Þjóðviljinn - 02.10.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.10.1987, Blaðsíða 6
-------ALÞYÐUBANDALAGIÐ---------------------- Alþýðubandalagið uppsveitum Árnessýslu AÐALFUNDUR Aðalfundur félagsins verður haldinn í Árnesi mánudaginn 5. október kl. 21.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3) Kosning fulltrúa á Landsfund. 4) Önnur máj. Stjórnin Alþýðubandalagið Austurlandi Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs verður haldinn á Iðavöllum laugardaginn 3. október kl. 4.00 og lýkur honum kl. 16.00 næsta dag. Dagskrá fundarins verður samkv. lögum kjördæmisráðs. Umræða: Lífskjör á landsbyggðinni Framsögu hafa: Kristinn V. Jóhannsson, Álfhildur Ólafsdóttír, Björn Grétar Sveinsson og Hjörleifur Guttormsson. Kvöldvaka verður á laugardagskvöldið á vegum Alþýðubandalags Héraðs- manna. Helgi Seljan fyrrv. alþm. verðurgesturkvöldvökunnarsem eröllum opin. Gistingu er hægt að fá í orlofshúsum ASA að Einarsstöðum. Upplýsingar veita: Sveinn í síma 11681 og Sigurjón í síma 11375. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur ABH boðar til bæjarmálaráðsfundar Iaugardaginn 3. október kl. 10.00 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Undirbúningur fyrir komandi bæjarstjórnarfund. 2) Kynntar tillögur að breytingum á starfsreglum bæjarmálaráðs. 3) Starfsskipulagið í vetur. 4) Önnur mál. Nefndarmenn ABH eru hvattir til að mæta. Fundurinn opinn öllum flokks- mönnum. Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur ABA boðar til bæjarmálaráðsfundar í Lárusarhúsi mánudaginn 5. október kl. 20.30. Dagskrá: 1) Veitumál. 2) Fundargerð bæjarstjórnar. 3) Önnur mál. Alþýðubandalagið á Reykjanesi Stjórn Kjördæmisráðs Stjóm Kjördæmisráðs er boðið til fundar laugardaginn 3. október kl. 14.00 í Þinghóli, Kópavogi. Dagskrá: Undirbúningur fyrir kjördæmisþing. Áríðandi að allir mæti. Stjórnln Alþýðubandalagið Kjósarsýslu Félagsfundur Félagsfundur í Hlégarði, þriðjudaginn 6. október kl. 20.30. Ólafur Ftagnar Grímsson mætir á fundinn og ræðir um flokksstarfið og stjórnmálaástandið í upphafi þingsins. Félagar fjölmennið. Stjórnin Alþýðubandalagið Reykjavík Félagsfundur ABR þoðar til félagsfundar fimmtudaginn 15. október kl. 20.30 að Hverf- isgötu 105. Fundarefni: 1) Kosning 100 fulltrúa og 100 varafulltrúa á Landsfund Alþýðubandalagsins. 2) Almenn stjórnmálaumræða. ATH: Tillaga uppstillinganefndar mun liggja frammi á skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105 frá og með mánudeginum 12. okt. Aðrar uppástungur undirritaðar af tillögumönnum skulu berast skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105 frá og með mánudeginum 12. okt. Aðrar uppástungur undirritaðar af tillögu- mönnum skulu berast skrifstofu ABR fyrir kl. 20.30 miðvikudaginn 14. okt. Ef til kosningar kemur verða aðalmenn og varamenn kjörnir í einu lagi með einföldu vægi allra atkvæða. Munið að greiða féiagsgjöldin Stjórn ABR Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði verður haldinn fimmtudaginn 8. október kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf 2) Breyting- ar á starfsreglum Bæjarmálaráðs 3) Kosning fulltrúa í Kjördæmisráð 4) Kosning fulltrúa á Landsfund AB. 5) ÍSLENSK FRAMTlÐ - OKKAR FRAMLAG - Ólafur Ragnar Grímsson fjallar um stöðuna í stjórnmálunum og hlutverk