmis svertingja og spánskætt- aðra, eða kvenna. Og nú er uppi sú sérkennilega staða að demó- kratarnir eru ákafir fylgismenn samninga Reagans við Sovét- menn um afvopnunarmál meðan flokksmenn forsetans keppast við að gera athugasemdir og draga lappirnar. En ekki er víst að samskipti bötnuðu við Sovét og austur- blokkina þótt demókrati kæmist í forsetastól. Demókrataforsetum hefur einmitt þótt nauðsynlegt að sýna mikla hörku austur á bóginn til að þvo af sér slyðruorð frá hægrimönnum heimafyrir, „sanna sig“ sem gegnbandaríska andkommúnista. Og það er engan veginn gefið að dragi úr bandarískum frunta- gangi í öðrum löndum þótt dem- ókrati setjist í Hvíta húsið. Enda stjórnast þær aðfarir af viðskipta- og hernaðarhagsmunum sem forseti Bandaríkjanna ræður ekki við hvað sem hann heitir og hvað sem hann vill. Joseph Biden tilkynnir að hann sé hættur, konan auðvitað við hlið eiginmannsins. við Cuomo að skipta um skoðun. Reagan-stjórnin á enn eftir að bíta úr íran-kontra-nálinni og enganveginn öruggt að nokkuð geisli á repúblikana þegar Reag- an dregur sig í hlé. Að auki þykir enginn frambjóðenda þeirra með sérstökum glæsisvip, síst sá sem 8 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN ísrael Dmsar fara í verkfall Israelskir Drúsar sœtta sig ekki við það að bera sömu samfélagsskyldur oggyðingar en njóta lítillarsem engrar félagslegrar þjónustu I í gær tveggja daga verkfall í því augnamiði að knýja fram aukin framlög ríkisins til mennta- og fé- lagsmála í heimabyggð sinni í Galfleu, nyrst í ísrael. Fulltrúar í stjómum 17 þorpa Drúsa lögðu niður störf í gær ásamt íbúunum. Þeir fullyrða að stjórnin í Jerúsalem hafi ítrekað svikist um að standa við loforð sín um fjárframlög til menntamála og félagslegrar þjónustu í Drúsa- byggðum. Drúsar í Galíleu eru 65 þúsund talsins og hafa verið ríkisborgarar í ísrael frá stofnun ríkisins árið 1948. Auk þeirra búa 13 þúsund Drúsar á Gólanhæðum en þær unnu ísraelsmenn af Sýrlending- um í sex daga stríðinu árið 1967 og innlimuðu í ríkið árið 1981. Þorri Gólandrúsanna hefur aldrei ljáð máls á því að gerast ísraelskir þegnar. ísraelskrr Drúsar bera sömu samfélagslegu skyldur og gyðing- ar. Þeir þurfa til að mynda að gegna herþjónustu ólíkt arabísk- um þegnum sem eru um 700 þús- und talsins í landinu. Margir Drúsanna hafa skarað fram úr í hemum og sumar úrvalsher- deildir em nær eingöngu skipað-í ar þeim. Engu að síður njóta þeir ekki sömu hlunninda og gyðingar er þeir hafa lokið herskyldu. Þeir fá ekki skattafrádrátt og þeim er ekki hjálpað við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Trú Drúsa er einhverskonar blanda úr síta-afbrigði múham- eðstrúar og kristindómi. Forfeð- ur þeirra vom af mörgu bergi brptnir, Arabar, Persar, Kúrdar og Sýrlendingar. Þeir búa í fjalla- hémðum í Líbánon, Sýrlandi og ísrael. Þeir em álitnir hinir verstu villitrúarmenn af „hreinræktuð- um“ múslimum, jafnt sítum sem súnnítum. - ks. nú hefur mest fylgið, varaforset- inn Bush. Því má heldur ekki gleyma að kosningabarátta í Bandaríkjun- um er háð við allt aðrar aðstæður en hér austanmegin hafs, meðal annars að þvi leyti að þar kýs yfir- leitt ekki nema um helmingur at- kvæðisbærra manna. Pólitískar veiðar fara fram í tveimur áföng- um, áður en mönnum er sagt hvað þeir eiga að kjósa verður að fá þá til að skrifa sig á kjörskrá. Það er talinn hafa verið tals- verður þáttur í kjöri Reagans að hægrimenn í Siðvædda meirihlut- anum og svipuðum trúarlegum öfgasamtökum hafa síðasta ára- tuginn skóflað fólki inná kjör- skrána, - og meðal annars af þessum ástæðum er Jesse Jack- son vel þeginn liðsmaður hjá demókrötum þráttfyrir róttækni og tengsl við Kastró og Ortega. Kosningabarátta hans hefur fjöl- gað mjög svertingjum og öðrum minnihlutahópum í hópi væntan- legra kjósenda demókratamegin. í raun kynnu úrslit kosninganna að ráðast í þessum áfanga, löngu fyrir kjördág. Sami rassinn? En hverju skiptir það svosem hvort Bandaríkjamenn kjósa sér forseta úr hópi repúblikana eða demókrata? Kannski ekki miklu. Flokkarnir bandarísku hafa mjög óljósa stefnu og mörk milli þeirra eru afar óskýr. Þótt demókratar teljist „frjáls- lyndari" en repúblikanar og flesta ótvíræða hægrimenn sé að finna í flokki forsetans núverandi eru ýmsir fulltrúar repúblikana „vinstrisinnaðri" en hægri armur demókrataflokksins, sérstaklega Suðurríkjamanna. Sennilega mundu níu af hverjum tíu stjórn- málamönnum bandarískum una sér vel í íslenska Sjálfstæðis- flokknum og afgangurinn sæti sennilega kringum Albert. Þarvið bætist að vestra er í æ minna mæli kosið um stefnu frambjóðenda heldur um per- sónu þeirra, stfl, framkomu, út- lit, - og auglýsingamenn sjá um það f bland við fjölmiðlavélina að frambjóðendur verða oft einsog steyptir í sama mótið, bæði frjáls- lyndingjar og íhaldsmenn halla sér að miðjunni þegar á hólminn er komið. Það má líka færa rök að því að þótt það skipti nokkru hver er flokksbakgrunnur Bandaríkja- forseta sé hitt miklu þyngra á metunum hver maðurinn er sjálf- ur: í raun fara bandarísk Föstudagur 2. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9' Of) krónur Þfr . ^r r»iða Fáðufóa'. Milljónirá hverjum laugaxdegi. Upplýsingasími: 685111

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.