Þjóðviljinn - 02.10.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 02.10.1987, Blaðsíða 13
KALLI OG KOBBI Frú Lisa Munk, ekkja Kajs Munks, heilsar Ragnheiði Tryggvadóttur, sem leikur ekkjuna, Með á myndinni eru tvö barnabörn þeirra. Leiklist Kaj Munk aftur í Hallgrímskirkju Leikurinn um Kaj Munk verð- ur tekinn upp aftur og sýningar verða áfram í Hallgrímskirkju. Frumsýning var 4. jan. sl. á dán- ardægri skáldprestsins danska, en hann var myrtur af nasistum í stnðinu. Höfundur verksins, Guðrún Ásmundsdóttir, byggir verk sitt á ævisögulegum heimild- um um Munk. Með titilhlutverk- ið fer Arnar Jónsson. Sýningar urðu 40 og þeim var hætt fyrir fullu húsi í vor. Verkinu hefur verið feikivel tekið bæði er- lendis og hér á landi. En í sumar var farin leikferð með verkið til Danmerkur og Svíþjóðar. Sýnt var í Vartovkirkju í miðborg Kaupmannahafnar, í Kirseberg- kirkjunni í Málmey og síðast en ekki síst fór leikhópurinn til Ve- dersö auk ættingja Munks, ekkju hans Lise Munk og barna hennar sem buðu Leikhúsinu í kirkjunni með leikritið þangað heim. Sú sýning var ógleymanleg öllum sem upplifðu hana. Leiknum var hvarvetna vel tekið og hlaut mjög lofsamlega dóma í dönskum og sænskum blöðum og sýnt var alls staðar fyrir fullu húsi. Vegna fjölda áskorana hefur Leikhúsið í kirkjunni ákveðið að gefa fólki, sem ekki sá sér fært að koma á sýninguna sl. vetur, kost á að koma f Hallgrímskirkju og upplifa þetta sérstaka leikhús- verk. Ákveðið er að hafa örfáar sýningar á leiknum nú í haust og verða þær á sunnudögum kl. 16 og á mánudagskvöldum kl. 20.30. Miðasala verður í Hall- grímskirkju sýningardagana, en hægt er að panta miða í símsvara alla daga. Þetta leikrit um eldhugann Kaj Munk á erindi til allra aldurs- hópa. Sjáumst í Hallgrímskirkju. (F réttatilkynning) Ávarp í tilefni alþjóða ungtemplaradagsins Frá árinu 1954 hafa ungtemplarar um heim allan haldið 3. október hátíðlegan f minningu dánardægurs John B. Finch sem lést þann dag árið 1887, aðeins 35 ára gamall. John Finch barðist fyrir því að samtök bindindismanna legðu alla menn að jöfnu án tillits til kynferðis, fjárhags, þjóðfélagsstöðu, trúarskoðana, stjórnmálaskoðana, hörundslitar eða kynþáttar og hafði sigur. Á þessum grundvelli vinna ungtemplarar að umburðarlyndi og friði milli þjóða með höfuðáherslu á sjálfsákvörðunarrétt og tjáningarfrelsi. Annað meginverkefni ungtemplara er bindindisstarf. Telja þeir að menning án vímuefna sé eitt af því sem leiði til framfara og þjóðarheilla. Því hafna ungtemplarar neyslu vímuefna og reyna að vinna þeirri lífsstefnu fylgi, einkum meðal ungs fólks. Samfélag, sem reiðir sig á og viðurkennir neyslu vímuefna, er í þröng. Því hefur mistekist að rækta með þegnum sínum hæfileikann til samskipta og upplifunar og að gera veruleikann eftirsóknarverðan. Félagsbundnir ungtemplarar, sem eru nú á aðra milljón, þar af um hundrað þúsund á Norðurlöndunum, eiga sér að markmiði vímuefnalaust samfélag, laust við stríðsótta og félagslegt og fjárhagslegt öryggisleysi, samfélag þar sem athafnir manna miðast við og virða mannleg verðmæti, samfélag sem grundvallast á gagnkvæmu trausti og virðingu þegnanna þar sem tjáningarfrelsi og trúfrelsi er virt. Ungtemplarar beita sér gegn þeim ógnum mannkyns sem engar vísindalausnir eru á, styrjöldum og vímuefnaneyslu. Þeir vilja nota þennan dag til að hvetja alla þá er unna lífinu og mannlegri reisn að fylkja liði svo að mannlíf megi enn dafna og þroskast. Sjallinn Stjömur Ingimars í 25 ár í kvöld verður frumsýnd stór- sýningin „Stjörnur Ingimars Eydal í 25 ár“sem fjallar um sögu hljómsveita Ingimars í gegnum tíðina. Hljómsveit Ingimars Eydal er 25 ára um þessar mundir og er ætlunin að sem flestir sem starfað hafa með hljómsveitinni komi fram og skemmti gestum. Má í því sambandi nefna Þorvald Hall- dórsson, Bjarka Tryggvason, Helenu Eyjólfsdóttur og Finn Eydal ásamt flestum er spilað hafa með Ingimar í þau 25 ár sem hljómsveitin hefur starfað. Handrit og verkstjórn er í hönd- um Sögu Jónsdóttur, Jón Þóris- son gerir leikmynd og búninga hannar Freygerður Magnúsdótt- ir. Ferðaskrifstofa Reykjavíkur mun skipuleggja ferðir til Akur- eyrar frá flestum stöðum á landinu í samvinnu við umboðs- menn sína um land allt. Föstudagur 2. október FOLDA ðarrtarjr Hæ hó!!! ^ - r I iftlÍl m m Hvað í ósköpun J p um gengur á? Þú átt bróður. Þið eruð tvö. En óg er aleinn í ' hlutverki litla gleðigjafans á heimilinu ítwIF DAGBÓK APÓTEK Reykjavik. Helgar-og kvöld- varsla lyfjabúöa vikuna 2.