AB Félagar fjölmennið Stjórnln 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. október 1987 Hugvekja um foimann Ef trúa má velflestum fjölmiðl- um hafa hin dularfullu og marg- kvísluðu hafskipabankamál í að- alatriðum þróast á þessa leið: Fyrst hverfa ótaldar miljónir út í hafsauga með hafskipafyrirtæki, sem sígur í búð með gjaldþrots- humrum meðan forkólfarnir sitja á grænni grein og stunda blómleg viðskipti í öðrum fyrirtækjum. Háttsettir menn, jafnvel á æðstu sviðum stjórnmála, tengjast mál- inu, en einungis þeir, sem hafa á einhvern hátt fjallað um það eða rannsakað það, eru óþyrmilega teknir á beinið. Minnstu munar að einn stærsti banki þjóðarinnar sökkvi í djúpin með hafskipafyr- irtækinu, og helst hann því aðeins uppi vegandi salt á báruföldunum að ríkiskassinn er notaður sem flotholt, en til að firra skatt- greiðendur enn meira tapi er bankinn þá snarlega settur út í búðarglugga með verðmiða bundinn við sporðinn. Margir ganga fram hjá, en eng- inn kaupir og er haft fyrir satt að helstu lysthafendur séu að bíða eftir útsölu - þegar ríkiskassinn sé búinn að leika sitt hlutverk og frekari flotholta ekki þörf - og ætli þeir þá að öngla í bankann fyrir lítið. Öllum að óvörum kem- ur þá vandræðagemlingurinn Sísi, sem lysthafendur banka- kaupanna gruna um aðskiljan- lega óknytti, leggur fram verðið og segir „Jatlafáann“. Þá verður uppi fótur og fit og sporður, stjórnmálamen uppgötva allt í einu að bankinn var ekki til sölu á auglýstu verði, heldur var verið að sækjast eftir tilboðum. En lysthafendumir - eigendur fyrir- tækja sem berjast í bökkum og eiga í erfiðleikum með að greiða laun - safna saman kaupverðinu á einni helgi. Viðkomandi stjórnmálamenn vita ekki sitt rjúkandi ráð, sumir eru hallir undir Sísa og aðrir undir lysthaf- endur og gleymast leikreglur, haldnir eru fundir, hringborðs- fundir, leynifundir og samninga- fundir, en engin lausn finnst, þannig að allt stendur fast. Á meðan þarf að byrja rannsóknina í máli hafskipafyrirtækisins upp á nýtt þar sem fyrri rannsóknir dæmast að einhverju leyti ógild- ar, og eru allar horfur á að limmið verði langt að þessu sinni. Hvað gerist svo? Allt bendir til að almenningur sé að missa áhug- ann á máiinu, eða þegar búinn að því, en fylgi ríkisstjórnarinnar, og jafnframt þeirra stjórnmála- manna sem helst tengjast þessum margkvísluðu og dularfullu haf- skipabankamálum, sé stöðugt að aukast. Ýmsir gegnir menn í Sjálfstæðisflokknum eru jafnvel farnir að ala með sér þær vonir, að ísland verði fyrsta landið þar sem eins flokks stjórn kemst á og helst við með lýðræðislegum hætti. Nefnist það „blái fiðringur- inn“. En stjómmálamenn skyldu samt ganga varlega um gleðinnar dyr. Veðrabrigði verða stundum skjótt og hafskipabankamálin eru að breyttu breytanda keimlík þeim málum, sem ýta við öldnum hershöfðingjum erlendis, þannig að þeir fara að reka nefbroddinn út úr elliheimilinu, og leiða til þess að skipt er um númer á lýð- veldi. Vér Islendingar eigum sem betur fer ekki neina karlæga hers- höfðingja, í hæsta lagi varðskip- stjóra eða slökkviliðsstjóra á eft- irlaunum, en samt er full ástæða fyrir stjórnmálamenn að fara nú að athuga sinn gang og hætta að syndga upp á hverfula náð al- menningsálitsins, áður en til þess komi að landsmenn missi skyndi- lega trúna á þá og stjórnmála- kerfið eins og það leggur sig. Af þessum ástæðum er nauðsynlegt að í mikilvægustu stöður, svo sem formannsstöður stjórnmála- flokka sem úti í snjónum frjósa, veljist sterkir menn með lengd og breidd og dýpt í sálarlífinu, sem komi auga á hættuna og hafi kjark til að takast á við vandann, Sagan er troðfull af dæmum um það hvernig formannskjör hafi gerbreytt gangi mála, - hvernig val á manni, sem var á útjaðri einhvers apparats, til að skipa æðstu stöðu þess sjálfs hafi skapað alveg nýja stöðu, kannske snúið við þróun sem virtist óbreytanleg og haft í för með sér atburði sem enginn gat séð fyrir. Vinstri menn minnast þess gjarnan, þegar Francois Mitter- rand var kjörinn formaður franska sósíalistaflokksins árið 1971. Flokkurinn var í algerri niðurníðslu eftir mikil og marg- vísleg mistök gegnum árin, sem höfðu leitt til álappalegra hrak- fara í forsetakosningunum 1969, og með völdin fór kynslóð gam- alla stjórnmálamanna, sem virtist ekkert hafa getað lært af mis- tökunum og vera ófær um nokk- uð annað en streitast við að ríg- halda í völdin eins og Þorgeir í graðhvönnina. Þá náði Mitter- rand undirtökunum í flokknum og var um leið kjörinn formaður hans á þingi - ekki alveg belli- bragðalaust, enda hafði hann jafnvel ekki verið félagi í flokkn- um fyrr en á þessu afdrifaríka flokksþingi, - og með honum komu nýir menn. Hinum gömlu var ýtt til hliðar, en þó alls ekki öllum, því sumir þeirra reyndust hinir nýtustu stjómmálamenn, þegar þeir vora komnir í betri fé- lagsskap. Eftir þetta fór franska sósíalistaflokknum að vaxa ás- megin, og tíu árum síðar var hann orðinn stærsti stjórnmálaflokkur landsins (eins og hann er enn) og búinn að binda enda á 23 ára valdatíma hægri manna í landinu. Þrátt fyrir kosningaósigurinn í fyrra fer stjarna hans hækkandi, en Mitterrand nýtur meiri vin- sælda en dæmi eru um. Ef farið er svolítið iengra aftur í tímann má finna dæmi og kann- ske enn skýrara. Sjaldan hefur nokkur kosning til æðstu emb- ætta komið mönnum jafn rosa- lega á óvart og þegar kardínálar komu fram á svalir í páfagarði kyrjandi „habemus papam" og í ljós kom, að þeir höfðu valið sem staðgengil Péturs postula pólskan kardínála sem enginn þekkti úti í hinum stóra heimi og mönnum hafði aldrei dottið í hug að bendla við embætti páfa. En síðan hefur þessi „utangarðsmaður", sem var ekki í neinu „kirkjueigendafé- lagi“ og varð páfi án þess að vera ítali, gerbreytt ásjónu guðs kristni í heiminum: hann ferðast um í skotheldu glerbúri á hjólum („popesmobile" eða ,,páfareið“) færandi mönnum friðarboðskap fram og aftur um heimskringl- una, veitandi leiðtogum föður- legar áminningar ef svo ber undir með talsverðri höfðingjadirfsku, og takandi málstað minnihluta eins og indíána. Samt hefur eng- inn orðið var við að hann vanræki starf sitt heima fyrir, sem er að gegna biskupsembætti í borginni eilífu: gengur hann fram með röggsemi og hefur jafnvel sam- starf við kommúnista af sann- kristnu umburðarlyndi. En nú er víst kominn tími til að renna sér aftur niður á jörðina úr þessum miklu hæðum og spyrja þeirrar spurningar sem öllum brennur á vörum þessa daga: Hver skyldi nú verða næsti for- maður Álþýðubandalagsins? Ekki ætla ég að grísa á það. e.m.j.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.