-8. okt. 1987 eríLyfjabúinni löunni og Garös Apóteki. Fyrmefndaapótekiö er opiö um helgar og annast nætur- vörslu alla daga 22-9 (til 10 fridaga). Siöarnefnda apó- tekiö er opiö á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík.... .... sími 1 11 66 Kópavogur... ,...sfmi4 12 00 Seltj.nes .. sími61 11 66 Hafnarfj ,.,.sími5 11 66 Garðabær... ,...sími5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavfk.... ....sírnil 11 00 Kópavogur... .... slmi 1 11 00 Seltj.nes .... sími 1 11 00 Hafnarfj ...,sími5 11 00 Garðabær... ...,sími5 11 00 SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspft- allnn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftallnn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæöing- ardelld Landspítalans: 15- 16. Feöratími 19.30-20.30. Öldrunarlækningadelld Landspítalans Hátúni 10 B: Alladaga14-20ogeftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspftala:virkadaqa 16- 19.30 helgar 14-19.30 Heilsu- vemdarstöðln viö Baróns- 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 stig:opinalladaga 15-16og 18.30- 19.30. Landakots- spftali: alla daga 15-16 og 18.30- 19.00 Barnadefld Landakotsspítala: 16.00- 17.00. St. Jósefsspftall Hafnarfirði: alladaga 15-16 og 19-19.30 Kleppsspítal- inn: alla daga 18.30-19 og 18.30- 19 Sjúkrahúsið Ak- ureyri: alla daga 15-16 og 19- 19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla daga 15-16og 19-19.30. Sjúkra- hús Akraness: alla daga 15.30- 16og 19-19.30. Sjúkrahúsið Húsnvfk: 15-16 og 19.30-20. LÆKNAR Læknavakt fyrlr Reykjavfk, Seltjarnarnes og Kópavog er í Heilsuverndarstöð Reykjavlkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólar- hringinn. Vitjanabeiönir, símaráðleggingarog tíma- pantanir í síma 21230. Upp- lýsingar um lækna og lyfja- þjónustu eru gefnar f sím- svara 18885. Borgarspftalinn: Vaktvirka daga kl.8-17ogfyrirþásem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Slysadeild Borgarspitalans opin allan sólarhringinn sími 696600. Dagvakt. Upplýsingar um da- gvakt lækna s. 51100. Næt- urvaktlæknas.51100. Hafnarfjörður: Heilsugæsla. i Upplýsingar um dagvakt læknas. 53722. Næturvakt læknas.51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýs- ingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiðstöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavfk: Dagvakt. Upplýs- ingars. 3360. Vestmanna- eyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. ÝMISLEGT Bilananavakt rafmagns- og hltaveltu: s. 27311. Raf- magnsvefta bilanavakt s. 686230. HJálparstöð RKÍ, neyðarat- hvarf fyrir unglinga Tjarnar- götu 35. Sími: 622266 opið allansólarhringinn. Sálfræðlstöðln Ráðgjöf I sálfræðilegum efn- um. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virkq daga f rá kl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfln Hlaðvarp- anum Vesturgötu 3. Opin þriðjudaga kl.20-22, sími 21500, símsvari. Sjálfshjálp- arhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjasþellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingarum ónæmlstærlngu Upplýsingar um ónæmistær- ingu (alnæmi) í síma 622280, milliliðalaust samband við lækni. Frá samtökum um kvenna- athvarf, slml 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir kon- ur sem beittar hafa veriö of- beldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökln '78 Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsfma Samtakanna '78 fólags lesbía og homma á Islandi á mánudags- og fimmtudagskvöidum kl. 21 - 23. Símsvari á öðrum tfmum. Sfminn er 91 -28539. Félageldriborgara: Skrif- stofan Nóatúni 17, s. 28812. Félagsmiðstöðin Goðheimar Sigtúni3,s. 24822. GENGIÐ 1. október 1987 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar 39,200 Sterlingspund... 63,602 Kanadadollar.... 29,932 Dönsk króna..... 5,5293 Norskkróna...... 5,8242 Sænsk króna..... 6,0681 Finnsktmark..... 8,8508 Franskurfranki... 6,3818 Belgískurfranki... 1,0238 Svissn. franki.. 25,5175 Holl. gyllini... 18,8857 V.-þýsktmark.... 21,2524 Itölsklfra..... 0,02945 Austurr.sch..... 3,0194 Portúg.escudo... 0,2704 Spánskur peseti 0,3202 Japansktyen..... 0,26715 Irsktpund....... 57,030 SDR............... 50,0723 ECU-evr.mynt... 44,1568 Belgískurfr.fin. 1,0191 KROSSGÁTAN Lárétt: 1 skarf4hópur6 beita 9 heill 12hirsla14 dropi15lærdómur16 hyggja 19 geð 20 samsull 21 ilmar Lóðrétt: 2 leiöi 3 bót 4 kona 5 skjót 7 blautast 8 gunga 10 trúr 11 sterkast 13 andi 17málmur18bleytu Lausn á sfðustu krossgátu Lárétt: 1 blys 4 sofa 6 tál 7 enda 9 Æsir 12 öfugt 14 rok 15 Rán 16 kassi 19 unun 20 ötul 21 raska Löðrótt: 2 lén 3 staf 4 slæg 5 fúi 7 eirðum 8 dökkur 10 strita 11 rindla 13 ufs 17 ana 18sök

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.